Morgunblaðið - 04.09.1991, Page 1

Morgunblaðið - 04.09.1991, Page 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 199. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Finnland: Endurskoðun samn- ing-a við Sovétmenn Ilclsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ESKO AHO, forsætisráðherra Finna (Miðfl.), vakti í gærkvöldi mikla athygli með því að Iýsa yfir því að Finnar eigi að endurskoða alla samninga við Sovétríkin. Aho flutti stefnuræðu hjá Paa- sikivi-félaginu og sagði að ríkis- stjórn Finnlands hefði komist að þeirri niðurstöðu að breyttar að- stæður í Sovétríkjunum hefðu í för með sér að núverandi samningar milli Finna og Sovétmanna væru orðnir úreltir. í ræðu sinni minntist Aho ekki Chile: Vafasöm um- mæli Pinoch- ets gagnrýnd Santiago. Reuter. STJÓRN Chile gagnrýndi í gær Augusto Pinochet, herforingja og fyrrum leiðtoga landsins, fyr- ir „grimmileg" orð hans um fórn- arlömb valdaráns hans árið 1973. Á mánudag var hafist handa við að grafa upp 105 lík manna, sem veittu Pinochet mótspyrnu, úr ómerktum gröfum í kirkjugarði í Santiago að fyrirskipan dómara. Þegar fréttamenn inntu Pinochet álits á því á mánudagskvöld að tvö lík væru í hverri kistu svaraði hann: „Hvílíkur spamaður á plássi.“ „Ríkisstjórnin er hneyksluð á þessum grimmilegu ummælum Pinochets herforingja," sagði Enrique Correa, samskiptaráðherra Chile, eftir fund með Patricio Aylw- in,_forseta landsins, í gær. Í skýrslu, sem gefin var út í mars, var talið að herinn hefði rænt og myrt rúmlega tvö þúsund manns frá árinu 1973 þar til Pinochet fór frá völdum í fyrra. Þar af hafa 957 aldrei fundist. Pinochet sagði að herinn þyrfti ekki að biðjast afsök- unar á því að hafa brotið alræðisöfl- in á bak aftur. beinum orðum á vináttu- og aðstoð- arsamning þjóðanna frá árinu 1948 en sá samningur hefur verið talinn undirstaða þeirrar stefnu sem í mörgum vestrænum ríkjum hefur verið nefnd „Finnlandisering“. Hins vegar telja fréttaskýrendur að hann hafi einnig átt við þennan samning þar sem ekki var tekið sérstaklega fram að hann væri undanskilinn. Aho hélt því fram að þróunin eystra væri í meginatriðum til góðs því nú væri í fyrsta skipti reynt að finna lýðræðislega lausn á vanda- málum Rússa og annarra Sovét- þjóða. Aukið vægi Rússa væri þó næg ástæða til að endurmeta gildi þeirra samninga sem Finnar hafa gert við Sovétmenn. I ræðu sinni vék Aho einnig að Evrópumálum. Að sögn hans er ríkisstjórnin nú önnum kafin við að afla sér gagna og upplýsinga til þess að geta tekið ákvörðun um hugsanlega umsókn um aðild Finna að Evrópubandalaginu innan tíðar. Hingað til hafa Aho og Miðflokkur hans verið á móti aðild Finna að EB. Óeirðír á Bretlandi Reuter Bylgja óeirða, rána og hnífstungna fer nú um Bret- land og hefur lögregla farið þess á leit að óeirðalög frá átjándu öld taki gildi á ný. Þau lög voru sett árið 1714 og kveða á um það að handtaka megi mann fyrir það eitt að hlýða ekki fyrirmælum lög- reglu um að færa sig. Þessi lög voru afnumin 1967 og nú segir í óeirðalögum að ekki megi handtaka mann nema hann hafi verið staðinn að glæp. Tvær konur voru stungnar hnífi og tveir menn særðir í óeirðum í Oxford á Englandi í fyrrinótt. Unglingar grýttu lögreglu múrsteinum og flöskum í Birming- ham snemma í gærmorgun. í Cardiff, höfuðborg Wales, handtók lögregla 11 manns eftir að 300 ungmenni vörpuðu gijóti og viðarbútum að lög- reglu. Þar hefur komið til óeirða fjóra daga í röð. Fyrir tíu árum kom einnig til mikilla óeirða víða á Bretlandi. Sérfræðingar segja að ólguna 1981 og 1991 megi rekja til þess að það sé kreppa og óeirð- ir blossi oft upp þar sem fátækt og mikið atvinnu- leysi fari saman, en einnig geti skipt máli að heitt sé í veðri. Undanfarið hefur verið hitabylgja á Bret- landi. Myndin vartekin af óeirðalögreglu í Oxford. Grorbatsjov gerir tillögur um lagskipt ríkjasamband Moskvu, New York. Reuter, The Daily Telegraph. MIKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, dró í gær til baka tillögu um að stofnað yrði bráða- birgðaþing lýðveldanna og sættist á að halda gamla löggjafarþing- inu, Æðsta ráðinu, í breyttri mynd. Lagði Gorbatsjov til að Æðsta ráðið skiptist í tvær deild- ir. Önnur þeirra yrði skipuð full- . p |f Reuter * A himnabretti íháloftunum Ástralinn Steve Whelan siglir hér á himnabretti sínu um háloftin yfir útkjálkabænum Broken Hill í Ástralíu. Whelan er í 14 þúsund feta eða rúmra fjögurra km hæð yfir jörðu. Þeir, sem stunda þessa íþrótt, reyra brettið við fætur sér áður en þeir varpa sér úr flugvélum. I loft- inu leika þeir listir sínar, fara t.d. heljarstökk og snúa sér í hringi, áður en þeir svífa til jarðar í fallhlíf. trúum, sem Æðstu ráð lýðveld- anna tilnefndu og fulltrúar hinnar yrðu kjörnir í almennri kosningu. Einnig lagði hann til að myndað yrði lagskipt rikjasamband, sem yrði bundið mismunandi sterkum böndum eftir málaflokkum. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði að Rússar myndu aldrei seilast til valda í nýju ríkjasambandi. Gorbatsjov sagði að leiðtogar lýð- veldanna tíu, sem á mánudag lögðu sameiginlega til að Fulltrúaráð yrði skipað til bráðabirgða, hefðu sam- þykkt að falla frá tillögunni. Ætlun- in var að stofna Fulltrúaráð, sem í myndu sitja 20 fulltrúar frá hveiju lýðveldi án tillits til íbúaijölda. And- stæðingar þessa Fulltrúaráðs sögðu að það væri ólýðræðislegt og hrifu þeirra rök. Því heldur Æðsta ráðið velli. Gorbatsjov skoraði á Fulltrúa- þingið að samþykkja þær tillögur, sem hann og leiðtogar lýðveldanna 10 hefðu lagt fram um nýtt ríkja- samband. „Gerum þetta samband þannig úr garði að [ríkin gangi í það] af fúsum og fijálsum vilja. Sjáum til þess að unnt verði að mynda sambandsríki í sumum mál- um, ríkjasamband í öðrum og ríkja- bandalag í þriðja málaflokknum," sagði Gorbatsjov. I gær var dreift tillögum um Full- trúaþingið þar sem lagt var til að sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra lýð- velda, sem hafa gefið þær út, yrðu viðurkenndar. Ef sú tillaga verður samþykkt óbreytt verður sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og annarra lýð- velda, sem segja sig úr lögum við Sovétríkin, viðurkennt. Nokkur þeirra lýðvelda, sem vilja ganga úr Sovétríkjunum, hafa sagt að þau vilji áfram vera í „laustengdu" sam- bandi við Moskvu. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði á Fulltrúaþinginu í gær að Rússar yrðu .jafningjar meðal jafn- ingja“ í nýju ríkjasambandi. í við- tali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNATkvaðst Jeltsín vilja útrýma öll- um sovéskum kjarnorkuvopnum. Hann sagði að 14 af 15 lýðveldum væru reiðubúin til þess að undirrita sáttmála, sem myndi tengja þau efnahagsböndum. ívan Sílajev, for- sætisráðherra Rússlands, lagði í gær til á Fulltrúaþinginu að stofnað yrði efnahagsbandalag, sem myndi ekki aðeins taka til Sovétlýðveldanna, heldur einnig fyrrum Varsjárbanda- lagsríkja. Sjá síðu 22. Mörg þúsund börn heilaþvegin í Súdan - segir franskur ráöherra París, Khartoum. Reuter. FRANSKUR ráðherra, Bernard Kouchner, sagði í gær að hann hefði séð búðir í Súdan með tíu þúsund börnum, sem að því er virtist væri ætlað að berjast í borgarastyrjöldinni í landinu. Kouchner, sem fer með mann- ingjan má vita hvernig þeim var úðarmál, kvaðst í útvarpsviðtali hafa farið til þorps skammt frá landamærum Eþíópíu og þar hefði hann fundið 10.200 drengi á aldr- inum átta til fjórtán ára. Hann sagði að drengirnir hefðu verið „heilaþvegnir og harðbijósta vegna þess að þeir eru án ástar ... Þetta voru allt drengir og ham- safnað saman, smalað saman af pólitískum ástæðum til að verða hermenn." Hann sagði að opinberlega væri sagt að drengjunum hefði verið komið fyrir í búðunum þeim til verndar. Yfirvöld í Khartoum, höfuðborg Súdan, hafa mótmælt heimsókn Kouchners.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.