Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 45
ittiAJir/uaaon 45 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 KNATTSPYRNA / BIKARÚRSLITALEIKURINN Morgunblaðið/RAX Sævar Jónsson afgreiddi í úraverslun sinjai í Borgarkringlunni í gær. Liðineru mjögólík - segir Sævar Jónsson 'fyririiði Vals „VIÐ töpuðum 3:1 gegn FH á Kaplakrika í sumar í einum lé- legasta leik sem við höfum leik- ið og það endurtekur sig ekki,“ sagði Sævar Jónsson fyrirliði Valsmanna f gær um bikarúr- slitaleikinn á morgun. etta verður skemmtilegur leik- ur og fróðlegt að sjá hvernig fer því liðin eru mjóg ólík. Sóknin hefur verið sterkasti hluti FH-inga en vömin hjá okkur hefur verið sterk þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta fer. Ef þeir sækja mikið þá opnast leikurinn talsvert og vonandi getur maður þá skotist fram örðu hverju," sagði Sævar brosandi. Hann sagðist viss um að ekki þyrfti að koma til þess að leika aukaúrslitaleik eins og í fyrra. Hann var í banni í fyrri ieiknum í fyrra en var með í þeim síðari. „Nei, það er enginn í banni hjá okkur núna,“ sagði hann brosandi þegar hann var spurður um það. „Hins vegar var ég nokkuð tæpur í Eyjum um dag- inn því ég er með þijú gul spjöld,“ sagði Sævar. Emm orðnir hungraðir - segir Ólafur H. Kristjánsson fyrirliði FH „ÞAÐ eru nú sumir af okkar leikmönnum komnir á fertugs- aldurinn og því ef til vill síðasti möguleiki fyrir þá að vinna titil með FH þannig að ég reikna fastlega með að menn séu orðnir hungraðir," sagði Ólafur H. Kristjánsson fyrirliði FH- inga um bikarúrslitaleikinn við Val á morgun. m Eg held að þetta verði ljörugur leikur og það er ágætt að ein- hver ný lið leiki til úrslita en ekki alltaf sömu „stóm“ félögin. Það hafa bæði lið verið í hálfgerðri lægð að undanförnu en ég held að það sé vegna þessa leiks, hann hefur setið í mönnum og nú er komið að honum þannig að allir em tilbúnir í slaginn. Þetta verður opinn og skemmti- legur leikur og það verða gerð mörk í honum, það er alveg á hreinu. Við munum leika til sigurs og þeir hljóta að gera það líka. Síðasti leikurinn gegn Fylki 1989 situr enn í okkur FH-ingum, en þá gátum við unnið deildina með sigri, en töpuðum fyrir Iiði sem var fallið í 2. deild og misstum af titlinum. Þessi leikur ætti að hjálpa til við að þjappa okkur saman,“ sagði fyr- irliði FH. Morgunblaðið/RAX Ólafur H. Kristjánsson var að standsetja nýu íbúðina sína í gær. Líklegt byrjunar- liðFH: Stefán Arnarsson Olafur Jóhannesson Björn Jónsson Ólafur Kristjánsson Þórhallur Víkingsson Hallsteinn Arnarson Izudin Dervic Pálmi Jónsson Hlynur Eiríksson Andri Marteinsson Hörður Magnússon Davíö heiðursgestur B? : ikarúrslitaleikurinn hefst á Laugardalsvelli kl. 14.00 og er búist við fjölda áhorfenda þannig að best er að vera tímanlega til að missa ekki af neinu. _ Heiðursgestur KSÍ á leiknum verður Davíð Oddsson forsætisráð- herra, en hann var heiðursgestur í fyrra, þá sem borgarstjóri. Heiðurs- gestir félaganna verða Markús Öm Antonsson borgarstjóri og Guð- mundur Árni Stefánsson bæjar- stjóri í Hafnarfirði. Ef Valur vinnur mun Markús Örn afhenda bikarinn með aðsstoð Guð- mundar Árna en ef FH vinnur snýst dæmið við,_ Markús Örn aðstoðar Guðmund Árna. Hafnfirðingar ætla að íjölmenna og verða norðan megin í stúkunni, en Valsmenn ætla að ráða ríkjum sunnan megin i henni. Líklegt byrjunar- liðVals Bjarni Sigurðsson Einar Páll Tómasson Sævar Jónsson Arnaldur Lotsson Magni Bl. Pétursson Baldur Bjarnason Ágúst Gylfason Jón Grétar Jónsson Steinar Adolfsson Gunnar Már Másson Antony Karl Gregory SPURT ER/ Hvernig fer bikarúrslitaleikurinn og hvers vegna? Hlynur Stefánsson Ég hef trú á því að FH-ing- artaki bikarinn núna. Þeir eru með betri framlínu en Valsmenn og með toppleik ættu þeir að klára dæmið. Valsarar eru að vísu með sterka vöm en hefur geng- ið illa að skora. Ég spái aðFHvinni 1:0. Ormarr Örlygsson Það er mjög erfitt að spá um úrslit í þessum leik. Ef FH-ingar detta í gott stuð og ná að yfirvinna tauga- spennuna ættu þeir að hafa þetta. Valsmenn þekkja það vel að vera í úrslitum og það gæti vegið þungt. Ég spái að FH vinni 2:1 í spennandi leik. Pétur Ormslev Þetta verður mikill bar- áttuleikur og ekki mikið skorað. Liðin er mjög ólík og gengi þeirra verið upp og niður. Valur er með reynslumeiri leikmenn í svona leik, en höfuðverkur þeirra hefur verið að skora. FH er með hættulega framlínu á góðum degi. Ólafur Gottskálkss. Það kæmi mér ekki á óvart að FH vinni bikarinn. Ég spái því að FH 2:1 sigri. Þessi lið eru bæði skemmti- leg og leikurinn verður fjörugur. Valsmenn hafa ekki verið með góða sókn- arnýtingu að undanförnu en FH-ingar hafa sýnt að þeir geta skorað mörk. Atli Helgason Ég spái því að FH vinni þennan leik 2:1. Þeir verða nú með sitt sterkasta lið og það skiptir miklu máli að Dervic er með. Hann er mikilvægur hlekkur hjá lið- inu. Valsmenn hafa hins vegar ekki verið sannfær- andi í síðustu leikjum sínum í deildinni. Brúðkaup setja ekki oft striNU reikninginn í bikarúrslitaleíkj- um hér á landi. Að þessu sinni set- ur þó brúðkaup Magnúsar Pálsson- ar og Örnu Steinsen dálítið strik í reikninginn. Þau verða gefín saman í Bústaðarkirkju í dag og brúðkaup- snóttinni, aðfaranótt sunnudags, eyða þau ekki á Hótel Örk eins og leikmenn FH munu gera. Ingi Björn Albertsson á mögu- leika á að ná fjórða bikarmeistar- atitli sínum á morgun. Hann varð meistari með Val 1976 og 77 sem leikmaður og í fyrra varð hann meistari með liðinu sem þjálfari. Kringlukráin verður öruggl?gtt þéttskipuðu um hádegi á morgun því þar ætla stuðnings- menn Vals að hittast fyrir leikinn. Hafnfirðingar ætla hins vegar að mæta í Fjörukránni í Hafnarfirði. Albert Guðmundsson átti að vera heiðursgestur á leiknum en hann komst ekki vegna anna. Albert þekkir vel til hjá báðum fé- lögunum. Hann lék lengi með Val og eftir að hann kom úr atvinnu- mennskunni þjálfaði hann FH «<r} tíma og reif upp knattspyrnuna hjá félaginu. Reykjavikurfélög hafa sigrað í 21 af 31 bikarúrisitaleikjum. KR (7), Fram (7), Valur (6) og Víkingur (1). Félögin af lands- myggðinni sem hafa unnið eru ÍA (5), IBV (3), ÍBK (1) og ÍBA (1). Urslitaleikir bikarkeppninnar eru hápunktur knattspyrnu- vertíðarinnar. Á morgun fæst úr því skorið hveijir verða bikarmeist- •arar í 32. sinn en 102 mörk hafa verið gerð í þeim, ef síðari leikurinn í fyrra er talinn með eru mörkin orðin 111. Fyrsta markið geEðt Gunnar Guðmannsson fyrir KR árið 1966 en Guðmundur Steinsson, Fram, gerði 100. markið. Rigningu er spáð í Laugardaln- um á meðan leikurinn fer fram. Veðurfræðingar segja að það þykkni upp í nótt og að það gangi a.m.k. á með skúrum á morgun og mánudag. Bleytunni fylgir sunnan, suðvestan strekkingur. Sveinn Sveinnson mun sjá um að halda öllu í röð og reglu innan vallar sem udan, en hann verður dómari á morgun. Með hon- um á línunni verða nafnarnir Ólafur Ragnarsson og Ólafur Sveinssaftv bróðir Sveins. Liðin hafa aldrei mæst í úrslitum áður, enda hafa FH-ingar að- eins einu sinni leikið til úrslita, það var árið 1972 er þeir töpuðu 2:0 fyrir Vestmannaeyingum á Mela- vellinum. Valsmenn eru að leika til úrslita í tíunda sinn. Þeir hafa unn- ið sex sinnum. Izudin Dervic verður eini erlendi leikmaðurinn á Laugardalsvellin- um. Þessi 28 ára gamli baráttu- glaði og skotfasti leikmaður ffá' Júgóslavíu leikur sinn fyrsta bikar- úrlsitaleik. Tveir leikmenn FH, sem leika gegn Val á morgun, hafa orðið Íslandsmeistarar með Val. Stefán Arnarson markvörður lék með Val á árunum 1984 til 1986'og va$ð meistari 1985. Ólafur Jóhannesson, þjálfari og leikmaður FH, varð meistari með Val árið 1987.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.