Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 2
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTOBER 1991 Patreksfjörður: Maður fékk í sig 380 volta rafstraum Patreksfirði. ÞAÐ slys varð við höfnina á Pat- reksfirði í gær að maður, sem var að landa úr bát sínum, varð fyrir rafstraumi. Hann brenndist og tognaði í öxl og þykir hafa slopp- ið vel. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn rak haka í rafmagns- streng, þegar hann hugðist draga bátinn nær hafnarkantinum. Raf- strengurinn iá óvarinn að löndun- arkrana sem stendur á höfninni. Maðurinn fékk í sig 380 volta'straum og festist með annarri hendi við hak- ann og hinni við spilið á bátnum. Enginn var nærstaddur þegar slysið varð og útsláttaröryggi hafnarinnar biluð. Það mun hafa orðið manninum til lífs að hann féll í áttina að bátnum og snerti rekkverkið með maganum. Maðurinn er brenndur og illa tognað- ur í öxl en að öðru leyti slapp hann ótrúlega vel. - Ingveldur. Hagstofan: Stefnir í jafnmargar giftingar og í fyrra GIFTINGAR verða líklega álíka margar í ár og í fyrra. Þá gengu 1.154 pör I hjónaband. Færri gifta sig nú en undanfarin ár. Giftingar- aldur fer hækkandi og færri gifta sig hjá borgardómara en áður. Endurvígslum fer fjölgandi. Guðni Baldursson, deildarstjóri á Hagstofunni, sagði að Hagstofunni hefðu borist álíka margar tilkynning- ar um giftingar í ár og á sama tíma í fyrra. Þá gengu 1.154 pör í hjóna- band. Árin 1986-1990 gengu að meðaltali 1.203 pör í hjónaband, árin 1981-1985 gengu að meðaltali 1.344 pör í hjónaband,árin 1976-1980 gengu að meðaltali 1.511 pör í hjóna- band og 1971-1975 1.730. Þjóðin hefur elst og giftingaraldur hækkað. Árin 1976-1980 voru brúðir að meðaltali 23 ára en árið 1989 rúmlega 26 ára. Árin 1976-1980 voru brúðgumar að meðaltali rúm- lega 25 ára en árið 1989 rúmlega 28 ára. Árin 1976-1980 giftu 1.303 konur sig í fyrsta sinn en árið 1990 giftu 938 konur sig í fyrsta sinn. Árin 1976-1980 gengu að meðal- tali 230 pör í hjónaband hjá borgar- dómara en árið 1990 138. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Frá leitinni í Bolungarvík í gær. Neðst til hægri á myndinni eru björgunarsveitarmennirnir Sigurður V. Bernódusson og Árni Guð- mundsson að ganga fjörur. Meðfram Óshlíðinni sést í fjölda báta sem voru við leit í gær og yst til vinstri er Heiðrún IS. Saknað eftir árekstur trillu o g togara Bolungarvík. SJÓMANNS er saknað eftir að Sómabátur hans sigldi aftan á skuttogarann Heiðrúnu frá Bolungarvík og sökk um tvær sjómílur frá hafnarmynninu í Bolungarvík. Slysið varð á níunda tímanum í gærmorgun. Björgunarsveitin Ernir var köll- uð út klukkan 8.45 og um 5-10 mínútum síðar voru meðlimir sveitarinnar komnir á slöngubát á slysstaðinn og var þá mikið brak á staðnum og sýnilegt að báturinn hafði brotnað mjög illa. Þegar í stað var hafin umfangsmikil leit á svæði allt frá slysstað og inn- undir miðja Óshlíð. Alls tóku um 20 bátar þátt í leitinni þegar mest var ásamt varðskipi en frá því stjórnaði Jón Guðbjörnsson, formaður björgunarsveitarinnar Emis, leitinni. Einnig gengu leit- arhópar fjörur. Leit var hætt um klukkan 19, en átti að hefjast að nýju á sjó og landi í birtingu í morgun. Ekki er unnt að birta nafn sjó- mannsins, sem saknað er, að svo stöddu. - Gunnar Almenna bókafélagið hf.: Hópur athafnamanna gerir skilyrt tilboð í hlutafé AB STJÓRN Almenna bókafélagsins hf. ákvað á fundi sínum í gær að fara þess á leit við skiptarétt í Reykjavík að greiðslustöðvun félagsins yrði framlengd um þrjá mánuði og var fallist á þá beiðni. Á undanförnum vikum hefur verið unnið að endurskipulagningu á fjárhag og rekstri félagsins og verður því starfi haldið áfram en jafnframt munu fara fram viðræður við nýja aðila sem hafa uppi áform um að endurreisa félagið, að því er segir í tilkynningu frá Almenna bókafélaginu. sagði Friðrik að tilboðið fæli í sér að almennum kröfuhöfum yrði boðið 20-25% af kröfum sínum með öruggum greiðslum. Jafn- framt væri gert ráð fyrir að hlutaé yrði niðurskrifað enda yrðu hlut- hafar eins og kröfuhafar að horf- ast í augu við stöðu félagsins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru skuldir Almenna bókafélagsins nú um eða yfir 180 milljónir króna. Friðrik Friðriksson er talsmaður hóps aðila sem hafa lagt fram skilyrt tilboð um kaup á hlutafé í félaginu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um að ræða bæði yngri og reyndari at- hafnamenn sem hefðu áhuga á að endurreisa félagið við tiltekin skil- yrði. „Það blasir við að félagið er gjaldþrota. Okkar tilboð byggir á því að farið sé í lögformlega nauðasamninga og er sett fram í trausti þess að kröfuhafar sjái sig betur setta með ákveðið hlutfall af kröfum en óvissuna sem er í kringum gjaldþrot." Aðspurður Sölufélag garðyrkjumanna: Verslun seld til að treysta afurðasölu - segir Pálmi Haraldsson, framkvæmdastjóri SFG Forsætisnefnd Alþingis: Sjálfstæðismenn vilja fella varaforseta Kvennalista í DAG verða á fundi Alþingis kjörnir forseti og fjórir varaforsetar Alþingis sem mynda sameiginlega forsætisnefnd þingsins. Þegar vara- forsetar voru valdir á síðasta þingi I vor tókst samkomulag um að þingflokkur Sjálfstæðismanna gæfi eftir eitt varaforsetaembættið sem hann hefði fengið í sinn hlut ef hann hefði kosið að beita þingstyrk sínum. Sjálfstæðismenn gerðu þó fyrirvara um að þessi eftirgjöf hefði ekki fordæmisgildi, hvorki næstkomandi haust eða síðar. Sjálfstæðis- menn gera nú tilkall til þess sætis sem Kristín Einarsdóttir skipar nú fyrir hönd Kvennalista. Að sögn Geirs H. Haarde, for- manns þingflokks Sjálfstæðismanna, hafði þetta sæti í forsætisnefnd verið gefið eftir til að undirstrika þá sam- stöðu allra flokka sem tekist hefði um breytingar á starfsháttum Al- þingis en þingflokkurinn teldi það óeðlilegt til langframa að stjórnar- andstaðan hefði meirihluta í forsæt- isnefnd. Því gerði þingflokkur Sjálf- stæðismanna tilkall til að fá í sinn hlut tvö sæti í forsætisnefndinni í samræmi við hlutfallslegan styrk flokksins. Gera má ráð fyrir að stjómarflokk- arnir bjóði fram lista sem skipaður verði Salóme Þorkelsdóttur, Gunn- laugi Stefánsyni og Sturlu Böðvars- syni. Að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur veldur þessi afstaða Sjálfstæðis- manna nú stjórnarandstöðunni von- brigðum og eru þingmenn Samtaka um kvennalista óánægðir með þessa afstöðu. Starf forsætisnefndar ætti að vera hafið yfir flokkapólitík og þar þyrfti að ríkja góð samstaða allra þingflokka. Tilmæli um tilhliðrunar- semi við afgreiðslu mála hlytu að verða skoðuð með hliðsjón af þeirri hörku og harðfylgi sem Sjálfstæðis- menn nú sýndu. Svavar Gestsson sagði afstöðu Sjálfstæðimanna vera ófriðaryfírlýs- ingu og ekki í samræmi við það sem um hefði verið talað síðastliðið vor. Svavar sagði það vera sína skoðun að það væri algjörlega út í hött fyrir Alþýðubandalagsmenn við þessar aðstæður að eiga hlut að því að kjósa aðalforsetann sem yrði úr hópi stuðn- ingsmanna ríkisstjórnarinnar. Sjálf- um þætti sér ágætt að hafa Matthías Bjarnason aldurforseta þingmanna eitthvað áfram við fundarstjórn á Alþingi. PÁLMI Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna, segir að verslunar- og rekstrarvörudeild SFG hafi verið seld til að styrkja söluna á grænmeti og ávöxtum í dreif- ingarstöð Sölufélagsins, og framvegis muni það eingöngu annast dreifingu á afurðum garðyrkjubænda. Hann vildi ekki gefa upp söluverð verslun- ar- og rekstrarvörudeildarinn- ar, en kaupendur hennar eru Jónína Ólafsdóttir og Baldvin Ómar Magnússon, og fram- kvæmdastjóri verður Gísli H. Sigurðsson. Nýju eigendurnir tóku við rekstri fyrirtækisins í gær. Pálmi sagði að staða Sölufé- lagsins hefði verið slæm undanfar- ið og því hefði verið unnið að því að styrkja dreifingarstöð félags- ins, en sala verslunarinnar myndi nú gjörbreyta stöðunni til batnað- ar. Aðspurður sagði hann að áfram yrði unnið að því að tryggja stöðu dreifingarstöðvarinnar, og meðal annars væri inni í myndinni að Samband garðyrkjubænda keypti fasteign hennar. Pálmi sagði að starfsmenn verslunar- og rekstrarvörudeildar- innar hefðu óskað eftir tækifæri til að kanna hugsanlega möguleika þeirra á að kaupa fyrirtækið, en af því hefði ekki getað orðið. Hann sagði að fundur hefði verið haldinn með starfsmönnunum vegna söl- unnar á mánudag, og hann hefði ekki orðið var neinnar óánægju. Landsbankinn lækkar vexti á bankavíxlum LANDSBANKI íslands lækkaði í gær vexti á bankavíxlum í kjölfar þess að ríkissjóður lækkaði vexti á sínum víxlum um 0,5-1,5%. Lækkun á vöxtum víxla Lands- bankans nemur einnig 0,5-1,5%. Vextirnir eru áfram 0,25% hærri en vextir á ríkisvíxlum og eru 15,25% á víxlum sem eru til 45-60 daga og 15,75% á víxlum frá 60-120 dagar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.