Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA B91282KL. 10—12 ERÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS í»essir hringdu ... Goð og ódýr þjónusta Einar S. Jónsson hringdi: Við hjónin höfum dvalið í Gests- húsum við Selfoss af og til í sum- ar. Þarna er gott að vera og verð- inu er stillt í hóf. Starfsfólkið er mjög lipurt og þjónustan góð. Vilj- um við þakka fyrir okkur. Þarna er allt til fyrirmyndar. Sjálfskaparvíti Gunnar hringdi: Nú hefur það verið gert lýðum ljóst að Þjóðviljinn á í rekstrarerfið- leikum og mun ef til vill leggja upp laupana. Þetta blað hefur verið duglegt við að fræða okkur um dýrðina í Sovétríkjunum undan- farna áratugi og reyndi ávalt að réttlæta fasistastjórnirnar þar. Ef til vill kannast einhverjir hér við danska blaðið Land og folk, sem líkt og Þjóðviljinn reyndi að rétt- læta allt sem gert var í Sovétríkjun- um. Þetta blað fór á hausinn á síð- asta ári, hefur ekki komið út síðan og enginn sér eftir því. Spurningin er hvort sömu örlög bíði ekki Þjóð- viljans og það er líka spurning hvort nokkur eftirsjá verður í hon- um. Eiga menn ekki að standa og falla með verkum sínum? Þjóðvilja- menn geta sjálfum sér um kennt - kreppa blaðsins nú er sjálfskapar- víti. Poki Lítill hvítur poki með límmiða- bókum og peningum tapaðist í kringlunni á þriðjudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 670729. Högni Appelsínugulur og hvítur högni hefur verið á vappi í Stekkja- hverfi. Upplýsingar í síma 670729. Jakki Mittisjakki með skilríkjum og lyklum tapaðist á sunnudag í Mið- bænum eða þar í grennd. Jakkinn er ljósgrænn með mynstuðu fóðri. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 651297. Úr Pulsar tölvuúr með bilaðri ól tapaðist í Miðbænum fyrir tveimur vikum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 612942. Gleraugu Fíngerð gleraugu með bninni umgerð töpuðust fyrir um það bil hálfum mánuði, ef til vill við Hlemm eða Háaleitisbraut. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 19459, Berlind. Lyklar Bíllyklar töpuðust við Staðar- skálabní, merktir með bílnúmeri. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 675458. Veski Grátt seðlaveski tapaðist á milli Staðarskála og Neðra-Breiðholts. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 76896. Gleraugu Karlmannsgleraugu í dökkblárri umgerð töpuðust fyrir þremur vik- um. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 71282 á kvöld- in. Týndur köttur Svartur og hvítur fressköttur tapaðist um síðustu helgi frá Kambsvegi. Hann er eyrnamerktur RIH-100. Vinsamlegast hringið í síma 678413 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. Armband Gullarmband, sem merkt er „Dóra“ og á eru fjögur stjörnum- erki tapaðist fyrir skömmu, ef til vill við Húsgagnahöllina eða Eddu- fell. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 78397. Fundarlaun. Köttur Lítil bröndótt- kisa hefur verið að sniglast-við Sævangi 19 í Hafn- arfirði. Upplýsingar í síma 52866 á daginn. Nýöld o g kristin trú Svar við grein Einars Ingva Magnússonar Nýöld er alþjóðleg vitundarvakn- ing um að maðurinn getur lifað fyllra lífi heldur en áður hefur verið hægt. Nýöldin er ekki nauðsynlega trúar- hreyfmg, þó að hún snerti við trúar- brögðum heimsins. Nýöldin hefur áhuga á sannleikskjarnanum um lífið og tilveruna. Hún leitar útskýringa meðal hinna ýmsu vitringa heimsins, bæði núlifandi og þáverandi. Hún gefur einstaklingnum sjálfum færi á að leita sinna eigin persónulegu svara um lífið og tilveruna með sjálfsskoðun. Sú leið sjálfsskoðunar sem hefur þróast einna lengst er jóga, sem er innri tækni við að öðlast fullkomnun og einingu við lífið sjálft. Þó að þessi aðferð hafi uppgötvast meðal jóga á Indlandi, er hún ekki nauðsynlega tengd við hindúisma. Það er meira litið á jóga sem andlegt ræktunar- kerfi, sem er fyrir hvern sem er, hvar sem er, um allan heim. Það virðist vera sem ýmsir kristn- ir menn hérlendis hafi haft áhyggjur af því að nýöldin skaði kristna trú og afvegaleiði fólk frá hinum sanna kjarna kristindómis. Mér þætti það miður ef slíkt gerðist, því ég tel að Jesú Kristur hafi verið sonur guðs og komið til manna til að sýna okkur að guðlegur máttur er til og að fólk getur. öðlast frelsun í gegnum sig. Meira að segja á krossinum minnti hann fólk á að það gæti frelsast í Slla nyald arsinn ■ Hin svonefnda nýaldarhreyfing, ísem i rœtur ainar í heiðnum austur- (lenskum truarbrögðum, \nú hinu ialenaka þjóðfélagi. Nýald- r rsinnar eru iðnir við að beina aug* austurienska trú enduiúmar þeasa fyrstu lygi um ðdauðleika sálannn- ^ En Guð elskar mennina og vill að allir komiat til iðrunar áður en Kristna. ,, . ..« En orð Guðs gefur okkur leið-1 beiningar. Þar segir. -Trú þu ál Drottin Jesú og þu munt hólpinn 3 verða.“ „Og ekki er hjálpræðið Í1 að allir komist til iðrunar áður en veroa. er heidur gegnum sig. Mér þætti mun vænna um að- sannkristið fólk legði áherslu á að biðja sterkari bæna á þessum örlagaríku tímum í mannkynssög- unni, heldur en að kvarta og kveina út í mikinn nýaldaráhuga. Einnig væri æskilegt að kristið fólk myndi bænahringa og biðji fyrir fólki í neyð. Sem nýaldarmaður hef ég meiri áhuga á sannleikanum um Krisf, heldur en tómum kirkjubyggingum. Mér hefur skilist að til séu testament sem ekki hafa birst í hinu klassíska Nýja testamenti, en séu til undir nafninu „apókrýfuritin". Þar skilst mér að Jesús Kristur fjalli mjög beint um endurholdgun og haldi því fram að hún sé ,til í raun. Hafi hann sagt þetta, þætti mér gagnlegt að það komi fram, að hinn kristni heimur er sá eini sem andmælir endurholdg- un, meðan öll megintrúarbrögð mannkyns halda endurholdgun fram. Annað deiluefni sem mér hefur fund- ist koma fram hjá kristnu fólki er að það eigi að leita að guði fyrir utan sig en ekki inni í sér. í þessum apókrýfuritum skilst mér að hann tali um að guð sé inn í hveijum okk- ar, og sé okkar eiginlegi kjami. Annað sem mér finnst athyglisvert hjá kristnu fólki er að halda því fram að nýöldin eigi rætur að rekja til austrænna trúarbragða. Kristin trú er austræn trú einnig. Jesú Kristur fæddist í austuriöndum nær. Þrír vitringar komu úr austri til að veita honum gjafir í fæðingu. Kristnartrú- arhugmyndir eru austrænar í eðli sínu. í ýmsum dulspekiritum er talið að Jesús Kristur hafi farið austur til Indlands, lært hjá gúru meisturum og tekið upp nafn „Krishna", sem er guð kærleikans. Alltént er merki- legt hve nöfnin eru lík. Athuga má hvort menningarlegur samgangur hafi verið milli ísraels og Indlands á þessum tíma. Spyrja má fróða menn í trúarbragðasögu hvort þetta gæti staðist sagnfræðilega. Ég trúi því að við séum eitt mann- kyn og við byggjum eina Móður Jörð. Nauðsynlegt sé að finna hinn sam- eiginlega skilning allra manna á líf- inu og tilverunni, hvort sem þeir eru trúaðir eður ei. Ég tel að þetta sé leiðin til heimsfriðar og sameiningar og komi okkur hjá trúardeilum og stríðum. Ég vona að svo megi vera og að við íslendingar notum heil- brigða skynsemi til að þroska okkar eigin lífsskoðanir og temjum okkur umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðun- um annarra þjóða heimsins. Með því teljast íslendingar þjóð meðal þjóða og stuðla að þróun á alþjóðlegri sam- vitund mannkynsins. Rafn Geirdal Hugheilar þakkir til al/ra, sem glöddu mig og heiðruöu með heimsóknum, gjöfum, skeytum og blómitm á 70 ára afmceli minu. Kœr kveöja. Ingvi E. Valdimarsson. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem heim- sóttu mig og glöddu í tilefni af 80 ára afmœ/i mínu, sem haJdiö var 10. ágúst L Grindavík hjá dóttur og tengdasyni. Bestu kveðjur og Guö blessi ykkur öll. Anna Gisladóttir frá Harrastöðum, vistkona á Kumbaravogi. 672277 NYJA BILAHÓLLIN FUNAHÖFÐA 1-112- Rvík,- FAX 673983 -rr.'"^«a'iKiTiuu BMW 730i '88, Ijósblár, sjálfsk., toppl., hleðslujafnari, bilatalva, 4 hausp., litað gler. Athyglisv. bíll. Skipti. MMC Pajero langur V-6 '90, álfelgur, stærri dekk, brettak. Toyota Corolla Touring 4x4 ’90, ek. 19 þ.km., rauður, álfelgur, sóllúga. Verð^ 1.390 þ. Skipti. MMC Lancer GLX '89, ek. 29 þ.km., ál- felgur, spoiler. Verð 870 þ. Toyota Celica Supra 3.0i turbo Intercool- er ’88, svartur, álfelgur, T-toppur. Skipti. Honda Prelude 2.0i 16v '87, ek. 64 þ.km., svartur, álfelgur, sóllúga, rafm. i öllu, sam- litur. V. 1.200 þ. Skipti. GMC Jimmy diesel turbo ’88, svartur 44“ dekk, spil og margt fleira. Skipti. BMW 316i '89, 5 gíra, ek. 22 þ.km. blás- ans., 4ra dyra. V. 1.400 þ. BMW 325i '88, 5 gíra, ek. 49 þ.km. grás- ans., 4ra dyra. V. 2.100 þ. “Cherokee Laredo 4.0 L '91, sjálfsk., ek. 2 þ.km. hvitur, 4ra dyra. V. 2 600 þ. Vegna góðrar sölu í sumar vantar allar gerðir nýlegra bíla á skrá og íinnig höf- um við pláss fyrir nokkra bíla á staðnum. GÓÐUR INNISALUR. Stœröir: 13xl8cm. 18 x 24 cm. 24 x 30 cm. Myndir sem birtast í Morgunblaöinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins fást keyptar, hvort sem er til einkanota eöa birtingar. ' UOSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aöalstrœti 6, sími 691150 101 Reykjavík IJTSALA 20-50% afsláttur & »hummel & Ármúla 40 SPORTBUÐIN Sími 813555 Öpið laugardag frá kl. 10-14 5% staógreiósluafsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.