Morgunblaðið - 24.09.1991, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.09.1991, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR '24. SEPTEMBER 1991 33 Bikarkeppninni í brids lauk um helgina: 151 punktur. Sveit Ásgríms Sig- urbjörnssonar 135 punktar. Sveit Landsbréfa sigraði eftir hörkukeppni við Siglfirðinga Brids í undanúrslitum sem fram fóru á laugardag sigraði sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar sveit Eiríks Hjaltasonar örugglega með 140 punktum gegn 77. Sveit Landsbréfa sigraði sveit Trygg- ingamiðstöðvarinnar með 97 stigum gegn 82. I silfurliðinu spiluðu bræðurnir Ásgrímur og Jón Sigurbjörnssyn- ir ásamt tveimur sonum Jóns, þeirn Ólafi og Steinari, auk Guð- laugs og Arnars eins og fram hefur komið. Spilað var í höfuðstöðvum ís- landsbanka í Kringlunni. Nokkuð var um áhorfendur báða dagana en aðstaða fyrir þá var afleit. íslandsbanka-bikarkeppninni lauk með því að Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Islands- banka, aflienti verðlaunin. Keppnisstjóri var Kristján Hauksson. Hann stjórnaði bæði undan- og úrslitakeppninni af mikilli röggsemi. Sigurvegararnir, sveit Lands- bréfa, hampa bikarnum í móts- lok. Talið frá vinstri: Björn Eysteinsson, Matthías Þor- valdsson, Sverrir Ármannsson, Magnús Olafsson, Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson. Amór Ragnarsson Sveit Landsbréfa sigraði í 64. spila úrslitaleik gegn sveit Asgríms Sigurbjörns- sonar sl. sunnudag og tryggði sér þar með bikar- meistaratitilinn annað árið í röð. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu spilunum og skildu 16 punktar sveit- irnar að í mótslok. í sveit Landsbréfa spiluðu Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensen, Magnús Ólafs- son, Björn Eysteinsson, Sverrir Ármannsson og Matthías Þorvaldsson. Spilaðar voru 4 lotur í úrslita- leiknum. Sveit Landsbréfa vann fyrstu lotuna 38-13. Norðan- menn sigruðu í annarri lotu 37-33 og í þriQju lotu unnu þeir einnig með 41 punkti gegn 18 og höfðu þar með tekið forystuna 91-89. í opna salnum spiluðu í síðustu umférð Jón Baldursson og Aðal- steinn Jörgensen gegn Guðlaugi R. Jóhannssyni og Erni Arnþórs- syni en þeir höfðu komið inn í sveit norðanmanna á lokasprett- inum. Mjög mikil skiptinga- og sviptingaspil komu upp í upphafi lotunnar og virtist sem Guðlaug- ur og Örn hefðu ögn betur. Guð- laugi og Erni varð það hins veg- ar á sá fingurbijótur í einu af lokaspilunum að gefa Jóni 6 grönd sem kostaði siglfirzku sveitina 26 stig. Það má geta sér þess til að þetta atvik hafi kostað það að bikarinn fór ekki til Siglu- fjarðar. Síðasta spilið var einnig nokkuð dramatískt en þar spiluðu Jón og Aðalsteinn 6 hjörtu sem má hnekkja með bestu vörn. (Sjá nánar í bridsþætti Guðmundar Páls., á blaðsíðu 40 í blaðinu í dag.) Lokatölur leiksins: Landsbréf Það gekk mikið á í lokalotunni, mikið um skiptingarspil og úttekt- arsagnir stóðu á báða vængi. Jón og Aðalsteinn spila gegn Guð- laugi og Erni. Morgunblaðið/Amór Það var ekki á hvers manns færi að komast að þegar gert var upp eftir hverja lotu. ____________Brlds_______________ Umsjón: Arnór Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófust þriggja kvölda hausttvímenningur. Spilað var í tveim- ur riðlum alls 24 pör. A-riðill meðalskor 108 Bernódus Kristinsson - Þröstur Ingimarsson 125 Agnar-Erlendur 121 Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 120 B-riðill, meðalskor 156 Jón Andrésson - Leifur Jóhannesson 188 ÁrmannJ.Lárusson-RagnarBjörnsson 181 Vilhjálmur Sigurðsson - Sævin Bjarnason 179 Næsta fimmtudag verður keppninni framhaldið. Bridsfélag Reykjavíkur Hafinn er fjögurra kvölda barómet- ertvímepningur með þátttöku 43 para. Eftir fyrsta kvöldið, 7 umferðir af 43, er staða efstu para þessi: Ragnar Magnússon - Pall Valdimarsson 135 Sævar Þorbjömsson - Karl Sigurhjartarson 119 Hrólfur Hjaltason - Sigurður Vilhjálmsson 108 Jón Steinar Gunnlaugsson - Magnús Torfason 108 Matthías Þorvaldsson - Sverrir Ármannsson 95 Sigurður Siguijónsson - Júlíus Snorrason 85 SigfúsÁmason-JónHjaltason 83 Ería Sigutjónsd. - Kristjana Steingrímsd. 83 Ásmundur Pálsson - Hjördís Eyþórsdóttir 76 Páll Hjaltason — Oddur Hjaltason 75 SvavarBjörnsson - Sveinn Rúnar Eiríksson 75 Bækur hjá BSÍ Bridssambandið var að fá stóra bókasendingu af bridsbókum, hringið eftir upplýsingum á skrifstofuna, s. 91-689360, og hægt er að senda lista yfir hvað til er, hvert á land sem er. Þýðandi: Árni Bergmann Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Búningar: Sigríður Guðjónsdóttir Leikstjóri: María Kristjánsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Leikarar: Bessi Bjarnason, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Eggert Þorleifsson, Sigríður Hagalín og Þóra Friðriksdóttir. Sýningar: Föstudaginn 27. september Laugardaginn 5. október Sunnudagbn 29. september Föstudaginn 11. október Atli. lakinarkaður sýningaljöldi. Miðasalan er opin daglega frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma frá kl. 10-12 alla virka daga. Súm 680680. hvergi heima? eftir Alexander Galín LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Borgarleikhús

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.