Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. AGUST 1991 17 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir BIRGI ÁRMANNSSON Stöðvarfjörður og Breiðdalsvík: Tilraun til sameiningar hrað- frystihúsanna fer út um þúfur FUNDUR hluthafa í Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarðar felldi á þriðju- dag tillögu stjórnar fyrirtækisins um sameiningu við Hraðfrysti- hús Breiðdælinga. Réð þar úrslitum, að hreppsnefnd Stöðvar- hrepps tók afstöðu gegn sameiningunni. Stuðningsmenn samein- ingarinnar töldu að þarna hefði farið forgörðum tækifæri til að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulíf á stöðunum með því að stofna eitt öflugt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki. Andstæðingar sameiningarinnar, sem flestir komu úr röðum smærri hluthafa og annarra heimamanna, töldu að með sameiningu hefði skapast hætta á fækkun atvinnutækifæra og að áhrif aðila utan sveitarfé- laganna á atvinnulífið hefðu getað vaxið. Sameining við Hraðfrysthús Breiðdælinga var felld á fundi hlut- hafa í Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarðar á þriðjudaginn. Hér sést fundarstjórinn, Jóhannes Pálsson, safna atkvæðaseðlum í lok fund- arins. Úr vinnslusalnum í Hraðfrystihúsi Breiðdælinga. Hraðfrystihúsin á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði (HBB og HSS) eru hvort um sig meginburðarás at- vinnulífsins á stöðunum. Um 350 manns búa í hvoru sveitarfélaginu og vinnur þorri íbúa hjá fyrirtækj- unum eða við þjónustustarfsemi sem tengist þeim. Sveiflur hafa verið í rekstri fyr- irtækjanna á undanförnum árum og í kjölfar erfiðleika á árunum 1988 og 1989 var rekstur þeirra beggja endurskipulagður með að- stoð frá Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina og Hlutafjár- sjóði Byggðastofnunar. Bæði fyr- irtækin þurftu þá að selja frá sér togara, fengu lengingu lána, auk þess sem Hlutafjársjóður kom inn í þau með nýtt hlutafé. Jafnframt jókst hlutur sveitarfélaganna í fyrirtækjunum. Hvatt til sameiningar vegna breytts rekstrarumhverfis Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja, að þessi fjárhagslega end- urskipulagning hafi skilað árangri og að fyrirtækin standi nú vel. Þeim ber hins vegar saman um, að breytt rekstrarumhverfi kalli á nýjar leiðir til að styrkja undirstöð- urnar. Jónas Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri HSS, segir að nú megi öllum vera ljóst, að ef fyrir- tæki lendi í erfiðleikum þýði ekki að leita til Byggðastofnunar eða opinberra sjóða, enda gangi ekki lengur að reka þau fyrir lánsfé. Svavar Þorsteinsson, framkvæmd- astjóri HBB, segir að nauðsynlegt sé að ná fram hagræðingu í rekstri þar sem kvóti fyrirtækjanna hafi verið skertur, afurðaverð hafi far- ið lækkandi en fjármagnskostnað- ur hækkandi. Með sameiningu mætti ná slíkri hagræðingu fram. í þessu sambandi er nefnt, að með sameiningu mætti til dæmis spara með því að sameina yfír- stjórn fyrirtækjanna og stoðdeild- ir, auk þess sem þannig mætti koma á aukinni verkaskiptingu milli húsanna og að hlutabréf í hinu sameinaða fyrirtæki yrðu fýsilegri kostur á almennum markaði heldur en bréf í hvoru húsinu fyrir sig. Sto'órnirnar ná samkomulagi Hugmyndir um sameiningu eru ekki nýjar af nálinni og fulltrúar HBB og HSS höfðu um nokkurt skeið unnið að undirbúningi henn- ar. Á þriðjudag voru haldnir hlut- hafafundir í fyrirtækjunum til að taka afstöðu til tillagna þar að lútandi. Þá lá fyrir samkomulag milli stjórna fyrirtækjanna um sameiningu, sem meðal annars gerði ráð fyrir að sameiginlegur rekstur skyldi hefjast 1. september næstkomandi en félagið skyldi rekið sem eitt félag frá næstu áramótum. í samkomulaginu var gert ráð fyrir að til að tryggja jafnvægi í rekstri sameinaðs félags skyldu eftirfarandi atriði höfð að leiðar- ljósi: a) Tryggt skyldi að fiskverkun og vinnsla færi fram bæði á Breiðdal- svík og Stöðvarfírði og jafnvægi yrði í atvinnuframboði á báðum stöðunum. Jafnframt skyldi haft að leiðarljósi að fólk ætti þess kost að stunda vinnu í heimabyggð sinni. b) íbúar á stöðunum skyldu hafa forgang að vinnu hjá félaginu. c) Leitast yrði við að jafnvægi ríkti í skiptingu hráefnis milli stað- anna. d) Við hagræðingu og/eða aukn- ingu vinnslugreina skyldi þess gætt að hún yrði jöfn í báðum byggðarlögunum. e) Yrðu stoðdeildir fyrirtækjanna sameinaðar skyldi þess gætt að jafnvægi yrði í framboði þjónustu- starfa innan fyrirtækisins á báð- um stöðunum. Andstaða meiri meðal hluthafa á Stöðvarfirði Þegar boðað var til hluthafa- fundanna á þriðjudaginn var talið fullljóst að sameiningin yrði sam- þykkt af hálfu HBB. Meðal heima- aðila var reyndar nokkur andstaða við þessa ráðstöfun en vitað var um stuðning Byggðastofnunar og Sambandsins, sem samanlagt ráða yfir um 70% hiutaljárins. Á Stöðv- arfirði var einnig andstaða við sameiningu meðal smærri hlut- hafa og var því ljóst, að hrepps- nefndin, sem fer með 28% at- kvæða í fyrirtækinu, hefði það í hendi sér hvort af sameiningu yrði eða ekki, enda þyrfti tillaga þar að lútandi stuðning tveggja þriðju til að ná fram að ganga. Af þessum sökum var afráðið að hefja ekki fundinn á Breiðdalsvík fyrr en niðurstaða fundarins á Stþðvarfirði lægi fyrir. Fulltrúi Stöðvarhrepps í stjórn HSS hafði fallist á sameininguna á þeim vettvangi en hreppsnefndin tók endanlega afstöðu á fundi á þriðjudaginn, sem lauk ekki fyrr en skömmu áður en hluthafafund- urinn hófst. Þar var samþykkt með meirihluta atkvæða að greiða atkvæði gegn sameiningu á hlut- Hraðfrystihús Breiðdælinga. Morgunblaðið/Þorkell Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar. hafafundinum, en ekki hefur feng- ist uppgefið hvernig atkvæði féllu nákvæmlega. Hluthafafundur hindrar sameiningu Þegar hluthafafundurinn hjá HSS hófst var af þessum sökum vitað hvert stefndi. Þar fóru þó fram nokkrar umræður um málið; Hafþór Guðmundsson, stjórnar- formaður fyrirtækisins, mælti fyr- ir. sameiningunni. Sama gerðu Jóhannes Pálsson, sem sæti 'á í stjórnum beggja fyrirtækjanna, og Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar. Gerð var grein fyrir samkomulagi stjórna fyrirtækjanna varðandi samein- ingu og svaráð fyrirspurnum fund- armanna. Þegar gengið var til atkvæða voru á fundinum fulltrúar fyrir 12.846 atkvæði og hefði þurft 8.564 atkvæði til að sameiningin næði fram að ganga. Svo fór að 7.706 atkvæði voru greidd sam- einingunni í vil en 5.135 á móti. Að atkvæðagreiðslunni lokinni sagði Svavar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri HBB, að hann liti svo á, að hér væri um endanlega afgreiðslu að ræða, og með þessu væri verið að binda enda á tilraun- ir til sameiningar fyrirtækjanna. Bæði hann og Jónas Ragnarsson, framkvæmdastjóri HSS, lýstu yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu, en þeir vonuðu að hægt yrði að finna leiðir til að mæta fyrirsjáan- legum vanda í rekstrinum. Ótti við afskipti aðila utan byggðarlaganna Ljóst er, að ýmsir hinna smærri ' hluthafa í HSS töldu að fyrirtækið stæði það vel, að ekki væri þörf á sameiningu. Aðilar utan byggð- arlaganna ættu yfirgnæfandi meirihluta hlutabréfa í HBB og áhrif þeirra á atvinnulíf á Stöðvar- firði færu mjög vaxandi við sam- einingu. Jafnframt virðist ljóst, að margir íbúar bæði á Stöðvar- fírði og á Breiðdalsvík óttuðust, að sú hagræðing, sem talað var um í sambandi við sameininguna, hefði í för með sér að störfum fækkaði. Enn fremur liggur fyrir, að mörgum íbúum var ekki að skapi, að þurfa hugsanlega að sækja atvinnu til nágrannabyggð- arlags, enda gætir nokkurs rígs milli íbúa á stöðunum. Sameining sveitarfélaganna í ljósi niðurstöðunnar af þessari tilraun til sameiningar frystihús- anna á Breiðdalsvík og Stöðv- arfirði liggur beint við að velta fyrir sér hvernig tilraun til samein- ingar sveitarfélaganna gengi. Fulltrúar hreppanna hafí staðið í slíkum viðræðum að undanförnu og ákveðið hefur verið að fá úr því skorið fyrir áramótin, hvort ástæða sé til að halda þeim áfram. Sveitarstjórnarmenn á stöðun- um segja, að ná megi fram ha- græðingu með slíkri sameiningu. Bæði sveitarfélögin séu fámenn og erfitt reynist að halda þar uppi allri þeirri þjónustu, sem fólk geri kröfu um í dag. Jafnframt sé ljóst að stjórnvöld þrýsti mjög á um sameiningu smærri sveitarfélaga og betra sé að ganga sjálfviljugur til slíkrar sameiningar en að gera það vegna valdboðs. Á móti er nefnt, að þótt aðeins séu 18 eða 19 kílómetrar milli þéttbýliskjarnanna í sveitarfélög- unum, þá sé þar um erfiðar skrið- ur að fara, og að vetri til geti reynst afar erfítt að halda vegin- um opnum. Næst verður fundað um sam- einingu Stöðvarhrepps og Breið- dalshrepps hinn 10. september og væntanlega skýrist ekki fyrr en í árslok hvort af henni verður. Þar yrði um athyglisverðan atburð að ræða, því það hefur ekki gerst áður hér á landi, að sveitarfélög með tveimur álíka stórum þéttbýl- iskjörnum hafi sameinast. Ef til þess kæmi, yrði væntanlega litið til sameiningarinnar sem mikil- vægs fordæmis fyrir sveitarfélög, sem við svipaðar aðstæður búa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.