Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 3 m OPIN KERFIFRÁ HEWLETT-PACKARD * HAGKVÆM OG SVEIGJANLEG KERFI ENGIR FARARTALMAR Eldri gerðir tölva settu mönnum takmörk. Hugbúnaðinn var aðeins unnt að nota á eina fjölskyldu tölva og allar breytingar voru dýrar. Með opnum kerfum frá HP eru hins vegar allir vegirfærir. Opin kerfi frá HP voru fyrstu UNIX kerfin með XPG-3 staðli frá X-Open en hann tryggir að unnt sé að flytja þann hugbúnað, sem menn hafa þróað, milli ólíkra tölvugerða. HP 9000 RISC/UNIX getur verið tveggja eða rúmlega þúsund notenda kerfi - og allt þar á milli. Auðvelt er að stækka kerfið og oft er það unnt með því einu að skipta um spjald. Öll fjárfesting íhugbúnaði og jaðartækjum nýtist aðfullu þótt afköst vélbúnaðar séu aukin. NEW WAVE TÖLVUN 47% MARKAÐSHL UTDEILD Hewlett-Packard ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína hvað varðar sölu á RISC/UNIX kerfum. Markaðshlutdeild HP var 47% árið 1990 en hlutdeild IBM og DEC var aðeins um 10%. (Heimild: Aberdeen Group) ÖFLUGUSTU KERFIN Nýju tölvurnarfrá HP, Snákurinn og Nóvan, eru mun afkastameiri en vélar keppinautanna. HP 9000-730/ Snákur er borðvél sem byggð er á PA-RISC tækni. Afkasta- tölurnar eru 76 MIPS og 72.2 SPEC-mörk. HP 9000-837/ Nóva, sem erbyggð á sömu tækni, erætluð viðskiptalífinu og er færslufjöldinn á sekúndu 43,3 TPC-A. 1 Hewlett-Packard býður fyrirtækjum heildarlausn hvað varðar tölvuvæðingu. Lausn HPfelst í stöðlum bæði hvað snertir skrifstofukerfi og nettengingar (NewWave tölvun). Með NewWave skrífstofukerfinu erm.a. hægt að senda fax og taka á móti því og senda póst innan og utan skrifstofu. Forrítum erhaldið saman á einfaldan hátt með hlutbundnum aðferðum. Síðast en ekki síst ber að nefna einkarfalleg þrívíð notendaskil sem gera alla tölvuvinnu mun einfaldari og ánægjulegri. Með NewWave skrifstofukerfinu nýtist fjárfesting í tölvubúnaði út íystu æsar. NÝTT HLUTAFÉLAG Nú hefur skrifstofu Hewlett-Packard á íslandi verið breytt í íslenskt hlutafélag sem sniðið er að íslenskum aðstæðum. Með opnum kerfum og góðri fótfestu á íslenskum markaði eru nýja fyrirtækinu og viðskipta- vinum þess allir vegir færir. HEWLETT PACKARD HPÁ ÍSLANDI H F Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.