Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 24
lUÖAaflAO’JA, 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 a 8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. AGUST 1991 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Hrun sovézka kommúnistaflokksins Nú þegar er ljóst, að hið misheppnaða valdarán í Moskvu mun hafa víðtækari afleiðingar og leiða til meiri breytinga í Sovétríkjunum en nokkum óraði fyrir, að orðið gæti. Eitt af því, sem við blas- ir eftir atburði gærdagsins í rússneska þinginu, er hrun sovézka kommúnistaflokks- ins. Rússland er langstærsta og fjölmennasta lýðveldi Sov- étríkjanna. Það er kjarni ríkja- sambandsins. í augsýn alþjóð- ar og fólks um víða veröld og frammi fyrir aðalritara sovézka kommúnistaflokks- ins, undirritaði Jeltsín, þjóð- kjörinn forseti Rússlands, til- skipun um tímabundið bann við starfsemi kommúnista- flokksins innan lögsögu rússneska lýðveldisins. í kjölf- ar þessarar tilskipunar hefur skrifstofum kommúnista- flokksins víðs vegar um landið verið lokað. í ljósi sögu Sovétríkjanna og kommúnistaflokksins eru þessir atburðir svo ótrúlegir, að menn standa agndofa. Kommúnistaflokkurinn hefur verið þungamiðjan í stjórn- kerfí kommúnista í Sovétríkj- unum. Allar aðrar stofnanir, herinn, KGB og embættis- mannakerfið, hafa lotið valdi kommúnistaflokksins. Fram á síðustu ár hefur starf aðalrit- ara kommúnistaflokksins ver- ið valdamesta embættið í Sov- étríkjunum. Kommúnista- flokkurinn hefur stjórnað öllu og þeir, sem ekki voru félagar í kommúnistaflokknum, gátu ekki búizt við nokkrum starfs- frama. Nú hefur starfsemi þessa flokks verið stöðvuð nánast í einu vetfangi og leið- togar hans, jafnvel forseti Sovétríkjanna, geta ekki að gert! Augljóst er, að veikasti hlekkurinn í málflutningi Gorbatsjovs á blaðamanna- fundinum í fyrradag var vörn hans fyrir kommúnistaflokk- inn. Hún var ekki sannfær- andi og jafnframt gaf hún til kynna, að sovézki forsetinn væri ekki í tengslum við raun- veruleikann í kringum sig, hann gerði sér einfaldlega ekki grein fyrir þeirri grund- vallarbreytingu, sem orðið hefur í sovézku þjóðfélagi á örfáum dögum. Haldi þessi þróun áfram verður ekkert eftir af sósíalismanum í Sov- étríkjunum eftir nokkur miss- eri og kommúnistaflokkurinn verður jafn lítill og áhrifalaus og bræðraflokkar hans eru í Austur-Evrópuríkjunum. Að vísu er ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr. Ekki má gleyma því, að þótt hrun kommúnistaflokks- ins blasi við er herinn enn sterkt afl í Sovétríkjunum. Þótt herinn hafi ekki staðið sameinaður að baki valdaræn- ingjunum er ekki þar með sagt, að hann muni ekki hlýða skipunum sovézka forsetans. Þess vegna er of snemmt að fagna sigri og líta svo á, að lýðræðissinnar hafi haft fullan sigur í Sovétríkjunum. En allt- ént er augljóst, að kjarninn í veldi kommúnista, flokkurinn sjálfur, er lamaður. Þegar hrun kommúnismans hófst í Austur-Evrópuríkjun- um gekk það ótrúlega fljótt fyrir sig. Hrun kommúnista- flokksins í Sovétríkjunum hef- ur orðið með ógnar hraða. Að sumu leyti má segja, að hann hafi fallið eins og spilaborg. Þessi flokkur hefur staðið fyrir einhverri mestu kúgun, sem mannkynið hefur kynnzt. í Sovétríkjunum sjálfum voru tugmilljónir manna drepnar samkvæmt ákvörðunum for- ystumanna kommúnista- flokksins. Nálæg ríki voru hernumin samkvæmt ákvörð- unum þessa flokks. Sovézkir skriðdrekar ruddust um og fólk var myrt með köldu blóði skv. skipunum þessa flokks. Nú tala menn í Sovétríkjunum um valdaræningjana sem glæpamenn. Hver er munur- inn á valdaræningjunum og þeim, sem stjórnað hafa kommúnistaflokki Sovétríkj- anna frá því að byltingin var gerð og fram eftir öldinni? Margt bendir til þess, að tími uppgjörsins við þessaa fortíð sé að ganga í garð í Sovétríkjunum. Það verður sársaukafullt uppgjör en það verður mikil hreinsun í sovézku þjóðfélagi. Það er traustvekjandi að fylgjast með umræðum af því tagi, sem fram fóru í rússneska þinginu í gær. Sá magnaði fundur bendir til þess, að lýðræðið sé að byija að festa rætur austur þar. VALDARANIÐ I KREML MISTOKST Stofufangelsisvist Gorbatsjovs: Valdaræningj ar tóku dulmálslykla fyrir kjarnavopn London. Reuter. HARÐLÍNUMENNIRNIR, sem gerðu tilraun til valdaráns í Sov- étríkjunum, hafa líklega haft yfir- stjórn sovésku kjarnorkuvopn- Afstaða hersins: Avallt and- vígur vald- aráninu -segir aðstoðar- varnarmálaráðherra Moskvu. Reuter. JÚRÍJ Jasín, hershöfðing-i og að- stoðarvarnarmálaráðherra í Sov- étríkjunum, sagði að yfirmenn hersins hefðu ákveðið að óhlýðnast skipunum hinnar sjálfskipuðu neyðarnefndar á fundi sem haldinn var kl. 9 á miðvikudagsmorgun. Meðal þeirra sem sæti áttu í neyð- arnefndinni, var Dmítríj Jazov, þáverandi varnarmálaráðherra. Jasín sagði fæsta yfirmenn hersins hafa vitað nokkuð um valdaránið fyrr en á mánudagsmorgun og að hersveit- irnar hefðu unnið samkvæmt skipun- um Jazovs. Herinn hreyfði engum mótmælum við valdaráninu fyrr en á miðvikudag, að þeim hermönnum und- anskildum sem gengu tii liðs við Bor- ís Jeltsín. Að sögn Jasíns var ákveðið á fundinum á miðvikudag að skipa öllum hersveitunum að fara frá Moskvu, aflétta útgöngubanni, hætta stuðningi við neyðarstjórnina og biðja Jazov varnarmálaráðherra að gera slíkt hið sama. Auk Jasíns hafa yfirstjómir örygg- islögreglunnar KGB, innanríkisráðu- neytisins og kommúnistaflokksins fírrt sig allri ábyrgð á valdaráninu. anna á sinni hendi um hríð, að sögpi breskra sérfræðinga í varn- armálum. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir rúss- neskum þingmánni, Vladímír Lys- enkó, að samsærismennirnir hafi tekið í sína vörslu skjalatösku Míkhaíls Gorbatsjovs meðan þeir héldu honum í stofufangelsi á Krímskaga. í töskunni hafi verið dulmálslyklar sem notaðir yrðu ef gefin yrði skipun um notkun kjarnorkuvopna. „Líf heimsbyggðarinnar var í höndum manna sem Gorbatsjov hef- ur kallað ævintýramenn," segir blað- ið. George Bush Bandaríkjaforseti segir að hann hafí ekki fengið nein- ar upplýsingar um breytingar á yfir- stjórn kjarnorkuvopna Sovétríkj- anna þá þijá daga sem ekki náðist samband við Gorbatsjov og óvissa ríkti vegna valdaránsins. Hann sagði fréttamönnum að ekkert benti til þess að hætta hafi verið á kjamorku- vopnaátökum. Gorbatsjov skýrði frá því á frétta- mannafundi á fimmtudag að hann hefði ekki haft neina möguleika á að ná sambandi við umheiminn meðan hann var í stofufangelsi í sumarhúsi sínu. Ymsir sérfræðingar í alþjóðamálum segjast furðu lostnir yfir því að voldugasti maður risa- veldis skuli ekki hafa traustari mög- uleika á fjarskiptum en raun beri vitni. „Mér finnst þetta harla viðvan- ingslega að verki staðið," sagði Sir John Hackett, breskur hershöfðingi á eftirlaunum og höfundur skáld- sögu um átök milli risaveldanna tveggja. Sérfræðingur í varnarmál- um sagði einkennilegt að ekki væri tryggt að Sovétleiðtoginn geti not- fært sér gervihnattasamband; hann virðist hafa treyst á hefðbundnar símalínur sem valdaræningjar hafi að sjálfsögðu tekið úr sambandi. ■ í’.wlií fcf t- Moskva í sigurvímu Reuter Geysilegur manníjöldi, að líkindum hundruð þúsunda manna, söfnuðust saman á fimmtudag við hús rússneska þingsins til að fagna afhroði harðlínuaflanna og hylla Borís Jeltsín, forseta Rússlands. Jeltsín sagði þjóðina hafa unnið bug á afturhaldinu og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann skýrði frá því-að hinn gamli fáni Rússlands keisaranna væri á ný orðinn þjóðfáni landsins. Stjórnmálaskýrendur álíta að Jeltsín sé nú orðinn áhrifamesti leiðtogi Sovétríkjanna þótt Míkhaíl Gorbatsjóv haldi enn sovéska forsetaembættinu. Heimsblöðin um Sovétríkin: Harðlínumemi hafa greitt sjálfum sér náðarhöggið London. Reuter. VIÐBRÖGÐ heimsblaða við enda- lokum valdaránsins í Moskvu ein- kenndust af gleði yfir lyktum þess og sigri lýðræðisafla. Almennt er talið að Borís Jeltsín slandi með pálmann í höndunum eftir atburð- ina, og að harðlínumennirnir hafi haft sjálfa sig og málstað sinn að fífli. Mörg blöð hvöttu til aukinnar efnahagsaðstoðar við Sovétríkin, en vöruðu Míkhaíl Gorbatsjov, Bor- ís Jeltsín og sovéska alþýðu við því að enn væri mikið verk óunnið og vandamálin mörg. Bandaríska blaðið New York Times sagði á þriðjudag, að sovésk alþýða hefði snúið bökum saman gegn síð- ustu örþrifaráðum gömlu afturhalds- aflanna og að „hafi einhveijir efast um að ferskir vindar léku um Sovét- ríkin, hefur þessi stórkostlegi sigur frelsisins sannfærí þá.“ Blöðin fögn- uðu því hve fáir létust í valdaráninu, hæddust að samsæri harðlínumann- ana og kölluðu hálfvelgju. S-afríska blaðið Business Day sagði Pravda full siálfsásökunar lUncl/im Pmdm' Moskvu. Reuter. PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins í áratugi, birti í dag á forsíðu yfirlýsingu þar sem starfsmenn saka sig um að hafa ekki sýnt hlutlægni í fréttaflutningi af valdaránstilrauninni. Starfsmannafé- lag Prövdu heitir því að gera breytingar á starfsliði blaðsins og ýms- ir verði látnir víkja. Þar segir ennfremur að hefði Pravda kunngert afdráttarlaust um stöðu helstu málgagna kommúnistaflokksins viðvíkj- andi hinni svonefndu neyðarnefnd hefði það getað breytt gangi mála. Klykkt er út með að heita því að undirtitli blaðsins verði breytt. Hann var í morgun „Almennt sljórnmáladagblað KOmmúnistaflokksins" í stað „málgagn Kommúnistaflokksins“. í yfirlýsingunni er sagt að ástæða sé til að áfellast blaðið fyrir að mið- stjórn og stjórnmálaráð flokksins skuli ekki hafa gripið í taumana og með þessu hafi umbótasinnuðum kommúnistum verið gerður hinn mesti óleikur. Þetta hafi orðið til að ýta undir að bylgja kommúnista- andúðar ríði yfir Sovétríkin. Þá tilkynnti Izvestía, dagblað rík- isstjórnarinnar, að Nikolaj Jefímov, afturhaldssamur ritstjórí blaðsins, hefði verið rekinn úr starfi. í stað hans muni frjálslyndur umbótasinni og aðstoðarritstjóri, Igor Golumbíov- skíj, taka við. Jefímov var skipaður í starfið af Anatólíj Lúkjanov, for- seta Æðsta ráðsins, sem nú er sagð- ur einn helsti skipuleggjandi valdar- ánstilraunarinnar. Pravda og íz- vestíja voru tvö af níu blöðum sem birtu tilskipanir neyðarnefndarinnar þar sem sovéska þjóðin var hvött til að styðja aðgerðir hennar. Sovéska sjónvarpið, sem birti einnig allar tilskipanirnar, sýndi á fimmtudag myndir frá átökunum í grennd við rússneska þinghúsið í Moskvu. Þar voru þrír menn drepn- ir. Þá greindi Borís Jeltsín Rúss- landsforseti frá því að hann hefði rekið úr starfi Leoníd Kravtsjenkó, yfirmann TASS-fréttastofunnar. Brottvikningin hefur ekki verið stað- fest opinberlega. Míkhaíl Gorbatsjov réð Kravtsjénkó og hefur opinber- lega lögsögu yfir TASS. Sovéska sjónvarpið sagði að Valentín Lasútk- in, sem var næstæðsti stjórnandi á TASS, hefði tekið við daglegum rekstri fréttastofunnar. Flaug Jazov til Krím fyrir valdaránið? Vona að Jeltsín verði forseti Sovétríkjanna - segir Natalía Viktorovna Demidova „ÞETTA er ótrúlegur Iéttir. Það er erfitt að lýsa því með orðum en ég get sagt að þriðjudagurinn og dagurinn í gær voru eins og svart og hvítt. Fyrstu tvo dagana eftir að fregnin um vaidaránið barst var ég gjörsamlega niðurbrotin manneskja,“ segir Natalía Viktorovna Demidova sem kom hingað til Islands frá Leníngrad í lok janúar. „Ég var hrædd, mjög hrædd við óvissuna, sár og reið út í harðlínuklíkuna sem hafði svo óvænt hrifsað völdin og hafði gífurlegar áhyggjur af vinum mínum og fjölskyldu sem ég hef ekki haft spurnir af síðan þetta dundi yfir. Það var ekki fyrr en á mið- vikudagsmorgun að mér varð heldur rórra. Ekki af því að ástandið væri neitt betra. Það var ekki fyrr en um hádegisbil að ljóst varð að valdarænin- gjamir voru ,að láta í minni po- kann. Við fyrstu fregnir af því að dæmið væri að snúast við var ég milli vonar og ótta, vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta, en nú er ég glöð og þakklát fyrir að frelsi og lýðræði hafa sigrað þá andstyggð sem kommúnismi og einræði eru.“ Natalía hefur ekki getað náð í ættingja sína og vini í Sovét- ríkjunum enn: „Það sem mér er kannski efst í huga núna er löng- unin til að skreppa heim og sjá það með mínum eigin eyrum og heyra fólkið mitt segja að allt sé í lagi. Þrátt fyrir þennan ósegjanlega létti er ég ekki mjög bjartsýn á framhaldið. Ég vona að þeir sem nú hafa sigrað standi við það að sækja valdaræningjana til saka og þá verður ekki hjá því komist að rannsaka hlut Gorbatsjovs í þess- um atburðum. Það þarf enginn að segja mér að hann hafi ekki haft veður af því sem var í aðsigi. Hvernig forseti er það sem kemur bara af fjöllum þegar svona ósköp dynja yfir? Sjálf er ég ekki ýkja hrifín af Gorbatsjov. Ef hann á að hljóta stuðning þjóðarinnar þarf hann að sýna í verki að honum er alvara með að bæta lífskjörin. Sovétmenn hafa ekki þekkt annað en þrældóm en þeir sætta sig ekki við slíkt leng- ur. Það sýna síðustu atburðir svo ekki verður um villst. Ég hef mæt- ur á Jeltsín og ég vona innilega að þetta verði til þess að hann verði forseti Sovétríkjanna." Natalía kom til íslands ásamt íslenskum vini sínum frá Len- íngrad þar sem hún vann við að skipuleggja popptónleika. „Þeir íslendingar sem ég hef kynnst eru vinsamlegir og taka mér vel en ég rek mig sífellt á það að þið vitið ekkert um Sovétríkin, ekkert Natalía Viktorovna Demidova um það líf sem lifað er þar, þið vitið ýmislegt um pólitíkina þar og eruð vel að ykkur um hagi Gor- batsjovs og Jeltsíns, en þar með er það eiginlega upptalið. Hjá okk- ur er mikið að gerast í lista- og menningarlífi og þar er gróskan mest utan hins opinbera kerfis, ekki síst í poppinu sem er einskon- ar neðanjarðarstarfsemi enn sem komið er.“ Viðtal: ÁR Washington. International Herald Tribune. AÐ SÖGN bandarískra embættis- manna flaug Dmítríj Jazov, mar- skálkur og fyrrum varnarmálaráð- herra Sovétríkjanna, til Krímskaga við Svartahaf og ræddi við Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann og aðrir háttsettir sovéskir cmbættismenn gerðu til- raun til að fremja valdarán aðfara- nótt mánudags. Bandarísku embættismennirnir segja að ekki sé vitað hvað Gorbatsjov og Jazov fór á milli, en ýmsar ályktan- ir megi draga af för varnarmálaráð- herrans. í fyrsta lagi gæti verið að hann hafi flogið til Krímskaga, þar sem Gorbatsjov var í sumarleyfi, til þess að greina forsetanum frá því að bola ætti honum frá völdum og hann yrði settur í stofufangelsi. Sé þetta rétt, sagði ónafngreindur heimildarmaður, gæti marskálkurinn einnig hafa viljað fullvissa sig um trygglyndi varðmannanna, sem áttu að gæta Gorbatsjovs. Embættismennirnir sögðu að í öðru lagi gæti verið að Jazov hafi viljað reyna að semja um það á síðustu stundu við Qorbatsjov að hann gengi í lið með harðlínumönnum og skrifaði ekki undir sambandssáttmálann, sem draga átti úr valdi miðstjórnarinnar og veita því til Sovétlýðveldanna. „Ýmislegt bendir til þess að komið hafi verið að máli við hann,“ sagði starfsmaður bandaríska utanríkisráð- uneytisins og átti við Gorbatsjov. „Ekkert hefur komið fram til að úti- loka þessar kenningar. En einnig gæti verið að Jazov hafi einfaldlega farið til Krímskaga til þess að vera viss um að hann yrði handtekinn." í frásögn Gorbatsjovs af fangavist- inni á Krímskaga hefur hvergi komið fram að neinn áttmenningana, sem sæti áttu í sjálfskipuðu neyðarnefnd- inni, hafi komið að máli við sig fyrir handtökuna. að forseti landsins, F.W. de Klerk, og Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, þyrftu að kveða niður gjaldþrota hug- myndafræði, og að löndin tvö þyrftu bæði að fást við þijóta sem teldu sig geta snúið hjóli tímans aftur á bak. Dagbladet í Noregi sagði að lýðræð- isöflin hefðu sýnt að þeim væri treyst- andi, „nú verður að veita þeim gríðar- lega efnahags- og tækniaðstoð.“ Fréttaskýrenduni bar saman um að misheppnað valdaránið hefði í raun veitt kommúnistaflokknum náðar- höggið og belgíska dagblaðið Het Nieuwsblad, sagði að á augabragði hefði örvæntingarfullt valdaránið flýtt fyrir þeirri þróun seni ætlunin var að stöðva. Blaðamaður breska vikublaðs- ins The Spectator hélt fram, að ekki ætti að leyfa Gorbatsjov að bjarga sovéska heimsveldinu, heldur nýta tækifærið og taka upp lýðræðislegri stjórnarhætti þar. Spænska blaðið EI Pais vitnaði í hetju Cervantes, Don Kíkóta, til að sýna gleði sína vegna loka valdaráns- ins: „Frelsi, Sansjó, er ein dýrmæt- asta gjöf himinsins, enginn fjársjóður á sjó eða landi jafnast á við það; fyr- ir frelsið, eins og fyrir heiðurinn, get- ur maður og verður að leggja lífið að veði.“ Viðbrögð í Asíu við valdaráninu: N-Kórea og Kína þegja þirnnu hljóði Tókíó, Peking, Seúl. Reuter. RÁÐAMENN í Japan, S-Kóreu, Mongólíu og Tævan lýstu yfir ein- dregnum fögnuði yfir falli valda- ræningjanna í Moskvu, og að Mík- haíl Gorbatsjov væri aftur kominn í forsetastól. Tævönsk stjórnvöld sögðu að niðurstaða valdaránsins sýndi, að staða harðlínukommún- ista í Peking væri glötuð. í Kína og N-Kóreu var andinn annar, í opinberum fjölmiðlum var stutt- lega sagt frá því að valdatakan liefði farið út um þúfur, og að so- véski forsetinn sæti aftur við völd, en atburðirnir annars afgreiddir sem innanrikismál. Japan brást fljótt við falli valdaræn- ingjanna, og linnti höftum á efnahags- aðstoð til Sovétríkjanna, serh stjórnin hafði sett degi áður í mótmælaskyni við valdaránið. Forsætisráðherra Jap- ans, Toshiki Kaifu, fagnaði endur- komu Gorbatsjovs og boðaði um 100 milljóna dollara (sex milljarða ÍSK) lán til Sovétríkjanna, er aðallega skal nota til matvælakaupa, og tækniað- stoð. Hann sagði þó að Japan mundi ekki láta af kröfum sínum til Kúrileyj- anna fjögurra sem Sovétmenn hert- óku af Japönum í stríðslok. Stjórnvöld í Mongólíu og S-Kóreu fögnuðu einnig „gleðilegum lyktum" valdaránsins. í Norður-Kóreu og Kína kvað við annan tón, en í yfirlýsingu frá kínverskum ráðamönnum sagði þó, að þeir „virtu. val sovéskar alþýðu um að andæfa hernaðarlegu valdar- áni,“ og koma forseta Sovétríkjanna til fyrri valda. *• Fjármála- markaðir í fyrra horf Londoii. Reuter. Fjármálamarkaðir heimsins voru á fimmtudag komnir í sama horf og í síðustu viku áður en valdarán- ið var reynt í Sovétríkjunum. Þriggja daga óstöðugleika er lokið. Verð á hlutabréfamörkuðum hækk- aði og var komið í svipaða stöðu og fyrir helgi. Á sama tíma lækkaði Bandaríkjadollar aðeins í verði. OIíu- verð, sem hækkaði um tvo dollara á meðan á valdaráninu stóð, hefur einn- ig endurheimt fyrri stöðugleika. Felix fallinn í ónáð Reuter Styttan af Felix Dzershínskíj, pólskum aðalsmanni og bolsévikka, er kom á laggirnar öryggislögreglu Sovét- ríkjanna skðmmu eftir byltinguna 1917, var rifin niður á fimmtudag í Moskvu. Styttan stóð fyrir utan aðal- stöðvar hinnar illræmdu öiyggislögreglu kommúnistastjórnarinnar, KGB, í Lúbjanka-byggingunni við götu sem kennd er við Dzershínskíj. Borgarstjóri Moskvu, umbótasinninn Gavríl Popov, mun hafa gefið leyfi til þess að Járn-Felix, eins og frumkvöðullinn var gjarnan nefndur, yrði tekinn af stalli. Upphaflega hét lögreglan Tséka, síðar NKVD og nú KGB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.