Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 I fótspor Roberts Schumanns — undir handleiðslu Andreas- ar Schmidt og Rudolfs Jansen eftir Halldór Hansen Lánið leikur við unnendur ljóða- söngsins hérlendis um þessar mundir. Hinn heimsfrægi og vin- sæli ljóða- og óperusöngvari Andre- as Schmidt er staddur hér á landi ásamt konu sinni og dóttur. Hann mun láta til sín heyra í íslensku Óperunni laugardaginn 31. ágúst og sunnudaginn 1. september næst- komandi kl. 17. Andreas Schmidt kom til íslands svo til beint frá Suður-Frakklandi þar sem hann hefur undanfarið sungið hlutverk greifans í Brúð- kaupi Figarós eftir Mozart við feiknagóðan orðstír að vanda. En hér hefur hann eytt sumar- leyfi sínu í faðmi fjölskyldu og vina, og þar fremst í broddi eru hjónin Hörður Áskelsson og Inga Rós Ing- ólfsdóttir. Þau hjón hafa nánast verið eins og eldri systkini Andreasar Schmidt gegnum árin og þeirri vináttu get- um við þakkað tíðar heimsóknir hans til íslands jafnt í einkaerindum sem listrænum. Og nú er svo kom- ið að mörgum okkar finnst að ís- land og íslendingar eigi líka svolítið í Andreasi Schmidt, enda hefur hann hvorki látið vaxandi frægð né óvægar kröfur hins alþjóðlega tónlistarheims aftra sér frá því að halda tryggð við fortíð sína og gamla vini. Þó er það stundum hægara sagt en gert í þeirri hring- iðu, sem vill skapast í kringum fólk, sem nær alþjóðlegri frægð og viður- kenningu. Tími fyrir einkalíf verður þá oft hverfandi lítill og ill nauðsyn að verja þau fáu augnablik sem bjóðast fyrir átroðningi utan frá. En frægð og frami hafa ekki breytt Andreasi Schmidt. Hógværð hefur alla tíð einkennt hann, ekki síst í afstöðu hans til tónlistarinn- ar. Og sú hógværð er í mínum aug- um af sama toga spunnin og trygg- lyndi hans við sannfæringar sínar, hvernig svo sem vindar blása í kringum hann. Ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að Andreas Schmidt sé óvenjulega dyggur þjónn tónlistar- innar og leggi allt undir til að þjóna tónskáldinu og þeim sköpunar- krafti, sem að baki liggur. Andreas Schmidt á ef til vill ekki langt að sækja þessa afstöðu, því að hann er af tónlistarmönnum kominn og á rætur sínar sem tón- listarmaður í andlegri tónlist. Sú tónlist afhjúpar á augabragði alla gervimennsku, sýndarmennsku og tilgerð, en allt þetta er Andreas Shmidt blessunarlega laus við. Alvara og einlægni einkenna af- stöðu hans til tónlistarinnar. Hann kastar hvergi til höndum og nálg- ast öll verkefni í dýpt, einnig hin léttari, en þau orð ber þó ekki svo að skilja, að léttleikanum sjálfum sé ábótavant, Þvert á móti. Ég minnist þess aldrei að hafa heyrt Andreas Schmidt grípa til auðveldra eða billegra lausna í þeim tilgangi einum að afla sér vinsælda eða létta sér róðurinn, og sumum þykir hann jafnvel of sjálfsafneit- andi í list sinni. Það má því heita nær furðulegt, að svo ungum, hæglátum og hóg- værum listamanni sem Andreas Schmidt er, hafi á nokkrum árum skotið upp á stjörnuhimininn í heimi, sem svo oft virðist yfirborðs- kenndur, síkvikur og síbreytilegur. En ef til vill sannar það, hve marg- ir eru að leita sér að akkeri í ólgu tilverunnar og skynja þá ósjálfrátt, að Andreas Schmidt byggir list sína á kletti. Ef til vill er þetta örugga gildis- mat, sem stendur af sér allar sveifl- ur tíðarandans og tízkunnar, það sem er hinn raunverulegasti boð- skapur í list Andreasar Schmidt. Andreas Schmidt er þýzkur söngvari í beztu merkingu þessa orðs og nafn hans er oft tengt nafni kennara hans og læriföður, Dietrich Fischer-Dieskau, og oft er talað um hann sem hinn nýja og unga Fisch- er-Dieskau. Robert Schumann Sjálfum sýnist mér þó, að sá samanburður eigi við mjög yfir- borðsleg rök að styðjast. Hvor þess- ara listamanna nálgast verkefni sín í samhljóm við sína eigin sál og sitt eigið sjálf. Persónuleikarnir eru þó næsta ólíkir en eiga þó það sam- eiginlegt, að hvor um sig er sjálfum sér trúr. í áranna rás hefur Andreas Schmidt fært okkur margar af perl- um söngbókmenntanna og kynnt okkur sinn sérstaka skilning á og tilfinningu fyrir verkefnunum. Að þessu sinni ætlar Andreas Schmidt að halda áfram á sömu braut og helga tónleikana þýzka tónskáldinu Róbert Schumann. Róbert Schumann var sonur bók- sala og var einkar ljóðelskur alveg frá blautu barnsbeini. Hann var einnig óvenjulega ritfær maður og eftir hann liggja margar, merkar og frábærlega vel samdar ritsmíðar um tónlist. Þrátt fyrir það beinist áhugi Schumanns ekki að sönglaga- gerð fýrr en tiltölulega seint og tengdist sá áhugi fyrst og fremst ást hans á Clöru Wieck, píanóleik- ara, sem hann gekk síðar að eiga, þótt mörgum torfærum yrði að ryðja úr vegi áður. Frjósamasta tímabilið í sönglaga- gerð hans var árið 1840, en tíu árum síðar, eða árið 1850, kom andinn yfir hann á ný í þessu sam- bandi en áður hafði Schumann fundist andagiftin yfirgefa sig um hríð, enda farinn að finna fyrir geðtruflunum, sem síðar áttu eftir að binda enda á feril hans sem tón- skálds og manneskju. Það hljóðfæri, sem Róbert Schu- mann hafði mestar mætur á, var án efa píanóið, og bera sönglög hans þess einnig ríkulega vott. For- spil og eftirspil í sönglögum Schum- anns eiga vart sinn líka og píanó- hlutinn opnar innsýn í það, sem Andreas Schmidt liggur hulið á milli línanna í hinu bundna máli textans. En Schumann var einnig mikill náttúruunnandi og í anda ró- mantísku stefnunnar fann hann sífellt hliðstæður á milli þess, sem var að gerast í náttúrunnar ríki og þess sem var að eiga sér stað í fylgsnum mannssálarinnar. Og í sama anda var tilhneigingin til að leita þess, sem kynni að liggja dul- ið á bak við hið sýnilega yfirborð, og ganga þá frá því sem vísu, að fátt væri sem sýndist, ef betur væri að gáð. Rómantíkin þreyttist aldrei á því að spyrja og leita hins dularfulla, sem lægi innan mann- legrar skynjunar en utan við mann- legan skilning. Og hafi nokkurt tónskáld náð að umskapa þessa afstöðu í tónum, þá er það Robert Shcumann. Að vanda hlífir Andreas Schmidt ekki sjálfum sér. Af áhuga fyrir að kynna tónlist Schumanns frá sem flestum hliðum mun hann syngja eitt prógramm laugardaginn 31. ágúst en allt annað sunnudaginn 1. september. Söngvarar, sem vita að húsfyllir er tryggur, hvar, hve- nær og hvað sem þeir syngja, láta sér venjulega nægja að endurtaka sama prógrammið endalaust. En það er ekki í anda Andreasar Schmidt, sem sífellt leitast við að kynna ný og ný verkefni. Fyrra kvöldið, laugardaginn 31. ágúst, mun hann bytja að syngja 6 ljóð op. 89 eftir Schumann við texta eftir Wielfred von der Neun. Öll þessi ljóð eru lofsöngvar til náttúrunnar og eru frá árinu 1850 eða síðara ftjósemistímabili Schum- Halldór Hansen „Og loks er vert að minnast þess, að Andre- as Schmidt ekki einn síns liðs á ferð. Meðleik- ari hans á tónleikunum verður Rudolf Jansen, sem er okkur íslending- um að góðu kunnur, sem undirleikari hol- lenzku söngkonunnar Elly Ameling...“ Rudolf Jansen anns í sönglagagerð. Til gamans má geta þess að þessi lög voru sam- in fyrir hina víðfrægu og vinsælu sænsku söngkonu Jenny Lind. Því næst koma 6 Ijóð eftir Niko- laus Lenau op. 90. Þau eru einnig frá árinu 1850. Kvæði Lenaus snertu Schumann í hjartastað, því þeim tókst í sínu orðfáa formi að komast að kjarnanum í því æðru- lausa þunglyndi, sem Schumann þekkti svo vel af eigin raun. 5 lög op. 40 við texta eftir danska skáldið og rithöfundinn H.C. And- ersen koma þar á eftir. H.C. And- ersen sótti Schumann og konu hans heim árið 1840. Schumann hreifst af hinum sérkennilegu kvæðum þótt hann þyrfti nokkurn tíma til að átta sig á þeim. En þegar skáld- Konan sneri sér til lögreglunnar og kærði mennina fyrir þjófnað og voru þeir skömmu síðar handteknir. Þeir neituðu sakargiftum en í vasa eins þeirra fundust merkimiðar af tösku konunnar. Við leit í híbýlum ið Adelbert Chamisso þýddi þau úr dönsku á þýzku, ákvað Schumann að semja við þau lög. Tónleikunum fyrra kvöldið lýkur á svokölluðum „Kemer-ljóðum“, en það er lagaflokkur við kvæði eftir skáldið og lækninn Justinus Kern- er. Yfirleitt hafði Schumann óbrigð- ulan smekk á kveðskap, en þó verð- ur Justinus Kerner tæplega talinn meðal frábærustu ljóðskalda 19. aldarinnar. Engu að síður höfðuðu kvæði hans einlæglega til Schu- manns og ef til vill einiæglegast til náttúruunnandans í honum. Svo sem Justinus Kerner hafi verið bú- inn að fá sig fullsaddan af fallvalt- leika mannlegleikans og mannlegra samskipta en hafi leitað að stöðug- leika og huggun í ríki náttúrunnar. Hún væri ólíklegri til að bregðast vonum og væntingum hrörnandi einstaklings en samferðafólkið. Þar væri og að finna dularheima, sem kynnu að reynast uppspretta nýrrar orku og endurnýjunar, staðreynd, sem vakning gróðurs til lífsins sannar á hveiju vori. Þessi hugsunarháttur höfðaði mjög til Schumanns í vonleysi sínu og í lagaflokknum vefjast orð og tónar saman á undursamlegan hátt. Síðara kvöldið, sunnudaginn 1. september, er tileinkað sönglögum, sem Schumann samdi við kvæði eftir Heinrich Heine. í upphafi er „Liederkreis" op. 24, því næst þijú ljóð þekkt undir nafn- inu „Der arme Peter“ og loks „Dichterliebe", sem hver einasti ljóðaunnandi þekkir út og inn. I stórum dráttum eru þessi „Heine“-lög betur þekkt og oftar flutt en önnur, enda þótt „Liederk- reis“ op. 39 við ljóð eftir Eichen- dorf sé sennilega vinsælli og oftar fluttur í heild en „Liederkreis" op 24. En þessi ljóð eru vandasöm í flutningi. Mörgum þykir, sem Schumann hafi ekki fyllilega skilið beizkjuna, biturleikann og kald- hæðnina í fari Heinrichs Heine og einblínt um of á það sem er mjúkt, ljúft og ljóðrænt við fyrstu sýn. Vandi flytjandans verður þá sá að finna hinn gullna meðalveg og for- vitnilegt að heyra, hvernig Andreas Schmidt leysir vandann. Og loks er vert að minnast þess, að Andreas Schmidt er ekki einn síns liðs á ferð. Meðleikari hans á tónleikunum verður Rudolf Jansen, sem er okkur íslendingum að góðu kunnur, sem undirleikari hollenzku söngkonunnar Elly Ameling, og er Rudolf Jansen einnig af hollenzku bergi brotinn, enda þótt hann sé löngu orðinn alþjóðlegur listamaður líkt og hún. Eins og aðrir góðir ljóðasöngvar- ar lítur Andreas Schmidt ekki á undirleikara sem undirleikara, held- ur sem jafngildan meðleikara. Þetta á ekki hvað sízt við í sönglögum Schumanns, sem byggjast svo mjög á píanóþættinum, og fáum lætur betur að lifa sig inn í anda Schu- I manns en Rudolf Jansen, hvort heldur er sem meðleikari eða ein- leikari. Ég vil bjóða báða þessa listamenn velkomna til landsins og vona að enginn, sem ann Schumann og ljóðasöng af einlægni, láti sér þetta tækifæri úr greipum ganga. Höfundur er læknir. mannnanna fannst önnur taska sem stolið var í Leifsstöð. Norðmennirnir voru á tvítugs- aldri og áberandi ölvaðir þegar þeir voru handteknir. Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. ÞJOÐÞRIF MMMU0 ISUNSIM KÁU Dósakúlur um allan bæ. Norðmenn stálu töskum í Leifsstöð ÞRÍR Norðmenn voru handteknir á þriðjudag, grunaðir um að hafa stolið tveimur ferðatöskum í Leifsstöð. Kona sem saknaði lösku sinnar í Leifsstöð sá mennina á gangi í Lækjargötu og þekkti aftur tösku sína. Hún gaf sig á tal við þá en þóttust þeir ekki kannast við að hafa stolið töskunni. Konan sá einnig að einn þeirra var klæddur leðurjakka í hennar eigu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.