Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐÍÐ LAÚGAEDAGUR 2Í4I ÁGÚST 1Ó9Í 29 gengur illa að fá fagfólk til að vinna við þessa iðngrein í Vestur-Evrópu - en í Póllandi er nóg af góðu fag- fólki sem er reiðubúið að vinna við þetta og því fór ég til Póllands með framleiðsluna. Þetta gefur mögu- leika á að bjóða talsvert ódýrari hnakka án þess það komi niður á gæðunum," sagði Kóki. „Kóki Grand Prix“ er ekki kom- inn á markað á íslandi enn sem komið er en hann sagðist hafa dreift milli 20 og 30 hnökkum til vina og kunningja til kynningar. í ráði er að setja hnakkinn á markað hérlendis í haust en ekki ákveðið hvernig verði að markaðssetningu staðið. Ekki lætur Kóki staðar numið við reiðtygin því væntanlegur er á markaðinn frá honum reiðfatnaður sem saumaður verður á Ítalíu og í Belgíu og hafin er framleiðsla á tveggja og fjögurra hesta kerrum. Er undirvagninn framleiddur í Þýskalandi en yfirbyggingin, sem er úr „trefjaplasti“ í Póllandi þar sem kerrurnar verða einnig settar saman. Allar þessar vörutegundir verða seldar undir vörumerkinu Top Rider International. Aðspurður um hvort hann væri hættur í hestasölunni sagði Kóki það ekki vera en gat þess að eftir- tekjan af hestasölunni væri það naum að menn mættu þakka fyrir að hafa í sig og á. „Það fara mikl- ar upphæðir í gegnum hendur manns í hestasölunni en það situr lítið eftir þegar upp er staðið," sagði Kóki og gat þess að hann hefði hana svona meðfram. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Kóki með nýja hnakkinn á mótsstað á heimsmeistaramótinu. Frá undirritun samningsins, frá vinstri Sigurður J. Sigurðsson for- seti bæjarstjórnar, Halldór Jónsson bæjarstjóri og Aðalsteinn Sigur- geirsson formaður Þórs. Akureyrarbær: Samið um Hamar UNDIRRITAÐUR var í gær viðbótarsamningur á milli Akureyrar og Iþróttafélagsins Þórs vegna byggingar félagsheimilisins Hamars við Skarðshlíð. Heildarkostnaður vegna byggingarinnar nemur 106,7 milljónum króna en styrkur bæjarins er 66,7 milljónir króna. Samkvæmt rammasamningi milli bæjarins og íþróttabandalags Ak- ureyrar greiðir bærinn 75% kostn- aðað vegna íþróttamannavirkja og 50% vegna félagsaðstöðu. Samningurinn sem undirritaður var í gær var vegna styrks að upp- hæð 34,7 milljónir og nær til bygg- ingar félagsaðstöðu í húsinu. A ár- unum 1986-’89 greiddi bærinn Þór styrk vegna byggingarinnar að upp- hæð 3,2 milljónir og vegna vélaleigu 5,2 milljónir. Þá hefur félagið feng- ið 2,8 milljónir úr íþróttasjóði ríkis- ins. Heildarkostnaður vegna bygg- ingarinnarer 106,7 milljónir, hlutur Akureyrarbæjar samkvæmt ramm- asamningi er 66,7 milljónir, þannig að Þór þarf að fjármagna 40 millj- ónir króna vegna framkvæmdanna. Píta og pizza á grillið Enn notum við grillið enda ekkert lát á sumarblíðu þegar þetta er skrifað. í dag, 12. ágúst, rigndi að vísu mikið og eldaði ég matinn á útigrillinu undir regnhlíf. Ef fer sem horfir grilla ég líklega jólaijúpurnar á útigrilli. Þær eru áreiðanlega góðar þannig. Ég ætla að sanna að hægt sé að elda allt á útigrilli og tók nú fyrir vinsælan mat, pizzu og pítu og árangurinn lét ekki á sér standa. Þetta er rétta aðferðin, og auðvitað var það grænmetispizza sem tilheyrir þessum árstíma, en að sjálfsögðu geta þeir sem það vilja sett kjöthakk, skinku og pepperoni á sína pizzu. í pítuna fóru grillað- ar þunnar nautakjötssneiðar, blaðsalat og svo fór hrátt grænmeti í sósuna. Ég notaði gasgrill, en tók kolin ofan af grindinni áður en ég bak- aði brauðið. Ég setti brauðið ofan á álpappír á grindina, matreiddi grænmetiskássuna án kola í Wok-pönnu, en setti svo kolin á áður en ég steikti nautakjötið. 4. Þvoið sprotakál og blómkál, skiptið í litlar greinar. 5. Taka má hýðið af tómötum með því að hella sjóðandi vatni yfir þá og láta þá standa í vatninu í 'h mínútu. 6. Takið grindina af grillinu. Setjið pönnu eða annað ílát á neðri grindina á gasgrillinu eða beint á glóðina á kolagrillinu. 7. Setjið matarolíu á pönnuna, smyijið henni á hana með eldhús- pappír. Setjið gulrætur, lauk, sell- erí og chilipipar á pönnuna, hreyf- ið í 2-3 mínútur með spaða, en Pizzubotn 3 stk. . 3 dl hveiti 3 dl fínt heilhveiti, fæst í heilsu- fæðisbúðum 2 tsk. þurrger 'h tsk. salt 1 msk. matarolía 2 'hd\ ylvogt vatn 1. Setjið hveiti, heilhveiti, þurr- ger, salt og matarolíu í skál. 2. Takið fingurvolgt vatn úr krananum, alls ekki heitara, setið út í og hrærið saman með sleif, leggið stykki yfir. Látið standa í skálinni meðan þið búið til fylling- una. Fyllingin 3 msk. Pizza topping eða Pizza pronto 1 msk. matarolía 4 meðalstórar gulrætur 1 stór laukur 2 sellerístönglar 2-3 stórir sprotar sprotakál (brokkoli) 1 lítill blómkálshaus 5 stórir tómatar 1 stór parika ögn af chilipipar væn grein fersk steinselja ferskt oregano, nota má 1 tsk. þurrkað 150 gr maribóostui' eða annar mjólkurostur, sá sem ykkur hent- ar setjið þá tómata út í. Færið nú pönnuna frá glóðinni ef þið notið kolagrill setjið á grindina, setjið á aðalgrindina, ef þið notið gasgr- ill. Setjið lok á pönnuna og sjóðið í 10 mínútur. Pizzan búin til Ef grillið er stórt má baka brauðið um leið og grænmetið er soðið á pönnunni. Annars er best að sjóða grænmetið fyrst og brauðið á eftir. 1. Hitið útigrillið, notið íhvolfa pönnu (Wok) eða hentugan pott eða pönnu með þunnum botni. Líka má nota eldfasta skál eða fat. Best er að hún sé úr keramik. 2. Afhýðið lauk, þvoið gulrætur og selleristöngla, skafið eða af- hýðið gulrætur ekki, mest vítamín er við hýðið. Skerið í örþunnar sneiðar. 3. Takið steina úr chilipipar og saxið fínt. 8. Setjið sprotakál og blómkál ofan á og sjóðið áfram undir hlemmi í 5-7 mínútur. 9. Fletjið deigið út í 3 pizzu- botna, u.þ.b. 23 sm í þvermál. 10. Setjið botnana á álpappírinn á grindinni og bakið í nokkrar mínútur á báðum hliðum þar til brúnir blettir myndast. 11. Smyijið pizzubotnana með Pizza topping. Skiptið síðan græn- metinu jafnt á botnana. Klippið síðan steinselju og setjið yfir ásamt oregano. 12. Skerið ostinn í sneiðar og raðið yfir. 13. Takið stilk og steina úr papriku, skerið í sneiðar og setjið yfir ostinn. 14. Setjið mesta straum á grill- ið, leggið pizzurnar á álpappírinn og bakið í um 7 mínútur. Píta með nautakjöti og hráu grænmeti Pítubrauð, 8 stk. 5 dl hveiti 'h tsk. salt ‘Atsk. sykur 1 tsk. fínt þurrger 2 dl fingurvolgt vatn 8 þunnar nautakjötssneiðar salt/nýmalaður pipar pítusósa nokkur stór blaðsalatblöð 1. Setjið hveiti, salt, sykur og þurrger í skál. 2. Notið fingui-volgt vatn úr heita krananum, alls ekki heitara. Setjið út í og hrærið saman. 3. Leggið stykki yfir skálina og látið þetta ljrfta sér í 'h-l klst. 4. Takið brauðið úr skálinni, hnoðið örlítið, skiptið slðan í 8 kúlur, fletjið þær út, 12 sm í þver- mál. 5. Leggið milli tveggja ál- pappírsbúta, bakið í álpappírnum. Snúið honum við. 6. Grillið kjötið, stráið á það salti og pipar þegar búið er að grilia það. Sósan 1 dós sýrður ijómi, 10% 3 tsk. sweet relish (súr/sætt , gúrkumauk) 5 dropar tabaskósósa væn grein fersk steinselja graslaukur 1 stór hrá gulrót smábiti rófa smábiti gúrka 1. Þvoið gulrótina og afhýðið rófuna. Rífið hvort tveggja fínt. 2. Klippið graslaukinn og stein- seljuna. Saxið gúrkuna fínt. 3. Blandið saman sýrðum ijóma og sweet relish, setjið tabaskósósu út í og síðan allt grænmetið. Athugið: Ekki er sama, hvernig þetta er sétt inn í pítuna. Best er að leggja kjötið ofan á salat- blöðin, síðan er sósan sett þar á. Þessu er vafið saman og því stungið inn í pítubrauðið. í næsta þætti endum við þessa grillvertíð og setjum Tandoori- kjúkling á grillið. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.