Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 37
37 1VU3WÍQ. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 HEIL £ Ð A H ALF Námskeið TIL 30 RÚMLESTA RÉTTINDA hefst mánudaginn 2. sept. og lýkiir með prófi 18. okt. Námskeiðagjald: 18000kr. (námsgögn ekki innifalin). Semja má um greiðslu. Hjónaafsláttur: 10% Kennt er á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 7- Námsefni: Siglingarfræði Alþjóðasiglingareglur. Stöðugleiki fiskiskipa. Fjarskipti og veður. Siglingatæki (loran, radar, dýptarmælir). Skyndihjálp. Öryggis- og björgunarbúnaður. Eldvarnir og slökkvistarf. Vélin. Öll námsgögn fást í skólanum Námskeið TIL HAFSSIGLINGA Á SKÚTUM (Yachmaster Offshore) hefst þriðjudaginn 3. sept. og lýkur með prófi 19. okt. Námskeiðagjald: 18000 kr. (námsgögn ekki innifalin). Semja má um greiðslu. Hjónaafsláttur: 10% Kennsla fer fram á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 7-11. Námsefni: Siglingafræði. Sjómennska. Veðurfræði. tnnritun alla daga og kvöld til 2. sept. í símum 689885 og 31092 Metsölubloó á hvetjum degi! AÐSTOÐ Michael Jackson studdi góðgerðarstofnun SIGUNCASKÓUNN LÁGMÚLA 7 - meðlimur i Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA. HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS hefur vmrúnginn Alice Cooper, „Coop“ í miklum ham á tónleikum nýverið. ROKK „Coop“ ekki dauður enn Gamla rokktröllið Alice Cooper, sem er karlkyns þrátt fyrir nafnið, er komið á fulla ferð með nýja hljómplötu sem heitir því nærgætna nafni „Hey Stoopid", eða „Hæ, þú þama fíflið þitt“. Heyrst hefur að hinn 44 ára gamli Cooper hafí sent frá sér kostagrip að þessu sinni og undrast það margir, því Co'oper er einn af þeim sem allir eru að bíða eftir að brenni út. Hann eyðilagði sig næstum gersamlega á áfengis- og lyfja- neyslu hér á árum áður, en reif sig upp úr því. Þó hann sé ekki fíkill lengur þykir hann hálfbrjálað- ur í uppátækjum og skapi allar götur síðan og framkoma hans á sviði fær marga til að halda að maðurinn eigi skammt eftir yfir- um. Cooper sagði hins vegar nýlegá að þetta væri meira og minna til að sýnast, hann væri í raun hin ljúfasti drengur. Menn yrðu að átta sig á því, að samkeppnin væri gífurleg og fjöldi rokkhljóm- sveita sem njóta vaxandi vinsælda í dag eru skipaðar kornungum mönnum sem leita á margan hátt leynt og ljóst í smiðju Coopers. „Ég verð að sýna þessum gaurum hver er meistarinn og ég sé ekki dauður enn. Þegar ég næ mér á strik þá eiga þessir drengir ekki glætu. Én þeir eru samt efnilegir margir hverjir," segir Cooper. Það eru 20 ár síðan að Coo- per,eða„hinn raunverulegi Coop“ eins og hann hefur verið uppnefnd- ur eftir að sjónvarpsþættirnir um Twin Peaks hófust, hóf að kyija sitt óvenjulega rokk. Því fylgdu hrollvekjandi sýningar þar sem sjónhvei'fíngum var beitt með slíkri sannfæringu að fólk trúði því að saklaus dýr væru haushöggvin og limlest og Coop sjálfur svipti sig lífí, ýmist með því að hengja sig á sviðinu eða með því að leggjast undir fallexi. Enn í dag gerir karl- inn út á hryllinginn á tónleikum sínum, en rokkið þykir vandaðra og betra. Bandaríski popparinn og furðu- fuglinn Mi.chael Jackson kemur sjaldan ótilneyddur úr fylgsni sínu, helst til þess að fara í hljómplötuupptökur eða hljóm- leikaferðalög. Fyrir skömmu gerði hann sér hins vegar lítið fyrir og mætti á íjáröflunaruppákomu samtaka sem halda sjóð til ha'nda foreldrum og börnum sem eiga við áfengis- og lyfjaneisluvandamál að stríða. Samtökin hafa aðsetur í Los Angeles. Það var uppi fótur og fit er Jack- son gekk í salinn, íklæddur el- drauðum jakka og með svartan hatt á höfði. Gekk hann um salinn og klappaði börnum á kollinn, svipti meira að segja einni lítilli dömu í faðm sinn og smellti kossi á litlu kinnina. Samtökin sem um ræðir eru skip- uð blökkufólki og aðstoð þeirra rennur til blökkufólks. Uppákom- an var haldin þar sem sjóðurinn var þurrausinn og kominn í þrot. Er leitað var til Jacksons tók hann því vel að koma á staðinn og stuðla þannig að góðu málefni. Sagði hann stöðu sjóðsins sýna svart á hvítu hvernig litið væri á blökku- 0HITACHI Rafmagnsverkfæri í úrvali. t.d. 7 gerðir af Slípirokkum 115 mm - 230 mm, verð frá kr. 12.043.00 Yfir 40 mismunandi tegundir af vélum á lager. ísboltar Fes tin gameis tarar Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður Sími: 91-652965 Fax: 91-652920 Opnunartími er 8-18 alla virka daga og Laugardaga 9-13. Michael Jackson lék á alls oddi innan um börnin. menn sem minna mættu sín. Ef Sjóðurinn hjálpaði 100 ungmenn- sjóðurinn væri fyrir hvíta væru um og kom þeim á skólagöngu á engin vandkvæði að fá fjármagn. síðasta ári. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.