Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 3 VALDARANIÐ I KREML Eistland lýsir yfír sjálfstæði Tallinn, Moskvu, Helsinki, Stokkhólmi. Reuter, The Daily Teleg^aph. ÞINGIÐ í Eistlandi lýsti í gærkvöldi yfir fullu sjálfstæði landsins sem tæki gildi þegar í stað og tilkynnti um leið að þingkosningar yrðu haldnar í landinu á næsta ári á grundvelli nýrrar stjórnarskrár. Að sögn Eve Tarm, talsmanns utanríkisráðuneytisins, samþykktu þingmennirnir yfirlýsinguna ein- róma á þingfundi seint í gærkvöldi. Fundurinn var haldinn í víggirtu þinghúsinu í Tallinn, höfuðborg Eistlands. Eistland var, líkt og hin Eystra- saltsríkin tvö, Lettland og Litháen, innlimað í Sovétríkin árið 1940. Landið lýsti yfir fullveldi innan Sovétríkjanna árið 1988 og á síðasta ári samþykkti þingið að stefnt skyldi að því að landið hlyti algjört sjálfstæði, en tekið var fram að slíkar breytingar þyrftu aðlögun- artíma og samráð yrði að hafa við stjórnina í Moskvu. Ástandið ekki eðli- legt en fólk æðrulaust - segir Hildur Guðrún Eyþórsdóttir í Moskvu „ASTANDIÐ er ekki eðlilegt, en fólk virðist taka þessu af æðru- leysi,“ sagði Hildur Guðrún Eyþórsdóttir, sem situr nú þing bóka- safnsfræðinga í Moskvu, er Morgunblaðið ræddi við hana um ástand- ið þar eftir valdatöku harðlínukommúnista. Hún sagði að allt hefði verið kyrrt þar sem hún fór um borgina í gærkvöldi en fyrr í gær þurfti hún að klöngrast yfir götuvígi til þess að sækja fyrirlestra á þinginu. Hildur Guðrún Eyþórsdóttir sagði að í gærmorgun hefði ekki verið hægt að komast akandi frá Hótel Belgrad, þar sem hún býr, til ráðstefnustaðarins vegna götuvígja. „Þeir sögðu að ekki yrði komist í rútum og urðum við því að fara fótgangandi frá hótelinu," sagði Hildur Guðrún. „Á leiðinni þurftum við að klöngrast yfir götuvígi, sem ungt fólk hafði gert úr götusteinum og öðru lauslegu." Hildur Guðrún sagði að mennirnir við götuvígið hefðu hins vegar ekki verið ógnvekjandi: „Þeir brostu og hjálpuðu gangandi vegfarendum að komast yfir tálmann." Að sögn Hildar Guðrúnar reyna Sovétmenn að láta fyrirlestrahald ekki falla niður og ráðstefnan sjálf gengur nokkurn veginn samkvæmt áætlun. Hins vegar hefðu fallið nið- ur skoðunarferðir á vegum Intúríst, sem fara átti í gær. Hildur Guðrún sagði að nokkurs óróleika gætti meðal erlendra ráð- stefnugesta, sérstaklega þeirra enskumælandi. Þó virtust menn ekki ætla að yfirgefa ráðstefnuna fyrr en henni lyki. „Bandaríkja- mennimir og Kanadamennirnir hafa haft samband við sendiráð sín og fylgjast grannt með áætlunar- flugi frá Moskvu," sagði Hildur Guðrún. „En ég veit ekki til þess að nokkur hafi farið. Við förum sennilega minna út á kvöldin en við hefðum gert ef allt hefði verið með felldu. Eins og ástandið er núna förum við beint heim á hótel þegar móttökum og öðru slíku lýkur.“ Um 1.100 erlendir og 400 sov- éskir bókasafnsfræðingar sækja þingið, sem stendur fram að helgi. Fulltrúar eistlenskra yfirvalda tjáðu Aeuíers-fréttastofunni í gær- kvöldi að valdataka harðlínumanna í Sovétríkjunum á mánodag hefði haft það í för með sér að lýðveldið gæti ekki endurheimt sjálfstæði sitt með samningaviðræðum við mið- stjórnina í Moskvu. Eystrasaltsríkin þrjú veittu í gær þremur háttsettum mönnum umboð til að mynda útlagastjórnir erlendis og mæltu svo fyrir að þeir skyldu dvelja erlendis ef svo færi að so- vésk stjórnvöld reyndu að taka völd- in í löndunum. Mennimir þrír eru Dainis Ivans, varaforseti Æðstaráðs Lettlands, Algirdas Saudargas, utanríkisráð- herra Litháens, og Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands. í gær var Meri í Finnlandi og Saudargas í Varsjá í Póllandi. Ekki var vitað hvar Ivans var niðurkominn. Þessi tilkynning barst frá Eystra- saltslöndunum í gær en þar var mikill viðbúnaður sovéska hersins. í Eistlandi bámst fréttir af því að um 100 brynvagnar hefðu ekið um Tallinn til herbúða handan borgar- innar. Sovéski herinn stöðvaði einn- ig samgöngur til landsins frá lofti og af sjó. í Lettlandi og Litháen, þar sem ráðamenn hafa fordæmt valdarán- ið, héldu hersveitir enn sjónvarps- og útvarpsstöðvum en ekki kom til ofbeldis. í Riga, höfuðborg Lett- lands, hernámu sveitir símstöðina og samband slitnaði við umheiminn um stundarsakir. Samgönguleiðir til og frá landinu voru áfram lokað- ar. í fyrrinótt felldu sérsveitir inn- anríkisráðuneytisins bílstjóra í Lett- landi og var hann fyrsta fórnarlamb valdaránsins í Moskvu. Óstaðfestar fréttir sögðu að annar maður hefði verið í bílnum og hefði hann særst. Þrátt fyrir viðbúnað sovéska hersins í lýðveldunum þremur virð- ast hermennirnir ekki reiðubúnir að beita valdi. Háttsettir embættis- íslendingar í Sovétríkj- unum eru sagðir óhultir ÓLAFUR Egilsson sendiherra íslands í Moskvu segir að á ann- an tug Islendinga séu nú staddir í Sovétríkjunum. Ekkert mun ama að fólkinu og eru sumir Islendingarnir á heimleið. Fimm íslendingar, Þorsteinn Tómasson forstjóri Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, Ólafur „ÁKVARÐANIR varðandi mót- töku flóttamanna frá Sovétríkj- unum hingað til lands eru í hönd- um stjórnvalda, en komi til fjöldaflótta þaðan og verði ákveðið að taka við flóttamönn- um hingað til lands er Rauði kross Islands innilega tilbúinn að verða þeim til aðstoðar á hvern þann hátt sem verða má,“ sagði Hannes Hauksson, fram- kvæmdastjóri RKÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Fulltrúar frá RKÍ eru nú að halda á árlegan fund norrænna Rauða Guðmundsson varaforstjóri stofn- unarinnar, Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda og Jón Loftsson skógrækt- arstjóri voru staddir í Magadan í Síberíu í embættiserindum. Með þeim í för var sonur Þorsteins á sautjánda ári. Fimmmenningarnir fóru til Alaska í gærkvöldi. Þá var kross félaga, þar sem ástandið í Sovétríkjunum verður í brennidepli. Hannes sagði, að stjórnvöld á þeim Norðurlöndum sem næst eru Sovét- ríkjunum hefðu miklar áhyggjur af mögulegum flóttamannastraumi þaðan. „Ef koma skyldi til slíks hafa Svíar rætt um að veita um 10 þúsund flóttamönnum hæli,“ sagði Hannes. „Það samsvarar því að Island tæki á móti um 320 flótta- mönnum, sem yrði að sjálfsögðu langstærsti hópur flóttamanna sem hingað hefur komið.“ einn maður, Trausti Eiríksson for- stjóri Traust-verksmiðju hf., í við- skiptaerindum á Sjakalín-eyju, þrír menn frá sömu verksmiðju eru staddir í litlum bæ, Ura-Guba, á Kolaskaga við uppsetningu fisk- vinnsluvéla. Fjórir íslenskir ferðamenn eru saman á ferðalagi í Sovétríkjunum og komu tveir þeirra til Moskvu frá Leníngrad_ í fyrradag. Höfðu þeir, að sögn Ólafs, orðið varir við mótmælafundi í Leníngrad, en ekki orðið fyrir töfum á ferðalagi sínu. Auk þeirra er ungur maður og stúlka á ferðalagi í Sovétríkjunum, nú stödd í Moskvu. Þá er leikkonan Alexandra Kjuregej Argunova stödd í Moskvu ásamt syni sínum, Ara Magnússyni, þar sem þau taka þátt í ráðstefnu rússneskra lista- manna búsettra utan Sovétríkj- anna, en Borís Jeltsín, forseti Rússlands, boðaði til ráðstefnunn- ar á sínum tíma. Mæðginin hugð- ust ekki gera breytingu á ferðaá- ætlun sinni þrátt fyrir ástandið heldur sitja ráðstefnuna til enda. Flutningaskipið Svanur frá Nesi hf. losnaði úr slipp í Stettín í Pól- landi í fyrradag. Fyrirhugað var að skipið héldi til Leníngrad til að lesta þar timbur, en för skipsins var frestað vegna ótryggs ástands í Sovétríkjunum Framkvæmdastjóri RKÍ: Erum reiðubúin til að hjálpa flóttamönnum menn í Tallinn tjáðu Reuters-frétta- að þeir myndu ekki beita valdi gegn stofunni að að hermennirnir sem í fólkinu jafnvel þótt skipun um það borginni væru hefðu gefið í skyn bærist frá nýju valdhöfunum. Lára Margrét og Jóliann- es fara til Ríga síðdegis ÞINGMENN- IRNIR Lára Margrét Ragn- arsdóttir og Jó- hannes Geir Signrgeirsson lögðu í morgun af stað í funda- ferð til Eystra- saltslanda. Ferð þeirra var frestað um sólarhring, að tilhlutan Eyjólfs Konráðs Jónssonar, formanns utanríkismálanefndar, vegna hins ótrygga ástands í Svov- étrílqunum. Lára og Jóhannes halda frá Stokkhólmi til Ríga síðdegis í dag. Þar slást þau að sögn Láru í hóp 30-40 þingmanna frá Norð- urlöndum, Þýskalandi og fieiri löndum í Vestur-Evrópu. Ríki- stjómir Eystrasaltsríkjanna buðu þingmönnum frá Vestur-Evrópu að koma og ræða ujn Eystra- saltslöndin og nýja Evrópu. Fyrsti fundur þingmannanna er í Tallinn í dag og þar á að sögn Lára að taka ákvörðun um fram- hald fundahalda. Ætlunin hefur verið að hópurinn færi til Ríga síðdegis, ræddist við þar á morg- un og í Vilníus á föstudag. Lára kveðst gera ráð fyrir að fundirnir verði í þinghúsum höf- uðborganna þriggja. Ekki sé þó unnt að fullyrða neitt þar sem ekki hafi náðst samband héðan til Tallinn í gær. Fyrirhugað er að þingmennirnir haldi heimleiðis frá Litháen á laugardag. Lára Margrét Jóhannes Geir Ferðalög til Sovétríkjanna: Hætt við vandræðum breiðist verkföll út segir Olafur Egilsson sendiherra ÓLAFUR Egils- son sendiherra í Moskvu sagði í gær í samtali við Morgun- blaðið að engar orðsendingar eða skilaboð hefðu komið frá nýjum valdhöf- um í Sovétríkj- unum til sendiráðsins. Einu skila- boðin bærust með ritskoðuðum dagblöðum sem leyft er að gefa út. Ólafur sagði á annan tug ís- lendinga stadda í Sovétríkjunum, en ekkert benti til þess að för þeirra myndi seinka; millilanda- flug væri að því er hann best vissi með eðlilegum hætti og samgöng- ur innanlands sömuleiðis. Hann sagði hugsanlegt að verkföll breiðist út og þá gætu vandræði orðið í samgöngumálum og verði menn að meta það út frá erindum sinum hvort þeir taki sér för á hendur til Sovétríkjanna. Ólafur sagði að ríkisstjórn Rúss- lands hefði tekist að koma upp út- varpsstöð í gær og væri stanslaust útvarpað yfirlýsingum stuðnings- manna Boris Jeltsíns forseta, auk þess sem útvarpið væri notað til að koma skilaboðum á milli manna. Útvarpið er í byggingu stjórnarset- urs Rússlands, skammt frá Kreml. Ólafur kvaðst ekki telja að útvarps- sendingarnar næðust langt út fyrir borgarmörk Moskvu. Hann sagði að flugsamgöngur gengju eðlilega fyrir sig, að því er hann best vissi, en þó hefði hann haft óstaðfestar spurnir af töfum. Samgöngur innan borgarinnar, svo sem neðanjarðarlestakerfið, væra með eðlilegum hætti. Hins vegar væru einhveijar tafir á bflaumferð, einkum vegna vegatálma sem mót- mælendur hafa komið fyrir. Ólafur sagði að síðdegis í gær hefði tilkynning borist um að þriggja daga ferð forstöðumanna sendiráða í Sovétríkjunum til Novgorod í boði sovéskra stjórnvalda hefði verið af- lýst. Engar skýringar hefðu verið gefnar á því. Reuíers-fréttastofan greindi frá því í gær að útvarpsstöð í Berlín, Berliner Rundfunk, hefði hafið út- sendingar á rússnesku ætlaðar sov- éskum þegnum í austurhluta Þýska- lands. Útvarpsstöðin sendir út frétt- ir á rússnesku í fimm mínútur á klukkustundarfresti. Útsendingum Sky og CNN fram haldið um óákveð- inn tíma FRÉTTASTOFUR Sjónvarps og Stöðvar 2 hófu í fyrradag frétta- útsendingar gervihnattastöðv- anna Sky News og CNN til að sinna fréttaþörf landsmanna vegna atburðanna í Sovétríkjun- um. Útsendingunum verður fram haldið um óákveðinn tíma, á meðan slík óvissa ríkir um þróun mála þar í landi. Sjónvarpið hóf útsendingar um 10-Ieytið í fyrradag. Að sögn Boga Ágústssonar fréttastjóra var fyrst í stað aðeins ætlunin að senda út fréttir í einn dag en atburðirnir í Sovétríkjunum þóttu gefa tilefni til áframhaldandi útsendinga. Endur- sögn á íslensku verður skotið inn með reglulegu millibili. Sigmundur Ernir Rúnarsson varafréttastjóri á Stöð 2 sagði að spilað yrði af fmgrum fram með útsendingar CNN. Hann sagði að miðað yrði við þær reglur sem stöð- inni hefðu verið settar um endur- sögn á íslensku og bann við auglýs- ingum. Ólafur Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.