Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 Safnar eitt þúsund tonnum af brota- járni o g bílum KRISTINN Svansson starfsmaður íslenska stálfélagsins hefur ver- ið á ferðinni um Norðurland í rúman mánuð í þeim tilgangi að pressa brotajárn og bíla. Afrakstur ferðarinnar verður sóttur í "*íiust, fluttur suður til Hafnarfjarðar í stáibræðslu félagsins og járnið brætt upp aftur. Þegar hefur Kristinn unnið um 600 tonn, en hann bjóst við að heildarmagnið yrði hátt í 1.000 tonn er ferð hans um norðlensk sveitarfélög lyki. Kristinn var að störfum á Þórs- höfn í gær, en hann sagði að þar væri mikið magn sem pressa þyrfti, líklega um 80-100 bílar auk ann- ars eða um það bil 100 tonn af járni. Kristinn hóf ferðina á Reyk- hólum, fór síðan til Hvammstanga, Blönduóss, Skagastrandar, Sauð- FSA og Akureyrarbær: Sameiginlegt skóladag- heimili í Þórsheimilinu TIL stendur að Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og Ak- ureyrarbær muni í sameiningu reka skóladagheimili í hluta af Hamri, félagsheimili íþróttafé- lagsins Þórs. Stefnt er að því að sameiginlegur rekstur þar hefjist 1. október næstkomandi, en pláss verður fyrir 30 börn á heimilinu. Ingi Björnsson framkvæmda- stjóri FSA sagðist vera mjög ánægður með að bærinn gengi til samstarfs við sjúkrahúsið um rekstur skóladagheimilis. „Þetta er góð lausn fyrir okkur, við höfum lengi verið á hrakhólum með skóla- dagheimili okkar, verið í leiguhús- næði hingað og þangað um bæinn. Það er að sjálfsögðu ekki yfirlýst stefna sjúkrahússins að reka skóladagheimili, en við höfum tal- To okkur þurfa það til að fá fólk til starfa,“ sagði Ingi. Skóladagheimilið verður rekið í austurhluta félagsheimilisins, þar verður til umráða stór salur og íbúð. Stefnt er að því að hinn sam- eiginlegi rekstur hefjist 1. okto- ber, fáist samþykki bæjarstjórnar Akureyrar. Þar verður rúm verði fyrir 30 börn og mun FSA fá til umráða helming plássanna á móti bænum. STEFAMIA AKUREYRI Hausttilboð Gisting í 2ja manna herbergi fró kr. 2.650.- pr. mann. Frábærar steikur. Gott veró. Hótel Stefcmía, restaurant, sími 96-1 1400. árkróks, Hofsóss og Mývatnssveit- ar, en þegar verkinu á Þórshöfn lýkur heldur hann til Raufarhafn- ar, Kópaskers og Húsavíkur. Þegar hafa safnast um 600 tonn af járni í ferðinni, en Kristinn bjóst við að magnið yrði um 1.000 tonn í heild- ina. Íslenska stálfélagið vinnur verk- ið í samvinnu við sveitarfélögin á hverjum stað og liggur fyrir samn- ingur milli áðurnefndra sveitarfé- laga og félagsins, en sveitarfélögin sjá um að safna brotajárninu á einn stað. Þar til gerður bíll er notaður í ferðina, en hann er notað- ur til að pressa járnið. í haust er síðan ætlunin að senda skip eftir járninu og það verður síðan flutt í stálbræðslu félagsins í Hafnar- firði, þar sem það verður brætt upp að nýju og flutt utan. „Þetta er mikil hreinsun fyrir landið, hvarvetna hafa bílhræ verið fólki til ama í umhverfinu, en nú hverfur það allt,“ sagði Kristinn, en ætlunin er að félagið muni að jafnaði koma á staðina einu sinni á ári. Þessi ferð er sú fyrsta sem félagið fer eftir brotajárni út á landsbyggðina. „Þetta er tilraun og hún hefur gefist mjög vel,“’ sagði hann. „Ferðin hefur gengið vel, vissulega getur þetta starf verið þreytandi, bíllinn fer hægt yfir og vegirnir eru ekki upp á það besta alls staðar, en ég kann vel við þetta starf, koma á nýja staði og kynnast fólki og ekki spillir fyrir að gera gagn í leiðinni.“ Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Vaxandi áhugi á innibandý Áhugi fyrir innibandý fer ört vaxandi á Akureyri, en um skeið hefur hópur sænskra unglinga sem íþrótt- ina leika þar ytra verið í bænum og miðlað áhugamönnum af þekkingu sinni. Unglingarnir eru frá Vast- erás, vinabæ Akureyrar í Svíþjóð og hafa þeir gefið góð ráð, liðsinnt og kennt akureyrskum unglingum sem hug hafa á að stunda íþrótt þessa, sem er nokkuð stunduð í framhaldskólum bæjarins. Skýrsla Rectus/Elas: Vantar fjölbreyttari afþreyingn til að laða að yngri ferðamenn „Á Akureyri sjálfri er í raun fátt sem dregur erlenda ferðamenn til bæjarins og í heildina er hótelrými á Akureyri lítið miðað við fjölda ferðamanna yfir ferðamannatímanna," segir í skýrslu sænska ráðgjafafyrirtækisins Rectus/Elas, en fyrirtækið gerði úttekt á at- vinnulífinu í bænum fyrir atvinnumálanefnd. Eitt af því sem fyrirtæk- ið lagði til að gert yrði til að efla atvinnulífið í bænum væri að stofna ferðaskrifstofu með megináherslu á mótttöku ferðamanna. í skýrslunni segir að ísland veki fyrst og fremst áhuga eldra fólks frá Evrópu og Norður-Ameríku, en möguleikar ættu að vera á að laða' Ferðaskrifstofan Nonni hf.: Undarleg vinnubrögð að ein- angra okkur frá umræðunni segir Helena Dejak sljórnarformaður HELENA Dejak stjórnarformað- ur Ferðaskrifstofunnar Nonna á Akureyri segist vera undrandi á þeirri tillögu sænska ráðgjafa- fyrirtækisins Rectus/Elas að stofnuð verði mótttökuskrifstofa fyrir ferðamenn, er hafi það að markmiði að laða ferðamenn til bæjarins. Ferðaskrifstofan Nonni hafi verið stofnuð árið 1989 og þetta að aðalmarkmiði. Helena hefur sent frá sé athuga- semd þar sem þetta kemur fram, en skýrsla Rectus/Elas var kynnt í síðustu viku. Sænska fyrirtækið vann að skýrslunni fyrir atvinnu- málanefnd Ákureyrar. „Ferðaskrifstofan Nonni hf. sem stofnuð var 1989 hefur þetta ein- mitt að aðal markmiði. Það er bágt til þess að vita, að atvinnumála- nefnd hafi ekki séð ástæðu til þess, að hinn sænski ráðgjafi heimsækti skrifstofuna og kynnti sér starfsemi hennar, sem þegar- hefur skilað þó nokkrum árangri. Þetta eru undar- leg vinnubrögð, ef miðað er við það vægi, sem ferðamálin hafa í skýrsl- unni og allri umræðu um atvinnu- mál síðustu missera,“ segir Helena í athugasemd sinni. Þar segir einnig að sífellt fleiri sveitarfélög leggi áherslu á ferða- mál til uppbyggingar atvinnu og velsældar þegna sinna. Það sé því lágmarkskrafa, að opinberir aðilar á Akureyri reyni fremur að hlúa að fyrirtækjum sem axla eftir mætti uppbygginguna í ferðamál- um, en hundsa þau og einangra frá umræðum. að yngra fólk með því að bjóða upp á fjölbreytilegri afþreyingu. Hátt verð á mat- og drykkjarvöru sé þó neikvæður þáttur. ísland njóti helst góðs af hinni stöðugu leit ferða- manna eftir nýjum ferðaleiðum. „Skemmtanalífið á Akureyri er takmarkað og hindrar áhuga ung- menna á að heimsækja bæinn. Nú eru þrír dansstaðir í bænum, en enginn þeirra heldur dansleiki í miðri viku,“ segir í skýrslunni og því bætt við að í raun sé það fátt sem dragi erlenda ferðamann til bæjarins og þar sé verslun og þjón- usta takmörkuð vegna smæðar hans. Starf Rectus/Elas á Akureyri leiddi til þess að kynni komust á milli forráðamanna Golfklúbbs Ak- ureyrar og sænskrar ferðaskrif- stofu; Björk og Boström, sem sér- hæfir sig í íþróttaferðum og en þar á bæ hafa menn lýst sig reiðubúna til að gerast umboðsaðilar fyrir Artic Open golfmótið á Norðurlönd- um næsta ár. Atvinnumálanefnd Akureyrar: Ferðaskrifstofan Nonni ekki hunds- uð og einangruð frá umræðunni , ATVINNUMÁLANEFND Akureyrar neitar alfarið að í umræðu um eflingu ferðaþjónustu á Akureyri hafi Ferðaskrifstofan Nonni verið hundsuð og einangruð frá umræðunni, eins og Helena Dejak stjórnar- formaður Nonna fullyrðir. Nefndin, sem og þeir sem vinna að ferða- málum fyrir bæinn, leggi sig þvert á móti fram við að vinna með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu. I tilkynningu frá atvinnumála- nefnd kemur fram að við athugun Rectús/Elas á eflingu atvinnulífs á Akureyri hefi verið ákveðið að leggja ekki mikla áherslu á ferða- þjónustu, þar sem starfshópur á vegum nefndarinnar vann að stefnumótun í ferðamálum fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Viðræður um slíka skrifstofu standi yfir og hafi Nonni sem og aðrar ferðaskrifstofur verið upplýst um gang mála. í tilkynningu nefnd- arinnar er vitnað til bréfs frá starfs- manni atvinnumálanefndar, sem sent var til Ferðaskrifstofunnar Nonna 1. ágúst sl. „Eins og yður er kunnugt hafa undanfarna mánuði staðið yfir við- ræður hér á Akureyri þess efnis, hvernig megi renna styrkari stoðum undir móttöku ferðamanna hingað til Norðurlands og þá einkum Akur- eyrar. Á fundi vinnuhóps um þetta verkefni sem haldinn var 25. júlí sl. og var m.a. upplýst að nú er fyrirhuguð hlutafjáraukning í Ferðaskrifstofunni Nonna. Þá var því ennfremur kastað fram, að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu nýttu sér þessa hlutafjáraukningu með því að ge- rast hluthafar í Ferðaskrifstofunni Nonna og teysta þar með rekstur hennar," segir í áðurnefndu bréfi. Nánari upplýsinga er óskað fyrir miðjan ágúst, en í tilkynningu at- vinnumálanefndar segir að þær hafi ekki borist enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.