Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir LL' 218. þáttur Margir, sem við ræktun fást, kannast eflaust við smærurnar, en nokkrar þeirra hafa nú hin síð- ari árin numið land í íslenskum görðum og njóta verðskuldaðrar hylli. Má þar t.d. nefna rósa- smæru, mjallarsmæru og fagur- smæru, sem allar eru langt að komnar eða frá suðurhveli jarðar. Minna ber á einu íslensku smæru- tegundinni, súrsmæru, sem reyndar er ein af fágætustu jurtum landsins, en er auðræktuð í görðum í skjóli og skugga. Hún fannst fyrst snemma á öldinni í Borgar- fírði eystra þar sem töluvert var af henni. Síðan mun hún hafa fundist víðar á Austurlandi. Smæru-nafnið hefur hún hlotið vegna þess hve laufblöðin líkjast smárablöðum fljótt á litið. Ekki er þó skyldleiki mikill þarna á milli því súrsmæran er ekki sömu ætt- (Oxalis acetocella L.) SURSMÆRA ar. Hún tilheyrir súrsmæruætt (Oxalidacsae) en smárinn ertu- blómaætt (Leguminosae). Súrsmæran er ákaflega fínleg jurt, hvar sem á hana er litið. Blöð- in ijósgræn og þunn, blómin allstór en fínleg, fannhvít með bláleitum æðum. Fræbelgirnir sem eru hýðis- aldin opnast af miklum krafti þeg- ar fræin eru þroskuð og þeyta þeim langar leiðir. Þetta þekkja þeir gróðurhúsamenn, sem komst hafa í kast við hornsmæruna (Ox- alis comiculata) því hún getur orð- ið hvimieitt illgresi innanhúss og gert sig heimakomna í hverjum potti og bakka. Súrsmæran er stilltari — að minnsta kosti út í garði — en sáir sér þó svolítið. Hún er um 10 sm á hæð og blómstrar fyrri hluta sumars, eða í maí/ júní. Hið fræðilega nafn súrsmær- unnar, Oxalis acetocella er dregið af gríska orðinu oxys = súr og latneska orðinu acetum = edik, svo það er ekki að furða þó hún sé kennd við súr. Gamalt danskt hús- ráð var að nota blöðin til að ná burt ryðblettum. Bletturinn var núinn með krömdum blöðunum og ocalsýran eyddi ryðinu, að vísu kom blaðgrænublettur í staðinn, en það hefur mönnum þótt sköm- Súrsmæra minni skárra og viðráðanlegra að ná burt. Súrsmæran vex víða um norður- hvel jarðar, allt noður að heim- Ljósm. OBG skautsbaug. Helst kýs hún raka, skuggsæla laufskóga, þar sem hún getur kúrt af sér veturinn undir lauf- og fannasæng. LÍSA f UNDRALANDI Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Alice. Sýnd í Háskólabíói. Leik- stjóri og handritshöfundur: Woody Allen. Aðalhlutverk: Mia Farrow, William Hurt, Joe Mantegna, Alec Baldwin, Cybill Shepherd. Orion. 1991. Alice, nýjasta mynd Woody All- ens sem sýnd er í Háskólabíói, er nk. afbrigði af æfíntýrinu um Lísu í Undralandi. Mia Farrow leikur nöfnu hennar, titilpersónu mynd- arinnar, sem dettur oní hálfgert undraland eftir heimsókn til kín- versks töfralæknis, sem hjálpar henni að uppgötva sjálfa sig á ný. Allen hefur safnað í kringum sig sérlega lokkandi leikaraliði sem fyrr en leikhópurinn hveiju sinni í myndum hans er orðið eitt hans helsta vörumerki hin síðustu ár. í þetta sinn hefur hann kosið að vinna með William Hurt, Joe Man- tegna, Alec Baldwin og Cybill Shepherd svo einhveijir séu nefnd- ir en eins og oft áður er Farrow með stærsta hlutverkið. Öll eru þau sérlega góð í hlutverkum sín- um og lýsa upp myndina. Alice, sem er talsvert óvenjuleg í frásagnarhætti, heillandi og kím- in, segir frá ríkisbubbafrú sem er óhamingjusöm þrátt fyrir millj- óndollara slotið sitt, minkapelsana, innkaupaferðirnar a fímmtu tröð, skartgripina og limósínurnar. Líf hennar er með öllu innihaldslaust og henni fínnst hún sjálf einskis virði innan um allt ríkidæmið. Maðurinn hennar (William Hurt) eykur á vanmáttarkenndina, hjónabandið er líflaust og hann lætur hana kurteislega fínna að hún hafi ekki hæfíleika í margt annað en fatainnkaup. Vinkona hennar (Cybill Shepherd) hjá sjón- varpsstöð sem hún vill skrifa fyrir getur ekki beðið eftir að losna við hana af skrifstofunni. Enginn hef- ur álit á henni; vinkonur hennar tala illa um hana þegar þær halda að hún heyri ekki til. í góðri túlkun Farrow er Alice sérstaklega lítil i sér, brothætt, óframfærin og auðsæranleg. Það breytist eftir fyrstu heimsóknina til kínverska læknisins en þá tekst líf Alice á flug (í bókstaflegri merkingu). Fyrir það fyrsta nælir hún sér í viðhald (Joe Mantegna) frökk mjög eftir eitthvert töfraduf- tið, hún getur gert sig ósýnilega og fylgst með baknagi vinkona sinna, kallað til draug (Alec Bald- win) úr fortíðinni og flogið með honum yfír borgina. Ekkert virðist henni ómögulegt. Þannig er einkar hugljúfur og skemmtilegur ævintýrabragur yfír myndinni. Allen hefur áður gert hið ómögulega mögulegt; í Kaíró- rósinni t.d. steig kvikmyndastjama af hvíta tjaldinu og inn í bíósalinn, í New York sögum talaði móðir hans við hann af himnum ofan. í Alice verða töframir partur af lífi aðalpersónunnar og með hjálp þeirra tekst hún á við líf sitt og umhverfi. Uppbyggingin á sögunni og ímyndunaraflið á bak við hana er töfrandi en þegar líður á og tími kemur hjá Allen að hnýta slaufu á lausu endana og í ljós kemur hin raunverulega orsök fyrir ar- mæðu Alice virkar það einfeldn- ingslega og ekki sannfærandi. Það kemur eins og alveg ný hlið á málinu og er heldur veik lausn. Alice er ein af litlu myndum Allens og alveg ómissandi í safn aðdáenda hans. Hún er bæði ljúfs- ár, af því Alice er vorkunnsöm persóna þrátt fyrir og kannski vegna alls ríkidæmisins, og kímin í senn, blanda sem Allen hefur verið að fullkomna hin síðari ár. Bandalög, fjórði hluti Hljómplfttur Árni Matthíasson Sumarútgáfa á íslandi einkennist af safnplötum, enda smáskífumark- aður ekki til svo neinu nemi. Safn- plötur hafa því ýmist verið notaðar til að kynna nýjar sveitir eða skapa sumarvinnu fyrir eldri. Á Bandalög- um 4 frá Steinum hf. má sjá merki um hvort tveggja, þó Bandalög 3, sem kom út í vor, hafí frekar verið fyrir nýsveitir. Hljómsveitir eins og Todmobile og Sálin hans Jóns míns (seinni út- gáfa) hafa notið safnplatna til að heíja feril sinn og síðan til að halda sambandi við áhangendur milli breiðskífna, sem koma jafnan út þegar nær dregur jólum. Þessar tvær sveitir eiga ög bestu lögin á Banda- lögum 4, þó þar hafí Todmobile vinn- inginn fyrir einkar skemmtilega danstónlist, sem sveitinni lætur bet- ur en nokkurri annarri íslenskri sveit. Ekki segja meðlimir Todmo- bile danshljómsveit, en vonandi að þeir verði ekki of alvarlegir. Sálin er aftur á móti að feta sig nær sálar- tónlistinni og tekst ágætlega upp. Sálarmenn búa svo vel að vera með tvo blásara innanborðs, sem gefur sveitinni gott svigrúm, aukinheldur sem Stefán Hilmarsson verður æ betri söngvari. Annað eftirtektarvert á Bandalög- um er framlag Mannakoma, „Brun- aliðslagið" Litla systir, sem ótrúlegt er að hafi verið lagt til hliðar sem ekki nógu gott á sínum tíma. Ellen Kristjánsdóttir syngur Litlu systur einkar vel og einnig fer hún vel með Ég læt mig dreyma, þó það sé öllu veigaminna lag. Karl Örvarsson, sem unnið hefur að breiðskífu lengi, lengi, á lagið Dans á rósum, sem bendir til þess að sú breiðskífa, sem væntanleg er í haust, verði allrar athygli verð. Minni fengur er í öðru af plöt- unni, en Henry konungur er ágætt lag með Ríó tríói, sem á reyndar annað lag á plötunni, Litiu fluguna hans Sigfúsar, en bætir engu við það í túlkun. Gaman er að heyra Sævar Sverrisson á plötu, en hann syngur með Galíleó lag Bubba Mort- hens Það ert þú, þó ekki komist hann ýlq'a vel frá því. Upplyfting á tvö lög á plötunni, það fyrra, Komin í sumarfrí, hraklegt, en það síðara þokkalegt. Lokaorðin á plötunni á svo Loðin rotta; lagið Ég ligg undir skemmdum, sem skýrir ekki miklar vinsældir sveitarinnar sem ballsveit- ar. ÞAÐ VERÐUR FJÖR í KVÖLD ! ÁRSHÁTÍÐARHÓPAR ATH: Örfá kvöld laus í Danshúsinu n.k. vetur. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Nánari uppl. í síma 686220. BREYTT OG BETRA DANSHÚS ! .ögangseyrir kr. 800.- Snyrtilegur klæönaöur. Opiö frá kl. 22 - 03. DANSHÚSW CLMSIBX SÍMI686220 Nýr hringvöllur hjá Dreyra Morgunblaðið/Sig.Sigm. Fimm efstu hestarnir í A-flokki í gæðingakeppni Dreyra á nýja hringvellinum f.v. Bylgja og Smári Njálsson, örvar og Valdimar Geirsson, Hrannar og Matthías Njálsson, Stakkur og Páll Sigvalda- son og sigurvegarinn Glaðnir og Hermann Ingason. _________Hestar_____________ Sigurður Sigmundsson HESTAMENN í Hestamannafé- laginu Dreyra, sem starfar á Akr- anesi svo og sveitunum sunnan Skarðsheiðar, hafa tekið í notkun nýjan hringvöll og haldið þar gæðingamót. Þessi nýi völlur er við hesthúsahverfið á Æðarodda sem er nokkru fyrir innan Akra- nes. Síðari hluta júlímánaðar var þar haldið gæðingamót. Það var Dofri Eysteinsson, verk- taki hjá Suðurverki hf. á Hvols- velli, sem sá um alla helstu véla- vinnu við völlinn en mikið af efni þurfti að færa til. Einnig að gera mikinn gijótgarð utan við svæðið til að forðast hugsanlega mengun og að vernda lífríki sem er mikið alveg við hverfíð. Mikið af úrgangs- efni frá Áburðarverksmiðjunni var notað til uppfyllingar og meira verð- ur sett á næstu tveimur árum til að stækka völlinn og gera áhorfend- asvæði. Margir félagsmenn unnu mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf við frágangsvinnu á vellinum og aðstoðaði verktakafyrirtækið Neista, sem var með sínar vélar, við frágang vallarins. Þá hafa þeir Dreyrafélagar einn- ig byggt stórmyndarlegt félags- heimili, um 250 fermetra að flatar- máli, sem er að mestu fullfrágengið svo að aðstaðan hjá þeim er að verða ein sú besta sem gerist við hesthúsahverfí. Úrslit: B-flokkur gæðinga 1. Gýjar/Hermann Ingason 8,03 2. Sómi/Ragnheiður Þorgrímsd. 7,89 3. Skjóni/Erla Jónsdóttir 7,70 Eldri flokkur unglinga 1. Þáttur/Jakob Sigurðsson 8,17 2. Hekla/Svandís Sigurðard. 8,08 3. Eldur/Gunnar Sigurðsson 7,85 4. Venus/Hildur Hjaltadóttir 7,75 5. Bangsi/Ólafur Sigurðsson 7,69 Yngri flokkur unglinga 1. Kristall/Lísbet F. Hjörleifsd. 8,17 2. Gullmoli/Sigurður K. Guðnas.8,14 3. Þokki/Benedikt Kristj. 8,06 4. Neisti/Fjóla L. Guðnadóttir 7,89 5. Unnar/Karen Línd Matthíasd.7,88 Knapi mótsins var valinn Lísbet Fjóla Hjörleifsdóttir. Glæsilegasti hestur mótsins var valinn Glaðnir Jóns Sigurðssonar, Lambhaga, knapi Hermann Ingason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.