Morgunblaðið - 04.09.1991, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991
Er vegið að velferðinni?
eftirEinarK.
Guðfinnsson
Þingflokkur Framsóknarflokks-
ins hefur staðhæft að nú standi
fyrir dyrum „aðför ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar að velferðarkerfi
því sem íslendingar hafa búið við
og sátt hefur verið um í þjóðfélag-
inu“, eins og orðrétt segir í ályktun
frá 22. ágúst sl. Svipuð viðhorf
má fínna víðar. Það er því fyllsta
ástæða til þess að ræða þessa full-
yrðingu nánar.
Það er auðvitað aldeilis fráleitt
að núverandi ríkisstjórn hafi á
pijónunum aðför að velferðarkerf-
inu. Öðru nær. í stjórnarsáttmálan-
um getur að líta ótvíræðan stuðn-
ing við meginmarkmið velferðar-
kerfisins, svo sem hugmyndina um
jafnrétti til náms. Yfirlýsingar ráð-
herra lúta og að hinu sama, eins
og ótal dæmi sanna.
Útgjaldavandi
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að ríkisútgjöld hafa vaxið á
síðustu árum. Þrátt fyrir að ríkis-
stjórnir hafi verið frekari til ijárins
með skattahækkunum, hefur ríkis-
sjóður verið rekinn með viðvarandi
halla. Nú er talið að hallinn á þessu
ári verði eitthvað tvöfalt meiri en
að var stefnt, þrátt fyrir verulegar
aðhaldsaðgerðir núverandi • ríkis-
stjórnar. Þetta er með öðrum orðum
hluti þess arfs sem fyrrverandi rík-
isstjórn skildi eftir sig.
Ætlun núverandi ríkisstjórnar
er að ná utan um þennan halla.
Við stuðningsmenn hennar gerum
MAMSKEIÐ
Nskipti
f oreldra og barna
Nú eru að heQast námskeið þar sem foreldrum
gefst kostur á að kynnast og tileinka sér
ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum
foreldra og barna. Þar verður m.a. Qallað um
hvað foreldrar geta gert til að:
• Aðstoða börn sín við þeirra vandamál.
• Leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi.
• Byggja upp jákvæð samskipti innan
Qölskyldunnar.
Námskeiðin byggja á hugmyndum dr. Thom-
asar Gordons, sálfræðings, höfundar bókar-
innar „Samskipti foreldra og barna“.
Leiðbeinendur hafa hlotið þjálfun til að halda
þessi námskeið á íslandi.
Námskeiðin verða 3 klst. í einu í 8 skipti.
Upplýsingar og skráning í símum 621132 og
626632.
Hugo Þórisson,
sálfræðingur.
Wilhelm Norðfjörð,
sálfræðingur.
Nskipti
FRÆÐSLA OG RÁÐGJÖF SF.
Samskipti foreldra og barna. Samskipti unglinga.
Samskipti á vinnustað. Samskipti við viðskiptavini.
Samskipti kennara og nemenda.
Samskipti stjórnenda og starfsmanna.
Mannleg samskipti/ákveðnisþjálfun.
okkur ljóst að takist það ekki, get-
ur stefnt í hreint óefni. Skuldasöfn-
un opinberra aðila á innlendum
íjármagnsmörkuðum hefur þrýst
upp vöxtum. Það er rétt sem Óg-
mundur Jónasson formaður BSRB
hefur ítrekað bent á; hinir háu vext-
ir eru heimilum og atvinnulífínu
óbæriiegir.
Og á sama tíma og botnfiskafli
landsmanna stefnir í samdrátt
ijórða árið í röð og tekjur sjávarút-
vegsins minnka er vitaskuld annað
óverjandi en áð ríkið slaki á klónni;
minnki hlutdeild sína, svo að svig-
rúm verði fyrir hendi fyrir athafnir
einstaklinga og fyrirtækja í efna-
hagslífinu.
Hver er orsökin?
Það er borðliggjandi að vandi
ríkissjóðs er útgjaldavandi. Fjárút-
lát hins opinbera hafa vaxið ár frá
ári, að mestu án tillits til þróunar
annarra þátta efnahagslífsins.
Þessi útgjaldaaukning stafar
ekki af auknum framkvæmdum,
eða ijárfestingum hins opinbera.
Þar hafa seglin verið rifuð svo um
munar.
Vandamálin sem við okkur blasa
í ríkisfjármálum, má rekja til þess
að rekstur hins opinbera hefur vax-
ið ár frá ári. Ekki síst síðustu árin,
sem þó hefur verið tímabil stöðnun-
ar og samdráttar í þjóðarfram-
leiðslunni.
Á Alþingi hefur verið samþykkt-
ur mýgrútur laga, sem eru ekki
annað en ávísun á stórfelld útgjöld,
án þess að fyrir þeim hafi verið
séð. Þessi mál þarf að endurskoða
og stöðva tafarlaust sjálfvirka út-
þenslu hins opinbera.
12 milljarða útgjaldaaukning
Efnahags- og framfarastofnun
Evrópu gaf út rit um ísland hinn
20. júní sl. þar sem margt fróðlegt
getur að líta. Meðal annars það að
útgjaldavanda ríkissjóðs megi rekja
til þess að útgjöld til félagsmála
(social expenditure) hafi aukist úr
því að vera 14% af þjóðarfram-
leiðslunni árið 1982 í það að vera
17,5% í fyrra. Áætlað er að verg
þjóðarframleiðsla verði á þessu ári
350,7 milljarðar króna. Mælt á
þann mælikvarða er ljóst að út-
gjöld til félagsmála hafa aukist um
12,3 milljarða króna á þessu tíma-
bili.
Enginn raunverulegur teljandi
ágreiningur er um grundvallar-
markmið velferðarþjónustunnar í
landinu. Núverandi ríkisstjórnar-
flokkar hafa báðir átt mikinn (sum-
ir segja mestan) þátt í skipulagi
og uppbyggingu velferðarkerfísins.
Hitt er alveg jafn ljóst að aukn-
ingu útgjalda til þessa málaflokks
eins og annarra eru takmörk sett.
Við hljótum að spyija hvort ekki
megi koma við hagræðingu og
bættu skipulagi í málaflokkum sem
heilbrigðis- og tryggingarmálum,
eða menntamálum. Það gengur ein-
faldlega ekki að ræða málin á
grundvelli uppskrúfaðrar tilfinn-
ingasemi og upphrópana. Slíkt er
engum til góðs; síst þeim sem njóta
eiga þjónustunnar á þessum svið-
um.
Ríkisstjórnin hefur einsett sér
að stöðva útgjaldaþenslu ríkisins
þannig að þess sjáist merki í fjár-
lögum næsta árs. Það hefur komið
fram að útgjaldalækkun fjárlaga á
næsta ári verður um 14,9 milljarð-
ar króna, miðað við upphaflega
áætlun ráðuneytanna. Það er óhjá-
kvæmilegt að sú aðhaldssemi hafí
Einar K. Guðfinnsson
„Þrátt fyrir að mörgum
finnist langt vera geng-
ið af ríkisstjórninni í átt
til aðhaldssemi og nið-
urskurðar, þá er það
engu að síður stað-
reynd, að útgjöld til
velferðarmálaflokka,
eins og heilbrigðis- og
tryggingarmála eða
menntamála, verða síst
lægri á næsta ári að
raungildi en árið 1990.“
áhrif á svo útgjaldafreka mála-
flokka sem velferðarmálin eru.
Staðið vörð um velferðarmálin
Þrátt fyrir að mörgum finnist
langt vera gengið af ríkisstjórninni
í átt til aðhaldssemi og niðurskurð-
ar, þá er það engu að síður stað-
reynd, að útgjöld til velferðarmála-
flokka, eins og heilbrigðis- og
tryggingarmála eða menntamála,
verða síst lægri á næsta ári að
raungildi en árið 1990. Þetta sýnir
okkur svart á hvítu að þrátt fyrir
upphrópanir stjórnarandstöðunnar
og ýmissa þrýstihópa blasir það við
að fullkomlega er staðið vörð um
velferðarkerfíð í landinu. — Nema
ef til vill að þeir hinir sömu álíti
að hér hafi ekki verið fyrir hendi
neitt velferðarkerfi, fyrr en nú í ár!!
Af þessu leiðir að fráleitt er að
halda uppi svo öfgasinnuðum mál-
flutningi að nú sé ríkisstjórnin að
efna í aðför að velferðarkerfinu.
Þvert á móti er ríkisstjórnin að
freista þess að treysta hinar efna-
hagslegu stoðir, sem atvinnulífið
hvílir á; atvinnulífið sem fyrst og
síðast stendur undir velferðarríkinu
íslenska. Efnahagsleg óstjórn und-
anfarinna ára og skelfilegur sam-
dráttur botnfískafla okkar ár eftir
ár, gerir það að verkum, að undir-
stöður atvinnulífsins hafa verið að
fúna. Geta atvinnulífsins til þess
að standa undir útgjöldum þjóðar-
innar hefur verið að minnka. Raun-
veruleg umhyggja fyrir velferðar-
kerfinu ætti því að beinast að því
að treysta rekstrargrundvöll at-
vinnulífsins, svo að það geti um
alla framtíð tryggt þá velferðar-
þjónustu og samfélagshjálp, sem
við öll viljum búa landsins börnum.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum.
Morgunblaðið/SÁM
Veiðistaðurinn „Rörið“ í Móru á Vestur Barðaströnd. Einar
Harðarson þreytir 4 punda lax sem tók rauða Frances sem
hann slakaði inn í mitt rör.
Einhvern undarlegasta veiði-
stað landsins er að finna í ánni
Móru á Vestur Barðaströnd. Ekki
er það þekkt laxveiðiá, en þó
munu nokkrir slíkir fiskar vera
dregnir þar á hveiju ári og ein-
hver slatti af sjóbleikju að auki.
Fyrr á árum fannst þarna stór
sjóbirtingur, en slíkir fiskar eru
næsta fátíðir nú á dögum.
Tíðindamaður Morgunblaðsins
var þarna á ferð fyrir nokkrum
dögum og skoðaði ána hátt og
lágt. Skýrslur fann hann engar
yfir veiði og upplýsingar á
sveitabæ einum voru af skornum
skammti. En þar sem þjóðvegur-
inn liggur yfír ána dró hins vegar
til tíðinda. Áin rennur þar í gegn
um stórt og mikið rör sem gijóti,
sand og möl hefur síðan verið
ekið yfir. Inni í rörinu hefur lax-
inn fundið sér griðastað, því þar
gat að líta torfu af físki. Og veiði-
maður einn sem stóð fyrir ofan
veginn og hafði slakað lítilli rauðri
Frances inn í mitt rör hafði sett
í lax. Það var 4 punda fiskur.
Fleiri laxa fékk hann ekki, en nóg
var af laxi í rörinu.
gg
Macintosh fyrir byrjendur
Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á
© 15 klst námskeiöi fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá.
%
Tölvu- og verkfræöíþjónustan
Grensásvegi 16 - fimm ár f forystu
Höföar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!