Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 Útköll slökkviliðs frá janúar-ágúst: 145 eldboð frá viðvör- unarkerfum án elds SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað fimm sinnum út á tveim- ur tímum í gær og þijú útkallanna voru vegna eldvarnakerfa sem fóru í gang af öðrum ástæðum en eldi. í samantekt slökkviliðsins fyrstu átta mánuði þessa árs kemur fram að útköll voru 645, þar af 145 frá viðvörunarkerfum án þess að um eld væri að ræða. Bergsveinn Alfonsson, varð- stjóri hjá slökkviliðinu, sagði að -öll eldboð væru tekin alvarlega, en mjög algengt væri að viðvörun- arkerfí færu í gang að ástæðu- lausu. Hann sagði að svo virtist sem tækin væru of næm. I einu útkalli í gær, á Landspítalann, var ekki hægt að sjá hvað setti kerfíð í gang, en líklega væri það ryk í reykvaranum. A Hótel Esju hafði vatnsgufa í geymslu ræst kerfíð og á Hrafnistu var verið að hreinsa veggi með háþrýstiúða og setti það viðvörunarkerfið í gang. Bergsveinn sagði að nauðsynlegt væri að hreinsa reykskynjara reglulega því ryk safnist fyrir í þeim. Af kvaðningum fyrstu átta mánuði ársins voru 404 í gegnum síma, 152 frá viðvörunarkerfum, 86 frá lögreglu og þrjár bárust á annan hátt. I aðeins sjö tilvikum af 152 eldboðum frá viðvörunar- kerfum var um eld að ræða. í samantekt slökkviliðsins kem- ur einnig fram að flestar kvaðn- ingar urðu á bilinu kl. 12-15, eða 114, en fæstar um hánótt, frá 3-6, eða 32. Flest urðu útköllin vegna sinubruna, eða 72, og þvínæst í íbúðarhúsnæði, eða 44. Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Uppgerð fallbyssa frá danska sjóhernum er komin í varðskipið Ægi. Ráðgert er að slikum byssum verði einnig komið fyrir í Tý og Óðni. Landhelgisgæslan; Knnnn «Hln á 2 0001 100 byssur vflga fyrir yngri IVClllliCl ðUlU <X 1» NVMlh^ Wnrvpria cottí n.D_...T kindakjöts tíl Kanada ÍSLENSK-kanadíska verslun- arfélagið á nú í viðræðum við kanadiskt umboðsfyrirtæki um sölu á allt að tvö þúsund tonnum Helgi Gísla- son hlýtur bjartsýnis- verðlaunin Bjartsýnisverðlaun Bröste-fyr- irtækisins danska verða afhent þann 13. september. Að þessu sinni hlýtur þau Helgi Gíslason, myndhöggvari. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Asbæk-sýningarsalnum í Kaup- mannahöfn af Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta íslands. Bröste-fyrirtækið hefur um ára: bil haft mikil viðskipti við ísland. í tilefni af heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur forseta til Danmerkur árið 1981 ákváðu eigendur fyrir- tækisins að stofna til verðlauna- sjóðs til að verðlauna íslenska lista- menn. Verðlaunaupphæðin er 30 þúsund danskar krónur, eða um 270 þúsund íslenskar krónur. af íslensku kindakjöti til Kanada. Að sögn Jóns Ásgeirs- sonar, framkvæmdastjóra fyr- irtækisins, er eingöngu eftir að semja um verð kjötsins, en hann kveðst vonast til að niðurstaða fáist í þeim viðræðum bráðlega. Að sögn Jóns hefur kanadíska fyrirtækið viðskiptasambönd bæði í Kanada og Bandaríkjunum og er að komast inn á markað í Hong Kong. Hann segir að stefnt sé að því að selja íslenska kjötið bæði til verslana og veitingahúsa, þar sem boðið verði upp á það sem sérstaka gæðavöru. Jón segir að töluvert sé nú flutt til Kanada af nýsjálensku kinda- kjöti. íslenska kjötið muni vænt- anlega ekki keppa við það, heldur koma sem viðbót, enda telji full- trúar Kanadamannanna það mun betra. Upphaflega hafi íslensk- kanadíska verslunarfélagið boðið þeim 500 tonn til sölu, en þeir hafí hins vegar lýst sig tilbúna til að kaupa allt að 2.000 tonn. Ljóst sé að hægt verði að fá að minnsta kosti 500 tonn hjá Goða hf. en eftir eigi að kanna hvað verði, ef samningar náist um meira magn. Jón segir að lokum, að Kanada- mennirnir hafí einnig sýnt áhuga á því að kaupa lunda og bleikju, en viðræður um þau kaup séu á frumstigi. NY fallbyssa hefur verið sett í varðskipið Ægi í stað eldri byssu og á næstunni verður nýjum byssum komið fyrir í Tý og Óðni. Um er að ræða upp- gerðar fallbyssur sem Land- helgisgæslan fékk hjá danska sjóhemum fyrir átta árum, en það er fyrst nú sem þeim er komið fyrir í varðskipunum. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að byssurnar væru fyrst og fremst notaðar til að skjóta viðvörunar- skotum, en úr þeim mætti einnig skjóta föstum skotum. Tvo menn þarf til að stjóma byssunni og skjóta úr henni og dregur hún nokkra kílómetra. Fimm slíkar byssur eru í eigu Landhelgisgæsl- unnar og sagði Gunnar að stefnt væri að því að skipta út eldri byssum í varðskipunum áður en þær verða eitt hundrað ára gaml- ar. Hann sagði að erfitt væri orð- ið að fá skotfæri í eldri byssurnar og þær væru hvergi annars staðar í notkun. Hlutafjárútboð Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi: Gengi hlutabréfa lækkað vegna kvótaskerðingar Neikvæð afkoma og aðstæður á verð- bréfamarkaði hafa einnig áhrif GENGI hlutabréfa í hlutafjárútboði Haraldar Böðvarssonar hf. á Akra- nesi hefur nú verið ákveðið 3,10 í stað 3,60 eins og fram kemur í út- boðslýsingu frá 2. júlí þegar hlutabréfin voru fyrst boðin hluthöfum með forkaupsrétti. Af þessu tilefni hefur verið gefinn út sérstakur viðauki við útboðslýsingu hlutabréfanna og kemur þar fram að skerð- ing aflakvóta, lakari rekstrarafkoma fyrstu 6 mánuði ársins og breytt- ar aðstæður á verðbréfamarkaði valdi mestu um lækkun gengisins. Hlutafjárútboðið er að nafnvirði 60 milljónir en þegar hafa selst bréf fyrir um 10 milljónir til hluthafa og verður gengi þeirra leiðrétt miðað við 3,10. Því verða um 50 milljónir settar á almennan markað og hefst sala bréfanna þann 5. september nk. í viðauka útboðslýsingarinnar kemur fram að botnfískkvóti HB fyrir tímabilið 1. september 1991 til 31. ágúst 1992 sé 11.500 tonn sem samtals svarar til um 8.900 tonna af þorski. Skip fyrirtækisins veiddu til samanburðar 13.500 tonn af botn- físki árið 1990. Að auki hefur fyrir- tækið yfír að ráða 8,5% af loðnu- kvóta landsmanna. Aflaskerðing nú þýðir um 340 milljóna króna lækkun Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar um Eystrasaltsríkin; Forsætisráðherrann hefur sín vandamál og við höfum okkar - segir Karen Karagesjan, talsmaður Gorbatsjovs KAREN Karagesjan, talsmaður Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, sagði að viðbrögð Sovétmanna við yfirlýsingum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um Eystrasaltsríkin, hveijar sem þær væru, yrðu á sömu lund og verið hefði í vetur. Hann sagði þó að verið gæti að Sovétmenn myndu endurskoða afstöðu sína til Eystrasaltsríkjanna í þ'ósi atburða vikunnar. „Forsætisráðherrann hefur sin vandamál og við höfum okkar vandamál,“ sagði Karagesjan í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það hafa allir sín vandamál." Karagesjan sagði að Sovétmenn hefðu um annað að hugsa nú en yfirlýsingar íslendinga. Davíð Oddsson greindi ígor Krasavin, sendiherra Sovétríkj- anna á íslandi, frá því á fímmtu- dag að ríkisstjómin hefði ákveðið að árétta viðurkenningu á sjálf- stæði Eistlands og Lettlands og að hún væri reiðubúin til að taka upp formlegt stjómmálasamband við Eystrasaltsríkin. Af því verður þegar á morgun og eru utanríkis- ráðherrar landanna þriggja þá væntanlegir hingað til lands til að undirrita yfírlýsingu um sam- bandið. Karagesjan sagði að verið gæti að Sovétmenn myndu endurskoða afstöðu sína til Eystrasaltsríkj- anna í ljósi valdaránstilraunarinn- ar í þessari viku. Það hefði hins vegar ekki verið gert enn og með- an svo væri stæðu fyrri yfirlýsing- ar. Krasavin bar þau boð til Jóns Baldvins er hann sneri aftur til íslands um mánaðamót mars og apríl eftir að hafa verið kvaddur heim vegna stuðnings íslendinga við Litháa að Sovétstjómin teldi íslendinga vera að skipta sér af innanríkismálum Sovétmanna og bijóta í bága við Helsinkisáttmál- ann og Parísaiyfirlýsinguna. árstekna miðað við gildandi afurða- verð. Til þess að samdrátturinn hafi sem minnst áhrif á afkomu fyrirtæk- isins verður leitast við að auka hag- ræðingu í útgerð og fískvinnslu m.a. með því að loka öðru frystihúsinu. Þá kemur fram að afkoma HB hafí verið neikvæð um 45 milljónir króna en fyrirtækið varð fyrir um 20 milljóna króna tapi af loðnu- hrognaframleiðslu vegna mikillar verðlækkunar á erlendum mörkuð- um. Ekki hefur verið gengið frá sölu á loðnuskipinu Rauðsey sem lagt var um áramót. Loks er vísað til breyttra aðstæðna á verðbréfamarkaði. Aukin einka- neysla á þéssu ári hafí dregið úr al- mennum sparnaði og þar með flæði fjármagns inn á verðbréfamarkað- inn. Hækkun vaxta á þessu ári hafi m.a. þýtt að fjárfestingar beinist fyrst og fremst að verðtryggðum skuldabréfum með föstum vöxtum en ekki að hlutabréfum. Þrátt fyrir að þessi þróun hafí verið ljós fyrr á árinu séu áhrif hennar að koma fram nú. Meira framboð sé af hlutabréfum og minni eftirspum en verið hafí á undanförnum misserum. Helgi efstur á Skákþingi EFTIR tvær umferðir á Skákþingi íslands er Ilelgi Ólafsson í 1. sæti, með 2 vinninga. í 2.-3. sæti eru jafnir þeir Margeir Pétursson og Þröstur Þórhallsson, hvor með 1 */j vinning. Úrslitin í gær urðu þau að Mar- geir vann Héðin Steingrímsson, Þröstur vann Sigurð Daða Sigfússon og Helgi Ólafsson vann Snorra Bergsson. Jafntefli varð hjá Hajldóri Grétari Einarssyni og Jóni L. Árna- syni, Helga Áss Grétarssyni og Ró- bert Harðarsyni og Jóhanni Hjartar- syni og Karli Þorsteins. Þriðja umferð verður tefld í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.