Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 36
36 Kennedy VÖNDUÐU verkfæra hjólaskáparnir og kisturnar frá Kennedy U.S.A. TIL AFGREIÐSLU AF LAGER. GOH VERÐ SÍMI: 653090, FAX: 650120 KAPLAHRAUNI5,220 HAFNARFJÖRÐUR Innihurðir í miklu úrvali. Massívar grenihuróir fró kr. 17.800,- Spónlagðar hurðirfró kr. 14.300,- Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sími 44544. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! y MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 —\!>,Y\ v’-1 -:>—m"""[ j'v'íVí. )—i—n—; I s. } félk í fréttum KAFFIHÚS Myndlistamenn koma æ meir mennirnir í auknum mæli í veit- ingahús? „Það er mjög hagstætt fyrir myndlistarmenn að sýna á stöðum eins og Kaffi Mílanó og víðar fyrir ýmsa hluta sakir. Til að byrja með er tilkostnaður hverf- andi miðað við að sýna í galleríum. Svo geta listamennirnir verið alveg öruggir á því að miklu fleiri staldra við og skoða verkin. Fólk situr og gefur sér tíma á kaffihúsi. Hjá mér er þetta til dæmis spurning um nokkur hundruð manns á hveijum degi sem koma og fara. Megnið af því fólki kemur aldrei í gallerí sérstaklega til að skoða myndlistarsýningar," segir Sverr- ir. En skoðar fólk á kaffíhúsum virkilega myndirnar? „Já, hvort það gerir og listamenn- irnir selja ágætlega, að minnsta kosti þeir sem hafa verið á veggj- unum hjá mér,“ segir Sverrir Þor- steinsson. Sverrir var að sumu leyti frumkvöðull í nýrri hönnun kaffihúsa hér á landi. Hvort að hann ætli að standa fyrir fleiri nýjungum á næstu misserum: „Kannski ekki nýjung, en við erum hætt að hafa opið á kvöldin fyrir matargesti. Hér er gífurleg umferð fólks á daginn, en fólk virðist líta á Kaffi Mílanó sem dagsstað, en ekki kvöldstað. Til þess að nýta húsnæðið betur ætl- um við því nú í haust að fara að leigja salinn eftir klukkan sjö á kvöldinn undir alls konar uppá- komur, fundi, partí og allt hvað eina. Það verður hægt að fá allan aðbúnað og fólk getur meira að segja ráðið matseðlinum ef fyrir- varinn er nægur. Það segir okkur hvað það vill og við gerum tilboð. Þessi breyting gæti farið út í það að við tökum að okkur svipaða þjónustu úti í bæ, tíminn leiðir það í ljós,“ sagði Sverrir Þorsteinsson. Morgunblaðið/Björn Blöndal Eftir að samningarnir höfðu verið undirritaðir - Jonathan Bow hinn nýji bandaríski leikmaður hjá IBK, Hannes Ragnarsson formaður og Jón Kr. Gíslason þjálfari fagna saman. Það hefur færst mjög í vöxt, að myndlistarmenn setja upp sýningar sínar í veitinga- og kaffi- húsum. Þetta er vel þekkt erlend- is, en hér á landi á þetta sér ekki ýkja langa sögu. Hér á landi hafa söfnin og gallerí út um borg og bí verið athvarf og vettvangur list- amannanna. Mokka, Hótel Lind, Torfan og Kaffi Mílanó eru dæmi um veitinga- og kaffihús sem hýsa sýningar um þessar mundir. Morg- unblaðið sló á þráðinn til Sverris Þorsteinssonar í Kaffi Mílanó og spurði hann hvort að mikið væri eftir því spurt að hengja upp verk á veggi kaffihússins. „Já, það er óhætt að segja það. Það má heita að síminn þagni ekki. Aftur á móti er ég persónu- lega mjög kredsinn og hleypi ekki öllum inn. Næst sýna hjá mer hjón sem síðast sýndu í Hafnarborg í Hafnarfirði," svaraði Sverrir. En hvers vegna sækja myndlista- Sverrir Þorsteinsson í Kaffi Mílanó. Whitney Houston. POPP Rödd Whitneys í stórhættu Söngkonan snjalla, Whitney Houston er í vondum mál- um um þessar mundir. Hún hefur ofreynt röddina og þjáist nú af alvarlegri ígerð í radd- böndunum. Læknar hafa tjáð henni að ástandið sé alvarlegt og hún verði að taka sér góða hvíld. Whitney hefur skilist að taki hún ekki mark á læknunum sé hugsanlegt að hún geti aldrei náð fyrri raddstyrk framar. Hún er sögð óttaslegin yfir þessu, sérstaklega vegna þess að erfitt er að segja nákvæm- lega hvað langa hvíld hún þurfi og því sé hætta á því að hún byrji aftur að brýna raustina of snemma og hleypi öllu í sama farið aftur. Hún hefur aflýst löngu tónleikaferðalagi um gervalla Kanada og tilkynnt að hún ætli að halda að sér hönd- um í að minnsta kosti einnmán- uð og sjá svo hvað setur. KÖRFUKNATTLEIKUR Jonathan Bow kem- ur til Keflavíkur Keflavík. Nýlega gekk Körfuknattleiksr- áð Keflavíkur frá samningi við Bandaríkjamanninn Jonathan Bow um að hann léki með liðinu í vetur, en hann hefur getið sér gott orð sem leikmaður með Hauk- um og KR. Þetta verður þriðja keppnistímabilið sem Bow leikur á íslandi og verður hann fyrsti erlendi leikmaðurinn sem þeim áfanga nær í úrvalsdeildinni. Við sama tækifæri endurnýjaði Jón Kr. Gíslason þjálfarasamning sinn við ÍBK en hann mun auk þess að þjálfa leika með liðinu. Þá hefur Hannes Ragnarsson tek- ið við formennsku í körfuknatt- leiksdeildinni af Sigurði Valgeirs- syni. Jonathan Bow sem er frá Fort Wayne í Indiana sagðist vera án- ægður með að vera kominn í raðir Keflvíkinga sem ættu eitt besta og skemmtilegasta liðið í úrvals- deildinni. Bow sagði að sér líkaði ákaflega vel á íslandi og komandi keppnistímabil legðist vel í sig. -BB COSPER / / Háreistar óskir er líka hægt að uppfylla Héðinshús - fyrir háreistar kröfur. = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI 6 » GARÐABÆ • SÍMI 52000 Hönnun • smföi • viögeröir • þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.