Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 23 Herlögreglumenn í Moskvu vernda flokksleiðtoga kommúnista í borginni, Júríj Prokofíev, fyrir æstum múg við aðalstöðvar flokksins í gær. Anatólíj Lúkjanov, forseti sovéska Æðsta ráðsins. Forsætisráðherra Rússlands, ívan Sílajev, segir að Lúkjanov hafi bak við tjöldin verið aðalhvatamaður valdaránstilraunarinnar. ráð Sovétríkjanna vita hvernig mál- in þróast." Víðtæk mannaskipti hafa orðið í æðstu stöðum vegna valdaránsins er fór út um þúfur og tók Gorbatsj- ov fram að þau hefðu verið gerð í samráði við „Borís Níkolajevítsj“ [Jeltsín]. Er spurt var úr salnum hver hefði tekið við tiltekinni stöðu svaraði Jeltsín fyrir Gorbatsjov, sem virtist ekki viss um nafnið, og sagði Jeltsín að forsetanum hætti við að gleyma nokkrum mikilvægum atrið- um er hann lýsti þeim breytingum sem ákveðnar hefðu verið. Nýju valdamennirnir eru allir taldir úr röðum umbótasinna og sumir beinlínis nánir samstarfsmenn Jeltsíns, einnig var skýrt frá því að varaforseti Jeltsíns, stríðshetjan Alexander Rútskoi, hefði verið hækkaður í tign og væri nú orðinn hershöfðingi. Stjórnmálaskýrandi S/íy-sjónvarpsstöðvarinnar sagði að me'ð svari sínu hefði Jeltsín verið að gefa skýrt til kynna að Gorbatsj- ov hefði orðið að beygja sig fyrir kröfum Jeltsíns um val á mönnum. Því væri eðlilegt að Jeltsín myndi frekar eftir nöfnunum. Samtök glæpamanna? Gorbatsjov flutti í upphafi tölu yfir fundarmönnum þar sem hann skýrði afstöðu sín og drap á helstu atburði síðustu daga en síðan leyfði Jeltsín fyrirspurnir úr salnum. Fyrsta spurningin var: „Míkhaíl Sergejevítsj, finnst þér ekki löngu tímabært að sósíalismanum sé vísað á brott frá Sovétríkjunum? Hvenær hyggstu banna sovéska kommúni- staflokkinn á þeirri forsendu að um glæpasamtök sé að ræða?“ „ .. Ég lít svo á að sósialismi sé ákveðin sannfæring sem fólk hef- ur,“ svaraði Gorbatsjov „og við erum ekki einir um þá sannfæringu. Hún fyrirfinnst í fleiri iöndum og hefur gert á öðrum tímum. Og við höfum lýst yfir þvi að hér ríki skoðana- frelsi... Það hefur enginn rétt til að spyrja hvernig eigi að hrekja sósíalismann á brott frá Sovétríkj- unum eða krefjast þess að það verði gert. Það væri önnur tegund draum- óra. Það væru nornaveiðar af sama tagi og ég hef áður varað ykkur við. Leyfum fólki aðfinna sér sama- stað í kommúnistaflokknum eða öðrum flokkum... Þegar þú segir að banna ætti flokkinn þá get ég ekki verið því sammála því að í honum er fólk, að vísu voru þar rhenn sem tóku þátt í atferli neyðarnefndarinnar. Þeir verða að taka ábyrgð á gerðum sínum, lagalega og stjórnmálalega. En ég mun aldrei samþykkja að allir verkamennirnir og smábænd- urnir í flokknum verði gerðir útlæg- ir, bara vegna þess að þeir eru kommúnistar, nei það get ég aldrei samþykkt. Þú segir að kalla megi flokkinn glæpafyrirtæki, samtök glæpa- manna. Ég skal svara þér. I mið- stjórninni eru félagar sem ekki höfðu nægilegt hugrekki til verja sinn eigin aðalritara [Gorbatsjov] og sumar nefndir tóku þátt í fram- ferði neyðarnefndarinnar, aðstoð- uðu hana. Þetta fólk verður að svara til saka. En hitt, að lýsa milljónum verkamanna og smábænda sem glæpamönnum, það get ég aldrei samþykkt. Enn síður vegna þess að stefnuskráin sem nú er til umræðu inniheldur, verði hún samþykkt, svo góð markmið að þið gætuð ekki gert betur, og þeir sem styðja stefnuskrána verða lýðræðissinnar sem munu starfa með ykkur.“ Einn þingmannanna spurði hvort það væri rétt að Gorbatsjov hefði hitt Anatólíj Lúkjanov þingforseta, sem margir telja aðalhvatamann valdaránsins, áður en aðgerðir hóf- ust og samþykkt áætlunina að öðru leyti en því að hann hefði viljað fá aðra menn í neyðarnefndina. „Er það rétt að þú hefðir einnig haldið forsetastöðunni ef þeir hefðu sigr- að?“ Gorbatsjov virtist ekki taka spurninguna nærri sér, en vísaði aðdróttuninni harðlega á bug, einnig að hann hefði átt umræddan fund með Lúkjanov. Litháar banna dagblöð I KJOLFAR hins misheppn- aða valdaráns í Sovétríkjun- um hafa litháísk stjórnvöld bannað útgáfu átta dagblaða í Vilníus. Daríus Salas, að- stoðarmaður Vytautas Landsbergis forseta, segir í samtali við Morgunblaðið að þau hafi stundað ólöglegt at- hæfi og ber til baka allar ásakanir um nornaveiðar. Samfara þessu hefur verið lagt bann við starfi kommúni- staflokksins í Litháen og all- ar eignir hans gerðar upp- tækar. „Þetta er alls ekki skerðing á prentfrelsi,“ sagði Salas þegar Morgunblaðið spurði hvort hér væri ekki verið að nota sömu meðul og fýrrum valdhafar not- uðu. „Þessi átta dagblöð studdu ólöglegt valdarán, sem að auki hefur verið fordæmt á alþjóða- vettvangi. Þess vegna hefur útgáfa þeirra verið stöðvuð,“ sagði Salas. Blöðin átta hafa ekki komið út síðan á miðvikudag. Hörð viðbrögð hafa meðal annars komið frá Thorvald Stolten- berg, utanríkisráðherra Noregs. Hann kallar athæfið hreina rit- skoðun og kveðst mjög óánægð- ur með framgöngu litháískra yfirvalda í þessu máli auk þess sem hún geti skaðað málstað landsins á alþjóðavettvangi. Stoltenberg kveðst í samtali við Arbeiderbladet munu krefja stjórnvöld skýringa og fara fram á að ritskoðuninni verði aflétt. Alf Skjeseth, formaður norska blaðamannafélagsins, segir aðgerðirnar bera keim af þjóðarrembu og valdníðslu. Hann segir að því miður sé þetta ekki í fyrsta skipti sem ástæða sé til að gera athuga- semdir við framferði litháískra stjórnvalda gagnvart íjölmiðl- um. Því má bæta við að áður en sovéskir hermenn yfirgáfu sjón- varpsbygginguna í Vilníus eyði- _ ^togðu þeir allan tækjabúnað þar, og telur Salas að tjónið megi meta á hundruð milljóna króna. Mótmæli i Vilníus. - Hvað með þig? Sími 19000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.