Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991 Eru bílkranar óæskileg tæki ? eftir Kristínu Sigurðardóttur Með aðgerðum sínum og setningu reglna eru stórnvöld oft að hafa áhrif á fleiri atriði en blasir við í fyrstu. Þannig hafa tollalækkanir á vinnu- vélum m.a. leitt til þess að kostnaður við jarðvinnuframkvæmdir hefur lækkað. En áhrifin geta verið fleiri þegar svo hagar tii að einhveijar gerðir vinnuvéla eru skildar eftir utan við þessa tollalækkun þá hefur það einnig áhrif, þegar kemur að endurnýjun þeirra, en í því tilviki neikvæð áhrif. Bílkranaeigendur hafa féngið það mjög sterkt á tilfinn- inguna að stjórnvöld líti á tæki þeirra sem óæskileg verkfæri. Þetta hefur komið fram við ákvarðanir tolia, með þungatakmörkunum og takmörkuð- um flutningsleyfum ásamt kvöð um tvöfalda skoðun á tækinu, þessu tæki, sem hvorki virðist vinnuvél eða bifreið (þó greiddur sé af því þunga- skattur), en er þó hvoru tveggja. Þeir hafa því velt því fyrir sér hvort þessar ráðstafanir séu meðvituð stefna sem hefur það markmið að draga úr notkun og eign bílkrana. Með kranabílum er hér átt við krana sem byggðir eru á bíl, sem undir- stöðu- og flutningstæki, hafa ýmist glussa- eða grindarbómur og lyfti- getu frá 10-15 tonnum upp undir 140 tonn. Tollamálin Kranar voru lengi vei hlutfallslega á lágum tollum. Árið 1987 þegar ákvörðun var tekin um endurskoðun tolla á vinnuvélum var tollur á krana 15% en 25% á vinnuvélar. Með þess- ari tilhögun hefur löggjafínn trúlega talið sig vera að stuðla að vinnu- hagræðingu og framförum í landinu. Bifreiðar voru áður í háum toll- flokki, eins og vinnuvélar. TollurA bifreiðum til fólksflutninga hafði þó verið iækkaður í 10% 1987, en af vörubílum var hann 30% (eins og hann er enn, en hann verður að lækka). Stjórnvöld mótuðu á sínum tíma þá stefnu að g'reiða ætti toll af kranabílum en hann ætti að vera um helmingi lægri en af bílum. Þessi tollur var einnig verulega lægri en sá sem greiða átti af vinnuvéium. í þá tíð virtist það stefna stjórnvalda að kranabílar ættu, hvað tolla varð- ar, að vera hagstæðari í innkaupum en vinnuvélar. Með tollabreytingunni á vinnuvélum sem nú er að ganga yfir (tollar eru lækkaðir á vinnuvél- um um 5% (prósentustig) árlega þar til þeir fara í 0% þann 1. janúar 1993) var ekki gert ráð fyrir krana- bílum. Nú er svo komið að af krana- bílum eru greiddir mun hærri tollar en af vinnuvélum. Þessi ráðstöfun er óskiljanleg nema að þessi flokkun sé dulbúin afleiðing ákvörðunar stjórnvalda um að kranabílar séu óæskilegir og að þeim beri að fækka. En þá vantar reyndar skýringu á hvers vegna þeir eru óæskilegir. Tollalækkun á vinnu- vélum er til góðs og mun auka hag- kvæmni við verklegar framkvæmdir og mannvirkjagerð. Að hluta til mun þessi breyting einnig gera íslenska verktaka færari til samkeppni við erlenda starfsbræður sína. En til þess að þeir standi jafnfætis erlend- um samkeppnisaðilum þarf einnig að lækka tolla á vörubílum, krönum og öðrum þeim vinnuvélum sem byggðar eru ofan á bifreið. Þunga- og flutningstakmarkanir Þegar stoltur kranaeigandinn stendur með tugmilljóna tæki sitt komið með bílnúmer, þá vandast nú málið því það reynast takmörk á því hvert flytja má tækið, þegar við- skiptavinir óska eftir þjónustu. Tæk- ið er sem sagt skráð sem bifreið, sem greiða skal þungaskatt af en aksturs- heimild þess um vegakerfi landsins er mjög takmörkuð. Með stærri krana þarf leyfi vegagerðarmanna fyrir hverri ferð og fer það þá eftir því hvernig liggur á embættismönn- um hvað er leyft. Því það sem mátti í gær er bannað í dag. Þá er ekki verið að tala um flutning eftir slæm- um sveitavegum með veikar brýr og ræsi, heldur bestu vegi landsins. Uppbyggða vegi í besta flokki, vegi byggða fyrir mikla umferð í þétt- býli. Áður fyrr fengu kranar nokkurs konar vegapassa og var þar tilgreint í þeim og sýnt á korti af landinu hvar þeir máttu aka. Það var því skýrt hvað mátti og hvað ekki, að- eins þurfti að sækja um leyfi fyrir frávik. En þá voru vegirnir verri en nú er. Nú hafa vegirnir batnað en takmörkun umferðar um þá hefur verið þrengd. Menn hafa iengi sagt skemmtisögur af Bifreiðaeftirliti rík- isins, hvernig menn þar kröfðust þess að ýmiss konar öryggisbúnaður og viðvörunarljós væru rifin af bif- reiðum til þess að þær fengjust skráðar. Heimóttaskapurinn og van- þekkingin réðu í krafti embættis og dómi þeirra varð ekki áfrýjað. Með umræðu um þessi mál og pólitískum ákvörðunum voru embættismennirn- ir dregnir til nútíðarinnar og þessum vinnubrögðum breytt. Hjá vegagerð- inni þyrfti eitthvað svipað að gerast, þar eru menn nánast hæstiréttur varðandi þungatakmarkanir og aðrar takmarkánir umferðar. Nokkuð virð- ist vanta á að þeir sem ráða séu til- búnir að færa hugsun sína til nútíð- ar. Vegagerð og uppbygging vega Kristín Sigurðardóttir „Kranamönnum þykir því að þeim sé gróflega mismunað. Stjórnvöld hafi hagað ráðstöfun- um sínum þannig að þau sýna í verki að þau telji tækin óæskileg." hérlendis hefur þó víðast hvar orðið eins og best verður á kosið. Eigend- ur stórra krana búa við það að þó að tækin séu skráð eins og bifreiðar og þeim sé gert að greiða þunga- skatt þá er þeim ekki frjálst að aka tækjunum um vegi landsins. Það er eðlilegt að tæki, sem um allan heim er gert ráð fyrir að aki um venjulega uppbyggða vegi, fái varanlegt akst- urleyfi hérlendis, jafnvel þó að þau verði í stöku tilvikum bundin ákveðn- um vegum eða svæðum. Skoðun bifreiðar og tækis Þegar kemur að skoðun tækisins flækist máiið heldur hjá kranaeig- endum. Kranar þurfa sem sagt tvö- falda skoðun. Tvívegis þarf að taka tækið úr vinnu og færa það til skoð- unar og greiða að því skoðunargjald hvoru sinni. Kranar þurfa að fá skoð- un hjá Bifreiðaskoðun Islands en hjá því fyrirtæki er eingöngu skoðaður sá hluti tækisins sem þeir flokka sem bifreið. Hjá vinnueftirlitinu er hins vegar skoðaður sá hluti tækisins sem þar á bæ er flokkaður sem vinnuvél. Þeir skoða einnig allan búnað sem fylgir tækinu og mæla vírana. Nú er það fjarri lagi að kranamenn séu á nokkurn máta að mælast undan því að tæki þeirra séu skoðuð vand- lega og þeir þiggja fúslega allar leið- beiningar sem stuðla að auknu ör- yggi í greininni. Þeir hafa reyndar sjálfir með auknum kröfum og harð- ara eigin eftirliti, ásamt betri bún- aði, aukið vinnuöryggi stórlega. Þetta er langminnugum ijóst. Krana- menn vilja því gjarnan fá góða skoð- un á tæki sín en þeir vilja, sé ekki um neinar athugasemdir að ræða, að ein ferð á einn stað nægi og fyr- ir það verði greitt einfalt gjald. Kranamönnum þykir því að þeim sé gróflega mismunað. Stjórnvöld hafi hagað ráðstöfunum sínum þann- ig að þau sýna í verki að þau telji tækin óæskileg. Þetta kemur fram, eins og áður er sagt, með hlutfalls- lega hærri tollum, með geðþótta- stýrðum umferðartakmörkunum þrátt fyrir bílnúmer og greiðslu þungaskatts og flóknari og dýrari skoðun en aðrir þurfa að sæta. Þó að verk stjórnvalda virðist sýna svo skýra niðurstöðu hvað varðar álit þeirra þá er óvíst hvort að baki því býr skipuleg athugun þar sem málið er skoðað í heild. Það er reyndar ólíklegt. Það er mun sennilegra að málin hafi þróast á þennan veg þeg- ar verið var að taka ákvarðanir um allt aðra hluti og enginn veitt því sérstaka athygli að lausnin gekk ekki alveg upp fyrir alla. Því að auð- vitað getum við illa verið án krana- bíla við hvers konar verklegar fram- kvæmdir þar sem þeir lyfta og færa þunga hluti og grafa jafnvel með dragskóflum. Það þarf því ekki að segja ráðamönnum að tækin eru nauðsynleg, en það þarf hins vegar að segja þeim að reglur samfélagsins þurfa að vera vitrænar og allir eiga að sitja við sama borð. Það er því vonandi að mál þessi verði endur- skoðuð í heild og þessum agnúum eytt. Höfundur er framkvæmdasljóri Félags vinnuvélaeigenda. Feijuflug yfir Atlantshaf: Reykjavík skemmtileg- asti viðkomustaðurinn eftirMirjönu Ivanovic Það er óþarfi að kynna feijuflug- menn fyrir ísiendingum, hvað þeir geri og hvað geti komið fyrir þá ef þeir virða ekki gullnar reglur flugs yfir Atlantshafið. Því miður hafa sumir þeirra komizt á forsíðu Morgunblaðsins. En taka ber fram að sumir þeirra voru mjög heppnir vegna mikillar hæfni björgunar- manna á íslandi. Þeir voru ekki einu sinni orðnir blautir þegar þyrla var komin á vettvang ti! að bjarga þeim. En það er ótrúlegt hve marga flugmenn dreymir sama drauminn: Að feta í fótspor Lindbergs. Að fljúga sjálfir einshreyfils vél milli Evrópu og Ameríku. Ég var einnig einn þeirra. Mig dreymdi draum, og draumurinn rættist. Fyrstu þijár ferðirnar fór ég með Ruth og Sheldon Stafford, sem ég kynntist árið 1983 í Eng- landi á þingi evrópskra kvenflug- manna. Þangað voru þau komin í Bonanza-véi sinni. Þegar mér var sagt að þau hefðu sjálf flogið vél- inni frá Bandaríkjunum trúði ég vart mínum eigin eyrum, og gat varla beðið eftir að fá tækifæri til ræða við þau. Aðstæður voru mér hagstæðar, og árið 1986 flaug ég fyrstu ferðina mína yfír Atlantshaf- ið í samfloti við þau. Ruth og Sheldon Stafford hafa stundað flug yfír Atlantshafíð frá árinu 1972. Þau eru þekkt sem fyrstu hjónin sem flugu yfir Ati- antshafíð í samfloti, hvort í sinni vél. Sheldon er með yfir 10.000 flugtíma, hefur svo til öll flugskír- teini FAÁ, og á að baki 100 flug yfír Atlantshafíð og Kyrrahafíð á leið sinni víða um heim. Ruth er með 8.000 flugtíma og hefur flogið 50 sinnum yfír Norður- og Suður- Atlantshafíð. í feijuflugi mínu hef ég hitt marga flugmenn sem voru í sínu fyrsta Atlantshafsflugi, og oft hef ég haft áhyggjur af ferðum þeirra. í samtölum við þá hef ég því reynt að gefa þeim góð ráð. Á veturna bý ég í Sviss, en hugurinn reikar ailtaf til Atlantshafsflugsins. Þess- vegna stakk ég upp á því við Ruth og Sheldon Stafford eftir fyrsta sumarið að þau kæmu til St. Mo- ritz svo við gætum skipulagt þriggja daga námskeið fyrir flug- menn sem þráðu að komast í „Atl- antshafs-klúbbinn". Þetta þótti mikil bjartsýni í upphafí, en leiddi til þess að 17 flugmenn frá átta löndum sóttu fyrsta námskeiðið. Frá því þetta fyrsta námskeið um flug yfír Atlantshafið var haldið í janúar 1989 hafa heimsótt okkur íjórir hópar, alls 60 flugmenn af tíu þjóðemum, sem við höfum und- irbúið fyrir fyrstu ferð þeirra yfir Atlantshafið. Námsefnið er valið í samræmi við lög og reglur ICAO, og í sam- ráði við öll flugmálayfirvöld á flug- leiðunum yfír Norður-Atlantshafið, auk þess sem byggt er á okkar eigin reynslu. Flugmenn sem sótt hafa námskeið og flogið yfír Atl- Við komuna til Reykjavíkur- flugvallar er viðmótið ætíð vin- gjarnlegt þar sem starfsfólk aðstoðar við gerð flugáætlana, veitir upplýsingar um veður og sér um hótelpantanir. antshafíð koma til að segja nýjum þátttakendum frá reynslu sinni. Þá þijá daga sem námskeiðið stendur yfír ræðum við undirbúning flug- manna og flugvéla, auka eldsneyt- isgeyma og fiugleiðir, þar sem Reykjavík er vissulega skemmtileg- asti viðkomustaðurinn. Við ræðum einnig um að veður geti verið vá- lynd, og um gerð flugáætlana. Þá gefum við hagnýtar upplýsingar, Á þriðja árlega ferjuflugsnámskeiðinu í St. Moritz í Sviss í mars 1990 fengu Mirjana Ivanovic og Ruth og Sheldon Stafford viður- kenningar fyrir störf sín frá Heimssamtökum flugkennara. Vinsælasti dvalarstaður feijuflugmannanna er Hótel Loftleiðir og er þessi mynd tekin út um herbergisglugga á hótelinu. svo sem um verðlag á eldsneyti, lendingargjöld, tækjaleigu og fleira, en kennum auk þess hvað gera ber ef allt fer úrskeiðis. Nú eru þessi námskeið haldin árlega í Evrópu eða Bandaríkjun- um. Næsta námskeið verður haldið í Kansas City, Missouri, Bandaríkj- unum dagana 12.-14. marz 1992. Allt frá uppháfi hefur hugmyndin notið stuðnings Jeppesen & Co og Hótels Loftleiða. Hver flugmaður sem tekur þátt í námskeiðinu fær ókeypis kort yfír flugleiðina, og sú áhöfn sem fyrst verður til Reykja- víkur fær ókeypis næturdvöl á Hótel Loftleiðum. Höfundur er ferjufiugmadur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.