Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 47
 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 24. AGUST 1991 47 SUND/EMÍAÞENU Morgunblaðifi/Árni Sæberg Ragnheiður Runólfsdóttir hefur setti þijú íslandsmet á Evrópumeistaramótinu í Aþenu. Ragnheiður í 9. sæti og setti íslandsmet Ingibjörg bætti metið í 800 metra skriðsundi. íslenska landsliðið hefur sett 9 íslandsmet ÍSLENSKA sundlandsliðið gerir það ekki endasleppt á Evrópu- meistaramótinu í Aþenu. í gær bætti Ragnheiður Runólfsdóttir íslandsmetið í 100 metra bringusundi og Ingibjörg Arn- ardóttir í 800 m skriðsundi. Alis hafa 9 íslandsmet fallið á mótinu, sem lýkurá sunnudag. Ragnheiður bætti íslandsmet sitt í í undanrásum, synti á 1:11.89 mínútum og varð í 9. sæti og því aðeins einu sæti frá því að komast í A-úrslit. Gamla metið var 1:12.33 mín. og var það sett á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 1989. í B-úrslitum synti hún á 1:11.94 mín. og kom fyrst í mark. „Ég er ánægð með að hafa bætt íslandsmetið, en það hefði verið gaman að komast í A-úrslit því það munaði ekki nema 0,19 sekúndum. Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur enda íslandsmetin orðin níu talsins,“ sagði Ragnheiður. Ingibjörg Arnardóttir bætti ís- landsmet Hugrúnar Ólafsdóttur í 800 metra skriðsundi, synti á 9:07.30 mín. og bætti eldra metið um tæpar 4 sekúndur. Hún hafnaði í 15. sæti af 21. Arnþór Ragnarsson keppt í 200 m bringusundi og hafnaði í 23. sæti af 26 á tímanum 2:23.67 mín. Hann var aðeins 0,06 sek. frá ís- landsmeti sínu. Sovéskar stúlkur urðu í tveimur efstu sætunum í 100 m bringu- sundi. Elena Rudkovskaya (1:09.05) og Svetlana Bondarenko (1:09.99). Tania Dangalkova frá Búlgaríu varð þriðja á 1:10.12 mín. Sovéska karlasveitin setti Evr- ópumet í 4X100 metra skriðsundi, synti á 3:17.11 mín. og bætti eldra metið sem sovéska sveitin setti á ÓL í Seoul 1988 um 1.22 sek. Nick Gillingham frá Bretlandi sigraði í 200 m bringusundi karla á 2:12.55 mín. Nobert Roza, Ung- veijalandi, varð annar á 2:12.58 mín. og Spánveijinn Sergio Lopez í þriðja sæti á 2:13.40 mín. Catherine Plewnski, Frakklandi, varð Evrópumeistari í 100 m flug- sundi kvenna á 1:00.32 mín. Inge De Bruijn, Hollandi varð önnur ( 1:01.64) og Therese Lundin frá Svíþjóð þriðja (1:02.01). Evgeni Sadovyi frá Sovétríkjun- um sigrað í 400 m skriðsundi karla á 3:49.02 mín. Artur Wojdat, Póll andi, varð annar (3:49.09) og Gi- orgio Lamberti, Ítalíu, þriðji á 3:50.46 mín. KNATTSPYRNA / 2. DEILD KORFUKNATTLEIKUR ísland í Ipr keppni ÓL ÍSLENSKA landsliðið í körfu- knattliek mun taka þátt í for- keppni fyrir Ólympíuleikana í Barcelona á Spáni næsta ár. Þ etta verður í fyrsta sinn sem forkeppni fyrir ÓL er haldin í körfuknattleik, en hingað til hefur síðasta Evrópukeppni ráðið. Allar bestu þjóðir Evrópu taka þátt í for- keppninni, nema Spánveijar, sem eru gestgjafar, og Júgóslavar, nú- verandi heimsmeistarar. Forkeppnin hefst á Spáni 22. júní á næsta ári og stendur til 5. júlí. Skipt verðiir í fjóra sex liða riðla og tvær efstu þjóðirnar fara áfram og taka með sér stigin úr riðlinum. í lokariðlinum leika allir við alla og fjórar efstu þjóðirnar leika sfðan á ÓL síðar um sumari^ Landsliðið mun haga undirbún- ingi sínum með þessa keppni í huga. Liðið fer til Bandaríkjanna 4. sept- ember og verður þar til 18. sama mánaðar. Milli jóla og nýárs eru fyrirhugaðir landsleikir hér heima og einnig í janúar. í maí verður síðan Norðurlandamótið haldið í Osló og þangað fer íslenska lands- liðið að sjálfsögðu. GOLF / EM AHUGAMANNA Siguijón og. Úlfar úr leik HVORKI Sigurjón Arnarsson né Úlfar Jónsson komust í gegnum fyrri niðurskurðinn í Evrópukeppni áhugamanna sem fram fer í Englandi. Þetta er svolítið svekkjandi, en það verður bara að hafa það,“ sagði Úlfar í gærkvöldi. „Ég lék á 84 og samtals á 157 en 156 högg sluppu áfram. Siguijón lék á 83 og samtals á 161 höggi. Það var frekar slakt skor í dag enda var bijálað rok og mikil rigning,“ sagði Úlfar. „Það fór allt í klessu hjá mér á síðustu holunni. Ég lék hana á þremur yfír pari, annars urðu „slysin" fleiri en eitt og fleiri en tvö,“ sagði Úlfar. Hann nefndi sem dæmi um slæmt skor að einn sem lék á 7íf höggi fyrsta daginn kom inn á 91 höggi í gær. Einn leikmaður, sem í gær kom inn á ótrúlega góðu skori, 70, varð að taka þátt í forkeppninni á miðvikudaginn til að vinna sér rétt til þátttöku, Þar lék hann á 80 höggum og slapp inn. KNATTSPYRNA Gascoigne á Italíu Paul Gascoigne er nú staddur í Róm á Ítalíu þar sem hann skoðar aðstæður hjá Lazio. Hann sagðist vera að kanna hvort hann hafi gert rétt með því að velja Lazio í stað frægari félaga á Ítalíu. Gascoigne er enn að ná sér eftir uppskurð á hné sem hann varð að gangast undir eftir bikarleikinn gegn Nottingham Forest í maí. Hann sagðist reikna með að geta farið að leika með Tottenham í janúar. Samningur milli Tottenham og Lazio var undirritaður 1. ágúst og hljóð- aði hann upp á 8,8 milljónir dollara eða 540 milljónir ÍSK. Gascoigne mun byija að leika með ítalska félaginu á næsta keppnistímabili. Skagamenn komnir í 1. deild LEIKUR Fylkis og ÍA er án efa einn af bestu leikjum sumars- ins þráttfyrir markaleysi. Bæði lið léku skemmtilega knatt- spyrnu en leikmenn beggja liða voru ekki lánsamir við mörkin. Akranes hefur með úrslitunum tryggt sig upp í 1. deild en Fylk- ir er eina lið deildarinnar ásamt Sel- fossi sem örugglega verður í 2. deild- inni á næsta ári svo Frosti jöfn er baráttan um Eiðsson hitt 1. deildar sætið. skrífar Skagamenn voru meira með knöttinn en bæði lið sköpuðu sér fjölmörg marktækifæri. Færi heimamanna voru heldur opnari en Skagamenn voru óheppnir að tryggja sér ekki þijú stig í lokin. Arnar Gunnlaugsson slapp innfyrir Fylkisvömina á lok- amínútunni og renndi knettinum framhjá Páli Guðmundsson, knöttur- inn fór í stöngina og út. í sömu sókn vildu Skagamenn fá vítaspyrnu þegar Haraldi Hinrikssyni var brugðið en ekkert var dæmt. Jafntefli varð því staðreynd og voru það sanngjörn úrslit miðað við marktækifæri lið- anna. Finnur Kolbeinsson var besti mað- ur Fylkis og þá áttu þeir Anton Jak- obsson og Órn Valdimarsson einnig vel. Örn lék sem aftasti maður liðsins í fyrsta sinn á ferlinum og komst vel frá því hlutverki. Lið ÍA er skemmtileg blanda af yngri og eldri leikmönnum sem eiga án efa eftir að setja skemmtilegan svip á 1. deildina. Lið ÍA varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Þórður Guðjónsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Maður leiksins: Karl Þórðarson, ÍA. Heppnin með Þór Þór frá Akureyri sigraði Selfoss með einu marki gegn • engu á Selfossi í gærkvöldi. Leikurinn fór að mestu fram á miðju vallarins og var Utið fyrir augað. Fyrri Óskar hálfleikur var jafn og Sigurðsson skiptust liðin á að skrifar sækja án þess að skapa sér umtalsverð marktækifæri. Þórsarar skoruðu eina mark leiksins á 4. mínútu. Þar var að verki Lárus Orri Sigurðsson sem skoraði eftir að hafa fengið góða send- ingu inn í vítateig Selfyssinga frá Arna Þór Ámassyni. 1 síðari hálfleik komu Selfyssingar ákveðnir til leiks og náðu strax yfir- höndinni. Á 55. mín. átti Gylfi Sigur- jónsson þrumuskot af um 30 metra færi en Friðrik Friðriksson varði í horn. Besta færi Selfyssinga átti Gísli Björnsson er hann fékk boltann inní vítateig Þórsara en Friðrik náði að veija skot hans á ótrúlegan hátt. Heimamenn héldu áfram að sækja en Þorsarar beittu hættulegum skyndi- sóknum og upp úr einni slíkri fékk Halldór Áskelsson gott færi en skaut framhjá. Á síðustu mín. leiksins fengu Þórsarar hornspyrnu og náði einn áhangenda liðsins í boltann stillti hon- um upp og kyssti hann. Þrátt fyrir þessi tilþrif náðu Þórsarar ekki að skora upp úr hornspyrnunni. Bestur í liði Selfoss var Gylfi Sigur- jónsson. Einnig átti Páll Guðmunds- son ágætan leik. í liði Þórs var Frið- rik Friðriksson bestur og bjargaði lið- inu oft á síðustu stundu. Lárus Orri Sigurðsson og Halldór Áskelsson komust einnig vel frá sínu. Maður leiksins: Friðrik Friðriksson, Þór. Öruggt hjá Þrótti Þróttur hoppaði upp í 3. sæti við sigurinn á Tindastóli, 0:2, á Sauðárkróki í frekar slakur Bjöm Bjömsson skrifar gær. Leikurinn var og ekki mikið um marktækifæri. Gor- an Micic skoraði fyr- ir Þrótt í fyrri hálf- leik og Sigfús Kára- son bætti öðm marki við þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þróttur var betri allan leikinn og sigurinn verðskuld- aður. Feðgar spiluðu í fyrsta sinn í liði Tindastóls. Það voru þeir Rúnar Björnsson og Ingi Þór Rúnarsson. Maður leiksins: Sigfús Kárason, Þrótti. Sigurður Orri Sigurðsson gerði sigurmark Þórs á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.