Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 2
( 2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 Fargjaldastríð flugfélaga í Ameríkuflugi: 15% lækkun á fargjöldum Flugleiða yfir Atlantshaf AÐ sögn Péturs Eiríkssonar hjá Flugleiðum, mun verðstríðið sem hófst í farþegaflugi yfir Atlantshaf í síðustu viku, lítil áhrif hafa á afkomu og rekstur félagsins, en aðeins um 4% farþega þeirra ferð- ast á leiðinni milli Bretlands og Bandaríkjanna. Flugleiðir munu þó fylgja lækkunum stærri keppinauta, og lækka fargjöld sín á þessari flugleið um allt að 15%. „Þau flugfélög sem lengst hafa gengið í þessum lækkunum, eru United Airlines, sem keypti Bret- landsflug Trans World Airlines, og Delta Air Lines, sem keypti Bret- landsflug PanAm-flugfélagsins, til að vinna nafni sínu framgang á breska markaðinum,“ segir Pétur Eiríksson, framkvæmdarstjóri markaðssviðs Flugleiða, „og hafa lækkað verðið um allt að 25%. Að- eins 4% farþega okkar ferðast á leiðinni milli Bretlands og Banda- ríkjanna, svo að þessi markaður skiptir okkur ekki höfuðmáli." Pét- ur segir að Flugleiðir munu leggja megináherslu sem fyrr á Mið-Evr- ópu og Skandinavíu, og þar muni koma til venjulegra haustlækkana, en verðstríðið hefur ekki teygt anga sína inn á þann markað. Sökum stærðar sinnar, leiða Flugleiðir ekki verð í Atlantshafsfluginu, en munu fylgja stærri flugfélögunum til að mæta samkeppni og lækka fargjöld þeirra farþega sem fara til og frá Bretlandi um allt að 15%, að því tilskyldu að sömu skilyrðum verði fylgt og í verðstríðinu. „Flugfélögunum hefur tekist þessi lækkun með því að setja sem skilyrði að fólk kaupi farmiðann fyrir 15. október, og það munum við einnig gera. Lægstu gjöldin lækka ein, hin hærri eru óbreytt. Hvað gerist eftir miðjan október er óvíst.“ Pétur spáir því að aðeins sterkustu flugfélögin geti staðið af sér verðstríðið, en staða margra þeirra er bág eftir fargjaldastríðið á síðasta ári og átökin við Persa- flóa. „Næstu mánuðir munu líkleg- ast ráða úrslitum um hvaða félög haldi velli á þessum markaði, og hvaða félög detti upp fyrir,“ segir Pétur að lokum. Skák: Sveit MH sigr- aði í 12. sinn SKÁKSVEIT Menntaskólans við Hamrahlíð varð Norðurlanda- meistari í tólfta sinn á Norður- landamóti framhaldsskóla í Finn- landi um helgina. Sveitin hlaut sextán og hálfan vinning af tutt- ugu mögulegum. Frá því að þetta mót var fyrst haldið 1973 hafa íslenskir fram- haldsskóiar þrettán sinnum borið sigur úr býtum. Sveit Svía varð í öðru sæti með tólf og hálfan vinn- ing. Utkoma einstakra skákmanna sveitarinnar í þeim fímm viðureign- um sem háðar voru var sem hér segir: Þröstur Þórhallsson, sem tefldi á fyrsta borði, hlaut fjóra og hálfan vinning, Þröstur Árnason á 2. borði þijá og hálfan, Sigurður Daði Sigfússon á 3. borði fimm vinninga og Snorri Karlsson á 4. borði hlaut þrjá og hálfan vinning. Svíar urðu í öðru sæti með tólf og hálfan vinning. í þriðja sæti varð A-sveit Finna, með tíu og hálf- an vinning, Danir höfnuðu í fjórða sæti með 10 vinninga og B-sveit Finna í því fimmta með 6. Norð- menn ráku lestina með fjóra og hálfan vinning. Leitað að mengun á Heiðarfjalli Morgunblaðið/Rúnar Þór Þessa dagana stendur yfir rannsókn á vegum Umhverfisráðuneytisins á gömlu sorphaugum Vamárliðsins á Heiðarfjalli. Niðurstöður munu væntanlega liggja fyrir skömmu eftir að mælingum lýkur í lok vikunn- ar. Að sögn Ágústs Sigurðssonar, sem stundar rannsóknirnar ásamt Snorra Páli Snorrasyni, em mæld lífræn efni m.a. olíuefni og lífræn leysiefni með jarðgasleitartæki. „Við skönnum svæðið og göngum úr skugga um það hvort og þá hve mikil mengun af þessum toga sé að ræða. Enn er ekkert hægt að segja um það,“ sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið. Sjá einnig bls. 13. Perlan: 12 brúðhjón í mat á laug'- ardagskvöld TÓLF brúðhjón snæddu á veitingastaðnum Perlunni á Oskjuhlíð síðastliðið laugar- dagskvöld. Halldór Skafta- son, veitingastjóri Perlunnar, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það var afskaplega gaman að hafa allt þetta nýgifta og glæsilega fólk hérna,“ sagði Halldór. Hann sagðist hafa heyrt að fmjmtán hjón hefðu verið gefin saman í Reykjavík á laúgardag, en vildi ekki ábyrgjast að sú tala ætti við rök að styðjast. „Það hefur verið nokkuð um að brúðhjón snæði hjá okkur, frá því að við opnuðum, en þó hafa aldrei verið svona mörg brúðhjón hjá okkur á einum degi,“ sagði Halldór. 6-7 tilvon- andi hjón hafa þegar tryggt sér borð í Perlunni næstkomandi laugardag. 4 ^ VALDARÁNIÐ í KREML - Setið um þinghús Rússlands Míkhaíl Astafíev, þingmaður á rússneska þinginu: Verð að fara út og reyna að stöðva hermennina „ÉG hef mjög iítinn tíma til að tala við þig. Herinn er í þann veginn að ráðast á þinghúsið," sagði rússneski þingmaðurinn Míkhaíl Astafíev er blaðamaður Morgunblaðsins náði símasam- bandi við hann í rússneska þing- húsinu um klukkan sex síðdegis að rússneskum tíma í gær. Nokkr- um mínútum áður hafði Sergej Stankevítsj, aðstoðarborgarstjóri Moskvu, skipað öllum konum að yfirgefa bygginguna. „Þingmenn ætla út til móts við hermennina, við ætlum að ræða við þá og biðja þá um að skjóta ekki á fóikið. Þess vegna má ég engan tíma missa,“ sagði Astafíev. „Moskva er full af skriðdrekaher- deildum. Þeir hafa beðið í einn dag á ýmsum stöðum í nágrenni þing- hússins. Þingmenn hafa farið út á meðal hermannanna, rætt við yfir- menn þeirra og liðsforingja og beðið þá um að skjóta ekki á almenning," sagði þingmaðurinn. Hann var sjálfur einn þeirra þing- manna, sem gengu um meðal her- mannanna í fyrrinótt og báðu þá um að óhlýðnast skipunum neyðar- nefndarinnar og ganga í lið með Borís Jeltsín Rússlandsforseta. Astafíev, sem er formaður Lýðræðis- lega stjórnarskrárflokksins, er þekktur maður og vinsæll í Moskvu, og sagðist hann hafa getað sann- fært nokkra hermenn um að ganga rússneskum stjórnvöldum á hönd. „Allt fór friðsamlega fram á torg- inu. Umleitanir okkar báru nokkurn árangur og sumar herdeildimar, sem eru okkur vinveittastar, yfirgáfu Moskvu í morgun. í þeirra stað komu hins vegar nýjar sveitir. Við vorum nú að fá merki um að þessar nýju hersveitir séu á leið til byggingarinn- ar og ætli að ráðast til inngöngu." Mikill kliður var í kring um Astafíev, þar sem hann talaði í símann á skrifstofu sinni í þinghús- inu á Moskvubökkum. Á bak við heyrðust menn hrópa og kalla. Astafíev gerði hlé á samtalinu, hróp- aði eitthvað á rússnesku og ræddi við aðra menn í herberginu. Hann kom aftur í símann og sagði, greini- lega I geðshræringu: „Því miður, ég Morgunblaðið/ÓÞS Míkhaíl Astafíev. Myndin var tekin fyrir þremur vikum er blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann í Moskvu. verð að fara. Ég verð að fara út á torgið og reyna að stöðva hermenn- Brýt bannið og fer til þinghússins „ÉG er að búa mig, ætla að fara út og niður að þinghúsi. Ég er dálítið hræddur, hræddur um að lögreglan stöðvi mig vegna útgöngubannsins. En ég fer samt,“ sagði Kíríll Alex- androvítsj, rúmlega tvítugur stúdent í Moskvu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Kona Alex- androvítsj á von á barni eftir tvær vikur. „Ég vona að þegar barnið okkar fæðist höfum við sigrazt á harðlínumönnunum," sagði hann. Alexandrovítsj sagðist vera að hlýða kalli Jeltsíns forseta og Popovs borgarstjóra til borg- ara um að veija þinghúsið. „Við búum okkur undir að þurfa að veija þingið og Jeltsín fyrir árás. Nóttin mun skera úr um margt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.