Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR' 24. ÁGÚST 1991 9 LÖGMANNASKRIFSTOFA DUCROT JEANTET & VERRIERE Lögmenn, skráðir við dómstóla Lyonborgar, til heimilis 90, rue Président Edouard Herriot 69002 Lyon. ************** TILKYNNING UM MANNSHVARF Samkvæmt beiðni, dagsettri 21. desember 1989 og árituð er af saksóknara Franska lýðveldisins, er þess farió á leit við yfirrétt Lyonborgar (Tribu- nal de Grande Instance de LYON) að hann lýsi yfir hvarfi Bernard JOURNET, sem fæddur er 9. júní 1946 í AMBERIEU EN BUGEY (Ain). Síðast var Bernard JOURNET búsettur í Reykjavík á Islandi og hefur ekki birst á heimili sínu né látið frá sér heyra síðan 1 2. maí 1969. Söng- og kórahHgafólk Nú gefst ykkur kostur á að syngja með hinum heimsþekkta tenór, Luciano Pavarotti. The World Festival Choir eða heimskórinn mun flytja Requiem eftir Verdi ásamt Pavarotti í Stokkhólmi þann 11. apríl 1992. Margir íslendingar hafa sýnt áhuga á að vera með en við óskum eftir enn fleiri meðlimum. Látið ekki þetta tækifæri ganga úr greipum okkar. Þið getið fengið nánari upplýsingar og/eða tilkynnt þátttöku hjá: Hafdísi Magnúsdóttur í síma 91 -686776, Stærðir 35-41 kr. 3.980." Litir svart, blátt, brúnt, vínrautt og kakí Stærðir 41-46 kr. 4.300.~ Litir svart og brúnt Borís Jeltsín flytur mótmælaræðuna fyrir framan rússneska þinghúsið á mánudaginn var. Örvæntingarfull tilraun til bjargar sovéska heimsveldinu í forystugrein Daily Telegraph segir, að heimurinn muni lengi minnast djarfmannlegrar framgöngu Borís Jeltsíns, forseta Rúss- lands, valdaránsdagana í Moskvu. Engu líkara sé en það hafi aðeins verið blind eðlisávísun og hræðsla við umbótaöflin sem rekið hafi samsærismennina út í þessa örvæntingarfullu tilraun til að bjarga sovéska heimsveldinu. Úr því sem komið sé verði að telja ólíklegt, að Samband hinna sósíalísku sovétríkja eigi sér lífsvon í óbreyttri mynd. í forystugrein The Independent um valdaránið segir, að fólk hafi hálfvegis bandað frá sér vitneskj- unni um veikleika Gorbatsjovs og alið á von um, að hann héldi velli. Trúðuekki á kommún- ismann I forystugrein breska dagblaðsins Daily Tele- graph 22. ágúst síðastlið- inn er fjallað um hið mis- heppnaða valdarán í Sov- étríkjunum og afleiðing- ar þess. Þar segir meðal annars: „Boris Jeltsin sýndi, meðan á valdaráninu stóð, að hann hefur stál- vilja. Við sjáum núna, að samsærismennirnir voru vanmáttugir, en hann hafði engin tök á að meta veikleika þeirra fyrir þremur dögum. Hann klifraði upp á skriðdreka til að flytja mótmælaræðu, enda þótt liann vissi, að síðastiiðin 74 ár hafa meim orðið að gjalda fyi'ir pólitískan ósigur með lifi sínu. Heimurimi veit enn ekki með vissu, hvort Jeltsín hefur á reiðum höndum raunhæfa framtíðaráætl- un handa þjóð sinni, en ólíklegt er að einstakt hugrekki hans gleymist nokkru sinni. „Attmeim- ingaklikan" reyndist á hhm bóghm lin og getu- laus. Það sem er ef til vill jákvæðast og mikilvæg- ast af því, sem læra má af hinu misheppnaða valdaráni í Moskvu, er, að samsærismennimir virðast hafa verið ófærir um að fá samsinni eða tilstyrk hersins til að ganga á miUi bols og höfuðs á landsmönnum í þeim mæli sem þurfti til að valdaránið heppnað- ist. Þeir virðast hafa tap- að áttum af ofsahræðslu. Ef þeir hefðu enn trúað á hugsjónir kommún- ismans, hefðu þeir ef til vill ekki heykst á að beita þeim aðferðum, sem marx-leninistar hafa beitt frá árinu 1917 til þess að halda völdum. En jafnvel harðlínu- mennina virtist skorta trú á það kerfi, sem gat þá af sér. Það var engu líkara en þeir létu sljórn- ast af óljósri eðlishvöt til að hverfa aftur í tímann og kveða niður umbóta- öflin, sem þeir óttuðust og skildu ekki. Valdai-án- ið var örvæntingarfull tilraun til að bjarga sov- éska heimsveldinu frá upplausn. Sú staðreynd, að það fór út um þúfur, lilýtur að leiða til þess völdin færist til lýðveld- anna, einkum Rússlands Jeltsíns. Samband nú- tíma þjóðríkja I þessu felst marg- vísleg hætta. En heimur- hm getur þó reitt sig á, að lítil likindi eru á, að Samband hinna sós- íalísku sovétrílqa haldist óbreytt. Áhrif þess á þjóðimar, sem mynda það, og á heiminn, hafa næstum eingöngu verið af hmu Ula. Nú er tæki- færi til að söðlá um og koma á í staðinn sam- bandi núthna þjóðrikja. Þó að við fögnum endur- reisn [Míkhaíls] Gorb- atsjovs, sem sviptur var embætti sínu með ólög- legum hætti, ber að va- rast að leggja of mikla áherslu á manninn sjálf- an eða styðja að allt verði eins og áður en til valda- ránsins kom. Eystrasaltsríkin krefj- ast tíl dæmis algers sjálf- stæðis. Þau verða ekki aftur liluti af ríkjasam- bandinu. Vesturveldin viðurkenndu aldrei ihn- Iimun þeirra undir stjóm Stalíns; viðurkenna ættí sjálfstæði þeirra þegar í stað. Sama verður sjálf- sagt bráðlega upp á ten- ingnum að því er varðai- Moldovu, Armeníu og Georgiu.“ Vantaði skýra framtíðarsýn I forystugrein breska dagblaðsins The Inde- pendent 20. ágúst siðastl- iðinn er fjallað um sama efni og hér fyrir framan. Þar segir meðal annars: „Ef tíl vill höfum við öll verið of hrifin af því, hvemig Gorbatsjov hef- ur tekist, líkt og töfra- manninum Houdini forð- um, að komast frá erfið- leikunum. Vitneskjan um að staða hans væri veik varð hálfvegis að þoka fyrir einlægri von um, að hann héldi velli, af því að stefna hans virtíst svo augsýnilega hin eina rétta fyrir land hans og heiminn allan. Veikleikar hans vom augljósir. Hann hélt of lengi í trúna á, að mögulegt væri að bæta kerfið án þess að slíta það upp með rótum. Hann skortí skýra fram- tíðarsýn. Harni lét undir höfuð leggjast að beita róttækari breytingum miklu fyrr, sérstaklega í landbúnaðinum. Hann hefði átt að láta kjósa sig áður en vinsældir hans dvínuðu. Hann liikaði og gerði málamiðlanir, þeg- ar hann liefði átt að vera ákveðinn." Finnskir pennavinir í heimsókn Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Finnarnir seni komu i heimsókn. Miðhúsum, Reykhólasveit. DÖNSKUNEMENDUR í 9. bekk grunnskólans á Reykhólum hafa haft bréfasamband í tengslum við nám sitt í tungumálum við jafn- aldra sína í grunnskólanum í Hau- hon Kunta í Finnlandi og útkoman varð sú að með tilstuðlan kennara síns Jóns Olafssonar skólastjóra Reykhólaskóla komu hingað í Reykhólahrepp 15 nemendur 9. beklgar Hauhon Kuntanskóla ásamt tveimur kennurum sínum og 5 foreldrum. Hópurinn kom hingað sunnudag- inn 18. ágúst og var til 21. ágúst. Nemendur eru hjá jafnöldrum sínum víðsvegar um byggðarlagið og sumt af foreldrum eru hjá foreldrum sem hafa ánægju af að kynnast fjarlæg- asta fólkinu í norrænni samvinnu. 011 dagskráin var skipulögð og á mánudaginn voru gestirnir í samvist- um við gestgjafa sína, það er nem- endur í 9. bekk Reykhólaskóla. Á þriðjudaginn fór hópurinn með Eyjaferðum út í Flatey og meðal annars í þeirri ferð var settur út plóg- ur, dregin upp skel og fiskurinn borð- aður hrár úr skelinni. Á miðvikudaginn fór 'hópurinn norður í Strandasýslu og þar skoðaði hópurinn frystihúsið á Hólmavík undir leiðsögn kaupfélagsstjórans Jóns Alfreðssonar. Þegar heim kom var slegið upp balli fyrir krakkana. Foreldrafélagið við Reykhólaskóla gerði sitt til þess að gera dvöl gest- anna sem ánægjulegasta. Á fimmtudag var forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótt og farið að Gullfossi og Geysi á föstu- daginn. Heimför verður laugardag- inn_24. ágúst. Hér verður að Lelja brotið blað í samskiptum skóla og væri ánægju- legt ef nemendur héðan gætu farið í heimsókn til Finnlands. Þó tungu- málin séu ólík þá er fólkið að mörgu leyti líkt. Foreldrar hér óska Finnun- um góðrar heimkomu og þakka Jóni Ólafssyni fyrir ánægjulegt brautryðj- endastarf sem jafnframt því að stuðla að betri málakunnáttu og fé- lagslegum tengslum er mikil lyfti- stöng í ferðamálum héraðsins. - Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.