Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991
15
Anatólíj Lúkjanov, forseti sovézka þingsins.
í samsærinu?
í gærkvöldi að
Anatólíj Lúkjanov, forseti sovézka þingsins, væri með í samsæri
harðlínumanna um að steypa Míkhaíl Gorbatsjov af stóli. Að sögn heim-
ildarmanna Morgunblaðsins í Moskvu sagði Jeltsín að hann teldi að
Lúkjanov væri að reyna að þvo hendur sínar af valdaráninu, þar sem
hann væri hræddur við afleiðingarnar.
Lúkjanov með
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í útvarpsávarpi
Jeltsín hélt ávarp í gær, sem tekið
var upp á myndband og komið til
alþjóðlegra sjónvarpsstöðva. Sam-
kvæmt skeyti frá Reuters-fréttastof-
unni hvatti Jeltsín Moskvubúa til að
koma þinghúsinu, þar sem hann
hefst við, til varnar og skoraði á
hermenn að „svívirða ekki rússnesk
vopn með blóði okkar eigin þjóðar."
„Aðfaranótt 19. ágúst var framið
valdarán í landi okkar. Hópur pólit-
ískra ævintýramanna lýsti sjálfan sig
æðsta vald og gerði sig sekan um
samsæri gegn stjórnarskránni. Þar
með frömdu þeir alvarleg landráð,"
sagði Jeltsín. Hann hét valdaræn-
ingjunum réttlátri refsingu sam-
kvæmt rússneskum lögum.
Forsetinn sakaði neyðarnefndina
um lýðskrum er hún kennir lýðræðis-
öflum um vandamál Sovétríkjanna.
„Hvílík lygi og hræsni! Var það ekki
Pavlov, sem innleiddi áður óþekkta
verðbólgu og verðhækkanir? Varð
það ekki Jazov, yfirmaður hershöfð-
ingjanna, sem steypti hermönnum í
fátækt og svipti þá réttindum sínum?
Var það ekki Púgó sem var ábyrgur
fyrir atburðunum í Eystrasaltsh'kj-
unum?,“ sagði Jeltsín. „Og þessir
menn heita að'koma á reglu að nýju
í landinu! Með glæpum sínum hafa
þeir komið landinu undir ógnar-
stjórn.“
Fyrr í gær krafðist Jeltsín þess
að fá að hitta Míkhaíl Gorbatsjov,
fyrrverandi forseta. Hann fór jafn-
framt fram á að óháður læknir frá
Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni
(WHO) skoðaði Gorbatsjov og dæmdi
um heilsufar hans. Þá gerði hann
kröfu um að neyðamefndin svokall-
aða færi frá.
MEGA skífulaga álplötumar ryðga
ekki og upplrtast ekki. Þær eru
langtímalausnin sem þú le'rtar að.
Fást í mörgum stærðum.
Yfir þrjátíu ára reynsla á íslandi.
LANGTÍMAUVUSN
SEM ÞÚ LEITAR AÐ
SPARAÐU VIÐHALD
NOTAÐU ÁL
Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík
Pósthólf 1026, 121 Reykjavík.
Sími 91-680606. Fax 91-680208.
MEGA SKÍFULAGA ÞAKPLÖTUR
ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ!
f
SUBARU STATION 1.8 DL
ííjSKp
s
Valkvætt fjórhjóladrif
Hátt og lágt drif
Vökvastýri
Samlæstar hurðir
Rafstillanlegir speglar ^
Þriggja ára ábyrgð
Hreint frábært verð 1.186.000.- stgr.
Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 1400-1700.
Ingvar
Igason
Sævarhöfða 2
sími 91-674000
4, „ K -hC-i V’ j
v" ‘ ,-wíi
WMw