Morgunblaðið - 02.10.1991, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OIÍTÓBER 1991
33
f<lk f
fréttum
VERÐLAUN
Afhending verðlauna í
ævintýraleik Kodak
Helgi Ágústsson sæmir Aðaheiði
riddarakrossinn...
HEIÐUR
„Ættmóðir“
sæmd ridd-
arakrossi
Fyrir skömmu sæmdi Helgi
Ágústsson sendiherra íslands í
Lundúnum frú Aðalheiði Hólm
Spans riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir hönd forseta ís-
lands. Athöfnin fór fram í Geerte-
kert í Utrecht í Hollandi að við-
stöddum 80 manns, íslendingum
og Hollendingum.
Aðalheiður stofnaði Verkakvenna-
félagið Sókn æarið 1934, þá aðeins
18 ára að aldri. I dag er félagið
Starfsmannafélagið Sókn. Hún var
fyrsti formaður þess og fyrsti og
eini heiðursfélagi þess. Er hún síðar
fluttist til Hollands hefur hún verið
mörgum íslendingum til halds og
trausts og átti dijúgan þátt í stofn-
un íslensk - hollenska félagsins.
Hefur hún verið kölluð „ættmóðir"
íslendinga í Hollandi um árabil.
Jón Þorsteinsson óperusöngvari,
sem búsettur hefur verið í Hollandi
í ellefu ár, söng nokkur íslensk lög
við þetta tækifæri og að ræðum
loknum var skálað í kampavíni og
síðan tekið til við kaffið og pönsurn-
ar og kleinurnar.
NÝLEGA var dregið í ævintýra-
leik Kodak gullfilmunnar.
Þúsundir af seðlum bárust en fólk
átti að svara nokkrum spurningum
og koma með slagorð fyrir Kodak
gullfilmuna. Fyrstu verðlaun, ferð
fyrir tvo í ævintýrasiglingu á
Karíbahafinu með ferðaskrifstof-
unni Sögu og Norwegian Cruise
Line, að verðmæti 370.000 krónur
hlaut Brynhildur A. Ragnarsdóttir,
Bergholti 16, Mosfellsbæ, fyrir
Kodak gullfilmuslagorðið, „Fjár-
sjóður fegurstu minninga".
Aukavinningar eru 214 og verður
hringt í alla vinningshafa, auk þess
sem listar með nöfnum vinnings-
hafa liggja frammi í verslunum
Hans Petersen og á öllum Kodak
Express stöðum á landinu.
Á myndinni eru talið frá vinstri vinningshafarnir hjónin Ólafur Bjarn-
ason og Brynhildur A. Ragnarsdóttir og Bjarni Ragnarsson frá
Hans Petersen hf. og Inga Engilberts frá ferðaskrifstofunni Sögu.
COSPER
Er herrann hrifinn af dökkhærðum eða ljóshærð-
um konum?
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi...
... þær duga sem besta bók.
£
CO
Z
2
=>
□
=>
z
z
Q
z
Q£
2
Bla8flow/S'
Kr. 23.900
Brottför í október,
nóvember og desember.
Gist á hinu vinsæla Hospitality Inn.
flRflAMIBSTDfilN
SUSTUBSTRffTl T7 ■ SÍM 622200
BUSAR
Gengið undir jarðarmen
Busavígsla Fjölbrautaskólans
við Ármúla fór fram á dög-
unum. í orðsendingu frá Nem-
endaráði skólans kom fram, að
síðustu árin hefði skapast ákveðin
hefð við þessa vígslu, „að taka
mannalega" á móti nýnemunum.
Farið er með nemendur í ferða-
lag, að þessu sinni í Viðey. Vígslan
var í því fólgin að nemendur
gengu undir jarðarmen að fornum
sið og að því loknu voru þeir tekn-
ir í samfélag fullorðinna. Þetta
er táknræn athöfn og ofbeldis-
laus. Að henni lokinni voru
snæddar grillaðar pylsur og nem-
ar styttu sér stundir með öðrum
hætti.
Þakka af alhug hlýjar kveðjur og góðar gjafir
er mér bdrust d 90 dra afmœli mínu.
Þórir Friðgeirsson.
Námskeið
OFURMINNI
Námskeið í ofurminni 5. okt. Einföld, örugg
tækni. Þú lærir öll nöfn, óendanlega langa
lista yfir hvað sem er, öll andlit, öll númer
á auðveldan hátt. Sími 626275 í hádegi.
Námskeið
Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur:
• Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum
• Hvernig má greina og skilja samskipti
• Hvernig ráða má við gagnrýni
• Hvernig finna má lausnir í árekstrum
• Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi
Leiðbeinendur
eru
sálfræðingarnir
Alfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna
Innritun og nanari upplysingar
VISA® í símum Sállræöistöðvarinnar: E
62 30 75 00 21110 kl. 11-12. rUROCARO