Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991
Shevardnadze:
99H8Bttd> SL
borgara-
stríði“
Moskvu. Reuter.
í TILFINNINGAÞRUNGINNI
ræðu fyrrvérandi utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, Edúards
Shevardnadze, varaði hann í gær
við því að bola Míkhaíl Gorbatsj-
ov frá völdum, því það gæti leitt
til borgarastyrjaldar og endur-
vakningar kalda stríðsins.
„Því miður er valdaránið stað-
reynd, en svona harðstjórn verður
ekki langra lífdaga auðið," sagði
Shevardnadze í ræðu sinni fyrir
framan rússneska þinghúsið við
miklar undirtektir áheyrenda.
„Þessir pólitíkusar, ævintýra-
menn, framapotarar og byltingar-
sinnar munu ekki endast lengi. Við
höfum margs að spyija þessa klíku,
og. fyrsta spurningin er: „Hvar er
forsetinn?“ Svona lagað gerist ekki
í siðmenntuðum löndum," þrumaði
hann yfír tugþúsundum manna sem
saman voru komnir við þinghúsið í
Moskvu í gær.
Shevardnadze kvað Borís Jeltsín,
lýðræðislega kjörinn forseta Rúss-
lands, hafa fullan stuðning hinna
fímmtán nkja sovéska ríkjasam-
bandsins er hann lýsti valdatöku
áttmenningaklíkunnar ólöglega.
Fullur sannfæringar sagði hann
svo: „Hermenn okkar munu ekki
skjóta á sína eigin þjóð.“
Utanríkisráðherrann fyrrverandi
var náinn samstarfsmaður Míkhaíls
Gorbatsjovs og átti stóran hlut í
hönnun og framkvæmd perestroj-
kunnar. Þegar Shevardnadze sagði
af sér í desember síðastliðnum, öll-
um að óvörum, gerði hann það með
vamaðarorð á vör um hættuna sem
af harðlínumönnum stafaði.
SHEVARDNADZE
1928
Fæddur 25. janúar í Georgíu
1946
Gekk í æskulýðssamband
Kommúnistafiokksins
1948-
Gekk í Kommúnistaflokkinn
1946-56
Gengdi ýmsum störfum fyrir
æskulýðssamtök og flokk
1956- 57
Annar ritari flokksdeildar
Kommúnistaflokksins í Georgíu
1957- 61
Aðalritari æskulýðssambands
flokksins í Georgíu
1961-72
Gengdí ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir
flokkinn heima í héraði og í Moskvu
1972
Tók sæti í stjórnmálaráði
Kommúnistaflokksins
1976
Tók sæti í miðstjórn Kommúnistaflokksins
1978-
Fulitrúi Æðstaráðs Sovétrikjanna
1985-90
Utanríkisráðherra í rikisstjórn Gorbasjovs
Kozyrev flaug frá Moskvu án
afskipta neyðamefndarinnar, en
tilgangur fararinnar er einnig að
æskja stuðnings Vesturlanda verði
andstaðan gegn harðlínuöflunum
brotin á bak aftur. Hann gaf sterk-
lega til kynna, að ef svo færi,
myndi stjómin sitja í París.
Kozyrev átti í gær fund með
utanríkisráðherra Frakklands, Ro-
land Dumas, og Hubert Vedrine,
skrifstofustjóra Francois Mitter-
ands Frakklandsforseta. Hann
sagði að Jeltsín væri í hættu, en
vonaði að málalyktir yrðu góðar.
„Eg held þvi ekki fram að búið
sé að kveða niður vandann, en
skipuleggjendur valdaránsins
héldu að það yrði auðvelt, og þeim
skjátlaðist,“ sagði Kozyrev.
Hann sagði að neyðarnefndin
ógnaði jafnvægi í Evrópu og í öll-
um heiminum, og að Vesturlönd
ættu að hætta öllum stuðningi við
Sovétríkin, -sæti-nefndin áfram við
völd.
Heyri skriðdreka nálgast
- sagði Jeltsín í gær við Major áður en hann sleit talinu
London. Reuter.
FORSETI Rússlands, Borís Jeltsín, sagði John Major, forsætisráðherra
Bretlands, í símtali i gær, að útgöngubanni hefði verið komið á í
Moskvu og að skriðdrekar færðust nær höfuðstöðvum hans í þinghús-
inu. Jeltsín kvaðst álíta að Míkhaíl Gorbatsjov væri enn í haldi á
Krímskaganum, án nokkurs sambands við umheiminn. Flugvelli ná-
lægt þeim stað hefur verið lokað.
Major tók undir óskir Jeltsíns um
að Vesturlönd krefðust lausnar
Gorbatsjovs úr varðhaldi, og að átta
manna nefndin sem tók völdin myndi
greiða fyrir því að hann og stjórn-
völd í Washington fengju að talast
við. Jeltsín útilokaði ekki að ráðist
yrði inn í þinghúsið, og sleit samtal-
inu með þeim orðum, að hann gæti
heyrt í sovéskum skriðdrekum nálg-
ast.
Major skýrði frá samtali sínu við
Jeltsín á blaðamannafundi fyrir utan
Downingstræti 10 í gær. Hann hafði
Óvænt urval í búðunum
SKYNDILEGA er meiri matur í verzlunum í Moskvu og vöruúrval
almennt fjölbreyttara, að sögn Moskvubúa, sem Morgunblaðið ræddi
við í gær. „Það er auðvitað ekki nógur matur og fólk stendur í bið-
röðum eftir sem áður. Nýju valdhafarnir virðast samt hafa fyrirskip-
að að matur yrði sendur til Moskvu,“ sagði Kíríll Alexandrovítsj,
stúdent við Moskvuháskóla.
Alexandrovítsj sagði að í fyrra-
dag, á fyrsta degi valdaránsins,
hefði borgin verið full af skriðdrek-
um og herbílum. „Við öll helztu
gatnamót og meðfram aðalgötum
voru skriðdrekar. Við hverja einustu
brú yfír Moskvufljót voru tveir
skriðdrekar, einn við hvorn brúar-
sporð. En í dag eru færri skriðdrek-
ar. Sumar hersveitirnar eru famar
út úr borginni."
Að sögn Alexandrovítsj berast
fréttir einkum símleiðis á milli vina
og kunningja. „Fyrir tíu mínútum
hringdi kunningi minn, sem býr í
útjaðri borgarinnar, og sagði að
Drög lögð að út-
lagastjórn Rússa
París. Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Rússlands, Andrej Kozyrev, hraðaði sér
til Parísar í gær að undirlagi Borís Jeltsíns forseta til að leggja
þar drög að útlagastjórn. Kozyrev segir þó að meðan stjórn
Jeltsíns sitji óhult í Moskvu, þurfi ekki að koma til kasta útlaga-
stjórnar.
Neyðarnefndin:
Uppsagnir
og veikindi
Moskvu. The Daily Telegraph.
FRÁ Moskvu bárust þær frétt-
ir í gær að tveir menn sem
sæti eiga í hinni átta manna
neyðamefnd sem hrifsaði til
sín öll völd í landinu á mánu-
dag væru veikir og ekki færir
um að sinna störfum sínum.
Einnig bárust fréttir af því að
þriðji nefndarmaðurinn hefði
sagt af sér.
Mennimir tveir sem sagðir
vom veikir era Dmítri Jazov varn-
armálaráðherra og Valentín
Pavlov forsætisráðherra. Að sögn
sovéska ríkissjónvarpsins þjáist
Pavlov af of háum blóðþrýstingi.
Allt bendir til þess að það eigi
við rök að styðjast.
Reuíers-fréttastofan hafði eft-
ir sovéskum embættismönnum
að Jazov hefði sagt af sér sökum
heilsubrests. Að sögn Vladímírs
Lúkíns, formanns utanríkismála-
nefndar sovéska þingsins, myndi
Míkhaíl Mojsejev aðstoðarvamar-
málaráðherra taka við stöfum
hans. Míkhaíl Tsjúrkov, sem á
sæti í stjómmálaráði sovéska
kommúnistaflokksins, sagði að
það væra ósannindi að Jazov
hefði sagt af sér. „Ég hef kynnt
mér málið og komist að því að
hann sagði ekki af sér.“
Hann bar einnig til baka fregn-
ir um að annar meðlimur neyðar-
nefndarinnar, Vladímír
Krjútskov, yfirmaður KGB, hefði
sagt af sér.
Þegar fréttir af veikindunum
og afsögnunum bárast til andófs-
manna varaði þulur ólöglegu út-
varpsstöðvarinnar í rússneska
þinghúsinu mótmælendur við:
„Sært dýr er hættulegast."
Háttsettur hershöfðingi í
Moskvu sagði í gærkvöldi að ekki
stæði til að ráðast á rússneska
þinghúsið í borginni.
tuttugu skriðdrekar væru að aka
framhjá, á leið út úr borginni. Um
leið og við sjáum eða fréttum eitt-
hvað, hringjum við í aðra og látum
vita,“ sagði hann.
Hann sagði að þrátt fyrir að
uggur væri í fólki, reyndu menn
að taka atburðunum með rósemi.
„Moskvubúar eru farnir að segja
brandara um nýju valdhafana. Við
getum alltaf gert að gamni okkar.“
eftir Jeltsín að Gorbatsjov hefði
gengist undir læknisrannsókn fyrir
aðeins örfáum dögum, og hefði verið
úrskurðaður stálsleginn að mestu.
Fullyrðingar valdaræningjanna um
veikindi hans væru því ósannar.
Jeltsín sagði Major einnig, að Gorb-
atsjov væri enn í haldi á Krímskaga,
sem stangast á við óstaðfestar
fregnir síðustu daga um að hann sé
kominn til Moskvu. „Hann [Jeltsín]
sagði mér þá trú sína, að tíminn
væri á þroturn," sagði breski forsæt-
isráðherrann eftir símtalið. Jeltsín
hvatti almenning á Vesturlöndum
einnig til að fordæma atburðina í
Sovétríkjunum. Jeltsín sleit síðan
símtalinu með þeim orðum, að hann
væri ekki viss um hvað næstu fimm
klukkustundir bæru í skauti sér, og
að hann gæti heyrt í sovéskum skrið-
drekum nálgast þinghúsið.
John Major sagðist ekki geta
sætt sig við valdaránið, og sam-
kvæmt stjórnskipunarlögum, væru
Gorbatsjov og Jeltsín enn réttkjömir
leiðtogar Sovétríkjanna og Rúss-
lands. „Ég er staðráðinn í að gera
það sem í okkar valdi stendur til að
styðja umbótaáætlunina, reyna að
fá Gorbatsjov lausan og reyna að
hindra blóðbað í Sovétríkjun-
um,“sagði Major, „þessi mál setjum
við á oddinn."
LIÐ S FLUTNINGAR
Rússneska /
I MOSKVU
■w w^,i—ip
Manies-torg: J
50 léttir bryndrekar
við veggi Kremlar
Ýs'Z' Rauða
REUTER
Brynvagnar víðs
vegar um Moskvu
SKRIÐDREKAR og brynvagnar eru víðs vegar um Moskvu, að sögn
Dalíu Bankauskaite, starfsmanns litháísku sendinefndarinnar i
Moskvu. Morgunblaðið ræddi við hana um miðnætti að rússneskum
tíma í gærkvöldi er hún var nýkomin úr gönguferð um miðborgina.
Bankauskaite sagði að ýmsar mikilvægar byggingar væru umkringd-
ar bryndrekum.
„Allt er frekar rólegt enn sem
komið er. Götuvígi era út um allt
til að hindra för skriðdreka á leið
inn í miðborgina. Mikill mannfjöldi
er í miðborginni, sérstaklega við
þinghúsið. Flestir eru staðráðnir í
að vera við bygginguna í alla nótt.“
Bankauskaite sagði að Kremlar-
virki væri umkringt brynvögnum.
Einnig væru skriðdrekar við Ma-
níes-torg. „Það átti að vera útifund-
ur á torginu í gær, en skriðdrekar
lokuðu því, þannig að fundurinn var
fluttur að þinghúsinu," sagði hún.
Að sögn Bankauskaite voru einn-
ig skriðdrekar við byggingu Tass-
fréttastofunnar og við sendiráð
Bandaríkjanna.
Bankauskaite sagðist aðeins hafa
séð tvo skriðdreka stuðningsmanna
Jeltsíns, sem hefði verið lagt fyrir
aðaidyr þinghússins. „Skriðdrek-
arnir eru fyrst og fremst táknræn-
ir. Eina vörnin er í mannfjöldanum
umhverfís þingið. Hver blettur við
þingið er krökkur af fólki.“
Hún sagði að ástandið væri um
margt farið að minna á það, sem
gerðist í Vilnius, höfuðborg Lithá-
ens, í byrjun ársins. „Fólkið er til-
búið að veija þinghúsið og forseta
sinn með lífi sínu og líkama. Það
stefnir í nákvæmlega það sama og
í Vilnius."