Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. AGUST 1991 Aðalfundur íslenska útvarpsfélagsins hafnar tillögu um að breyta ábyrgð í hlutafé: Tillagan um hlutafj áraukningri í ósamræmi við samninga aðila - segir Jóhann J. Ólafsson stjórnar- formaður íslenska útvarpsfélagsins JÓHANN J. Ólafsson, stjómar- formaður íslenska útvarpsfé- lagsins, segir að Islenska út- varpsfélagið hf. sé hvenær sem er reiðubúið að efna samkomu- lag við Eignarhaldsfélag Versl- unarbankans um að breyta ábyrgð eignarhaldsfélagsins gagnvart íslandsbanka á 115 milljóna króna láni í hlutafé. Hins vegar hafi tillaga þessa efnis sem lðgð var fyrir aðal- fund Islenska útvarpsfélagsins ekki verið í samræmi við samn- ing aðila. I Morgunblaðinu í gær var haft eftir Einari Sveinssyni, stjórnar- formanni í Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans hf., að í samn- ingi um ábyrgð eignarhaldsfélags- ins væri gert ráð fyrir að hægt væri að breyta ábyrgðinni í hlutafé í íslenska útvarpsfélaginu hf. þeg- ar að því kæmi að eignarhaldsfé- lagið yrði leyst upp. Einar sagði að þeir sem gert hefðu þessa samn- inga við félagið hefðu greinilega ekki verið reiðubúnir að standa við þá og það væri að mati eignar- haldsfélagsins ótvírætt samnings- brot. „Við sem stóðum að umræddum samningum við eignarhaldsfélagið teljum að tillaga eignarhaldsfé- lagsins, sem lögð var fram á aðal- fundi íslenska útvarpsfélagsins, hafí ekki verið í samræmi við samning aðila og því gátum við ekki stutt hana,“ sagði Jóhann J. Ólafsson, í samtali við Morgun- blaðið. „Við erum hins vegar hve- nær sem er reiðubúnir að efna það samkomulag sem gert var og höf- um að undanförnu átt viðræður við stjórn eignarhaldsfélagsins um deilumál aðila sem varða fyrst og fremst þær staðreyndir að staða íslenska útvarpsfélagsins hf. var allt önnur og miklu verri en reikn- ingar félagsins og upplýsingar bankans gerðu ráð fyrir þegar okkur var kynnt staða félagsins fyrir kaup okkar á hlutabréfum Verslunarbanka íslands hf. í félag- inu. Von okkar og vilji er að sam- komulag um eðlilegar bætur fyrir rangar upplýsingar megi nást án þess að til málaferla komi.“ VEÐURHORFUR \ DAG, 24. ÁGÚST YFIRLIT: Skammt suðvestur af Jan Mayen er 990 mb lægð á leið norðaustur en hæðarhryggur vestur af landinu þokast austur. Við Suður-Grænland er 990 mb lægð á hreyfingu norðaustur. SPÁ: Vaxandi suðvestanátt, þykknar upp vestanlands þegar líður á daginn og fer að rigna annaðkvöld. Víða léttskýjað norðanlands og austan. Hiti verður á bilinu 8-14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Sunnan og suðvestan strekkingur. Víða skúrir eða rigning, einkum sunnanlands og vest- an. Kólnandi verður á mánudag. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / Alskýjað * * * * * * * Snjókoma * * *. ■j Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' — Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hltí veður Akureyri 13 skýjað Reykjavík 10 skýjað Bergen 20 alskýjað Helsinki 22 léttskýjað Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 10 rigníng Nuuk vantar Ósló 22 léttskýjað Stokkhólmur 24 léttskýjað Þórshöfn vantar Algarve 25 heiðskfrt Amsterdam 19 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Berlfn 27 skýjað Chicago 22 skýjað Feneyjar 28 alskýjað Frankfurt 25 skýjað Glasgow 16 skúr Hamborg 20 rignlng á sfð. klst. London 17 skúrásfð.klst. Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 20 skýjað Madrfd 29 mistur Malaga 30 léttskýjað Maliorca 31 léttskýjað Montreal 15 hálfskýjað NewYork 23 skýjað Orlando 25 léttskýjað Parfs 22 skýjað Madeira 24 skýjað Róm 28 léttskýjað Vín 24 léttskýjað Washington 22 mistur Winnipeg 11 skýjað Morgunblaðið/Jón Stefánsson Féll í tröppum strætisvagns Eldri maður slasaðist þegar hann hrasaði í tröppum strætisvagns er hann hugðist stíga út úr vagninum í Aðalstræti. Að sögn sjónar- votta var vagninum ekið af stað áður en maðurinn náði að stíga út úr honum og féll hann í götuna. Meiðsl hans voru ekki alvarleg, að sögn lögreglu. Gæsaveiði hófst 20. ágúst: 15-20 þúsund gæsir veiddar á tímabilinu Búist er við að veiðin glæðist um næstkomandi mánaðamót GÆSAVEIÐI hófst síðastliðinn þriðjudag og að sögn Sólmund- ar Einarssonar, formanns Skot- veiðifélags íslands, er útlit fyr- ir góða veiði. Gæsin heldur sig mest uppi á heiðum í berjalandi og hafði Sólmundur spurnir af einhverri veiði fyrir norðan. Hann sagði að gróflega mætti áætla að 15-20 þúsund fuglar yrðu skotnir á tímabilinu. „Flestir halda upp á heiðar en þar er mikið af gæs, aðallega í berjalandi. En við höfum litlar spumir af veiðum enn sem komið er,“ sagði Sólmundur. Hann sagði að gæsáskyttur fyrir norðan hefðu veitt nokkrar gæsir en ekki væri talið að veiðin glæddist að ráði fyrr en gæsin kemur niður á tún- lönd bænda í kringum næstu mán- aðamót. Hann sagði að gæsaegg hefðu verið tekin í nokkrum mæli síðasta vor og hefði það lengt varptímann. Það hefði því borið nokkuð á smærri fuglum nú í hóp- unum. Auk þess væri fíðurástand- ið ekki með besta móti, gæsir væru enn með blóðfjaðrir sem erf- itt væri að reyta. Sólmundur kvaðst búast við góðri gæsaveiði í haust þar sem óvenju góð tíð hefði verið í sumar. Bæði grágæsa- og heiðargæsa- stofninn væri í örum vexti og gróf- lega áætlað væru stofnarnir um 100 þúsund fuglar. Þessir stofnar hefðu vaxið jafnt og þétt undanf- arið ár og væri einkum að þakka breyttri akuiyrkju á veturstöðvum Perlan: gæsanna á Skotlandi. Þar væri sáð meira af veturkomi en áður og hefðu fuglamir notið góðs af því. Hins vegar væri þeim tilmælum beint til gæsaskyttna að hlífa frek- ar blesgæs og helsingja, sem koma til landsins upp úr miðjum sept- ember, þar sem þeir stofnar væru minnstir. Auðvelt væri að þekkja þessar tegundir úr á hljóðunum sem þær gefa frá sér. Talið er að stofnstærð þessara tegunda sé um 25 þúsund fuglar. Báðar verpa þær á Grænlandi. Sólmundur kvaðst eiga von á því að 15-20 þúsund gæsir yrðu skotnar á veið- itímabilinu. Arnarvatnsheiði: Þyrla Gæsl- unnar sótti slasaða konu ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu upp á Arnar- vatnsheiði í gær og flutti hana á Borgarspítalann. Konan, sem er svissnesk, hafði fallið af hest- baki. Konan var með hópi þýskumæ- landi manna sem vom á hestum á hálendinu. Hún slasaðist töluvert á höfði og baki. Þyrlan lenti við Borg- arspítalann um hádegið. Leigan nemur 4 % af nettóveltunni LEIGAN sem Hitaveita Reykjavíkur samdi um við Bjarna Árnason veitingamann fyrir veitingasölu í Perlunni nemur 4 prósentum af nettóveltu fyrir hvern mánuð. Að sögn Gunnars Kristinssonar hitaveitu- stjóra hefur enn ekki verið inn- heimt leiga fyrir Perluna, og enn er ekki endanlega ákveðið hvort hún verður innheimt mánaðar- lega eða hvort gert verður upp á þnggja mánaða fresti. Bjami I. Arnason veitingamaður segir að ekkert sé óeðlilegt við það þö að leiga fyrir Perluna hafí ekki verið greidd enn. Fyrirhugað sé að gera upp fyrir júní- og júlímánuð sameiginlega og sé það samkvæmt því sem samið hafí verið um við Hitaveituna. Bjarni var ekki reiðubúinn til þess að gefa upp veltuna til þessa, en sagði að áætluð árssala næmi 320 miljónum króna nettó án virðis- auka og kvaðst hann gera sér von- ir um að sú áætlun stæðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.