Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 48
Flugleiðir hf.: Gengi á hlutabréfum lækkar vegna aukins Tramboðs bréfanna GENGI á hlutabréfum í Flugleiðum hf. hefur nú verið lækkað lítil- lega hjá þremur verðbréfafyrirtækjum vegna aukins framboðs bréf- anna að undanförnu. Hjá Verðbréfamarkaði Islandsbanka og Kaup- þingi hefur kaupgengi lækkað úr 2,45 í 2,40 og hjá Landsbréfum lækkaði gengið úr 2,42 í 2,40 í gær. Vegna hins aukna framboðs hafa Landsbréf hf. og Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. hætt kaupum á bréfum þegar um háar fjárhæðir er að ræða. Þess í stað bjóðast þau til að taka slík bréf i umboðssölu. „Það virðist vera nokkurt fram- boð af Flugleiðabréfum en við höf- um ekki miklar áhyggjur af því nú. Til þess að bregðast við því þá höf- um við fært verðið niður um 2% og stærri fjárhæðir eru eingöngu ■igjt'ptar í umboðssölu," sagði Svan- liyörn Thoroddsen, deildarstjóri hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, í samtali við Morgunblaðið. Fjárfestingarfélagið hefur ekki Hraðfrystihús Stokkseyrar: Rættum ^samein- inguáný Selfossi. VIÐRÆÐUR um sameiningu Hraðfrystihúss Stokkseyrar, Meitilsins og Glettings i Þor- lákshöfn verða hafnar að nýju eftir að hafa legið niðri um skeið. Þetta kom fram á fram- haldsaðalfundi Hraðfrysti- húss Stokkseyrar í gær. Á fundinum voru reikningar Hraðfrystihússins samþykktir og formaður stjórnar, Sigfús Jónsson, skýrði frá stöðunni í sameiningarviðræðunum. Hann sagði að vilji hefði komið fram hjá Meitlinum um að taka upp viðræður aftur og þvf yrðu möguleikar sameiningar kann- aðir frekar en áhugi á samein- ingu hefur verið fyrir hendi hjá Glettingi og Hraðfrystihúsi Stokkseyrar. Stjórn Hraðfrysti- hússins hefur, auk sameiningar, heimild til að leita annarra leiða til að bæta stöðu fyrirtækisins. Sig. Jóns. breytt gengi hlutabréfa í Flugleið- um en kaupgengi var skráð þar 2,41 í gær. Að sögn Agnars Jóns Ágústssonar hjá Fjárfestingarfé- laginu er ekki útilokað að gengi hlutabréfanna verði lækkað á mánudag. Hann sagði ennfremur að nú væri til skoðunar að hætta kaupum á hlutabréfum í Flugleiðum og fleiri hlutafélögum og taka slík bréf einungis í umboðssölu. „Hækkanir á hlutabréfum eru farnar að stýrast af afkomu félag- anna, en hingað til hefur hluta- bréfamarkaðurinn verið þannig, að verðið hefur hækkað nokkuð óháð afkomu þeirra vegna þess að hluta- bréf hafa verið vanmetin í verði á síðustu árum,“ sagði Agnar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Forsetinn í opinberri heimsókn til Skagafjarðar Opinber heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Skagafjarðar hófst í gær. Á Alexanders- flugvelli á Sauðárkróki var forsetanum vel fagnað. Skátar stóðu heiðurvörð með íslenska fánann, en forset- inn er verndari skátahreyfingarinnar á íslandi. Sjá frásögn á bls. 19. Fjölmennur útifundur í Vilníus: Fólkið hrópaði nafn Islands og þakkaði fyrir stuðninginn - segir Lára Margrét Ragnarsdóttir, sem ávarpaði fundinn - Aðsetur KGB og kommúnistaflokksins rudd og síðasta Lenín-styttan felld „FÓLKIÐ hrópaði „ísland, ís- land“ og „við þökkum“ hvað eftir annað. Blómin sem það hlóð í fang okkar íslendinganna sýndu það þakklæti og fögnuð sem hér ríkir,“ segir Lára Margrét Ragn- arsdóttir alþingismaður sem tal- aði á fjölmennum útifundi í Lithá- en í gær. Eftir að Landsbergis forseti og biskup landsins höfðu ávarpað mannfjöldann sem safn- ast hafði saman við þinghúsið í Vilníus var Lára Margrét beðin að segja frá afstöðu Islendinga til sjálfstæðisyfirlýsinga Eystra- saltsríkjanna. Aðkoma í sjón- varpsstöðinni í Vilníus var að sögn Láru hræðileg, sýru og olíu hafði verið hellt á tæki og víða kveikt í. Aðsetur KGB og komm- únistaflokksins hafa verið rudd og síðasta styttan af Lenín felld í höfuðborg Litháens. Þingmenn frá nokkrum Vestur- ísland og Eystrasaltsríkin: yfirlýsing um stjórnmála- samband undinituð á morgun STOFNAÐ verður formlega til stjórnmálasambands íslands og Eystrasaltsríkjanna þriggja á morgun, sunnudag. Þá koma til landsins utanríkisráðherrar Eistlands, Lettlands og Litháens. Þeir munu undirrita yfirlýsingu um stjórnmálasambandið ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra. Jón Baldvin greindi frá því í fyrradag að íslensk stjórnvöld við- urkenndu sjálfstæði Lettlands og ^stlands á sama hátt og Litháens og væru reiðubúin að koma á stjórnmálasambandi við ríkin þijú þegar þeim þætti henta. Utanríkis- ráðherrar Eystrasaltslandanna réðu ráðum sínum í fyrrakvöld og gærmorgun og niðurstaðan varð sú að þeir þiggja boð um að koma til íslands og undirrita yfírlýsingu afh sambandið. Ráðherrarnir koma á morgun og ákveðið verður í dag um fyrirkomulag fundar þeirra með íslenskum ráðamönn- um. ísland verður fyrst Vesturlanda til að stofna til stjórnmálasam- bands við Eystrasaltslönd. Kanadamenn, Belgar og Danir eru samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins nærri því að gera hið sama. Ráðamenn í fleiri löndum hafa sagt ástæðu til að endur- skoða afstöðu til Eystrasaltslanda en gera að skilyrði samkomulag þeirra við stjórnvöld í Moskvu. Jón Baldvin Hannibalsson segir að líta megi svo á að samningur lýðveldisins Rússlands við Eistland og Lettland frá því í vetur sé grunnur að stjórnmálasambandi, þótt ekki hafi unnist tími til að koma honum gegnum þingið. Samningurinn felur í sér gagn- kvæma viðurkenningu á sjálfstæð- isrétti landanna. Utanríkisráðherra Lettlands heldur á mánudaginn til Banda- ríkjanna og hittir þar að máli for- seta, utanríkisráðherra og for- mann utanríkismálanefndar þingsins. George Bush Banda- ríkjaforseti hefur þegar sagt að Bandaríkjamenn hljóti nú að taka til endurmats málefni Eystrasalts- ríkja. Evrópulöndum og Bandaríkjunum komu í höfuðstöðvar öryggislögregl- unnar KGB í Vilníus í gær. Lára Margrét Ragnarsdóttir, sem sótti fundi þingmannanna ásamt Jóhann- esi Geir Sigurgeirssyni, segir að ekki hafi tekist að eyðileggja allt skjala- safn öryggislögreglunnar og opin- berri starfsemi hennar verði nú hætt í landinu. Hermenn yfirgáfu á fimmtudag aðsetur blaða, útvarps og sjónvarps í Vilníus. Þingmannahópurinn skoð- aði sjónvarpsstöðina og var aðkoman hræðileg að sögn Láru. „Samkvæmt skipun frá Moskvu hafði allt verið eyðilagt sem unnt var, sýru sprautað á tæki og olíu hellt yfir þau. Víða hafði verið kveikt í og aðkoman var eins og á öskuhaug. Við vorum beð- in að opna alls ekki lokaðar dyr þar sem sprengjum gæti hafa verið kom- ið fyrir við þær. í húsi útvarpsins var aðkoman ömurleg líka, sýra og olía á gólfum og hálfkláraður matur hermanna sem farið höfðu í ofboði." Lára Margrét segir að þrátt fyrir þetta hafi mikil gleði ríkt í Litháen, fáni landsins hefði blakt við útvarps- turn og aðsetur fjölmiðla. „Við út- varpsturninn lá geysistór kross og eldur logaði í einum bálkastanna sem kveikt var í til að minna á innlimun landsins í Sovétríkin. í lok ráðstefnu þingmanna í Lithá- en var stofnaður hópur til að knýja á um viðurkenningu sjálfstæðis Eyst- rasaltslanda með sem flestum þjóð- um. Um 100 þúsund Litháar sóttu, samkvæmt heimildum líeuter-frétta- stofunnar, útifund við þinghúsið í Vilníus í gær. Þar greindi Lára Margrét frá ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að viðurkenna sjálf- stæði landanna þriggja og stofna til formlegs stjórnmálasambands við þau. Fólk fagnaði ákaft og kveðst Lára þakklát fyrir að hafa af tilviljun fengið þetta hlutverk. Útvegsbankahúsið: Byssuskot leyndust í gömlu dóti ÚTTEKTIN á Útvegsbanka- húsinu við Austurstræti, sem breyta á í Dómshús, leiddi í Ijós fleira en byggingarfræði- legt ástand hússins. Tveir pakkar af gömlum skotum voru meðal þess sem leyndist i húsinu. Ingimundur Magnússon hafði yfirumsjón með úttektinni fyrir hönd Fasteigna ríkisins. Hann segist hafa fundið skotpakkana í öðru gömlu dóti, svo sem af- lögðum lyklum. Skotin voru tvenns konar að gerð, þau stærri 8 til 10 millimetrar í þvermál. Ingimundur segir að sér hafi þegar orðið ljóst að þama var um að ræða skot í byssur sem ekki er leyfilegt að nota hér á landi. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna skotin voru þarna, en kunnugir geta sér þess til að þau hafí legið þar frá því á stríðsárunum, þegar eftirlits- menn bankans voru vopnaðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.