Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR '24. SEPTEMBER 1991 33 Bikarkeppninni í brids lauk um helgina: 151 punktur. Sveit Ásgríms Sig- urbjörnssonar 135 punktar. Sveit Landsbréfa sigraði eftir hörkukeppni við Siglfirðinga Brids í undanúrslitum sem fram fóru á laugardag sigraði sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar sveit Eiríks Hjaltasonar örugglega með 140 punktum gegn 77. Sveit Landsbréfa sigraði sveit Trygg- ingamiðstöðvarinnar með 97 stigum gegn 82. I silfurliðinu spiluðu bræðurnir Ásgrímur og Jón Sigurbjörnssyn- ir ásamt tveimur sonum Jóns, þeirn Ólafi og Steinari, auk Guð- laugs og Arnars eins og fram hefur komið. Spilað var í höfuðstöðvum ís- landsbanka í Kringlunni. Nokkuð var um áhorfendur báða dagana en aðstaða fyrir þá var afleit. íslandsbanka-bikarkeppninni lauk með því að Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Islands- banka, aflienti verðlaunin. Keppnisstjóri var Kristján Hauksson. Hann stjórnaði bæði undan- og úrslitakeppninni af mikilli röggsemi. Sigurvegararnir, sveit Lands- bréfa, hampa bikarnum í móts- lok. Talið frá vinstri: Björn Eysteinsson, Matthías Þor- valdsson, Sverrir Ármannsson, Magnús Olafsson, Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson. Amór Ragnarsson Sveit Landsbréfa sigraði í 64. spila úrslitaleik gegn sveit Asgríms Sigurbjörns- sonar sl. sunnudag og tryggði sér þar með bikar- meistaratitilinn annað árið í röð. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu spilunum og skildu 16 punktar sveit- irnar að í mótslok. í sveit Landsbréfa spiluðu Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensen, Magnús Ólafs- son, Björn Eysteinsson, Sverrir Ármannsson og Matthías Þorvaldsson. Spilaðar voru 4 lotur í úrslita- leiknum. Sveit Landsbréfa vann fyrstu lotuna 38-13. Norðan- menn sigruðu í annarri lotu 37-33 og í þriQju lotu unnu þeir einnig með 41 punkti gegn 18 og höfðu þar með tekið forystuna 91-89. í opna salnum spiluðu í síðustu umférð Jón Baldursson og Aðal- steinn Jörgensen gegn Guðlaugi R. Jóhannssyni og Erni Arnþórs- syni en þeir höfðu komið inn í sveit norðanmanna á lokasprett- inum. Mjög mikil skiptinga- og sviptingaspil komu upp í upphafi lotunnar og virtist sem Guðlaug- ur og Örn hefðu ögn betur. Guð- laugi og Erni varð það hins veg- ar á sá fingurbijótur í einu af lokaspilunum að gefa Jóni 6 grönd sem kostaði siglfirzku sveitina 26 stig. Það má geta sér þess til að þetta atvik hafi kostað það að bikarinn fór ekki til Siglu- fjarðar. Síðasta spilið var einnig nokkuð dramatískt en þar spiluðu Jón og Aðalsteinn 6 hjörtu sem má hnekkja með bestu vörn. (Sjá nánar í bridsþætti Guðmundar Páls., á blaðsíðu 40 í blaðinu í dag.) Lokatölur leiksins: Landsbréf Það gekk mikið á í lokalotunni, mikið um skiptingarspil og úttekt- arsagnir stóðu á báða vængi. Jón og Aðalsteinn spila gegn Guð- laugi og Erni. Morgunblaðið/Amór Það var ekki á hvers manns færi að komast að þegar gert var upp eftir hverja lotu. ____________Brlds_______________ Umsjón: Arnór Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófust þriggja kvölda hausttvímenningur. Spilað var í tveim- ur riðlum alls 24 pör. A-riðill meðalskor 108 Bernódus Kristinsson - Þröstur Ingimarsson 125 Agnar-Erlendur 121 Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 120 B-riðill, meðalskor 156 Jón Andrésson - Leifur Jóhannesson 188 ÁrmannJ.Lárusson-RagnarBjörnsson 181 Vilhjálmur Sigurðsson - Sævin Bjarnason 179 Næsta fimmtudag verður keppninni framhaldið. Bridsfélag Reykjavíkur Hafinn er fjögurra kvölda barómet- ertvímepningur með þátttöku 43 para. Eftir fyrsta kvöldið, 7 umferðir af 43, er staða efstu para þessi: Ragnar Magnússon - Pall Valdimarsson 135 Sævar Þorbjömsson - Karl Sigurhjartarson 119 Hrólfur Hjaltason - Sigurður Vilhjálmsson 108 Jón Steinar Gunnlaugsson - Magnús Torfason 108 Matthías Þorvaldsson - Sverrir Ármannsson 95 Sigurður Siguijónsson - Júlíus Snorrason 85 SigfúsÁmason-JónHjaltason 83 Ería Sigutjónsd. - Kristjana Steingrímsd. 83 Ásmundur Pálsson - Hjördís Eyþórsdóttir 76 Páll Hjaltason — Oddur Hjaltason 75 SvavarBjörnsson - Sveinn Rúnar Eiríksson 75 Bækur hjá BSÍ Bridssambandið var að fá stóra bókasendingu af bridsbókum, hringið eftir upplýsingum á skrifstofuna, s. 91-689360, og hægt er að senda lista yfir hvað til er, hvert á land sem er. Þýðandi: Árni Bergmann Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Búningar: Sigríður Guðjónsdóttir Leikstjóri: María Kristjánsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Leikarar: Bessi Bjarnason, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Eggert Þorleifsson, Sigríður Hagalín og Þóra Friðriksdóttir. Sýningar: Föstudaginn 27. september Laugardaginn 5. október Sunnudagbn 29. september Föstudaginn 11. október Atli. lakinarkaður sýningaljöldi. Miðasalan er opin daglega frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma frá kl. 10-12 alla virka daga. Súm 680680. hvergi heima? eftir Alexander Galín LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Borgarleikhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.