Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2\. ÁQÚST 1991 fclk f fréttum Ríkharður Ríkharðsson sigraði í einstaklingskeppninni, lék á 75 höggum, en ritstjóri Víkurfrétta og sigurvegarinn frá því í fyrra, Páll Ketilsson, varð að sætta sig við annað sætið. í keppninni með forgjöf sigraði Skúli Unnar Sveinsson af Morgunblaðinu, lék á 66 höggum nettó en annar varð Ríkharður. GOLF: Ríkisútvarpið sigraði í sveitakeppninni Meistaramót fjölmiðlanna í golfi fór fram laugardaginn 10. ágúst á Jaðarsvelli á Akur- eyri. Sveit Ríkisútvarpsins sigraði í keppni án forgjafar og Ríkharður Ríkharðsson af Degi á Akureyri sigraði í einstaklingskeppninni án forgjafar. Það viðraði vel á fjölmiðlamenn þegar Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélags íslands sló fyrsta höggið í mótinu, að sjálf- sögðu nokkuð til vinstri. Þegar leið á keppnina rigndi þó tölvert en fjölmiðlafólkið lét það ekki hafa áhrif á sig. Sveit Ríkisútvarpsins notaði einu höggi færra en sveit Morgun- blaðsins í keppni sveita án forgjaf- ar og varðveitir því farandbikarinn an-nað árið í röð. Þeim tókst hins vegar ekki að veija titilinn í sveita- keppninni með forgjöf því þar sigr- aði Morgunblaðið nokkuð örugg- lega. Sveit DV varð í J>riðja sæti á báðum vígstöðvum. I sveit Rúv voru Friðþjófur Helgason, Elías Magnússon, Gísli Amar Gunnars- son og Logi Bergmann Eiðsson, sem var „fyrirliði“ og taldi ekki. Fjölmiðlamennimir voru mjög mislangt komnir í íþróttinni. Nokkrir góðir kylfingar voru með- al keppenda, með forgjöf frá 5 til 9 en nokkrir höfðu sjaldan komið nálgæt golfí og að minnsta kosti einn hafði aldrei slegið golfbolta. Sá er Kjartan „Golli“ Þorbjörns- son ljósmyndari af Degi. Hann Þátttakendur á Meistaramóti fjölmiðlanna sem fram fór á Akureyri. Ljósmynd/GolU vann þó það afrek að vera næstur holu á 11. braut, en þar stöðvaðist boltinn hans aðeins 45,5 senti- metra frá holunni. Skapti Hall- grímsson af Morgunblaðinu fékk mesta æfingu þennan daginn, not- aði eitthvað vel á annað hundrað högg og fékk farandgrip að laun- um ásamt byrjendanámskeiði hjá Sigurði Péturssyni golfkennara hjá GR. Engum tókst að fara holu í höggi í mótinu, en fyrir að gera slíkt á 18. brautinni var golfferð í verðlaun með Samvinnuferðum Landsýn til Mallorka þar sem Kjartan L. Pálsson verður farar- stjóri en hann fékk einmitt golf- bakterínuna í fjölmiðlamóti sem þessu fyrir nokkuð mörgum árum. Ágúst Ingi Jónsson, fréttastjóri á Morgunblaðinu fékk einnig áhuga á golfí í slíku móti og hann var næstur holu á 18. flötinni og fékk að launum málsverð á Argentínu fyrir tvo. Mörg góð fyrirtæki studdu við bakið á fjölmiðlamótinu. Rolf Jo- hansen studdi mótið rausnarlega og sömu sögu er að segja af Austurbakka, Macom, Vangi, Glóðinni, Flughótelinu, KEA, Bautanum, Sjallanum og Golf- verslun David Barnwell á Akur- eyri. Flugleiðir veittu öllum afslátt af flugi og áður en menn lögðu í hann veitti Vífílfell mönnum svala- drykki. Pressan gaf verðlaunagripi og Morgunblaðið og Blaðamannafé- lagið gáfu farandbikara sem veitt- ir eru í sveitakeppninni. 0DEXION MAXI-plastskúffur varðveita smóhluti TONLEIKAHALD Sigrast á óorðinu Margar stœrðir og litir fyrirliggjandi. Það hefur reynst áhættusamt að standa fyrir tónleikum er- lendra rokkhljómsveita hér á landi. Þeir sem hafa reynt hafa flestir farið af stað með meira kappi en forsjá og tapað stórfé. Slíkt tón- leikahald hefur því fengið á sig hálfgert óorð, enda fjölmargir tapað fé á innflutningnum aðrir en tón- leikahaldarar sjálfír. Það vakti því nokkra athygli þegar nýstofnað fyr- irtæki, Rokk hf., hélt mikla tónleika í Kaplakrika og hafði af því nokk- urn hagnað, m.a. fyrir skynsemi í tryggingum, þrátt fyrir forföll helstu hljómsveitarinnar. Skipu- leggjendur þeirra tónleika voru fjöl- margir, en þeirra fremstur í flokki Englendingurinn Alan Ball. Alan Ball segist hafa komið hing- að til lands fyrir fjórum árum eftir að hann kynntist íslenskri stúlku. Honum var boðið að vera með í skipulagningu tónleika rokkhljóm- sveitarinnar Whitesnake og eftir LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Alan Ball Morgunblaðið/KGA það varð ekki aftur snúið. „Ég ætla mér að eyða meirihluta ársins hér á landi og þá setja upp þrenna tón- leika á ári, en hluta vetrar mun ég eyða sem tónleikaferðastjóri hjá ýmsum erlendum hljómsveitum, enda fátt sem ég get fengið að gera hér á landi utan tónleika- halds." Alan segir að tónleikahald hér á landi hafí gengið misjafnlega m.a. vegna þess að yfírleitt hafí menn ætlað sér að græða stórfé á skömmum tíma. „Rokk hf., sem ég vinn hjá, hefur sett upp skrifstofu, sem treystir sambönd erlendis, ekki síður en hérlendis. Rokk hf. er rek- ið eins og hvert annað fyrirtæki, þó með lágmarksmannskap, sem reynir að borga reikninga eftir því sem þeir berast, en ekki með því að halda einhvetja „stórtónleika" sem eiga að borga allt í einú. Það að við séum með skrifstofu allt ár- ið, þar sem menn svara í síma og svara símbréfum og fyrirspurnum, þýðir að stórstjörnurnar verða til- kippilegri að koma og spila. Við eigum von um að hljómsveitir og menn eins og Phil Collins, Paul McCartney, sem léði máls á tónleik- um hér á næsta ári, Eric Clapton og Dire Straits komi hingað til lands á næstu árum, en næsta verkefni okkar er bandaríska þungarokk- sveitin Skid Row. Það hafa margir reynt að standa fyrir tónleikum erlendra sveita hér á landi, en ekki tekist, en ég er sannfærður um að það sé hægt. Þetta er kannski ekki stórgróðavettvangur, en það má reka fyrirtæki með þokkalegum hagnaði." s HAUSTUTS ALAISER í örfáa daga — 30—70% afsláttur Laugavegi 95, 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.