Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 35
35 Morgunblaðid/Amór Vetrarstarf bridsfélaganna er nú að hefjast. Á meðfylgjandi mynd eru okkar þekktustu keppnisstjórar, Agnar Jörgensen og Kristján Hauksson. Agnar hefur verið við stjórnvölinn í áratugi og Kristján færði útreikninga bridsdómara inn í töivuöldina. Vonandi njóta brids- spilarar starfskrafta þeirra um ókomin ár. ____________Brids________________ Umsjón: Arnór Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Dagskrá vetrarins 1991—1992 4. september Upphitunartvímenningur. 11. september Upphitunartvímenningur. 18. september Fjögurra kvölda Barómon-tvímenn- ingur. Þetta er Barómeter með Monrad-ívafí. Eftir hvert kvöld verður raðað upp á nýtt eftir stöðunni. Á hverju kvöldi mæta menn þeim sem þeir eru í baráttu við og geta mætt sama parinu oftar en einu sinni. 16. október Pjögurra kvölda Board-a-Match- sveitakeppni. Þetta er sveitakeppni þar sem tvímenningstaktamir njóta sín til fullnustu. Hvert spil gefur 0, 1 eða 2 stig til sveitarinnar. Hér eru menn ekki háðir slöppum og svikulum sal við samanburð heldur hafa sína traustu sveitarfélaga til samanburðar. 13. nóvember Sex kvölda aðalsveitakeppni. Þessi keppni verður með Monrad-sniði. Spil- aðar verða tólf umferðir, 14 spila leik- ir. Raðað verður fyrir eitt kvöld í einu nema síðasta kvöldið. Sömu sveitir geta mæst tvisvar ef það er ekki í sama helmingi mótsins. Auk þess að vera skemmtileg keppni er þetta góður undirbúningur undir Reykjavíkur- og íslandsmót í sveitakeppni. 8. jan., 15. jan. og 22. jan. Þessi þijú kvöld eru lánuð undir undankeppni Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni. 29. jan. — 18. mars Sjö kvölda aðaltvímenningur. Þessi tvímenningur verður hefðbundinn Barómeter-tvímenningur. Menn eru hvattir t.þ.a. skrá sig snemma því þessi vinsæli tvímenningur fyllist fljótt! 25. mars — 13. maí Sex kvölda Butler-tvímenningur. Þetta er hin vinsæla Butler-keppni félagsins. Hér þurfa menn ekki að láta sína venjulegu sveitarfélaga draga sig niður og geta sýnt hvað í þeim býr í skemmtilegri keppni! Síðasta kvöldið verður auk spila- mennsku kaffi, meðlæti og aðalfundur félagsins. Stjórn Bridsfélags Reykjavíkur 1991-1992: Formaður: Sævar Þorbjörnsson, sími 75420. Varaformaður: Bragi Hauksson, sími 622141. Gjaldkeri: Eiríkur Hjaltason, sfmi 40690. Ritari: Björgvin Þorsteinsson, sími 18487. Fjármálaritari: Steingrimur G. Péturs- son, sími 676632. Spilastaður: Sigtún 9 kl. 19.30 á miðvikudögum. Keppendur þurfa að skrá sig í öll lengri mót a.m.k. tveggja daga fyrir- vara hjá keppnisstjóra eða á skrifstofu Bridssambandsins (sími 689360). 50 ára afmælishátíð BR Félagið er nú að hefja fimmtugasta spilaárið og verður 50 ára vorið 1992. Stjórn BR hefur ákveðið að minnast þessara tímamóta með veglegu afmæl- ismóti næsta vor. Dagskrá afmælis- mótsins hefur ekki verið fastlögð enn- þá, en markmið stjórnar BR er að þetta verði stærsta mót sem haldið hefur verið hérlendis. Starfsemi Bridsfélags Hafnarfjarðar að hefjast Bridsfélag Hafnarfjarðar hyggst hefja spilamennsku mánudaginn 9. september. Byijað verður á tveimur eins kvölds tvímenningum til upphit- unar en síðan hefst spilamennska af fullum krafti. í vetur hyggst félagið brydda uppá ýmsum nýjungum, t.a.m. að bjóða byijendum sérstaklega að vera með. Hugmyndin er að þeir spili saman í riðli með hjálp leiðbeinanda. Síðar geta þeir sem vilja spilað gegn vanari spilurum félagsins. Spila- mennska verður alltaf á mánudögum kl. 7.30 til ca. 11.30, en spilað er í fundarsal Iþróttahússins við Strand- götu. ■ NORRÆNIR útvaips- og sjón- varpsstarfsmenn á ríkisfjölmiðlum halda ráðstefnu NORDFAG 91 dagana 3. til 8. september á Hvann- eyri. Þar verða rædd sameiginleg hagsmunamál, eins og starfs- mannahald og starfsmannastefna ríkisfjölmiðla, dagskrárstefna, ný tækni, launamál, jafnréttismál og breytt hlutverk ríkisfjölmiðla. Meg- ináhersla verður lögð á að ræða hvernig þjónustuhlutverk ríkis- fjölmiðla við almenning hefur breyst með vaxandi samkeppni á fjölmiðlamarkaðnum. Innlendir og erlendir fulltrúar flytja erindi um stöðu ríkisfjölmiðla á Norðurlönd- um, breytt hlutverk þeirra og nýjar kröfur til starfsmanna. Á ráðstefn- unni verður íslendingi, sem hefur unnið ötullega að útbreiðslu hug- myndarinnar um almannaþjónustu og jafnframt unnið við ljósvaka- miðla í þágu almennings afhent NORDFÁG-verðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Haraldur Ólafsson dósent, formaður dómnefndar afhendir verðlaunin, styttur eftir danska listamanninn Peter Hesk Möller, við hátíðlega athöfn kl. 14 miðviku- daginn 4. september. Aðrir í dóm- nefnd voru: Dr. Sigrún Stefáns- dóttir, Brynja Benediktsdóttir, forseti Bandalags íslenskra lista- manna, Lúðvík Geirsson, formað- ur Blaðamannafélagsins og Ævar Kjarrimsson dagskrárgerðarmað- Ur. (Frcttatilkynning:) Leiðrétting Hiuti setningar féll því miður niður í grein Hauks Ingasonar í Morgunblaðinu í gær. Þar átti að standa: „Lyfjafyrirtækin greiða þá lyíjakostnaðinn, sjúklingar eiga möguleika á meðferð, sem annars stæði ekki til boða og læknar eiga möguleika á að stunda rannsóknir og viðhalda og bæta við þekkingu sína.“ Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Heimilistækí hf Tæknideild. Sætúni 8 SÍMI69 15 00 MdetUM'&etijya/tétyih'cSaM/ajywK' Tökum öll þótt i sjátfsagöri umhverfisvernd. Hiröum um umhverfið - hendum ekki verömætum! í“rá og meö 1. september byrjar Endurvinnslan að taka á móti áfengisglerjum. Skilagjald veröur 6 kr. á flösku. [NDUHVIHNSIAN Hf r AFENGISGLERIN í ENDURV V j S/0 l *0£ A VO OA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.