Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 37
MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS VILLA NÝALDARSINNA Hin svonefnda nýaldarhreyfing, sem á rætur sínar í heiðnum austur- lenskum trúarbrögðum, tröllríður nú hinu íslenska þjóðfélagi. Nýald- arsinnar eru iðnir við að beina aug- um manna frá Guði og frelsara manna, Jesú Kristi. Þeir ráðleggja fólki að trúa á segularmbönd, krist- ala og Snæfellsjökul. Jafnvel leita þeir inn í sig að hætti yoganna í leit að sannleik og uppljómun, þar sem hið synduga eðli mannsins er að fínna. Þeir benda á að allt sé í raun og veru gott, að maðurinn sé sinn eigin frelsari, og að dauðinn sé ekki til. Með þvl hafna þeir fórn- ardauða Krists Jesú, en samkvæmt Biblíunni dó Kristur fyrir alla þá menn sem játa trú á hann. Kristnir menn eru þessu dýra verði keyptir. Enginn annar vegur liggur til Guðs. Kristur er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Látum því ekki villast. Nýaldarhreyfíngin veður uppi með sitt karmalögmál, karmalög- málið sem heldur Hindúum í heljar- greypum, og er þeim frekar bölvun en blessun. En Guð hefur fyrir löngu gefíð okkur hið mikla fagnað- arerindi til inngöngu í ríki sitt fyrir Krist Jesú. Kristur afnemur karma- lögmálið. Hvernig? Með kærleikan- um og fyrirgefningunni, viljanum til að fyrirgefa. Nýaldarhreyfingin beinir augum okkar frá fagnaðarer- indinu. Og hvar er þá kirkja Krists, þegar þessi óáran ríður yfír hina nafnkristnu þjóð? Hvar er málsvari Krists? Hví er yfirlýstur málsvari þögull sem gröfín? Þögnin ríkir og ég sem bréf þetta rita hef upp málsvöm, því vegið er að frelsara mínum og konungi Jesú Kristi, syni Guðs, sem réttlætti mig frammi fyrir Guði, með dauða sínum á krossi. Því er ég frelsaður og á ei- líft líf fyrir höndum í ríki Guðs, eins og allir þeir sem játast Kristi. Nýaldarhreyfíngin virðist vera ákaflega rökræn og höfða til skyn- semi fólks. Hún útskýrir og svarar áleitnum spurningum nútímafólks, sem ekki þekkir kristindóminn. Versta villa nýaldarsinna er sú að þeir afneita hjálpræði Jesú Krists og því að maðurinn frelsist fyrir trú á hann og öðlist eilíft líf eingöngu fyrir trú á Krist. Svo er það villan með dauðann. Guð hafði sagt mann- inum að hann myndi deyja ef hann æti af skilningstré góðs og ills í aldingarðinum í upphafi. Satan kom þá til konunnar með sína fyrstu lygi og sagði henni að vissulega myndi hún ekki deyja. Hin heiðna Dýraníðsla „Það munar ekki um einn kepp í sláturtíðinni“ voru þau skilaboð sem mátti lesa út úr orðsendingu Víkveija til Dýravérndunarfélags íslands sl. sunnudag. Þegar aðrar þjóðir hættu að fanga háhyrninga handa sædýra- görðum, vegna þess að þeim þótti það ósæmilegt, þá hófu Islendingar slíkar veiðar. Að loka villt dýr inni í dýragörð- um og fjölleikahúsum er dýraníðsla. Við eigum að sjá sóma okkar í því að koma þar hvergi nærri. Edda Verðum með Armaflex Á góðu verði pípueinangrun í hólkum, plötum og limrúllum frá Þ. ÞORGRÍMSSON &C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 austurlenska trú endurómar þessa fyrstu lygi um ódauðleika sálarinn- ar. En Guð elskar mennina og vill að allir komist til iðrunar áður en heimsendir skellur á og dómur verð- ur kveðinn upp. Þetta hljómar gam- aldags hjá mér í eyrum nýaldar- sinna og lærisveina þeirra. En svona einfalt er þetta nú samt - og alvar- legt. Menn hlógu að Nóa gamla hér áður fyrr en vissu svo ekki fyrr en flóðið kom og eyddi þeim öllum Eins er þessu farið í dag. Fólk les þessar línur og segir kannski með sjálfu sér: Maðurinn er auðvitað eitthvað skrítinn. Hópur fólks er að prédika endir veraldar og endurkomu Krists og hvað þurfi að gera til að verða hólp- inn. En nýaldarsinnar draga stöð- ugt athyglina frá hjálpræði Guðs. Þeir ætla að frelsa sig sjálfir og sumir kyija daga sem nætur Hare- Kristna. En orð .Guðs gefur okkur leið- beiningar. Þar segir: „Trú þú á Drottin Jesú og þú munt hólpinn verða.“ „Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því eigi er heidur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ (Post. 4:12) Djöfullinn, hinn gamli höggonn- ur er lævís og reynir í örvæntingu sinni á hinum síðustu dögum, að draga athygli okkar frá eina vegin- um sem liggur til Guðs, Jesú Kristi, sem frelsar okkur frá hinni kom- andi reiði. Um það snýst öll okkar tilvera. Við erum sú kynslóð, sem mun sjá endurkomu Krists, og megi sem flestir taka undir orðin í Opin- berun Jóhannesar og segja í von um eilíft líf: „Kom þú, Drottinn Jesú.“ (22:20) Einar Ingvi Magnússon HEILRÆÐI Verkstjórar - verkamenn Notkun hjálma við hvers konar störf hefur komið í veg fyrir hina alvarlegustu höfuðáverka. Því er notkun þeirra sjálfsögð. ÞESSI EINSTAKA BIFREIÐ ER TIL SOLU BUICK SUPER ÁRG. 1947 Ekinn aðeins 20.285 km. frá upphafi. Aðeins tveir eigendur. Bifreiðin er sem ný, jafnt innan sem utan. Upplýsingar í síma 91-671363 í kvöld og næstu kvöld. GEÍsiBf (SlasBQW/ Lægsta verðið 7 dag 25.500,- Brottför i september, októberog nóvember. Gist á hinu vinsæla Hospitality Inn. AUSTDRSiK/Fn 17 • siii 622200 Dönsku herrafrakkarnir f ■ ■ JK AFTUR FÁANLEGIR Bókahillur fyrir skólafóIJk 6,420,- 4,440,- Einnig fáanlegar í svörtu og furulit. GERIÐ GÓÐ KAUP BÍLDSHÖFDA20 t-JJ2 REYKJAVÍK ^ SÍMI91-681199 - FAX 91-673511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.