Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 190. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 24. AGUST 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Borís Jeltsín Rússlandsforseti á þjóðþingi landsins: Starf kommúnistaflokksins stöðvað um óákveðinn tíma stætt,“ sagði Vytautas Landsberg- is, forseti Litháens, á Sjálfstæðis- torginu í höfuðborginni Vilníus þar sem yfir 100.000 manns komu sam- an og fögnuðu nýyfirlýstu sjálf- stæði. Dmitrí Jazov, einn valdaræningj- anna og fyrrum varnarmálaráð- herra, sagði í viðtali við rússneska sjónvarpið að hann iðraðist gjörða sinna. „Það sem gerðist var skamm- arlegt fyrir herinn og mig sem yfir- manns hans,“ sagði Jasov og bætti við að hann væri því ábyrgur fyrir því sem gerst hafði. Sjá ennfremur fréttir á bls. 2 og 21-25. Flokkurinn harðlega gagnrýndur og Gorbatsjov Sovétleiðtogi auðmýktur Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kom Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, í opna skjöldu á rússneska þjóðþinginu í gær þeg- ar hann dró upp úr pússi sínu plagg og sagði við Gorbatsjov: „Svona á léttari nótunum; eigum við ekki að undirrita tilskipun þar sem starfsemi rússneska kommúnistaflokksins er stöðvuð?" Síðan skrifaði Jeltsín sjálfur undir með tilþrifum. Gorbatsjov hafði þá rétt áður viðurkennt að Jeitsín hefði óskorað vald yfir starf- semi allra samtaka og félaga í Rússlandi. Fundi þingsins var sjón- varpað víða um heim og sljórnmálaskýrendur eru sammála um að Jeltsín hafi notið þess að sýna vald sitt og auðmýkt Gorbatsjov á ýmsan hátt, t.d. með því að grípa fram í fyrir honum aftur og aftur. Eftir að hafa verið beittur þrýstingi frá fulltrúum þingsins lýsti Gorbatsjov því yfir að hann teldi að öll sovéska ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Gorbatsjov rak í gær fjóra ráð- herra, þar á meðal Alexander Bessmertnykh utanríkisráðherra. Forsetinn sagði að Bessmertnykh hefði ekki tekið afstöðu gegn valda- ræningjunum. • „Ég leysti hann því frá stöðu sinni.“ Bessmertnykh tók þessari ákvörðun forsetans „með biturð“ að sögn sovésku fréttastof- unnar TASS. Jeltsín gerði eignir Prövdu og annarra helstu dagblaða kommún- istaflokksins upptækar og rak yfir- menn TASS-fréttastofunnar og ríkisútvarpsstöðvarinnar þar sem hann taldi fréttaflutning meðan á valdaráninu stóð ekki hlutlausan. Hin nýju valdahlutföll í Sovétríkj- unum endurspegluðust í því að á fundi í gærmorgun skrifuðu Jeltsín og átta leiðtogar Sovétlýðvelda, auk Gorbatsjovs, undir þegar nýir ráð- herrar voru skipaðir í stað þeirra sem reknir voru, þó ekki Bessm- ertnykhs. Þessi fundur var haldinn til að ræða sambandssáttmálann sem undirrita átti á mánudaginn, en fréttamönnum var ekki leyft að fylgjast með honum. Fulltrúamir á rússneska þinginu gagnrýndu kommúnistaflokkinn harðlega og sumir töldu jafnvel að hann væri glæpsamlegur. Gorb- atsjov reyndi að halda hlífiskildi yfír flokknum og mörgum félaga hans og sagði að þeir hefðu snúist gegn valdaræningjunum. Það breytti því þó ekki að um- bótasinnar í Moskvu og nokkrum Sovétlýðveldum tóku flokksskrif- stofur í sínar hendur og háttsettir menn í lýðveldunum sögðu sig úr flokknum. I Leníngrad lokaði lög- regla höfuðstöðvum flokksins og vamaði embættismönnum hans inn- göngu. Þúsundir mótmælenda söfn- uðust saman fyrir framan höfuð- stöðvar flokksins í Moskvu og söngluðu: „Niður með kommúnista- flokkinn.“ Þeir fögnuðu ákaft þegar rauði fáninn með hamri og sigð var dreginn niður. Hinn þríliti rússneski fáni blakti í gær yfír Kremlarmúrum í fyrsta sinn síðan byltingin var gerð 1917. Hann var dreginn að húni hjá skrif- stofum Jeltsíns í Kreml, og aðeins hundrað metrum frá blakti sovéski fáninn við skrifstofur Gorbatsjovs. „Ég held að sá maður fyrirfinnist ekki í Litháen né í heiminum öllum sem dregur í efa að landið sé sjálf- Borís Jeltsín réttir Míkhaíl Gorbatsjov afrit af fundargerð frá ríkisstjórnarfundi sem haldinn var á mánudag, þegar leit út fyrir að valdaránið hefði heppnast, og hálfneyðir hann til að lesa kafla úr henni. Þar kom fram að flestir á fundinum höfðu stutt neyðarnefndina eða a.m.k. ekki risið upp á móti henni. Starfandi utanríkisráðherra Rússlands í samtali við Morgunblaðið: Eystrasaltsríkin geta litið á sig sem sjálfstæð okkar vegna „VIÐ viðurkennum fullveldi Eystrasaltslýðveldanna og við ætlum að reyna að staðfesta tvíhliða samninga okkar við þau eins fljótt og auðið er. Við munum reyna að koma á eðlilegum samskiptum samkvæmt alþjóðlegum reglum,“ sagði Andrei Fjodorov, starfandi utanríkisráðherra lýðveldisins Rússlands, í símasamtali við Morgun- blaðið í gær. Fjodorov sagðist hafa rætt málefni Eystrasaltsríkjanna við Ólaf Egilsson sendiherra í fyrradag og jafnframt skýrt honum frá afstöðu Rússlandsstjórnar til ástandsins í Sovétríkjunum. „Okkar afstaða er að við styðjum baráttu þeirra, og þetta höfum við sagt þeim,“ sagði Fjodorov er blaðamaður spurði hvort hann ætti við að Rússland viðurkenndi ríkin sem sjálfstæð og utan Sovétsam- bandsins. „Spurningin er aðeins um skilgreininguna. Ef Eystrasaltslýð- veldin vilja líta á sig sem sjálfstæð ríki, er það í lagi okkar vegna. Við höfum rætt við forystumenn Eystrasaltsríkjanna og þeir eru sammála okkur um að þau eigi að vera áfram á efnahagssvæði Sov- étríkjanna. Þeir myndu eiga erfítt með að spjara sig án Rússlands; að vera sjálfstæðir án efnahagslegs grundvallar.“ — Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur sagt að drögin að nýjum sam- bandssáttmála Sovétríkjanna þarfnist endurskoðunar. Hvað telja Rússar að þurfi að endurskoða? „Það verður að skilgreina mjög nákvæmlega hvert hlutverk mið- stjórnarvaldsins eigi að vera, og hvað tilheyri lýðveldunum. Þá hluta samningsdraganna, sem fjalla um valdsvið ríkjasambandsins og svo- kölluð sameiginleg mál, þarf að endurskrifa. Sameiginlegu málin eiga að vera varnir, samgöngu- og fjarskiptakerfi og ef til vill fjár- mál, annað eiga lýðveldin að taka í sínar hendur.“ — Menn hafa velt því fyrir sér hvort Rússland vilji vera í banda- lagi með lýðveldum, sem studdu valdaránið. „Já, það er líka vandamál. Úkr- aína og Kazakhstan tóku ekki skýra afstöðu í upphafi. Þessi lýð- veldi verða auðvitað ekki útilokuð frá nýju ríkjasambandi. En menn þurfa að hafa hreinan skjöld." Fjodorov birti í gærmorgun opið Fjodorov segir að lýðveldið Rússland vilji gjarnan fá sér- staka fulltrúa í sovézkum sendi- ráðum. bréf í dagblaðinu Komsomolskaja Pravda til Alexanders Bessmert- nykh, þáverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sem nú hefur verið rekinn úr embætti. „Ég tel að Bessmertnykh hafi stutt valdarán- ið. Ég gagnrýndi hann fyrir að skipa svo fyrir að sendiráð Sov- étríkjanna erlendis styddu valda- ræningjana og kæmu yfirlýsingum Janajevs á framfæri við erlendar ríkisstjórnir. Hann leyfði einnig að áttmenningaklíkan héldi blaða- mannafund í upplýsingamiðstöð utanríkisráðuneytisins. Enginn af undirmönnum hans hjálpaði okkur. Það eru nægar sannanir fyrir þætti hans í samsærinu." — Rússland hefur lýst yfir full- veldi innan Sovétríkjanna. Getum við til dæmis búizt við að sjá rússn- eskt sendiráð í Reykjavík? „Nei, ég tel að við munum ekki fara þá leiðina. Hins vegar viljum við gjarnan hafa fulltrúa okkar í mörgum sovézkum sendiráðum, sem væra ábyrgir fyrir beinum tengslum við Rússland. Persónu- lega vil ég að ísland og Rússland hafi eins nájn tengsl og hægt er. Ég var á íslandi fyrir mörgum árum, þekki landið og er ákaflega hrifinn af því. Ég tel að á mörgum sviðum getum við haft eðlilegt sam- starf, sem stjórnast fyrst og fremst af hagsýnissjónarmiðum án þess að hugmyndafræði komi þar nokk- urs staðar nærri. Ég get nefnt fisk- veiðar, fiskiðnað, landbúnað og fleira. Verkefnin eru óþijótandi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.