Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. AGUST 1991 Þorbergur Jóhannes- son — Minning Fæddur 28. september 1914 Dáinn 15. ágúst 1991 Þorbergur var fæddur 28. sept- ember 1914 á Neðra-Núpi í Mið- firði. Foreldrar hans voru Jóhannes Guðmundsson bóndi og Þórdís Jóns- dottir er var borgfirskrar ættar, en fluttist ung norður í Húnavatnssýslu. Snemma kallaði kynngi lífsins á Þorberg að anna störfum fullorðinna manna. Jóhannes, faðir hans, andað- ist vorið 1931. Þórdís hafði verið gift áður en misst mann sinn í sjó- slysi frá fjórum ungum börnum. Varð hún þá að sundra heimilinu og koma börnunum í fóstur. Mun hún því hafa kostað kapps um að halda heimilinu saman er hún varð ekkja í annað sinn með þijú börn, því auk Þorbergs átti hún tvær dætur, Ragnhildi, 11 ára, og Hall- dóru, 10 ára. Sextán ára varð Þorbergur að taka við störfum föður síns og veitti hann heimilinu forstöðu eftir það. Sennilega hefðu ekki margir 16 ára unglingar verið færir um slíkt en Þorbergur var bráðþroska, þrekmik- ill og mjög verkhagur. Systur hans urðu fijótt duglegar og vinnusamar svo allt bjargaðist án utanaðkom- •andi hjálpar, en Guðrún, hálfsystir peirra systkina, vann á heimilinu á sumrin og reyndist fólki sínu mjög vel alla tíð. Hinn 7. maí 1937 giftist Þorberg- ur Svövu Stefánsdóttur, fæddri 15. mars 1918. Hún var hafnfírsk. Svava var hin ágætasta kona á allan hátt og stóð frábærlega vel í stöðu sinni. Fyrstu 10 árin sem þau bjuggu saman voru mjög erfið því þá geis- aði hin iilvíga mæðiveiki sem felldi miskunnarlaust bústofn bænda. Nú dögum allsnægta og offramleiðslu mun fólk vart skilja hvernig stórar íjölskyldur komust af á þeim tímum án þess að þiggja styrki. Þau Svava og Þorbergur eignuð- ust 8 börn. Þau eru: Þórdís, Jó- hanna, Hafþór, Rannveig, Ingibjörg, Guðmundur og Stefán. Eitt barn misstu þau nýfætt. Rósa, dótturdótt- ir þeirra, ólst upp hjá þeim til sjö ára aidurs og dvaldi hjá þeim á hverju sumri eftir það fram á ungl- ingsár. Án efa var oft þröngt í búi á Neðra-Núpi, en ekki sést það á þeim systkinum að neitt hafi skort, því öll hafa þau orðið þroskamikið og duglegt fólk. Þegar róðurinn léttist var hafist handa við að byggja íbúðarhús og útihús og ræktun var aukin. Þor- bergur var mjög vel hagur og þurfti því ekki að ráða til sín smið, hafði þó aldrei lært smíðar. Allt þokaðist til betri afkomu, börnin uxu upp og veittu foreldrum sínum hjálp. Sonur þeirra, Guðmundur, giftist vestf- irskri stúlku; Margréti Hannibals- dóttur, og tóku þau við jörð og búi árið 1976, en Svava og Þorbergur áttu áfram heimili í skjóli þeirra og undu vel hag sínum. Svava andaðist á heimili sínu vorið 1985 og varð harmdauði íjölskyldu sinni og öllum sem kynni höfðu af henni. Á efri árum var Þorbergur haldinn erfiðum nýrnasjúkdómi, en síðasta árið fékk hann talsverðan bata og leið allvel. Hann fór til Reykjavíkur 8. ágúst sl. og heimsótti börn sín. Hann var staddur á heimili Þórdís- ar, dóttur sinnar, er hann andaðist snögglega 15. ágúst. Eg þekkti Þorberg frá því fyrst ég man. Á milli heimila okkar var aðeins ein bæjarleið og mikill sam- gangur var milli bæjanna. Þá var enginn sími og krakkar því sendir ýmissa erinda. Ef Þorbergur var sendur til okkar út að Torfastöðum taldi hann ekki eftir sér, þrátt fyrir talsverðan aldursmun, að ieika við mig dálitla stund, vissi sem var að ég átti enga leikfélaga. Því þótti mér hann ávallt góður gestur og breyttist það ekki þó að árin liðu. Við vorum saman í ungmennafélagi í nokkur ár. Fundir voru haldnir á bæjunum í hreppnum og var þá söngur, dans og umræður. Ekki held ég að nein stórmál hafi verið rædd en samt voru oft skiptar skoðanir. Er mér minnisstætt hve flugmælsk- ur Þorbergur var og hélt vel á sínu máli. Hann fór heldur aldrei dult með skoðanir sínar, var skapmikill, hreinskiptinn og vel greindur. Hann hafði mikta ánægju af söng og hljómlist og hafði mikla og fallega söngrödd. Þau hjón voru frábærlega gestrisin og skemmtileg heim að sækja, enda var oft gestkvæmt hjá þeim. Er ég nú kveð þennan gamla vin minn vil ég þakka honum löng og góð kynni sem aldrei bar skugga á. Fjölskyldu hans votta ég samúð mína. Ásdís Magnúsdóttir, Staðarbakka. Að kvöldi 15. ágúst var dyrabjöllu hringt á heimili okkar og var þar komin Jóhanna frá Neðra-Núpi. Mér Minning: varð á orði að hún ætti eitthvert erindi fyrst hún væri svo seint á ferð. Eftir að hún hafði heilsað okk- ur á sinn elskulega hátt og sest við hlið mér, segir hún mér lát föður síns. Mann setur hljóðan við slíkar fréttir. Hugurinn hvarflaði örstutt aftur í tímann á þessu fagra sumri er ég heimsótti hann að Neðra-Núpi og til heimsóknar hans til okkar í Hnausakoti. Þá var hann við góða líðan og hress í bragði miðað við þau veikindi sem hann átti við að stríða síðustu árin. Við Þorbergur vorum systrasynir, báðir fæddir á Neðra-Núpi í sept- ember árið 1914. Þar lékum við okkur saman börn til 7 ára aldurs en þá fluttust foreldrar mínir að Hnausakoti. Oft höfum við riíjað upp endurminningar frá þessum árum og mörgu fleiri okkur til skemmtun- ar. Þorbergur var bráðvel gefinn, vel lesinn á fjölmörgum sviðum og stálminnugur á allt sem hann las. Stundum er svo til orða tekið að menn séu handlagnir. Þorbergur var meira en handlaginn, hann var lista- smiður bæði á tré og járn og án þess að hafa notið sérstakrar til- sagnar á því sviði. Hann byggði íbúð- arhús á jörð sinni og reisti baðstofu fyrir nágranna sinn auk fjölmargra smærri verka sem vinir og nágrann- ar báðu hann að inna af hendi. Allt Sigrún Runólfsdótt- ir, Vestmannaeyjum Fædd 26. maí 1889 Dáin 11. ágúst 1991 Amma mín, Sigrún Runólfsdóttir, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 11. ágúst sl. á 103. aldursári. Hún var dóttir hjónanna Runólfs Ingvarssonar og Ragnhildar Sveinsdóttur. Ung missti hún móður sína og fór í fóstur til ágæts fólks. Hún flutti til Vestmannaeyja um tvítugt og þar kynntist hún eigin- manni sínum, Sigjóni Halldórssyni smið og vélamanni. Árið 1931 missti hún mann sinn. Aðeins 42 ára stendur hún ein eftir með börnin 12. En hún lét ekki deigan síga. Með miklum dugnaði og eljusemi tókst henni að koma börnunum til manns. Naut hún þar aðstoðar elstu barna sinna og hjálp- ar góðra vina og nágranna. Það má kalla aðdáunarvert að koma svo stórum barnahópi upp á styrkja eða fyrirgreiðslu frá hinu opinbera sem ekki þekktust þá. Mér fannst amma aldrei gömul. Hún var alltaf ung í anda. Það var ævinlega stutt í brosið og kátínuna hjá ömmu. Hún kvartaði aldrei og hafði nóg fyrir stafni. Lífsgleði ein- kenndi hana. Ég minnist hennar fyrst og fremst sem góðrar ömmu sem gaman var að fá í heimsókn. Alltaf kom hún færandi hendi og hafði svo gaman af að gleðja okkur krakkana. Þegar við komum til Hjónaminning: Magnús Sveinbjörns son — Ingveldur Guðmundsdóttir Fædd 19. mars 1911 Dáin 14. ágúst 1991 Fæddur 17. maí 1911 Dáinn 4. júlí 1989 í örfáum orðum, langar mig til ð minnast afa og ömmu á Hjalla- egi 62. Það er vart hægt að hugsa um annað þeirra í einu, því fyrir mér eru þau sem ein heild, þar sem samstaða þeirra hjóna var alveg sérstök. Þegar ég kom í nám til Reykja- víkur, finnst mér að ég hafi fyrst kynnst þeirra réttu hlið. Ég var iðin við að heimsækja afa og ömmu á Hjalló, þar sem að aldrei skorti okkur umræðuefni, því ég held að sögurnar sem þau kunnu af sjálfum sér og hvoru öðru hafi verið óþijót- andi. Þau voru glettin, og höfðu rfnikið skopskyn, og skemmtilegast af öllu fannst þeim að segja frá því þegar þau hittust í fyrsta sinn. Þá voru þau sex ára gömul. Amma var þá að flytja frá Reykjum í Mosfells- sveit, í Eskihlíðina. Þegar hún kom þangað í fyrsta skipti, stóð afi upp við girðingu þar og fylgdist með. Þar var upphafið að þeirra vináttu. S>au voru leikfélagar og vinir frá sex ára aldri þar til amma flutti m&jgjil Jaroí'io'l niður á Óðinsgötu í kringum sautján ára aldurinn. Þegar hún var átján ára eignaðist hún sitt fyrsta barn, Eirík Rafn Thorarensen. Um svipað leyti lauk afi prófi frá Verslunar- skóla íslands, og hafði hann þá þegar hafið störf hjá Nathan & Olsen, þar sem hann vann alla sfna starfsævi. Nokkru síðar tóku þau upp þráð- inn að nýju, og gengu í hjónaband 21. júlí 1934. Éiríkur var alinn upp á Óðinsgötu 4, hjá afa sínum og ömmu. Eftir að afi og amma giftu sig voru þau í leiguíbúðum, þar til þau keyptu fokhelt hús á Hjallavegi 62, og luku við byggingu þess eftir því sem efni leyfðu. Þótti þetta tiltæki mikið óráð og varð það til þess að nafnið Ráðleysa festist við húsið. I desember 1945 fluttu þau svo inn, og voru börnin þá orðin 5. Afi og amma áttu saman átta börn. Elst af þeirra börnum er Guðlaug, f. 1935, hún er gift Jóni Borgarssyni og eiga þau fjóra syni, þar á eftir koma: Helga, f. 1940, gift Árna Vilhjálmssyni, og eiga þau fimm börn. Birna, f. 1941, d. 1981, var gift Sævari Björnssyni, þau áttu saman þijú börn. Guðmundur, f. 1943, kvæntur Guðrúnu Ár- mannsdóttur, þau eiga sex börn. Sveinbjöm, f. 1945, kvæntur Önnu Sigrúnu Mikaelsdóttur, þau eiga fjörar dætur. Ingibjörg, f. 1947, gift Baldri Alfreðssyni, þau eiga tvö börn. Margrét Rósa, f. 1949, gift Geirfinni Svavarssyni, þau eiga tvö börn. Yngstur er Magnús, f. 1953, kvæntur Þórdísi Þorkelsdóttur og eiga þau eina dóttur. Eiríkur Rafn er kvæntur Maríu Magnúsdóttur og eiga þau fimm börn. Barna- barnabörnin eru nú orðin 32. Ekki var að heyra á afa og ömmu að erfitt hafi verið að fæða og klæða allan þennan fjölda af börnum, og ekki virtust heldur vera vandræði að koma þeim öllum fyrir á Hjalla- veginum, þó að það teljist nú ekki til neinna stórtíðinda á nútímamæli- kvarða. Fljótlega eftir andlát afa, kom amma til Húsavíkur þar sem fjögur barna hennar búa, og ílentist hjá yngstu dóttur sinni, Margréti Rósu og Geirfinni manni hennar. Þau reyndust henni vel á hennar ævi- kvöldi. Það var ánægjulegt að hitta ömmu í Árholtinu því þar var hún augljóslega ánægð, og þar ieið henni vel. Við þökkum guði fyrir það hve stutt sjúkrahúslega ömmu var, en hún var flutt á Sjúkrahúsið á Húsa- vík laugardaginn 10. ágúst og an- daðist þar aðfaranótt miðvikudags- ins 14. ágúst. Blessuð sé minning þeirra. Huida Ragnheiður leyst með mikilli prýði. Þorbergur missti konu sína, Svövu Stefánsdóttur, fyrir allmörgum árum. Svava var harðdugleg kona til allra verka og minnumst við henn- ar sem góðs granna og vinar. Fyrir nokkrum árum gekkst Þor- bergur undir mikla aðgerð á Land- spítalanum, sem talin var takast vel en eftir það þurfti hann að fylgja ströngum reglum um lífsmáta. Með frábærri aðstoð barna sinna og tengdabarna tókst það vel og sýndi hann mér ýmsa muni sem synir bans höfðu smíðað honum til hægri verka. Þessu fylgdi mikið álag á hann og hans fólk, því sú hætta vofði stöðugt yfir að eitthvað færi úrskeiðis. Nú er þessu stríði lokið og má fólkið hans gleðjast yfir að hafa getað veitt honum alla þá aðstoð sem unnt var. Svo sannarlega kunni hann að meta það og þakka, það var mér vel kunnugt um. Á kveðjustund þakka ég frænda mínum og vini samfylgdina og ógley- manleg ár. Við Jóhanna og fjölskyld- ur okkar vottum aðstandendum dýpstu samúð. Þorbergur er lagður til hinstu hvíldar í kirkjugarðinum að Efra- Núpi, í dalnum fagra sem fóstraði hann frá vöggu til grafar. Friður og blessun fylgi þeim stað. Jóhann Helgason Vestmannaeyja í heimsókn bjó hún hjá dóttur sinni. Hún átti alltaf eitt- hvað að gefa okkur, vettlinga, sokka eða einhvern annan glaðning. Hún sagði okkur sögur eða skellti fram vísum tengdum því sem verið var að ræða um en af þeim kunni hún ógrynni. Hún var fljót að hugsa og fijót til svars og afar orðheppin. Amma las alla tíð mikið og fylgdist með fréttum líðandi stundar. Segja má að bækur og útvarpið hafi verið hennar yndi og þaðan öðlaðist hún mikinn fróðleik. Amma var trúuð kona. Hún var um skeið í Hvítasunn- usöfnuðinum og alla tíð sótti hún styrk og krafta í trúna. Hafði hún mikið dálæti á Hallgrimi Péturssyni og kunni Passíusálmana utan að. Saga ömmu er saga alþýðukonu sem kynntist sorg og gleði mannlegs lífs. Hún tók því sem að höndum bar með æðruleysi og þroskaðist með hverri raun. Hún var sátt við lífið, þakklát fyrir góða heilsu og sótti styrk sinn í trúna. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi hún í Hraunbúðum, dvalarheimili fyrir aldraða. Þegar heilsan fór að dvína fór amma í Sjúkrahús Vestmannaeyja. Bæði í Hraunbúðum og Sjúkrahúsinu naut hún frábærrar umönnunar. Ég kveð ömmu með versi úr Passíusálmunum sem henni voru svo kærir. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Sigrún Gísladóttir Mér er minnisstætt þegar ég í fyrsta sinn kom til Vestmannaeyja og hitti tengdamóður mína. Ég vissi að hún hafði átt erfiða ævi og hafði mörgum sorgum mætt. Því furðaði ég mig á að hitta fyrir lífsglaða fín- gerða konu sem lék á als oddi. Þrátt fyrir allt mótlæti sem hún hafði mátt þola lét hún það á engan hátt buga sig eða fylla líf sitt beiskju. Síðar komst ég að því að þetta góða skap ásamt bjargfastri trúarsann- færingu var sá grunnur sem gerði líf hennar, þrátt fyrir allt mótlæti, ánægjulegt. Sigrún var fædd 26. maí 1889 í Snjallsteinshöfðahjáleigu í Holtum, elsta barn hjónanna Ragnhildar Sveinsdóttur og Runólfs Ingvars- sonar bónda þar. Þegar Sigrún var tólf ára deyr móðir hennar og er henni þá komið í fóstur til ömmu sinnar og ömmusystur. Ung fer hún í kaupavinnu og sagði hún að sú vinnuharka og erfiði sem þá tíðkað- ist hefði verið með ólíkindum. Um tvítugsaldur fer hún til Vestmanna- eyja og þar kynntist hún eiginmanni sínum, Sigjóni Halldórssyni smið og vélamanni. Sigjón var fæddur 31. júlí 1888 að Stóra-Bóli á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, sonur hjón- anna Guðríðar Guðmundsdóttur og Halldórs Sæmundssonar bónda þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.