Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 Vel sögð íslandssaga Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Björn Þorsteinsson ^ og Berg- steinn Jónsson: Islandssaga, Sögufélag, 1991, 539 bls. íslandssagan frá upphafi og fram á okkar dag er hér dregin saman í eina bók. Það er vandasamara verk en margur hyggur að skrifa slíka bók og kannski er það ástæð- an til þess, að ekki hefur verið ráð- ist í slíkt fyrirtæki áður. Það er svo eftir öðru, að það skyldu verða Danir, sem urðu til þess, að bók af þessu tæi var skrifuð, en upphaf- lega var megintextinn gefinn út í Danmerkursögu Politikens. En þessi íslenzka útgáfa er í alla staði til hreinnar fyrirmyndar. Bókin er nokkuð mikil að vöxtum og í henni er ríkulegt myndefni, vel valið, sem eykur við textann. Síðurnar eru vel upp settar, pappír- inn af vönduðustu gerð og bókin mjög glæsileg. Það eru ýmsar leiðir færar við samningu svona bókar. Ein er sú að fara þá hefðbundnu og segja íslandssöguna sem persónusögu. Persónusaga er óhjákvæmilegur hluti allrar sögu, en hún er hvorki upphaf né endir alls í þeim fræðum. í þessari bók hafa höfundarnir, Bjöm Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, valið þá leið áð blanda saman óllkum þáttum sögulegrar framvindu og reyna að fella þá sam- an í heilsteypta frásögn. Það má finna brot út hagsögu, félagssögu og stjórnmálasögu í þessari bók. Svo að dæmi sé nefnt, þá er ■aðdragandi Gamla sáttmála 1262 rakinn ítarlega, eins og eðlilegt er. Þar fara saman höfðingjaátök Sturiungaaldar, atburðarás í Nor- egi, sívaxandi ofbeldi á íslandi og þreyta bænda á stöðugum átökum höfðingja. Til viðbótar helztu at- burðum þessa tíma er fléttað saman fróðleik um rísandi kirkjuvald, efl- ingu konungsvalds í Noregi, hug- leiðingum um að ritun íslendinga- sagna hafi þjónað pólitísku markm- iði og fáeinum staðreyndum um siglingar og kaupmennsku. Úr þessu verður læsileg frásögn og mjög fróðleg. Fyrir minn smekk þá var frásögnin af þróun íslenzka goðaveldisins skemmtilegasti hluti þessarar bókar. Þessi aðferð við að segja söguna heppnast og verður til að bregða ögn öðru ljósi á ýmsa atburði íslandssögunnar, en maður á að venjast í inngangsbókum. Bókin skiptist I 20 kafla. Byijað er á upphafi Islandssögunnar við landnám og síðan er farið yfir flest þau atriði, sem máli skipta, og lok- ið á kafla um lýðveldið frá 1944. Ritnefnd Sögufélagsins skrifar inn- gang og gerir grein fyrir aðdrag- anda og tilurð bókarinnar. Þar kem- ur fram, að Bjöm Þorsteinsson rit- aði söguna fram að 1904 en Berg- steinn Jónsson frá 1904 og fram á okkar daga, en sagan frá 1664 er byggð á frumdrögum Bergsteins. Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræð- ingur, endurskoðaði þá hluta texta Björns, sem honum entist ekki ald- ur til að leggja síðustu hönd á, en Helgi hafði verið meðhöfundur þeirra Björns og Bergsteins að dönsku útgáfunni. Vigdis Finn- bogadóttir, forseti, ritar minningar- orð um Björn Þorsteinsson. Á eftir meginmáli bókarinnar eru fjölmarg- ar skrár, sem auka mjög notagildi bókarinnar. Þar eru skýringar orða og hugtaka, skrá yfir úrslit Alþing- iskosninga 1916- 1987, skrár yfir biskupa, lögsögumenn, konunga, ríkisstjóra, forseta, stiftamtmenn og fleiri. Bókin er sérlega vel úr garði gerð. Myndir eru vel valdar og prentast vel og textar með þeim yfirleitt upplýsandi og fróðlegir. í einni skránni, úrslitum Alþingis- kosninga frá 1967, hefur þó fallið niður íjöldi þingmanna Alþýðu- bandalagsins og Utan flokka- Al- þýðubandalags á bls. 480. Nú er það ævinlega svo, að gera má skynsamlegan ágreining um ýmislegt í svona sögu. Ég hygg til að mynda, að í síðasta kaflanum um lýðveldið frá 1944 sé ýmislegt, sem gera megi ágreining um. En það eru í rauninni aukaatriði hjá hinu, sem vel er gert. Hér er leitað skýringa á stöðnun íslensks samfé- lags í innlendum hagsmunum ekki síður en kúgun Dana, pólitískar þrætur við aðdraganda Heima- stjórnar 1904 eru ekki gerðar að aðalatriði heldur ýmsar verklegar framfarir og breytingar, sem þá voru að gerast í samfélaginu, enda eru þær þrætur yfirleitt svo ómerki- legar og leiðinlegar, að ekki tekur nokkru tali. í frásögninni af goðaveldinu er vel rakið, hvernig innlendir höfð- ingjar nýttu sér kirkjur sem auðs- uppsprettu. Þetta skýrir síðan hörð viðbrögð höfðingja við kröfum kirkjuvaldsins um yfirráð yfir kirkj- unum. Eiginhagsmunaskýringar af þessu tæi duga vel, þar sem þær eiga við. En það er sjálfsagt að vara við því, að þær séu teknar sem algild sannindi í sögulegum skýr- ingum. Þetta á sérstaklega við, þegar farið er að tala um eiginhags- muni heilla stétta. Það fer lítið fyr- ir stéttatali í þessari bók. Stundum er tekið svolítið ein- kennilega til orða. Á bls. 311 stend- ur þetta um landssjóð eftir 1874: „Þótt allt hrópaði á athafnir og framkvæmdir og fátæktin væri meiri en í nálægum löndum, streitt- ust þingmenn Islendinga við sparn- að, tekjuafgangur varð á fjárlögum og landssjóður það heimsundur meðal skyldra stofnana að skulda ekkert.“ Nú má skilja það af næstu tveimur setningum, að löstur lands- sjóðs hafí verið að beina ijármagni úr landi. En það breytir ekki orða- lagi þessarar setningar. Mér er til efs, að í ljósi þeirra hugmynda, sem menn gerðu sér um opinber íjármál á áttunda tug síðustu aldar, hafi 1) Ég sá hér í blaðinu skemmtilega ummyndun eða íslenskun (þjóðskýringu) orðsins stabil (stabíll). Þetta var stað- býll, góð tilraun. Stabilis er latína og merkir stöðugur, sk. ísl. standa og staður. Þegar ég sagði Árna Böðvars- syni orðabókarritstjóra frá þessu, minnti hann mig óðara á orðið vígseðill, þar sem er sams konar ummyndun úr víxill en víxiller líka „eins konar íslensk- un á dönsku veksel... eiginleg þýðing á ít[ölsku] cambio (lett- era di cambiio).“ (Ásgeir Bl. Magnússon.) Þetta er sömu ættar og stígvél, sbr. ítölsku stivale= sumarskór, sjá og stýfill=skór. 2) Þrjár einkunnir úr kirkjubókum: a) „Apurlyndur og hvimleiður í manna félagi lengst ævi sinn- ar.“ Apurlyndur er kaldlyndur, sbr. Hallgrím Pétursson sem sagði að náttkælan væri öpur. b) „Dável læs, veit nóg, klúk- inn og klókur, hefur hér í sókn skikkanlegur verið.“ Ekki veit ég hvað klúkinn merkir og væri vitnsekja um það vel þegin. c) Um mann sem greiddi ekki sekt fyrir hórdóm og var hýdd- ur: „Vel viti borinn og fróður, mesti atorkumaður, skilvís og ráðvandur.“ (Auðkennt hér.) 3) Frá því sagði hér í blaðinu um daginn, að kona nokkur hefði opnað „gistiaðstöðu á hótel- vísu“. Mér sýndist af greininni allri að konan hefði opnað gisti- heimili (með greiðasölu). 4) Sitt er hvað að verja og varða, þótt sagnirnar séu keimlíkar í þátíð. Að varða veg merkir að hlaða vörður með- fram honum, ferðamönnum til leiðbeiningar og öryggis. Þá er sagt í þátíð: þeir vörðuðu veg- inn. Fréttamaður á Stöð tvö sagði um þjóðvarðliða, mig minnir í Króatíu, að þeir „vörðuðu veg- Björn Þorsteinsson það talizt til hreinna undantekn- inga, svo að sætti furðum, að lands- sjóður væri skuldiaus. Sagnfræðingar geta haft djúp áhrif á þær hugmyndir, sem hver þjóð gerir sér um sjálfa sig. Á þeim tímum, sem við nú lifum, þurfa ís- lendingar að hyggja vandlega að stöðu sinni í samfélagi þjóðanna. Til að gera það skynsamlega þurfa þeir að fræðast um og skilja sögu sína. Auðvitað er saga enginn leið- arvísir um framtíðina. En kannski gerir hún ljósara, hvernig innlend afturhaldssemi og þröngir sérhags- munir geta varnað Islendingum framfara í landinu og eðlilegra sam- skipta við aðrar þjóðir eða hvernig erlent vald getur riðið litlu ríki að fullu. Til að hugsa ura þetta og ýmislegt annað er þessi íslandssaga ágætis hjálparrit. inn“. Ég held þeir hafi gert þver- öfugt. Mig grunar að réttara hefði verið: þeir vörðu veginn. Ég held að þeir hafi uppi haft einhverjar varnir við umferð, vegatálmanir. ★ Jón minn Ólafs sá eg son sunda stýra völdum hund; Á fróni reyðar lét ei lon lundur stál að hræra mund. (Einar Sæmundsson, faðir Látra-Bjarg- ar, báðumegin við 1700; gagaraljóð síðstikluð.) í þessari vísu eru þijár kenn- ingar: Sunda hundur er skip; reyðar frón er sjór, og hefðu myndhverfingameistarar drótt- kvæðs háttar í fornöld verið full- sæmdir af þessu; og lundur stáls er hermaður. Lauslega þýtt: Ég sá Jón minn Ólafsson stýra ágætum báti. Maðurinn (sá) linnti ekki handatiltektum úti á sjónum. Lon er hlé, lát á einhverju; láta lon=hætta; lona er að minnka; lon og don=linnulaust. Uppruni þessara orða er óvís. Þorsteinn Valdimarsson kvað: Tvær leikbrúður hétu Lon og Don, og Lon unni Don og Don unni Lon. „Elsku Don“, „elsku Lon“, lon og don og „elsku London“, þegar þau eignuðust son. Hér í blaðinu birtist sunnu- daginn 21. júlí síðast liðinn aug- lýsing, þar sem Vottun hf. aug- lýsir eftir starfsmanni „til að leiða starfsemi félagsins". Greinilegt er að hér er mönnum vandi á höndum, því að „hlut- verk starfsmannsins verður að vinna að uppbyggingu þekking- ar á úttektum og vottun gæða- kerfa fyrirtækja . . .“ Auðvitað verður maðurinn sendur í þjálfun erlendis, en tekið er fram að hann þurfi að „vera opinn og Bergsteinn Jónsson Helgi Skúli Kjartansson. eiga gott með að setja sig inn í verklag og skipulag fyrirtækja". Og til þess að ekki fari milli mála hvers konar mönnum er sóst eftir, birti ég hér merkingar orðsins opinn, skv. Orðabók Menningarsjóðs (2. útg. 1983): „1) upp í loft, óvarinn, 2) ólok- aður, 3) sem aðgangur er að, 4) skjóllaus, 5) vís, viðblasandi, 6) fjarlægur (í hljóðfræði), 7) sögull, kjöftugur. Umsjónarmaður vekur í þessu sambandi einkum athygli á 7. merkingarafbrigðinu. ★ Um verslunarmannahelgina var í fréttum útvarps síklifað á því, hvernig umferðin hefði gengið „fyrir sig“. Það sem hér er sett innan gæsalappa er auð- vitað argasti hortittur, enda var í sjónvarpsfréttum jafnan látið duga að segja hvernig umferðin hefði gengið (vel eða illa eftir atvikum). I tilefni af þessu birti ég hér endi af gömlu bréfi. Örn Snorrason (Aquila) sendi mér skemmtilegan pistil um þetta og endaði svo: Kominn er orða karl í þrot, klúðrið til höfuðs stigið. Út vill hann strika eins og skot andskotans „fyrir-sigið“. ★ Þótt íslenskan sé falleg, er hún ekki óskeikul né gallalaus. Guðmundur Benediktsson ráðu- neytisstjóri var staddur úti í Færeyjum, og blasti þá við hon- um utan á húsi merki með orð- inu LÍNBÚÐ. Þetta er nú ekki dónalegt, og okkur Guðmundi hlýnar af hrifningu. Þarna er nú heldur en ekki búið að slá við langlokunni okkar, vefnaðar- vöruverslun. Auk þess er þess getandi, að orð Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, visthollur og vistsk- æður, sækja æ meira á mig. Hvernig Iíst ykkur á þau? ^ C A OH Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori Cm I I Ww"t I V / w KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.loggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Nýtt og glæsilegt einbýlishús Steinhús 57,1 fm auk bílsk. 42,4 fm. á útsýnisstað við Kópavog. Vel byggt og vandað að öllum búnaði. Góð lán áhv. Teikning og nánari uppl. á skrifst. Eignaskipti möguleg. Ný neðri sérhæð í tvíbýlishúsi 3ja herb. við Rauðagerði. 89 fm. Tvöf. stofa, svefnherb., bað, eldhús, forstofa og rúmgóð geymsla. Allt sér. Sólverönd. Sérlóð. Húsnæðislán kr. 1,8 millj. Einbýlishús við sjóinn. norðanmegin á Nesinu nýl. steinhús 135 fm með 5 herb. íb. á tveim- ur hæðum. Rúmg. bílsk. Ræktuð lóð. Útsýni. Sérhæð í þríbýlishúsi 2ja-3ja herb. móti suðri og sól við Hlíðarveg, Kóp. Töluvert endur- bætt. Ræktuð lóð. Útsýni. Bílskréttur. Ný úrvals íbúð - bílsk. 117,5 fm á 1. hæð við Sporhamra. Tvöf. stofa, 2 svefnherb., stór skáli. Sérþvottahús. Góður bílsk. Húsnlán kr. 5 millj. til 40 ára. Eigna- skipti möguleg. Á vinsælum stað í Austurborginni 4ra herb. íb. á 3. hæð um 100 fm auk geymslu og sameignar. Rúmg stofa, 3 svefnherb. Sólsvalir. Sérhiti. Mikil og góð sameign. Skammt frá „fjölbraut“ í Breiðholti Ný máluð 4ra herb. íb. á 1. hæð um 100 fm. Sérlóð. Sólverönd. Stand- setning fylgir utan húss. Góð lán 3,7 millj. Hentar m.a. námsfólki Nokkrar einstaklingsib. 1 og 2ja herb. til sölu í borginni. Verð frá 3,1 millj. • • • Opið í dag frá kl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. ALMENNA FASIEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 603. þáttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.