Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAÚGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 Reuter Alexander Bessmertnykh utanríkisráðherra var neyddur til að segja af sér í gær. Bessmertnykh, sem er 57 ára, var áður sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum. Mannaskipti í Sovétríkjunum: Gorbatsjov setur Bessmertnykh af Gorbatsjov skipar nýjan yfirmann KGB auk innanríkis- og varnarmálaráðherra Moskvu. Reuter. Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Alexander Bessmertnykh, sagði af sér í gær. Lýsti hann því yfir að hann hefði verið neydd- ur til afsagnarinnar eftir að Míkhaíl Gorbatsjov forseti gagn- rýndi hann á rússneska þinginu fyrir að „aðhafast ekkert“ á meðan á valdaráninu stóð. Bessmertnykh er fjórði ráðherrann sem missir stöðu sína í kjölfar valdaránsins. Gorbatsjov sagði Bessmertnykh ekki hafa tekið eindregna afstöðu til valdaránsins. „Ég leysti hann frá störfum," sagði Gorbatsjov. I við- tali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC sagðist Bessmertnykh hafa átt símtal við forsetann þar sem Gorbatsjov lýsti þeirri skoðun að ráðherrann hefði „ekkert aðhafst" þá þijá daga sem neyðarástandið hefði varað. „Við ræddum stöðu mína og ég hef nú sagt af mér,“ sagði utanríkisráðherrann fyrrver- andi og bætti því við að ásakanir Gorbatsjovs væru „alrangar". Bessmertnykh kvaðst hafa verið veikur á meðan á valdaráninu stóð og sagðist ekki hafa fengið fram á hveiju Gorbatsjov byggði afstöðu sína. Bessmertnykh hefur verið gagn- rýndur af umbótasinnum fyrir að hafa ekki mótmælt valdaráninu fyrr en á miðvikudag. Andrej V. Fedorov aðstoðarutanríkisráðherra segir í opnu bréfí sem birtist í Komsomol- skaja Pravda á föstudag, að ráðu- neytið hafi skipað sendiherrum sín- um að reyna að telja stjórnvöld á Vesturlöndum á að viðurkenna neyðarnefndina. í bréfinu segir að fjöldi sendiherra hafi tekið niður myndir af Gorbatsjov þegar skipun ráðuneytisins barst. „í raun má líkja utanríkisráðuneytinu við portkonu, sem hugsar eingöngu um hver borgi hæsta verðið,“ skrifar Fedorov og leggur til að þeim sem rannsaka afstöðu utanríkisráðherrans verði fengin í hendur skjöl sem staðfesti að ráðuneytið hafi verið bandamað- ur neyðamefndarinnar. Bessmertnykh, sem talinn hefur verið umbótasinni, er annar ut- anríkisráðherrann sem segir af sér á níu mánuðum. Hann tók við af Edúard Shevardnadze og fylgdi stefnu hans um samstarf við Vest- urveldin. Á áttunda og níunda ára- tugnum var hann einn af aðalsamn- ingamönnum Sovétmanna í afvopn- unarviðræðum stórveldanna og varð aðstoðarutanríkisráðherra Andrejs Gromykós og síðar She- vardnadze. Bessmertnykh er fjórði ráðherr- ann sem hættir í kjölfar valdaráns- ins. Gorbatsjov rak Valentín Pavlov forsætisráðherra og Dmítríj Jazov varnarmálaráðherra en Borís Púgo innanríkisráðherra framdi sjálfs- morð á fimmtudag. Haft var eftir Borís Jeltsín Rúss- landsforseta að Gorbatsjov hefði skipað Vadím Bakatín yfirmann öryggislögreglunnar KGB en hann var innanríkisráðherra á undan Borís Púgó. Yfirmaður flughersins, Jevgení Shaposníjkov hershöfðingi, tekur við stöðu varnarmálaráðherra en Míkháíl Mojsejev, fyrrum forseti herráðsins, gegndi embættinu að- eins í einn dag. Hann var settur af vegna ásakana um að hafa starf- að fyrir neyðarnefndina. Nýr inn- anríkisráðherra Sovétríkjanna verð- ur Viktor Baranníkov, fýrrverandi innanríkisráðherra Rússlands. Kijútsjkov kveðst ekki sjá eftir neinu Dmítrý' Kijútsjkov, fyrrum yfirmaður KGB, situr nú í fangelsi fyrir aðild sína að valdaráninu i Kreml. Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. VLADIMÍR Kijútsjkov, fyrrum yfirmaður sovésku öryggislög- reglunnar KGB, sagði í sjón- varpsviðtali að hann iðraðist einskis og kvaðst vona að rann- sókn myndi leiða til þess að hann yrði látinn laus. Krjútsjkov var einn leiðtoga valdaránsins á mánudag og situr nú í fangelsi. „Ég held aA ég hafí aldrei gert neitt það í lífi mínu sem föðurland- ið gæti erft við mig nú,“ sagði Kijútsjkov í viðtali, sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS fékk á so- véskri myndbandsspólu. Kijútsjkov var í haldi þegar við- talið var tekið á ótilgreindum stað fyrir utan Moskvu. „I upphafi verð ég að segja þér að í hjarta mínu, djúpt í sálu minni, er ég altekinn hrikaiegum tilfinningum,“ sagði Kijútsjkov. „Ég tek allt sem gerst hefur mjög nærri mér. Allt líf mitt rifjast upp fyrir mér, starfsferill minn, atvinna mín, og ég held að ég hefði valið að feta í sömu sporin fengi ég ráðið nú . . . Ef ég gæti snúið við rás tímans um fimm eða sex daga þá hefði ég farið allt aðra leið þannig að ég sæti ekki í fang- elsi nú.“ Kijútsjkov var handtekinn ásamt öðrum leiðtogum valdaránsklíkunn- ar á fimmtudag. Hann kvaðst von- ast til þess að ijallað yrði um mál sitt og hann látinn Iaus þannig að hann gæti haldið áfram að vinna og koma fóstuijörðinni að gagni. Dmítrí Jazov, fyrrum varnar- málaráðherra, sást ekki á mynd- bandinu, en hann var að því er virt- ist í haldi með Kijútsjkov. Sovéskur blaðamaður sagði að Jazov hefði iðrast þess að hafa átt þátt í valda- ráninu. Ekki heyrðist í Jazov á myndbandinu. Óháða dagblaðið Nezavísjíma Gazeta hafði eftir háttsettum heim- ildarmönnum innan KGB að Kijútsjkov hefði leikið tveimur skjöldum í valdaráninu. Samkvæmt frásögn blaðsins lét hann Gorb- atsjov vita áður en valdaránið var framið. Þessi frásögn hefur ekki fengist staðfest og hefur verið bent á að KGB er alræmt fyrir að lauma villandi upplýsingum inn í fjölmiðla. Þessi frétt gæti verið liður í tilraun- um öryggislögreglunnar til að fegra sinn hlut í valdaráninu. Innan KGB voru þó menn, sem voru andsnúnir valdaræningjunum. Gavríl Popov, borgarstjóri Moskvu og einn forystumanna andspyrn- unnar, greindi frá því að KGB hefði varað Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, við skömmu áður en átti að handtaka hann aðfaranótt mánu- dags. NATO-Sovétríkin: Fórnarlamba valdaránsins minnst Moskvubúar minnast mannanna þriggja, sem létu lífíð þegar Rauði herinn gerði áhlaupið á vamargarðinn fyrir utan rússneska þóðþingið á þriðjudagskvöld. Á borðanum stendur: „Munið mennina, sem féllu fyrir Rússland." Ekki hætt við stj órnmálatengsl Jeltsín lofar refsinffum Brussel. Reuter. 0 FULLTRÚAR aðildarríkja At- landshafsbandalagsins (NATO) áttu fund saman í gær þar sem ákveðið var að falla frá því að taka fyrir öll stjórnmálatengsl landanna við Sovétríkin. Á neyðarfundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna á miðvikudag var ákveðið að hætta í bili öllu stjórn- málasambandi og hvers kyns tengslum við Sovétríkin. í yfirlýsingu sem gefín var út eftir fundinn í gær sagði að „að- gerðimar sem gripið var til...væru nú fallnar úr gildi þar sem aðstæð- umar sem leiddu til þess að til þeirra var gripið væm ekki lengur fyrir hendi," og var þá átt við mis- heppnaða valdaránið í Sovétríkjun- um. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sendi Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóra NATO, bréf á fimmtudag þar sem hann fullvissaði Wömer um að þeim sem stóðu fyr- ir valdaráninu yrði refsað. „Við munum ekki líða það að Rússland verði aftur ofurselt illum áhrifum hugmyndafræðilegra djöfla," sagði í bréfi hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.