Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 IvarH. Oskars- son - Kveðjuorð Fæddur 17. september 1971 Dáinn 17. ágúst 1991 Hyldjúpur himinn hlaðinn stjðrnum. Sveipar drottins dýrð dauðlegan mann. Þetta er eilífðin. Þetta er Orðið. Þetta er Hann. (D. Stefánsson frá Fagraskógi) í*Hann var einstakur félagi, manngull sem geymdi sérstakan persónuleika, persónuleika sem ævinlega var reiðubúinn að hlusta á vini sína þegar vanda bar að hönd- um og svör hans og ráðleggingar fylltu lífið von og trú á ný. Hann var enda aufúsugestur hvar sem var og hvenær sem var, því ívar hafði sérstaka kímnigáfu. Mikið sem hann gat komið skemmtilega fyrir sig orði. Og þó var það nær- vera hans sem var sterkust í persón- uleikanum, hlý, ljúf og traust. Við þijú áttum dýrlega stundir saman. Hugsanir um slíkar stundir ylja hjartarótum á tímum sem þess- um. Um kæra ívar eigum við ekki Sftiað en hugljúfa minningar. Fal- legar og hlýjar. Minningar sem verða okkur samferða ólifuð ár. Við þökkum Guði fyrir að hafa gefið okkur þessar samverustundir með honum. Þær eru mikill auður, var- anlegur sem ekki eyðist. Við sökn- um Ivars en vitum að vel verður tekið á móti honum þar sem leiðir hans liggja. Allt verður svo lifandi og litskrúðugt þegar við hugsum um allar okkar stundir sem við átt- um saman. Minningin um ívar mun alltaf fylgja okkur, hvert sem leiðir liggja. Edda og Elli Við viljum minnast Ivars vinnufé- laga okkar. í sumar unnum við saman við byggingarvinnu. Þar kynntumst við Ivari fyrst. Hann var alltaf fyrsti maður sem við mættum á morgnana. Það er því tómlegt að mæta til vinnu án nærveru hans. ívar var ávallt glaður og skipti ekki skapi. Hann hafði alltaf frá einhveiju skemmtilegu að segja og engum leiddist í kringum hann. Beinskeytt tilsvör hans hittu ávallt í mark. ívars er sárt saknað og skarð það sem hann skilur eftir sig verður ekki fyllt. Við kvejum kæran vin og góðan t Elskuleg móöir okkar, GUÐRÚM KRISTJANA ELÍASDÓTTIR, Bólstaðarhlið 41, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að morgni fimmtudagsins 22. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda. Ruth Jóhannsdóttír, Sveinn Frímann Jóhannsson, Kristján Pálmar Jóhannsson. t Útför ELÍSABETAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hnífsdal fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 26. ágúst kl. 13.30. ** Jarðsett verður á Akranesi sama dag eftir komu Akraborgar kl. 16.30. Stutt athöfn við jarðsetningu. Þórhallur Már Sigmundsson, Guðmundur Samuelsson, Anna Lilja Gestsdóttir, Sigríður Sigmundsdóttir. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐÞJÓFUR JÓNSSON, Hrafnistu í Reykjavík, * verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Bragi Friðþjófsson, Svala Jónsdóttir, Sigurborg Bragadóttir, Karl Helgason, Heiðar Þorleifsson, Hulda Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t » Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS (HILDIGUNNARS) SÖLVA JÓNSSONAR Brúnavegi 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki gjörgæsludeildar Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun. ^ Ásta Ólafsdóttir og fjölskylda. samstarfsmann og þökkum sam- fylgdina. Við vottum ijölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd samstarfsmanna hjá Hagvirki hf. Einar Sigurðsson, Gunnar Björn Guðmundsson Hann ívar er dáinn. Fregnin um andlát hans kom eins og reiðarslag og minningarnar streymdu fram. Það var erfitt að trúa því að hann væri horfinn okkur svona skyndi- lega aðeins rétt undir tvítugt og lífið rétt að byija. En lífið er undar- legt og birtist á ýmsan hátt. Stund- um er okkur gefið en í annan stað er það besta og fallegasta frá okk- ur tekið. En minningarnar lifa þó mennirnir deyi. ívar skilur eftir sig dýrmætan fjársjóð sem eru minn- ingarnar. Alltaf var hann tilbúinn til að hjálpa og styðja okkur krakk- ana. Við fráfall hans er stórt skarð höggvið í okkar hóp. Það geislaði af honum lífsþrótturinn og bros hans og kæti smitaði út frá sér og gladdi alla sem í kynni við hann komust. Ég mun sakna þess að hafa ekki átt fleiri samverustundir með indæl- um strák, hitt hann oftar, talað meira, og tekist oftar í hendur. Ég minnist Ivars vinar míns með sökn- uði og þakklæti og glepin gladdi meðan þess var kostur. Ég bið guð að styrkja foreldra hans og systkini og sendi mínar dýpstu samúðar- kveðjur um söknuð eftir góðan dreng. Megi hann hvíla í friði. Stella Ann Quem di diligunt, adulescens moritur (sá sem guðirnir elska mest deyr ungur). Það er ekki ofsögum sagt að ívar var elskaður af okkur félögum hans og þeim sem hann þekktu. Hann var fyrst og fremst traustur og góður vinur. Þá var ívar einnig kurteis svo af bar og framganga hans öll þannig, að hjá foreldrum okkar, sem honum kynntust, var hann alltaf í mestu uppáhaldi. Gamalt orðatiltæki segir: Viljir þú eignast vini vertu þá vinur. Þessi orð áttu vel við ívar því hann átti marga vini. Svo tryggur var hann og trúr, að þegar eitthvað bjátaði á var hann alltaf tilbúinn til hjálp- ar. Við heyrðum hann oft spyija: „Er eitthvað að? — Er ekki allt í lagi, vinur?“ Daginn fyrir andlát ívars vorum við allir saman vinirnir að fagna tvítugsafmæli eins okkar. Þá hugs- aði enginn út í það, að Ivar ætti svo skammt eftir ólifað, því á sama tíma var aðeins einn mánuður þang- að til við hefðum samfagnað honum af sama tilefni. Fráfall ívars fær okkur vini hans til að hugsa, hversu lífið getur ver- ið ósanngjarnt. Af hveiju er ungur drengur í blóma lífsins og með framtíðina fyrir sér hrifinn á brott? En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Einhvern tíma verða allir að deyja og tími ívars var kominn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Stefán Harðar- son - Kveðjuorð Fæddur 1*1. ágúst 1965 Dáinn 12. ágúst 1991 Góður félagi og frændi er horfinn okkur. Við heima í sveitinni vitum að honum líður vel núna, en þrátt fyrir það kemst aðeins að í huga okkar að við vildum hafa hann hjá okkur. En þó er gott að eiga minnin- garnar um Stebba. Og enginn hefði viljað missa af því að kynnast hon- um, enginn sem á annað borð fékk að verða þeirrar ánægju aðnjót- andi, hvort sem var í stóru eða smáu. Stebbi var duglegur að heim- sækja okkur í sveitina. Við þekktum hann sem mjög glaðværan ungling og ungan mann sem vildi allt gera svo að öðrum liði vel. Það má segja að hann hafi verið maður augna- bliksins. Hann átti sér mikla drauma og hann gat fengið jafnvel svo jarð- bundið fólk sem okkur með á hugar- flug. Ekki skorti hann dugnað og bjartsýni sém þarf til að fá siíka drauma til að rætast. Það var ekki til sú þurfa að honum fyndist hún of stór til að yfirstíga. Svo var hann jákvæður og hress að það bókstaflega hreif aðra með. Aldrei var neitt svo leiðinlegt að hann fyndi ekki ástæðu til að brosa. Þessu smitað hann svo út frá sér að ekki var hægj, annað en að vera léttur í spori og brosa a.m.k. út í Faðir okkar, t HILMAR ÁRNASON, dvalarheimilinu Skjaldarvik, andaðist 22. ágúst. Synir hins látna. + Þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug vlð andlát og útför eiginmanns míns og bróður, EGILS SIGURÐSSONAR, Vallargerði 18, Kópavogi. Ástríður Jónsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Lovísa, Óskar, Áslaug og Dóra. Við vinirnir sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og söknuði eftir góðan dreng. Sigurður Sævar Proppé, Jök- ull Þorri Samper, Elías Guð- mundsson, Elías Elíasson, Ol- afur Þór Jónsson, Pétur Kristj- ánsson, Arnar Þór Björnsson. Elsku ívar okkar er farinn. Skyndilega var sem líðandi stund skipti ekki lengur máli. Ég leitaði á vit gamalla minninga og heyrði óm liðinna æskudaga. Fram í hug- ann komu myndir af liðnum atburð- um, þar sem við vorum öll saman komin krakkamir í götunni og ívar, fyrir þessar stundir verðum við ætíð þakklátar. Lífið er eilíf ráðgáta og vegir þess órannsakanlegir. Það er sárt að sjá á eftir þeim sem láta lífið ungir, þá vakna ótal spurningar sem erfitt er að finna svör við. Með þessum fáu línum viljum við kveðja æskuvin okkar, ívar, og biðja góðan Guð að taka hann. í faðm sér og veita honum hlýjar viðtökur. Við munum varðveita minningu hans og ívar mun lifa áfram í hjörtum okkar beggja. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Dóra, Áslaug, Lovísa og Óskar. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og megi Guð gefa ykkur styrk í þungum harmi. Þuríður Gunnarsdóttir, Drífa Gunnarsdóttir annað þar sem hann var nálægur. Stebbi var svo hjálpsamur að það er skrítið ef sólarhringurinn hefur verið nógu langur fyrir hann til að bæði hjálpa öðrum og hafa tíma fyrir sjálfan sig. Eitt atvik er mjög ofarlega í minni okkar. Þá var yngsti fjöl- skyldumeðlimurinn á bænum aðeins 1 árs. Það voru gestir í heimsókn og Stebbi, þá aðeins 13 ára, kom inn í eldhús og sagði: „Ég skal leika við hana svo að þið hafið næði.“ En þetta er sérstætt af dreng á þessum aldri. Þetta er aðeins agn- arsmátt dæmi um hjálpsemi hans og tillitssemi sem einkenndi allt hans viðmót. Ó, veit ég gætur gefi, minn guð, sem ber, að því, að stutta hérvist hefi ég heimi þessum í. Sem fljótast fellur straumur, svo flýgur ævi manns, að lyktum líkt sem draumur er lífið gjörvallt hans. (V.O. Wellin - þýð. H.H.) Fjölskyldan Indriðastöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.