Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 18
ei 18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 Fjórðungsúrslitin í Brussel: Karpov og Short áfram, Júsupov jafnaði metin ____________Skák Margeir Pétursson LOKAUMFERÐ áskorenda- einvígjanna í Brussel á firamtu- daginn var gífurlega spennandi. Anatólí Karpov, fyrrum heims- meistari tefldi síðustu skákina gegn Indverjanum Anand mjög vel og vann öruggan sigur. Karpov sigraði þar með í einvíg- inu með minnsta mun, 4VÍ-3%. Nigel Short vann síðustu skákina við Boris Gelfand eftir að hafa átt hartnær tapað tafl og sigraði 5-3. En giæsiiegustu skákina tefidi Artúr Júsupov sem blés strax til sóknar gegn Vasilí Ivantsjúk. Júsupov fórnaði fyrst hrók og síðar manni og skömmu síðar mátti Ivantsjúk velja um að verða mát eða tapa drottning- unni. Júsupov jafnaði því metin í einvíginu og verður að fram- lengja því. í framlengingunni er umhugs- unartími keppenda styttur í 45 mínútur fyrir 60 leiki og síðan 15 mínútur á hveija 15 leiki eftir það. í dag verða tefldar tvær slíkar skákir og verði keppendur jafnir eftir þær verða aðrar tvær tefldar á morgun. Verði þá enn jafnt verð- ur varpað hlutkesti um það hvor kemst áfram. Eftir að einvígjunum lauk var haldinn mjög líflegur blaðamanna- fundur með keppendum og aðstoð- armönnum þeirra. Karpov viður- kenndi að hann hefði verið langt frá sínu bezta í einvíginu. Hann ásakaði síðan Gary Kasparov, heimsmeistara, um ósæmilegt hátt- arlag með því að láta Anand í té sinn eigin aðstoðarmann, hinn stigaháa stórmeistara Mikhaíl Gúrevitsj sem nú er fluttur til Belgíu. „Þetta varð til þess að gera mér mun erfiðara fyrir,“ sagði Karpov. „Aldrei áður hefur slíkum belli- brögðum verið beitt í heimsmeist- arakeppninni." Hann bætti því við að Gúrevitsj ynni enn fyrir Kasp- arov. Anand svaraði þessu með því að Kasparov hefði ekki komið nálægt ráðningu Gúrevitsj, heldur hefði belgískur skákblaðsritstjóri stungið upp á samstarfi þeirra. Gúrevitsj tók í sama streng og benti á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Karpov hefði látið stóryrði falla um samstarf þeirra Kasparovs. „Sann- leikurinn er sá að Anand tefldi mun betur en Karpov en á örlagastundu brást heppnin honum, — eða e.t.v. taugamar." í febrúar ásakaði Karpov Gúrev- itsj fyrir að hafa tapað viljandi fyr- ir Kasparov á stórmótinu í Linares. Karpov tók strax frumkvæðið. Það sem löngum hefur fleytt Anatólí Karpov áfram er hversu sterkur hann er í úrslitaskákum þegar margir aðrir kikna undan pressunni. Nægir að minna á það þegar staðan var 5-5 í heimsmeist- araeinvíginu við Kortsnoj í Baguio 1978 og Karpov hafði tapað þrem- ur skákum án þess að geta svarað fyrir sig. Markviss taflmennska hans í gær átti heldur ekkert skylt við fálmkennd vinnubrögð hans fyrr í einvíginu. Eftir ónákvæmni An- ands í tólfta leik réði hann ekki við neitt. Indveijinn kemst samt mjög vel frá keppninni, hann hefur sýnt að hraði hans og snerpa er öllum hættuleg. Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Vyswanathan Anand Siavnesk vörn 1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rf3 - Rf6 4. Rc3 - e6 5. e3 - Rbd7 6. Dc2 - Bd6 7. Be2 - 0-0 8. 0-0 — dxe4 9. Bxc4 — De7 10. a3 - e5 11. h3 - Bc7 12. Ba2 - h6? Eftir þessu var Karpov að bíða og þetta eru reyndar þekkt mistök í slíkum stöðum. 13. Rh4! - He8 14. Rf5 - Df8 15. Rb5! - Bb8 16. Bd2! Karpov setur andstæðing sinn í mikinn vanda með stöðugum hót- unum. 16. — axb5 gengur nú auð- vitað ekki vegna 17. Bb4. 16. — a5 17. dxe5 — Bxe5 18. f4! - Bb8 19. Rc3 - Hd8?! Vandræði svarts eru fyrst og fremst til komin vegna þess að 19. — Rc5 má svara með 20. Rxh6+! Til greina kom því 19. — Kh8!? Anand tekst ekki að leysa liðsskip- unarvandamál sín og í framhaldinu grípur hann til ömurlegrar riddara- tilfærslu. Hann verður Karpov nú auðveld bráð. 20. Bel - Rh7 21. Bh4 - Rdf6 22. Hadl - Hxdl 23. Hxdl - Be6 Nú vinnur Karpov þvingað en hvítur hótaði 24. Rxh6+ og svarta liðið er mjög afkáralega staðsett. 24. Bxe6 - fxe6 25. Db3 - De8 26. Rxg7 - Df7 27. Rxe6 - Ba7 28. Bf2 - He8 29. Rd4 - Dxb3 30. Rxb3 — Bxe3 31. Bxe3 — Hxe3 32. Rxa5 og Anand gafst upp. Taugar Gelfands brustu Það mátti litlu muna að Boris Gelfand næði að jafna eins og Jú- supovs. Hann fékk yfirburðastöðu eftir byijunina gegn Nigel Short, en í framhaldinu voru honum mjög mislagðar hendur. Hann tók ákvörðun um að fóma peði í 27. leik og sókn hans virtist mjög hættuleg. Short tókst þó á undra- verðan hátt að veijast, þurfti að vísu að gefa peð til baka og annað peð, en frípeð gaf honum hættulega gagnfæri. Rétt fyrir tímamörkin var Gelfand síðan alltof bráður á sér, hann veikti kóngsstöðu sína í von um sóknarfæri, en það var hann sjálfur sem varð mát þegar yfir lauk. Hvítt: Boris Gelfand Svart: Nigel Short Drottningarbragð 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - d5 4. Rc3 - Rbd7 5. Dc2 - Be7 6. cxd5 — exd5 7. Bf4 — c6 8. h3 - Rf8 9. e3 - Rg6 10. Bh2 - 0-0 11. Bd3 - He8 12. Re5 - Bd6 13. f4 - c5 14. 0-0 - c4 15. Be2 - Bb4 16. f5 - Rf8 17. Bf3 - Bxc3 18. bxc3 — Bd7 19. g4 - Bc6 20. Dg2 - R8d7 21. g5 - Rxe5 22. Bxe5 — Re4 23. Bxe4 - dxe4 24. h4 - Kh8 25. f6 - g6 26. h5 - Hg8 27. Kf2 Hvíta sóknin lítur óneitanlega vel út, en það er þó spuming hvort ekki hefði mátt undirbúa hana bet- ur. Peðsfóm Gelfands í næsta leik virðist líka óþarfa áhætta. - Da5 28. Hhl — Dxc3 29. Hael - Bd7! Artur Jusupov 30. hxg6 — Hxg6 31. Dxe4 Þar sem rakið mát er ekki í stöð- unni fer Gelfand á peðaveiðar. Takið eftir því að ef hvíti biskupinn stæði á f4 ætti hvítur mát með drottningarfóm: 31. Dh2 — h6 32. Dxh6+ — Hxh6 33. Hxh6+ — Kg8 34. Hehl. Nú er peðið á e3 hins vegar óvaldað og það gefur Short þráskákarfæri. 31. - Kg8 32. Dxb7 - Dc2+ 33. He2 - Df5+ 34. Bf4 - Hc8 35. Df3 - c3 36. e4 - Da5 37. d5 - c2 38. e5!? - Hc3 39. Dh5? Hér var nauðsynlegt að leika 39. De4, til að geta svarað 39. — Dc5+ með 40. Be3. Nú á hvíta drottning- in ekki afturkvæmt í vömina. 39. - h6 40. e6 - Be8 41. Bcl Tímamörkunum er náð en taflið hefur snúist við. Þessi og næsti leikur hvíts em sorgleg viðurkenn- ing á því. 41. - Dxd5 42. e7 - Hxg5 43. Bxg5 - Df5+ 44. Kel - clD+ 45. Bxcl - Hxcl+ 46. Kd2 - Hc2+ 47. Kdl - Dd3+ 48. Kel - Dg3+ 49. Kdl - Dd3+ 50. Kel - Dc3+ 51. Kf2 - Dd4+ og hvítur gafst upp því hann er sjálfur flæktur í mátneti. Júsupovjafnaði Artúr Júsupov lætur ekki auð- veldlega slá sig út af laginu, í jan- úar jafnaði hann í síðustu einvígis- skákinni við landa sinn Sergei Dol- matov og vann síðan í framleng- ingu. Nú hefur hann hafið sama leikinn gegn ívantsjúk, og með sínar stáltaugar ætti hann að eiga góða möguleika á að fresta valda- töku „krónprinsins". Taflmennska Júsupovs í gær var stórkostleg. Þótt hann njóti sín venjulega bezt í þungri stöðubar- áttu gerði hann sér fulla grein fyr- ir því að engu væri að tapa og lagði snemma út í stórsókn. Líklega hef- ur ívantsjúk vanmetið sóknarþung- an og eftir að honum urðu á sjald- gæf mistök í útreikningum knúði Júsupov fram vinning með hróks- fóm og síðan riddarafórn sem leiddi að lokum til þess að drottning ívantsjúks féll. Tvímælalaust glæsilegasta skák einvígjanna í Brussel. Hvítt: Artúr Júsupov Svart: Vasilí ívantsjúk Nimzoindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. e3 - b6 5. Bd3 - Bb7 6. Rf3 - 0-0 7. 0-0 - c5 8. Bd2 — cxd4 9. exd4 — d5 10. cxd5 — Rxd5 11. Hcl - Rc6 12. Hel - Hc8 13. He4!? Að sveifla hrók fram á borðið svo snemma tafls er nú orðið fáséð á seinni stigum heimsmeistara- keppninnar. 13. - Rce7 14. Rxd5 - Rxd5 15. Hh4 - g6 16. Hxc8 - Dxc8 17. Rg5 - Be7 18. Dg4 - Ba6 Svartur átti tvær aðrar vamar- áætlanir, 18. — Rf6 19. Dh3 — h5 og 18. — f5!? með uppskiptum á g5 í kjölfarið. 19. Dh3 - h5 Ef svartur vill hindra fórnina verður hann að leika 19. — Bxg5 20. Bxg5 — h5, en þá hefur hvítur vafalaust nokkru betri stöðu. 20. Hxh5! - gxlið 21. Bh7+ - Kg7 22. Dxh5 - Rf6? Nú gengur hvíta sóknin upp, svo virðist sem ívantsjúk hafi yfirsézt að hvíta drottningin nær að skáka sig upp á h3 í framhaldinu, en eft- ir það verður svartur að gefa drottninguna til að verða ekki mát. 22. — Bb4! var athyglisverður varnarmöguleiki, sem opnar svarta kóngnum flóttaleið í gegnum f6 og e7 í sumum afbrigðum. Eftir 23. Rxf7 - Hxf7 24. Dh6+ (24. Bg6 Dh8!) - Kh8 25. Bf5+ - Kg8 26. Bxe6 — Dc4! virðist hvítur þurfa að taka þráskák. 23. Rxe6+!! - fxe6 24. Dh6+ - Kh8 25. Bf5+ - Kg8 26. Dg5+ - Kh8 27. Dh4+ - Kg8 28. Dg3+ - Kh8 29. Dh3+ - Kg7 30. Dg3+ Júsupov endurtekur hér leiki til að vinna tíma á klukkunni. 30. - Kh8 31. Dh3+ - Kg7 32. Dg3+ - Kh8 33. Dh3+ - Kg7 34. Bxe6 34. - Dxe6 35. Dxe6 - Bd8 36. g4 r He8 37. Df5 - Bc4 38. g5 og ívantsjúk gafst upp. Skákþing Islands í Garðabæ: Sterkasta Islandsþing til þessa Bragi Kristjánsson Skákþing íslands í landsliðs- flokki hófst á fimmtudag í Garða- skóla við íþróttasvæði Stjömunnar í Garðabæ. Keppendur eru 12, þeirra á meðal fjórir stórmeistarar og tveir alþjóðlegir meistarar. Mót- ið er sterkasta íslandsþing til þesa, ef miðað er við Elo-stig og má búat við spennandi og skemmti- legri keppni, sem skákáhugamenn mega ekki láta fram hjá sér fara. Töfluröð keppenda er eftirfar- andi: 1. Helgi Áss Grétarsson. 2. Róbert Harðarson. 3. Héðinn Steingrímsson. 4. Jón L. Ámason. 5. Karl Þorsteins. 6. Sigurður D. Sigfússon. 7. Snorri G. Bergsson. 8. Þröstur Þórhallsson. 9. Jóhann Hjartarson. 10. Halldór G. Einars- son. 11. Margeir Pétursson. 12. Helgi Ólafsson. Urslit fyrstu umferðar: Jón L. — Johann, 'h-'/i, 27 leikir Róbert — Margeir, 'h-'h, 63 leikir Héðinn — Halldór G., 1-0, ..46 leikir Helgi Áss — Helgi Ó., 0-1,.41 leikur Karl — Þröstur, 'h-'/i, 24 leikir Sigurður D. — Snorri, 'h-'h, 45 leikir Helgi stórmeistari vann öruggan sigur á 14 ára gömlum nafna sínum Áss Grétarssyni. Sá síðamefndi lenti í erfíðri stöðu í byijun og gafst upp í vonlausri stöðu eftir heiftarlegt tímahrak. Jón L. og Jóhann gerðu varfæm- islegt jafntefli og sama má segja um Karl og Þröst. Róbrt tefldi byijunina gegn Mar- geir frumlega, en ekki að sama skapi vel. Ekki lét Róbert þó hug- fallast og notfærði sér vel mistök Margeirs í framhaldinu og hélt jöfnu. Sigurður Daði hafði allan tímann betra tafl gegn Snorra, en tókst ekki að vinna vænlegt peðaenda- tafl. Héðinn Steingrímsson, meistari síðasta árs, bytjaði mótið með sigri á Halldóri Grétari og skulum við sjá þá skák. Hvítt: Héðinn Steingrímsson. Svart: Halldór Grétar Einars- son. Kóngsindversk-vörn. I. c4 - Rf6, 2. Rc3 - g6, 3. e4 - d6, 4. d4 - Bg7, 5. Be2 - 0-0, 6. Rf3 - Rbd7, 7. 0-0 - e5, 8. Dc2 - c6, 9. Hdl - De7, 10. Hbl - exd4. Svartur getur einnig neytt hvítan til að loka miðborðinu með 10. - He8, t.d. 11. d5 — c5, 12. Rel - Rh5!?, 13. Bxh5 - gxh5, 14. Rf3 - Rf8, 15. Hel - Rg6 með flókinni stöðu. II. Rxd4 - Rc5,12. f3 - Rh5?! Halldór treystir á, að næsti leik- ur hvíts veiki svo stöðu hans, að það bæti upp tímatapið, en sú verð- ur ekki raunin. Eðlilegra var 12. — a5, 13. Bfl - Rfd7, 14. b3 - He8 o.s.frv. 13. g4 - Rf6, 14. Bg5 - Re6, 15. Bh4 - Rxd4, 16. Hxd4 - Dc7, 17. Hd2 - Re8, 18. Khl - Be5, 19. Hfl - Bf4, 20. H2dl - Rg7, 21. Bd3 - f5?! Til greina kemur að byggja upp varnarmúr með 21. — g5 ásamt 22. — Re6 o.s.frv. 22. exf5 - gxf5, 23. Re2! - Be5? Svartur verður að reyna 23. — Be3, þótt hvítur standi mun betur eftir 24. Dc3 o.s.frv. 24. f4 - Bf6, 25. Bxf6 - Hxf6, 26. g5 - Hf8, 27. Hf3 - b5! Svartur grípur eina tækifærið til mótspils og fómar peði. 28. cxb5 - Bb7, 29. Bc4+ - Kh8, 30. Bd5 - c5, 31. Rc3 - Re6!, 32. Df2 - Hae8, 33. Hh3 - Dg7, 34. Hh6 - Rd4, 35. Bxb7 — Dxb7+, 36. Dg2 — Dxg2+ Báðir keppendur eru í tímahraki og velja því einföldustu leiðirnar. Líklega hefði svartur haft betri möguleika til að bjarga taflinu með drottningar á borðinu eftir 36. — Dg7, 37. Hxd6 — He3 o.s.frv. 37. Kxg2 - He6, 38. Hxe6 - Rxe6, 39. Rd5 - Kg7 Eftir 39. - He8, 40. Rf6 - He7, 41. Hxd6 - Rxf4+, 42. Kg3 — Re6, 43. h4 hefði svartur getað varist lengur, þótt það hefði varla breytt úrslitunum. 40. Kg3 - Rd4, 41. Hel - Rxb5,42. h4 - Rd4,43. h5 - a5 Eftir 44. - h6, 45. He7+ - Hf7, 46. gxh6+ - Kg8, 47. h7+! vinnur hvítur (47. — Hxh7, 48. Rf6+). 44. h6+ - Kg6, 45. He7 - Hf7, 46. He8 og svartur gafst upp, því hann er glataður eftir 46. — Hd7, 47. Hg8+ - Kf7, 48. Hg7+ - Ke6, 49. Hxd7 - Kxd7, 50. g6 - hxg6, 51. h7 og 52. h8D. Biðskákir verða tefldar í dag kl. 11-13, 3. umferð í dag, laugardag kl. 17-23, biðskákir á morgun kl. 11-13, 4. umferð á morgun kl. 17-23, biðskákir mánudag kl. 11-13, 5. umferð mánudag kl. 17-23. Teflt er í Garðaskóla, Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.