Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. AGUST 1991 35 Hjónaminning: Kristín Sigurðar- dóttir - Guðmund- ur Jóhannsson Fædd 6. nóvember 1902 Dáin 6. júlí 1991 Fæddur 18. september 1896 Dáinn 20. júní 1984 Kristín fæddist á Berserkja- hrauni í Helgafellssveit. Dóttir hjónanna þar, Ingibjargar Hákon- ardóttur og Sigurðar Illugasonar. En Guðmundur var fæddur að Innri-Drápuhlíð, sömu sveit. Sonur hjónanna Ingibjargar Þorsteins- dóttur Bergmann og Jóhanns Magnússonar frá Laxárdal, síðar Hofsstöðum. Kristín og Guðmundur voru því sveitungar og sveitin þeirra var þeirra starfsvettvangur. Bjuggu alla tíð í Ytri Drápuhlíð að undan- skildu sem þau voru í húsmennsku stuttan tíma hjá Lýð Illugasyni í Ögri. Eg kom í Stykkishólms til starfa á sýsluskrifstofunni 1942 og þá voru 3 býii sem tilheyrðu Drápuhlíð og 24 íbúar, en síðar fór Drápuhlíð- in í eyði, eða um 1950. A tíma okkar myndi þessi jörð varla vera til skiptanna enda ekki nema 40 hundruð alls. Búið var ekki stórt, en notadijúgt og það sem var aðal þeirra hjóna var að fara vel með, þakka og nýta hlutina og svo ekki síst að standa í skilum. Annað var ekki hugsandi. Bústofninn var ekki til að státa sig af, en hann var notadijúgur og heimilið naut þess. Þau eignuðust 4 börn, Hinrik, Klöru, Unni og Reyni, sem nú og fyrr nutu þess sem miðlað var af góðum foreldrum í barnssálir og börnin voru mestu auðæfi þeirra hjóna og það fundu þau best er aldurinn færðist yfir. Eftir að Guðmundur kom í Holm- inn stundaði hann þar alla algenga atvinnu, bæði í erfiðisvinnu og físki. Var fljótur að aðlaga sig öllu þessu og vinna húsbændum sínum af trú- mennsku. Annað kom ekki til greina og hann gat sagt eins og einn sam- starfsmaður hans: Ég vona að eng- inn hafi tapað á því sem ég vann honum. Best kynntist ég Guðmundi á sjúkrahúsinu, þegar hann lá sína seinustu legu. Hún var nokkuð löng, en alltaf var jafn hlýtt að heim- sækja hann. Þá bárust hans búska- partímar í tal og var fróðlegt að heyra hann ræða þau mál. Honum fannst, sem öðrum, að farið væri of geyst í skuldasöfnun erlendis, því hann vissi að greiðslutíminn kæmi fyrr en síðar og einnig að þá þyrfti að hafa eitthvað upp í skuldirnar. Og gleði sinni og hrein- um huga fékk hann að halda. Aldr- ei veit ég til að hann öfundaði neinn, en þakklætið fyrir leiðsögn guðs var efst. Þannig kvaddi hann. Og í allri þessri legu fann ég best hvað Kristín var honum mikil stoð og hve fáir voru þeir dagar sem hún ekki settist á rúmstokkinn hans. Einnig börnin sem voru núkomin í atvinnu annað. Kristín fór á dvalarheimilið og þar var hún síðar uns yfir lauk. Við ræddum margt saman, því mörg voru spor mín til hennar og dvalargestanna þar. Þá sá ég best hina glöðu, þakklátu og góðu sál sem gat fram til hins seinasta miðl- að sólskini til samferðamannanna. Stuttu áður en hún lést voru 75 ár frá fermingu hennar í Helgafells- kirkju, en þar gat hún ekki verið við fermingu í vor, kraftarnir leyfðu ■ það ekki. Þau hjón gerðu ekki víðreist um dagana, fóru varia út fyrir sína sveit en voru ekkert að harma það. Þau unnu sveitinni sinni og það var nóg. Og sterkasta ljósið kom frá börnunum sem fylgdust vel með þeim og réttu hendi. Og það sagði Kristín alltaf. Þau eru alltaf að borga okkur uppeldi og leiðsögn og það var satt. Góða minningu geymi ég um þau hjón, svo sem aðrir sem á þeirra vegi urðu. Þökk fyrir allt og guð blessi minningu þeirra. Arni Helgason Asdís Sveins- dóttir - Kveðja Sveinn LongBjarna- son — Minning Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Við andlát Asdísar Sveinsdóttur er okkur kvenfélagskonum efst í huga þakklæti fyrir samveruna. Ásdís var formaður SAK um 10 ára skeið, en segja má að kvenfélögin, húsmæðraorlofin og Hailormsstað- ur hafi verið samofið undir hennar stjóm í áratugi. Gleðinni, örlætinu og árvekninni miðlaði hún óspart til okkar sem í kringum hana voru. Sambandsfundirnir á Hallorms- stað, þar sem konur úr Múlasýslum hittust og ræddu landsins gagn og nausynjar, voru í senn fundir alvöru og gleði. Yfir þeim var hátíðarblær sem Ásdísi einni var lagið að kalla fram. Ferðalögin, þar sem kátínan ríkti, sögulegar minjar og sérkenni hverr- ar sveitar látin njóta sín. Á leiðinni til Borgarfjarðar eystri bjó þursinn Naddi. Þegar komið var að krossin- um í Skriðunum var stansað og 26 konur stilltu sér upp við hann og sungu sálminn Ástarfaðir himin- hæða. Þannig var Ásdís ávalit með- vituð líðandi stund. Sjóður minninganna er okkur dýrmætur og þar eru þær mæðgur Sigríður Fanney og Ásdís ætíð með okkur. Góður Guð styrki aðstandendur í sorg þeirra. Blessuð sé minning mætrar konu. Samband austfirskra kvenna Kveðja frá Orlofi húsmæðra á Austurlandi Það má segja að Ásdís Sveins- dóttir hafi verið fósturmóðir Orlofs húsmæðra á Austurlandi, en hún var skólastjóri Húsmæðraskólans á Hallormsstað á fyrstu árum þess. Orlof húsmæðra á Austurlandi hófst árið 1958, tveim árum áður en lög um orlofið gengu í gildi árið 1960. Þessi starfsemi hófst með því að Samband austfirskra kvenna gekkst fyri orlofsdvalarviku hús- mæðra á Húsmæðraskólanum á Hallormsstað, og var Sigríður Fanney Jónsdóttir, móðir Ás'dísar og þáverandi formaður sambands- ins aðalhvatamaður þess. Þessi fyrstu ár var starfsemin í mótun, fyrst á landinu með þessu fyrirkom- ulagi og hvíldi að miklu leyti á herð- um skólastjóra, bæði varðandi að- búnað, fæði og ekki síst félagslega hliðin. Þar var Ásdís styrk stoð, sem fólst í aðstoð við orlofsnefndirnar við skipulagningu á dagskrám og fl. Á þessum árum voru oft tvær til þijár dvalarvikur á Hallorms- stað. Það má segja að Ásdís hafi frá upphafi vakað yfir þessu fóstur- barni, fyrst sem skólastjóri, síðar eftir að hún lét af skólastjórn sem gjaldkeri Sambands austfirskra kvenna og síðar formaður, sem gestgjafi og starfandi að hinum ýmsu félags- og menningarmálum, ávallt tilbúin að leggja fram starfs- krafta, gefa góð ráð og hugmyndir, en lét jafnframt einarðlega í ljós það sem henni þótti miður fara. Til slíkra er gott að leita. Gestabók orlofsins er gefin og árituð af Ás- dísi á fyrstu árum og er enn í notk- un, hefur að geyma þúsundir nafna, við lestur hennar má sjá að hún hefur verið veitandi eða gestur í flestum kvöldvökum og í ferðum, síðast fararstjóri í orlofsferð til Færeyja vorið 1987. Síðast spurði hún um orlofsstarfið er undirrituð heimsótti hana sárþjáða á sjúkra- húsið . Allt þetta og fleira ber að þakka. Persónulega þakka ég frænku minni samfylgdina í leik og starfi, samstarfi að hinum ýmsu félags- og menningarmálum, órofa tryggð við mig og fjölskyldu mína. Aldr- aðri móður, dóttur, dótturdóttur, bræðrum og fjölskyldum votta ég mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að veita þeim styrk eftir langj; og strangt veikindastríð. Þórdís Bergsdóttir Sveinn Long Bjarnason er iátinn. Hann fæddist 13. september 1917 á Hvalnesi, Stöðvarfirði. Það þyrmdi yfir mig að heyra þetta þegar ég kom heim úr veiði- ferð 23. júní sl. Þetta var fyrsta fréttin. Sveinn var nágranni minn. Bjó í Köldukinn 14, Hafnarfirði. Við byijuðum að byggja 1949. Báðir peningalitlir, en einhvern veg- inn tókst okkur þetta með mikilli vinnu með annarri brauðvinnu. Kunningsskapur var lítill fyrst, en jókst með ári hveiju eftir að húsin komust upp. Drengir okkar iéku sér saman. Þeir minntust síð- ast í sumar prakkarastrikanna o.fl. Þar á meðal að þeir hefðu látið mat út að stórum steinum í lóðunum handa huldufólkinu og að daginn eftir hefði hann verið horfínn. Þeir voru voða ánægðir með það, vinirn- ir, og komu hlaupandi inn til að segja fréttirnar. Sveinn Long var góður golfleik- ari. Já, snjall í þeirri íþrótt. Hann var einn af stofnendum Golfklúbbs- ins Keilis hér í Hafnarfirði. Hann hvatti mig tii að hefja golfleik dag- inn út og inn, þegar ég var 59 ára lét ég undan. Sveinn hafði lag á að fá mann með og kenna íþróttina og fá viðkomandi til að keppa og láta mann ekkert finna hve lítil getan var. Sveinn var drengilegur í keppni, en vildi að reglur yrðu haldnar skil- yrðislaust. Við lékum oft golf um helgar sl. ár og hann nennti að bíða eftir að ég kæmi úr Krýsuvík. Var þá allt tilbúið hjá hans góðu eigin- konu, Ástu Stefánsdóttur, fiskur, brauð, egg og kaffi. Vinalegt og heimilislegt hjá þeim hjónum. Alltaf þetta góða viðmót. Aldrei var Ásta neitt að hnýta í golfíþróttina þótt íjarveran væri löng og ströng og hún þyrfti að bíða. Sveinn talaði stundum um það á golfvellinum að „Ásta hans“ þyrfti stundum að bíða lengi, en alltaf væri hún blíð og góð er heim kæmi. Aldrei styggðaryrði frá Ástu. Sveinn Bjarnason var mjög góður nágranni. Leit eftir öllu þegar ég var ekki heima. Stundum vökvaði hann blómin í garði mínum. Sveinn var svo frískur þó 73 ára væri og ungur í anda og útliti. Við vorum búnir að ráðgera golf- ferðir víðsvegar í sumar. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Mér fannst ekki tíminn kominn og varð því ansi sleginn þegar þetta varð svona snöggt. Það er sjónar- sviptir að Sveini Bjarnasyni á Hval- eyrinni í Hafnarfirði. Veri vinur, bróðir og nágranni kært kvaddur. „Líf er dauði, dauði líf.“ Þess er vert, að minnast. Ásta og fjölskylda. Ég sam- hryggist einlæglega. Sveinn Björnsson + Maðurinn minn, SIGURJÓN SIGMUNDSSON frá Hamraendum, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Emilía Biering. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð- ur og afa, KRISTJÁNS STEINDÓRSSONAR forstjóra, Fornuströnd 18, Seltjarnarnesi. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét I. Egilsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.