Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991
21
44
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Áfgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Fækkun kjarnorku-
vopna og Reykjavík-
urfundurinn
Tillögum Georgs Bush, for-
seta, um einhliða fækkun
á kjarnorkuvopnum í vopna-
búri Bandaríkjanna hefur verið
fagnað víða um heim. Enda
gefa þær vonir um, að áfram-
hald verði á fækkun og eyðingu
kjarnorkuvopna með gagn-
kvæmum samningum stórveld-
anna og hugsanlega með ein-
hliða ákvörðunum forustu-
manna kjarnorkuveldanna.
Bretar tilkynntu þegar eftir
ræðu Bush, að þeir myndu
fylgja í kjölfarið með fækkun
í kjarnorkuvopnabúri sínu.
Athyglin beinist þó fyrst og
fremst að viðbrögðum Sov-
étríkjanna og þau hafa verið
mjög jákvæð. Aðstoðarut-
anríkisráðherrann, Vladimir
Petrovskij, lýsti yfir því, að
Sovétmenn væru reiðubúnir að
ræða tillögur Bush með opnum
huga og án tafar. Mikilvægast
væri að láta ekki viðræður
nægja heldur taka sem fyrst
til hendinni. Varnarmálaráð-
herrann, Jevgeníj Shap-
osníkov, fagnaði ræðu Bush
og kvað mikilvægast að
Bandaríkin litu ekki lengur á
Sovétríkin sem helzta óvin
sinn. Samkvæmt þessu má
telja fullvíst, að Sovétmenn
láti ekki sitja við orðin tóm og
muni fylgja fordæmi Banda-
ríkjamanna um niðurskurð á
kj arnorkuvopnabúnaði.
Fyrstu viðbrögð Mikhails
Gorbatsjovs við ræðu Bush
voru varfærin, enda hefur
stjórnmálaþróunin í Sovétríkj-
unum breytt miklu um stöðu
hans sjálfs og lýðveldanna. Þau
gera sum hver kröfu til þess
að fá yfirráð yfir þeim kjarn-
orkuvopnum, sem staðsett eru
innan landamæra þeirra. Sú
kenning hefur heyrzt, að ótti
Bandaríkjamanna um, að Sov-
étstjórnin kunni að missa full
yfirráð yfir kjarnorkuvopna-
búrinu hafi verið einn hvatinn
að ákvörðun Bandaríkjamanna'
um einhliða fækkun kjarnorku-
vopna.
Gorbatsjov sagði um helg-
ina, þegar hann fjallaði um til-
lögur Bush, að Sovétríkin
hefðu lagt til á leiðtogafundi
hans og Reagans í Reykjavík,
að kjarnorkuvopnum yrði út-
rýmt og á Reykjavíkurfundin-
um hefði verið lagður grunnur-
inn að hugmyndum um róttæk-
an niðurskurð slíkra vopna.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem
Gorbatsjov minnist á
Reykjavíkurfundinn með þess-
um hætti og ljóst er, að hann
telur hann hafa skipt sköpum
fyrir samninga risaveldanna
um fækkun kjarnorkuvopna,
sem fylgdu í kjölfarið.
Þessi afstaða Gorbatsjovs er
sérstaklega athyglisverð í ljósi
þess, að eftir leiðtogafundinn
í Reykjavík var hann almennt
talinn hafa verið árangurslítill
af fréttamönnum og frétta-
skýrendum. Stjórnmálamenn
víða um heim lýstu vonbrigðum
sínum með niðurstöðuna í
Reykjavík.
I ljósi þessa er ekki úr vegi
að rilja upp ummæli úr
Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins, sem birtist 11. októ--
ber 1986, eða við upphaf leið-
togafundarins. Þar segir m.a.:
„Á þessari stund er ekkert
hægt að segja um niðurstöður
viðræðna Reagans og Gorb-
atjovs í Höfða. Sumir eru bjart-
sýnir á, að þær greiði a.m.k.
fyrir markverðu samkomulagi
á næsta fundi, sem hugsanlega
verður síðar á þessu ári, en
aðrir eru efins um að fundurinn
breyti miklu. Það væri mjög
ánægjulegt fyrir alla jarð-
arbúa, ef fundurinn leiddi til
samdráttar í vígbúnaði, og það
væri sérstaklega ánægjulegt
fyrir íslendinga í þeim skiln-
ingi, að nafn höfuðborgarinnar
yrði þá tengt bættu andrúms-
lofti í heiminum."
Víða heyrðust þær raddir,
að Reykjavíkurfundurinn hefði
verið mishéppnaður og kom
það ekki sízt fram í heimsblöð-
unum. Morgunblaðið sá þá
ástæðu til að fullyrða, að fund-
urinn væri eftirminnilegur og
markaði ef til vill tímamót á
þann hátt, að Reykjavík hefði
þokað sér inn í heimssöguna.
Hér í blaðinu var mikið rætt
um fundinn eftir að honum
lauk og lögð áherzla á mikil-
vægi hans, hvað sem erlendum
sérfræðingum liði. Þær vonir,
sem við hann voru bundnar og
ijallað er um í ofannefndri rit-
stjórnargrein Morgunblaðsins
rættust til fulls. Reykjavíkur-
fundurinn er nú að áliti allra
þeirra, sem um hann fjalla,
upphaf að stórsögulegum tíma-
mótum á okkar dögum.
Verið að þyrla upp pólitísku moldryki, segir Eiður Guðnason
MINNIHLUTI umhverfisnefndar Alþingis ásakar umhverfisráðherra
um að leyna nefndina upplýsingum um mengunarákvæði í tengslum
við starfsleyfi fyrir álbræðslu Atlantsál á Keilisnesi. Auk þess er
ráðherrann gagnrýndur fyrir að hafa ekki framlengt frest til athuga-
semda við opinbera kynningu á starfsleyfinu en frestur þessi rann
út nú um mánaðamótin. Eiður Guðnason umhverfisráðherra ségir að
hann skilji ekki hvað minnihlutinn sé að fara og augljóslega sé verið
að Jjyrla upp pólitísku moldvirði í þessu máli.
Á blaðamannafundi sem þau
Kristín Einarsdóttir Kvennalista,
Valgerður Sverrisdóttir Framsókn-
arfloþki og Hjörleifur Guttormsson
og Ólafur Ragnar Grímsson Al-
þýðubandalagi efndu til í gærdag
kom fram að þessir fulltrúar í um-
hverfisnefnd telja að um alvarlegt
mál sé að ræða. Þau benda á að
við athugun á starfsleyfistillögunni
hafi komið í ljós að í ýmsum þýðing-
armiklum atriðum sé vísað til ein-
stakra greina aðalsamnings um ál-
bræðslu á Keilisnesi, en aðalsamn-
ingurinn eða drög að honum hafi
ekki legið fyrir til þessa. Er þau
hafi leitað eftir upplýsingum hjá
umhverfisráðherra um nánari upp-
lýsingar um þessi atriði hafi þau
engin svör fengið.
Atriðin sem hér um ræðir eru
m.a. liður 1.3 í drögum að starfs-
leyfi sem kveður á um að ný lög
og reglugerðir eigi við um Atlantsál
nema þau samrýmist ekki réttind-
um og skyldum Atlantsáls sam-
kvæmt aðalsamningum eða þeim
takmörkunum á losun mengunar-
efna út í umhverfið eða öðrum skil-
málum þessa starfsleyfis eins og
tekið er fram á útgáfudegi þess.
Einnig liðir 1.4 og 1.9 sem annars-
vegar kveða á um að ágreiningur
sem skotið sé til dómsstóla skuli
leystur sanikvæmt ákvæðum aðal-
samnings um lausn ágreiningsmála
og hinsvegar að endurskoða megi
starfsleyfið í samræmi við ákvæði
aðalsamnings.
Kristín Einarsdóttir segir að þau
telji mörg ákvæði starfsleyfisins svo
óljós að óeðlilegt geti talist og því
hafi verið óskað eftir að frestur til
athugasemda yrði framlengdur.
Þau geri hinsvegar ekki efnislegar
athugasemdir við starfsleyfið held-
ur málsmeðferðina.
Valgerður Sverrisdóttir segir að
umhverfisnefndin öll hafi verið
sammála um að fara nánar í saum-
ana á starfsleyfinu og að það yrði
ekki gefið út fyrr en að loknum
umræðum um það á Alþingi.
Hjörleifur Guttormsson bendir á
að samkvæmt upplýsingum frá
Noregi telji Norsk Hydro sig geta
komið flúorhreinsun niður í 0,3-3,5
kg á tonn sem ársmeðaltal. í starfs-
Morgunblaðið/KGA
leyfinu sé gert ráð fyrir að magn
þetta megi vera 0,75 kg en samt
sé lagt upp með að ítrustu kröfur
séu gerðar í mengunarvörnum hér-
lendis.
Ólafur Ragnar Grímsson segir
að ekki hafi öll spil verið lögð á
borðið í málinu og því var beðið um
frestinn. í starfsleyfinu sé vikið að
ákvæðum í aðalsamningi en þeinrí
hinsvegar meinaður aðgangur að
ákvæðum þessum. Ólafur segist
ekki skilja af hveiju nefndin fái
ekki umbeðnar upplýsingar frá
umhverfisráðuneytinu.
Eiður Guðnason umhverfisráð-
herra segist ekki skilja þennan
málatilbúning minnihlutans á ann-
an veg en verið sé að þyrla upg
pólitisku nioldvirði út af engu. „í
fyrsta lagi er málið ekki þingmál á
þessu stigi og ekki á forræði nefnd-
arinnar þótt hún geti að sjálfsögðu
skoðað það,“ segir Eiður. „Nefnd-
inni voru veittar allar umbeðnar
upplýsingar sem voru í okkar valdi
að veita og engu leynt. Hvað varð-
ar texta í aðalsamningi þá höfum
við hann ekki undir höndurn enda
hefur sá samningur ekki verið gerð-
ur ennþá.“
Eiður segir að ráðuneyti hans
hafi staðið að kynningu starfsleyfis-
ins eins og lög og reglur gera ráð
fyrir enda gagmýni minnihluti um-
hverfisnefndar ekki kynningu þess
efnislega. Hvað varðar neitun hans
á að framlengja frest til athuga-
semda segir Eiður að sú beiðni
hafi komið fram aðeins nokkrum
klukkustundum áður en hinn upp-
haflegi sex vikna frestur rann út.
Því hafi bæði tíminn verið naumur
og hann ekki séð nein efnisleg rök
þess efnis að framlengja frestinn.
iviorgu n oiaoio/ iuj a
Nýr útvarpsstjóri kominn til starfa
„Ríkisútvarpið er sú íslandsklukka, sem „kallar oss heim til sín“ frá
ystu eyjum og efstu dölum og hvaðanæva á milli," sagði séra Heim-
ir Steinsson er hann í gær tók við embætti útvarpsstjóra. Myndin
að ofan var tekin er Hörður Vilhjálmsson, settur útvarpsstjóri, af-
henti Iieimi lyklavöldin. „Undanfarin ár hefur klukkan mikla eign-
ast dætur, sumar ungar, en bráðgjörvar, Rás 2 og landshlutastöðvarn-
ar. Sjónvarpið er elsta dóttirin, fullvaxta nú og ber bjarta mynd og
styrkan róm inn á íslensk heimili upp til hópa. Þannig er íslands-
klukka Ríkisútvarpsins orðin að klukknaturni. Þaðan heyrast, margvís-
legir ómar og vonandi finna flestir þar nokkuð við sitt hæfi. En klukk-
urnar í turninum eiga sér samhljóm lifandi íslenskrar menningarar-
fleifðar. Sá samhljómur er hátíðin mesta og eflist vonandi á hverri
nýrri tíð,“ sagði útvarpsstjóri meðal annars er hann tók við embætti
í gær.
Flugráð:
TillögTim fhigmálastjóra nm
kennslufyrirkomulag hafnað
FLUGRÁÐ hafnaði á fundi sínum í gær framkomnum tillögum flug-
málastjóra, sem hann lagði fram á fundi Flugráðs 24. september sl.,
að Flugtak hf. sitji eitt að bóklegri og verklegri kennslu hér á landi
til atvinnuflugprófs og ætlar að fjalla um málsmeðferð alla á næsta
fundi sinum. Hefur það óskað eftir því að skólameistari Fjölbrautar-
skólans á Suðurnesjum verði á fundinum og menntamálaráðuneytið
sendi einnig sinn fulltrúa. Flugmálastjórn og Fjölbrautaskóli Suður-
nesja hafa ákveðið að fella niður nám á flugliðabraut við fjölbrautar-
skólann um ótiltekinn tíma og er ástæðan sögð „illviðráðanlegar að-
stæður í launamálum kennara".
I samþykkt Flugráðs í gær sem
var samþykkt samhljóma var talið
óhjákvæmilegt að ráðið tæki án taf-
ar afstöðu til tillagna flugmála-
stjóra. Flugniálaráð taldi eðlilegt að
reglugerðir um flugskóla og skírteini
gefin út af Flugmálastjórn verði
teknar til endurskoðunar og lagfær-
ingar. 10 aðilar hafi nú leyfi Flug-
málastjórnar til flugkennslu, þar af
sex með réttindi til verklegrar þjálf-
unar undir atvinnuflugpróf. Leyfin
gilda til ársloka 1991. I samþykkt-
inni segir: „Flugráð telur óhjá-
kvæmilegt að hugsanleg breyting á
fyrirkomulagi bóklegrar og verk-
legrar kennslu til atvinnuflugprófs
sem leitt geti til skerðingar núver-
andi kennsluréttinda sumra flug-
skóla, verði rædd og kynnt með
nægjanlegum aðdraganda þannig að
fram komi öll sjónarmið í málinu.
Með hliðsjón af framangreindu telur
Flugráð rétt að þeir aðilar sem
áhuga hafa á að annast flugkennslu
hér á landi fái áfram slík leyfi svo
framarlega sem þeir fullnægja
ákvæðum hlutaðeigandi íslenskra
laga og reglugerða og fellst því ekki
á tillögu þess efnis að einum aðila
í Reykjavík verði nú með örstuttum
fyrirvara falin öll kennsla til atvinnu-
flugprófs. Flugráð leggur höfuðá-
herslu á að bóklegt nám til atvinnu-
flugprófs komist nú þegar í eðlilegan
farveg innan íjölbrautarskólakerfís-
ins þar til annað yrði ákveðið."
Nám við flugliðabraut átti að helj-
ast á morgun og höfðu 32 nemendur
skráð sig til náms og greitt náms-
gjöld. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hafði hvorki Flugmála-
stjórn né Fjölbrautarskólinn á Suð-
urnesjum óskað eftir fjárveitingu
vegna flugliðabfautar fyrir þetta
skólaár.
Hjálmar Árnason skólameistari
Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum
sagði að þeir sem hefðu sinnt bók-
legri kennslu á flugliðabraut hefðu
allir gert það í aukastarfi og ljóst
væri að menn hefðu þá lítinn tíma
til að sinna þróunarstörfum. Óform-
legur vinnuhópur aðilja sem tengjast
þessum málum hefði endurskipulagt
námsbrautina með það í huga að
tengja hluta af verklega þættinum
í kennslu til atvinnuflugmannspróf
bóklega þættinum. 200 flugstundir
hefur þurft til að taka atvinnuflug-
mannspróf, loftferðaeftirlitið og
F’lugmálastjórn hefði óskað eftir því
að fjórðungur þess, eða 50 tímar,
yrði tengdur bóklega þættinum. Þá
hafi kennarar á flugliðabraut verið
mjög óhressir með launamálin.
Kennarar væru flestir veðurfræðing-
ar, flugumferðarstjórar, flugstjórar
o.sv.frv., en þeir væru ekki viður-
kenndir sem sérfræðingar á sínu
sviði og heldur ekki sem kennarar
og væru þess vegna metnir lágt til
launa. Þeir sættu sig ekki við það
lengur. „Það sem ég get boðið eru
þessi stundakennaralaun, sem kenn-
arar treysta sér ekki til að starfa
á. Ef ég fæ ekki kennara get ég
ekki haldið uppi kennslu. Ég veit að
í dag verður skipaður vinnuhópur
með fulltrúum samgönguráðuneytis,
menntamálaráðuneytis og Flug-
málastjórnar til að finna metnaðar-
fulla’og hentuga lausn á þessu máli
sem allra fyrst. Ég óttast alls ekki
að við séum að missa þessa kennslu
úr landinu,“ sagði Hjálmar.
Morgunblaðið/KGA
Theodore M. Hesburg flytur
ræðu sína í dag
Málþing um háskóla og háskólamenntun í Bandaríkjunum var sett í Odda
í gær með ávörpum bandaríska sendiherrans, Charles E. Cobb, og Svein-
björns Bjarnasonar háskólarektors. Að því loknu hélt Otto Butz, sem sést
hér á innfelldu myndinni, fyrirlestur um viðskiptamenntun í Bandaríkjun-
um. Fyrir setninguna hafði Beverly Totok - Storb flutt fyrirlestur um
krabbameinsrannsóknir. í dag flytur Theodore M. Hesburg, fyrrum rektor
Notre Dame-háskólans í Indiana, fyrirlestur um framhaldsmenntun i
Bandaríkjunum. Fyrirlestur hans verður fluttur í stofu 101 í Odda og
hefst klukkan 17.15.
Minnihluti umhverfisnefndar Alþingis:
Ráðherra sakaður um að
leyna upplýsingum í álmáli
Námsmenn mót-
mæla við þing-
setningu
Námsmenn efndu til fjölmennrar
mótmælastöðu á Austurvelli við
setningu Alþingis í gær. Að mót-
mælunum stóð Samstarfsnefnd
námsmannahreyfinganna, en í
henni eiga sæti fulltrúar Stúdenta-
ráðs Háskóla íslands, Bandalags
íslenskra sérskólanema og Sam-
bands íslenskra námsmanna er-
lendis. Námsmennirnir voru að
mótmæla hugmyndum um skóla-
gjöld og vexti á námslán. Fram-
haldsskólanemar tóku þátt í mót-
mælunum gegn skólagjöldum.
Mótmælin fóru friðsamlega fram
að öðru leyti en því að skömmu
eftir að síðustu þingmennirnir voru
gengnir í hús var tveimur eggjum
kastað að Alþingishúsinu.
Frá setningu 115. löggjafarþings í dag.
Alþingi sett í gær
VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands setti í gær Alþingi, 115. lög-
gjafarþingið. í stuttu ávarpi til þingmanna minnist forsetinn m.a.
þeirra orða Jóns Sigurðssonar forseta að Alþingi væri frækorn allra
framfara.
Setning Alþingis var með hefð-
bundnum hætti að því frátöldu að
þingið kemur nú saman tíu dögum
fyrr en venja hefur verið. En það er
í samræmi við þær breytingar á
stjórnarskrá og lögum um þingsköp
sem tóku gildi á síðasta þingi og
gera ráð fyrir að Alþingi starfi eftir-
leiðis í einni þingdeild. Alþingismenn
gengu frá þinghúsi til guðþjónustu
í Dómkirkjunni kl. 13.30.
Viðstaddir guðþjónustuna voru
auk þingmanna og ráðherra pg
starfsmanna Alþingis, forseti ís-
lands Vigdís Finnbogadóttir, biskup
Íslands herra Ólafur Skúlason, ýms-
ir háttsettir embættismenn, og enn-
fremur fulltrúar erlendra ríkja.
Í Dómkirkjunni predikaði Sigurð-
ur Árni Þórðarson rektor Skálholts-
skóla. Hann sagði frá atviki þegar
hópur ofbeldisseggja hafði átölulítið
barið prest í Tallinn í Eistlandi. Sá
prestur lét sér ekki bregða.„Þeir
skilja ekki að éger brynjaður." Skál-
holtsrektor sagði kristna menn í
þessum heimshluta hafa orðið að
eiga sitt í dýptum og leynum en
manngildi, trú og frumgildi menn-
ingarinnar gæti ekkert ofbeldi ham-
ið.
Sigurður Árni ræddi um menning-
una og þann styrk sem menn og
þjóðir sæktu í hana. Ein vegamikil
stoð í menningu okkar væri traust
og trú á góðan hug og hönd Guðs.
Prestur ræddi um það álag sem
væri á Alþingismönnum í þeirra
ábyrgðarmikla starfi. Langir og lýj-
andi fundir og fáar stundir til tóm-
stunda og samveru með_ fjölskyldu
og ástvinum. Sigurður Árni varaði
þingmenn við að láta erilinn og ann-
irnar svipta sig öllum heillum, ham-
ingju og þroska. Hann hvatti þing-
menn til að vitja um lífshamingju
sína og sinna. Grennslast fyrir um
-hvar væri athvarf, skjól og brynju
að finna. Skálholtsrektor endaði sína
ræðu á 90. Davíðssálmi þar sem
segir m.a: “Drottinn, þú hefur verið
oss athvarf frá kyni til kyns.“
Að lokinni messugjörð var gengið
úr kirkju til þingfundar í Alþingis-
húsinu. Þar las forseti íslands upp
forsetabréf dagsett 16. september
um að Alþingi skyldi koma saman
fyrsta dag októbermánaðar. Lýsti
forseti Alþingi 115. löggjafarþingið
sett. Forseti mælti nokkrum orðum
til þingmanna. Hún ræddi m.a. þær
kröfur sem þjóðin gerði til sinna lýð-
ræðilega kjörinna fulltrúa. Fremst
stæði sú krafa að þeir stæðu ævin-
lega vörð um hag og menningu þjóð-
arinnar en þjóðin gerði ekki þá kröfu
til þingmanna að þeir væru ofur-
menni eða væru allir á einu máli.
En þjóðin ætlaðist til að hvert þjóð-
þrifamál væri rætt og skoðað og til
hlítar áður en ákvarðanir væri tekn-
ar. Forseti ininnti á orð Jóns Sig-
urðssonar forseta um að Alþingi
væri frækorn allra framfara og
blómgunar lands vors. Forseti ís-
lands óskaði þingmönnum gifturíkra
samræðna og farsællra ákvarðana
eftir að allar hliðar mála hefðu verið
kannaðar. Að svo búnu bað forseti
þingmenn að minnast fósturjarðar-
innar. Þingheimur tók undir hvatn-
ingu Davíðs Oddsonar forsætisráð-
herra og óskaði forseta vorum og
fóstuijörð heilla með ferföldu húrra-
hrópi.
Forseti íslands bað aldurforseta
Alþingis, Matthías Bjarnason, fyrsta
þingmann Vestíjarða, um að taka
að sér fundarstjórn uns forseti Al-
þingis hefði verið kjörinn. Matthías
Bjarnason bauð þingmenn og starfs-
fólk Alþingis velkomið til starfa.
Fundarstjóri lét í ljós þá von að sú
mikla breyting sem nú yrði á starfs-
háttum þingsins yrði til góðs og störf
þess í vetur yrðu landi og þjóð til
heilla. Ræðumaður minntist látins
þingmanns, Hannibals Valdimars-
sonar. Að lokum frestaði Matthías
Bjarnason fundi til kl. 13.30 í dag.
í dag verður forseti Alþingis og
fjórir varaforsetar kjörnir, ennfrem-
ur verður hlutað um sæti og kosið
verður í fastanefndir. Líkindi eru til
að ekki verði samstaða um val í for-
sætisnefnd, en stjórnarflokkarnir
hafa í hyggju að beita fullum þing-
styrk og fá' í sinn hlut tvo varafor-
seta auk forseta Alþingis.
Einnig verður fruinvarp til flár-
laga fyrir árið 1992 lagt fram á
Alþingi í dag.
v
r