Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. AGUST 1991 29- Afmæliskveðja; Ragnheiður Guðmunds- dóttir - Stafafelli Hundrað ára er í dag Ragnhildur Guðmundsdóttir fyrrum húsfreyja á Stafafelli í Lóni. Hún er búin að lifa langa ævi, manni finnst með ólíkind- um að enn sé á lifi fólk setn var komið til vits og ára þegar íslend- ingar fengu heimastjórn og Hannes Hafstein varð ráðherra 1904 en þá hefur Ragnhildur verið á þrettánda ári og eflaust talið sig hálffullorðna manneskju. Mér þótti Torfi Þor- steinsson komast skemmtilega að orði er hann sagði eitt sinn að þær breytingar sem orðið hefðu á hvers- dagslífi fólks frá því hann myndi fyrst eftir sér til þessa dags líktust engu meira en ævintýri úr Þúsund og einni nótt. Þetta hefði Ragnhild- ur eflaust getað tekið undir. Hún fæddist að Lundum í Staf- holtstungum, næstelst af sjö böm- um hjónanna þar, Guðlaugar Jóns- dóttur frá Melum í Hrútafirði og Olafs Guðmundar Ólafssonar bónda á Lundum, en ætt hans hafði setið Lunda um langan aldur mann fram af manni. Elst systkinanna var Sig- urlaug, húsfreyja í Hvammi í Norð- urárdal, gift Sverri Gíslasyni, bónda þar og héraðshöfðingja. Áttu þau sex börn sem öll era á lífi. Síðan kom Ragnhildur og næst henni að aldri var Sigríður, sem giftist Krist- jáni Jónssyni frá Garðsstöðum. Bjuggu þau á ísafirði og áttu einn son. Næst var Ásgerður, kennari á Siglufirði og í Reykjavík, gift Jóni Guðmundssyni, endurskoðanda og skrifstofustjóra. Börn þeirra voru tvö. Næstur í röðinni var Ólafur sem lést aðeins 23 ára og var harmaður ákaflega af fjölskyldu sinni. Mar- grét var yngst systranna og varð hún níutíu og eins árs fyrir nokkrum dögum. Hún veit sjálfsagt af háum aldri sínum en andinn er óbugaður með öllu. Fyrir því hef ég glænýjar heimildir. Hún var gift Karli Hall- dórssyni tollverði og áttu þau eina dóttur. Yngstur systkinanna var Geir, fæddur 1904. Hann tók við búinu á Lundum. Kona hans var Þórdís Ólafsdóttir frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Þau hjónin bjuggu á Lundum til 1959 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur og jörðin var leigð og síðan seld tíu áram síð- ar. Á Lundum munu hafa verið góð efni eftir því sem þá tíðkaðist og þau hjónin verið áfram um að mennta börn sín, dæturnar ekki síð- ur en synina. Elsta systirin gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og Dalarnas Museum í Svíþjóð: 5 íslenskir lista- menn sýna grafík NÚ STENDUR yfir í Dalarnas Museum í Falun í Svíþjóð samsýning norrænna grafíklistamanna. Ber Nordisk Grafik Nu. Dómnefnd skipuð prófessor Zdenka Rusova frá Listaakadem- íunni í Óslo, grafíklistakonunni Marjatta Nuoreva frá Helsinki og forstjóra Ríkislistasafnsins í Kaup- mannahöfn, Jan Garff, valdi úr 48 grafíklistamenn frá Svíþjóð, Nor- egi, Danmörku, Finnlandi, íslandi og Grænlandi til að sýna verk sín í Dalarnas Museum. íslensku þátt- takendurnir era: Aðalheiður Skarp- héðinsdóttir, Jón Reykdal, Sigrún veitt og dómnefnd skipuð prófessor- unum og grafiklistamönnunum sýningin heitið ’91 Falubiennalen K.G. Nilsson, Stokkhólmi, Staffan Fihlgren, Umeá, og listakonunni Lenu Gronquist, Stokkhólmi, valdi þrjá listamenn sem hlutu verðlaun fyrir verk sín. Fyrstu verðlaununum deildu á milli sín Pentti Kaskipuro og Outi Heskanien frá Finnlandi, 2. verð- laun hlaut Sidsel Vestbö frá Noregi og 3. verðlaun hreppti Irene Lin- heim einnig frá Noregi. Sýningin hefur hlotið mikla að- sókn og góða umfjöllun og fjöldi verka selst. Hún stendur til 1. sept- ember. (Fréttatilkynning) Herdís Hallvarðsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. ■ ÞÆR Herdís Hallvarðsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir munu í kvöld, miðvikudag og annað kvöld halda tónleika á Veitinga- staðnum Berlin. Tónlist fjórða og fimmta áratugarins verður ríkjandi, auk þess sem fleiri gamlar og nýj- ar, mislitar perlur fljóta með. Þær stöllur léku fyrir nokkram áram á Gauk á Stöng, en hafa ekki leikið saman um nokkurt skeið, þar sem Helga Bryndís stundar framhalds- nám í píanóleik í Finnlandi. Herdís leikur á bassa sinn. ■ VEITINGAHÚSIÐ Café Óp- era er nú með lifandi tónlistarflutn- ing fyrir matargesti. Söngkonan og píanistinn Priscilla Hood frá New York verður með skemmtidagskrá sína næstu vikur og eru á efnis- skránni öll þekktustu jazzlög 4., 5. og 6. áratugsins. Enda þótt Pris- cilla Hodd kjósi New York umfram aðrar borgir hefur hún sungið og leikið í mörgum virtustu jazzklúbb- um á Vesturlöndum. Einnig hefur hún komið fram í sjónvarpi þ. á m. sjónvarpsþættinum „The Ton- ight Show“. Priscilla Hood Ragnhildur sem í dag er hundrað ára gekk í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1912, á tuttugasta og fyrsta aldursári sínu. Hún hefur sagt mér ýmislegt frá námsáram sínum og skólafélögum og birtist sumt af því í Nýjum menntamálum árið 1985. Að prófí loknu var hún einn vetur heima á Lundum og kenndi þar börnum úr sveitinni. Hún sagði mér að sér hefði ekki þótt mikið til um kaupið sem hún fékk fyrir það, faðir sinn hefði fengið eins mikið eða meira í leigu fyrir herbergið sem notað var til kennsl- unnar. Ólafur gekk í bændaskóla því honum var ætlað að verða bóndi á Lundum. Sigríður fór í Kvennaskól- ann og stundaði síðan hannyrða- nám. Margrét í Hvítárbakkaskóla og Geir stundaði nám í Flensborgar- skólanum. Haustið 1913, ræðst Ragnhildur kennari austur í Lón í Austur-Skaft- afellssýslu. Séra Jón Jónsson frá Melum í Hrútafirði, móðurbróðir hennar, var þá prestur á Stafafelli. Hún var kennari í Lóninu næstu þrjú árin. Svo fór að hún ílentist í þessari fögru, stórbrotnu sveit og giftist Sigurði Jónssyni á Stafafelli 1917. Hann bjó um árabil á Víghóls- stöðum á Fellsströnd, giftist þar heimasætunni á bænum og eignuð- ust þau eina dóttur, Sigurbjörgu. Hann býr nú í Reykjavík. Dóttir Ragnhildar og Sigurðar er Nanna, fædd 1920. Hennar maður er Ólafur Bergsveinsson frá Gufudal í Gufu- dalssveit. Búa þau á Stafafelli og eiga þijá syni, Sigurð, Bergsvein og Gunnlaug. Yngstur barnanna var Gunnlaugur, fæddur 1925. Hann var giftur Guðrúnu Guðjónsdóttur. Bjuggu þau á Djúpavogi og áttu fjögur börn, Ragnar Guðjóns, Sig- urð, Tryggva og Önnu Sigrúnu. í september 1962 varð sá sorglegi atburður að Gunnlaugur lést á Landspítalanum í Reykjavík. Vissi íjölskyldá hans ekki til þess að neitt alvarlegt gengi að honum og var gjörsamlega óviðbúin fráfalli hans og var sá harmur sárari en táram tæki eins og geta má nærri. Ragnhildur og Sigurður ólu upp börn sín á Stafafelli í hinni rómuðu náttúrufegurð sem þar ríkir. Þau vora bæði velgefin og stórhuga en hvort á sinn hátt og hugir þeirra hnign ekki alltaf í sömu átt. Þau ráku stórbú á þeirra tíma vísu en hinar gífurlegu þjóðfélagsbreyting- ar sem urður hér á landi eftir heim- styijöldina síðari voru ekki í þágu þeirra sem bjuggu á víðlendum stjóijörðum. Ragnhildur fluttist til Reykjavíkur 1954 og bjó þar til árs- ins 1988 er hún fór austur aftur til að vera þar í skjóli dóttur sinnar og hennar fjölskyldu. Síðar hef ég því miður ekki séð hana. Ég kynntist Ragnhildi upp úr 1960, en fyrri maðurinn minn, Ólaf- ur Jónsson, var systursonur hennar, sonur Ásgerðar og Jóns sem nefnd eru hér að ofan. Ölafur hafði verið sem barn og unglingur í sveit hjá frænku sinni á Stafafelli í sex sum- ur og var mjög kært með þeim. Þar sem börn Ragnhildar voru ekki í næsta nágrenni kom það gjarnan í hans hlut að vera henni innan hand- ar með ýmislegt og gerði hann það með gleði. Okkur varð smásaman afar vel til vina og þótti mér eftir því meira til hennar koma sem ég kynntist henni meira og tel mig hafa lært ýmislegt gott af henni — þótt mér takist kannski ekki að nýta þann lærdóm sem skyldi. Eitt af því sem mér fétt svo vel í hennar fari var að hún vissi jafnan gjörla hvað hún vildi, hvort sem um var að ræða meira kaffi í bollann, teppi á gólfið eða aðsetursskipti. Þar var ekki æsingurinn eða fumið né verið að sjá eftir þeim ákvörðunúm sem teknar höfðu verið. Annað sem ég dáðist að var æðraleysi hennar og raunsæi í sambandi við heilsufar og sjúkdóma en af þeim fékk hún sinn skerf vel úti látinn þótt oft tækist að bæta þar um með hjálp góðra lækna. Einstök stilling hennar og jákvætt viðhorf til lífsins hefur áreiðanlega stuðlað að bata. Mér fannst stundum þegar ég kom að heimsækja hana á spítala og bjóst kannski við að hitta hana niður- dregna og miður sín að hún hefði meira að miðla mér en ég henni. Hringlandaháttur var ekki til í henn- ar lífsbók, hún var alltaf búin að hgusa um það sem var á döfinni, athuga málin og tók svo ákvarðanir sínar í samræmi við það. Ragnhildur bjó á Njálsgötu 39 um árabil. Hún átti þar góða ná- granna og kunni eiginlega ágætlega við sig en þar koma að íbúðin varð henni óhæg og fékk hún þá íbúð í Hátúni lOa. Þar féll henni vel að vera, skipulagði allt eftir sínu höfði og bjó sér ákaflega notalegt heim- ili. Hún kynntist mörgu ágætisfólki þar og hefði gjarnan viljað hafa af því meiri félagsskap og þótti ómynd- arskapur af þeim sem þarna réði ríkjum að hafa ekki sal eða almenni- lega setustofu handa öllum þeim mörgu manneskjum sem þarna bjuggu. Hún sagði mér frá ýmsum atvikum sem gerðust í Hátúni en eitt er mér þó minnistæðast því ég hafði svo gaman af því og þótt það eiginlega vera einkennandi fyrir hana. Dag nokkurn sat maður sem hún þekkti lítillega í anddyrinu og spilaði á harmonikku er hún átti leið hjá. Þau tóku tal saman og hann spurði hvort hana langaði ekki til að syngja. Hún tók líflega í það og hann bauð henni að velja lag. Hún þurfti ’ekki að hugsa sig um eitt augnablik og sagðist vilja syngja Sunnudag selstúlkunnar og gerði það að bragði og ég býst ekki við að hana hafi rekið í vörðurnar. Raghildur var jafnan gestur Ás- gerðar systur sinnar á aðfangadags- kvöld og eftir lát hennar hjá okkur Ólafi. Eftir að við slitum samvistir gerði hún mér og minni fjölskyldu þá ánægju að vera hjá okkur þetta kvöld og þótti okkur nokkuð tóm- legt þegar ekki var lengur von á henni á jólunum. Með henni og móður minni, Halldóru Friðriksdótt- ur, var góð vinátta og gaman að vera með þeim á jólunum fyrir mig, syni mína og síðar seinni mann minn, Vikar Pétursson, en með þeim tókst ágætur vinskapur. Á sumrin var hún oftast nær á Stafafelli hjá Nönnu dóttur sinni og eftir því sem lengra leið á tíræðisald- urinn þótti henni sjálfsagðara að hlíta hennar forsjá. Þegar að því kom að Nanna taldi rétt að hún flytti alveg austur minnist ég þess að hún sagði: „Ég nenni ekki að vera að láta ókunnugt fólk stumra yfir mér: þegar ég er orðin svona gömuk“ Mér er þessi setning minnisstæð, bæði af því að mér þótti þetta svo vel sagt og líka af því að ég vona að hún sé í góðra manna höndum þar sem hún dvelst nú á Höfn. Ragnhildur hélt sínum andlegu kröftum óvenjulega vel. Hún var eiginlega eins og ung manneskja að tala við vel fram yfir nírætt. Einu sinni fékk ég vinkonu mína til að keyra mig og þær mæður Ragn- hildi og Nönnu á Hótel Borg er þar var haldið upp á 75 ára afmæli Kvennréttindafélagsins. Hún hafði ekki hitt Ragnhildi áður en vissi að hún var 91 árs og ætlaði að fara að tala við hana eins og gamal- menni en hætti því snarlega þegar hún fann að þessi háaldraða kona var fullkomlega með á nótunum og óþarft með öllu að setja sig í sérstak- ar stellingar. Ég minnist þess líka árið 1975 þegar við Ólafur og synir okkar vorum að undirbúa ferð á Stafafell og hún var líka á förum þangað að við gerðum ráð fyrir að hún mundi fljúga á Höfn, orðin þetta gömul og þá var hún líka með slæma mjaðmarliði en úr því var reyndar bætt síðar með skurðaðgerð. Ég sagði henni frá ferðaáætlun okkar, við ætluðum að aka nýja veginn og brýrnar miklu yfir vötnin stríð og ég gerði tæpast ráð fyrir því að hún mundi treysta sér til að sitja í bíl alla þessa leið. Þá sagði hún að það hefði alltaf verið sinn draumur að fara akandi frá Reykjavík til Horna- fjarðar. Við urðum auðvitað mjög ánægð og ferðin reyndist einkar ánægjuleg, veðrið lék við okkur og landið okkar var svo fallegt. Ekkert okkar hafði komið í Skaftafell né Öræfasveit og þótti okkur mikið til koma. í Suðursveit ætlaði Ragnhild- ur að heilsa upp á Torfa á Hala en við töldum ekki vera tíma til þess ef við ættum að ná háttum á Stafa- felli. Þar held ég að við höfum gert mikla vitleysu. Það hefði áreiðan- lega verið okkur ómetanlegt að heyra þau tala saman. Mér þótti hún sýna áræði að vilja fara þessa ferð, en þannig held ég að hún hafi alltaf verið, reiðubúin að taka þá áhættu sem fylgdi því sem hún vildi gera. Óg í dag er hún hundrað ára. Hún sagði við mig síðustu jólin sem hún var hérna hjá okkur að sér fynd- ist þetta vera orðið langt en sjálf- sagt yrði hún hundrað ára. Hún átti kollgátuna. Við hér á heimilinu vottum henni virðingu okkar í til- efni afmælisins og biðjum henni og ijölskyldu hennar allrar blessunar í bráð og lengd. Vilborg Sigurðardóttir. ÞYSKAR ^VERÐLAUNA VÉLAR! Blomberg þvottavéiarnar hlutu hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Við bjóðum nú gerð WA-230 með kostum, sem skapa henni sér- stöðu: * Tölvustýrður mótor * yfirúðun * alsjálfvirk magnstilling á vatni * umhverfisvænt sparnaðarkerfi. Verð aðeins kr. 69.255 stgr Aðrar gerðir frá kr. 58.615 stgr Einar Farcstveit & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.