Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991 ------------------------------r—■—— + Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓNAS HJÖRLEIFSSON, Rauðafelli, Austur-Eyjafjöllum, lést á elliheimilinu Ljósheimum, Selfossi, aðfaranótt 30. september. Ragnhildur Guðjónsdóttir og börn. t Móðir okkar, ELÍN GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Austurhlíð, Biskupstungum, andaðist í sjúkrahúsi Suðurlands 30. september sl. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Guðrún Guðmundsdóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Eygló Guðmundsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir. + Eiginmaður minn og faðir okkar, ÚLFUÓTUR B. GÍSLASON, Bugðulæk 9, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. október kl. 15.00. Kristín R. Jörgensen, Kristín R. Úlfljótsdóttir, Björn Úlfljótsson. + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, BIRNA TORFADÓTTIR, Reynigrund 7, Kópavogi, verður jarðsungin í Fossvogskirkju, fimmtudaginn 3. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélagið. Ásgeir Nikulásson, Hrund Ásgeirsdóttir, Kristin Rúnar Tryggvason, Ásgeir N. Asgeirsson. + Faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMAR KRISTINN GUÐNASON, Hrafnistu, Laugarási, andaðist 28. september, verður jarðs- ungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. október kl. 13.30. Guðbjörg Offringa, Gréta F. Kristinsdóttir, Lilja Kr. Þorsteinsdóttir, Jon R. Offringa, Helgi Jökulsson, Guðrún Helgadóttir, David Kr. Offringa, Katrín Lilja, Melissa og Danielle. + Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON fv. forstjóri Æskunnar, Neshaga13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 3. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Minningar- gjafasjóö Landsspítalans. Bergþóra Jóhannsdóttir, Jóhann Kristjánsson, Agnethe Kristjánsson, Nina V. Kristjánsdóttir, Garðar Gíslason, Kjartan O. Kristjánsson, Júlíanna Harðardóttir, Sigurður H. Kristjánsson, Guðmundur K. Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Guðmundur Vilbergs- son bifreiðasmiður Fæddur 31. desember 1924 Dáinn 25. september 1991 Það var að kvöldi 3. október 1947. KK-sextettinn var að byija feril sinn í samkomusal Mjólkur- stöðvarinnar. Mikil spenna ríkti meðal gesta og ekki síður hjá hljómsveitinni. Flestir hljómsveitarmeðlimir voru lítt reyndir atvinnuhljómsveitar- menn nema einn þeirra, en það var Guðmundur Vilbergsson, trompet- og harmonikkuleikari. Hann reyndist afar músíkalskur og traustur hljómsveitarmaður, hafði skopskynið í lagi og gerði góðlátlegt grín að ýmsu, sem við hinir töldum hið alvarlegasta mál. Frá upphafi kynna okkar Guð- mundar hafði hann reglulega sam- band við okkur hjónin og höfðum við margt að spjalla um hina gömlu góðu daga og ekki síður um hag ijölskyldna okkar. Hann var sannur vinur. Ekki datt okkur í hug, þegar hann hringdi fáum dögum fyrir andlátið, rólegur að vanda, að þetta yrði síðasta símtalið hans. Sonar- sonur hans var að hefja nám í trompetleik og langaði í mynd af afa sínum með trompetinn. Sem betur fer gátum við orðið við þessari síðustu ósk hans. Við vottum konu hans, Gróu, börnum og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Við teljum það okkar for- réttindi að hafa átt hann að vini. Erla og KK. Leitið - og þér finnið fljótt frið í yðar mæddu hjörtum. Drottinn gegnum dimma nótt dreifir náðargeisium björtum. Hann mun frið og frelsi veita, finna munu þeir, sem leita. Knýið á, - þá opnar sig ástríkt Drottins föðurhjarta og við dauðans dimma stig dýrðarinnar höllin bjarta. í Guðs náðar arma flýið, upp mun lokið, þá þér knýið. (Brun - Sb. 1886 - V. Briem) Okkur langar með þessum fáu orðum að votta Gróu, Eddu, Viila, Kristínu, Ingigerði, Jóhanni, barna- börnum og tengdafólki okkar dýpstu samúðarkveðjur. Jóhanna, Laugi og Guðmundur. Elsku Guðmundur afi er farinn til Guðs og nú vitum við að honum líður vel. Við viljum þakka honum fyrir allar stundirnar og kveðja hann með þessari litlu bæn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, .virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Valdís, Lára Steinunn, Hrafn- kell, Steinar, Rakel, Heiðrún og Kristín Henný. Sjaidnast erum við viðbúin fregn- inni um andlát góðs vinar jafnvel þó hinn sami hafi átt við veikindi að stríða og ljóst hafi verið, að baráttan væri tvísýn. Á slíkum stundum finnur maðurinn til smæð- ar sinnar, hann drúpir höfði við dánarbeð vinarins og vill þakka honum samfylgdina og láta vita að margt var ósagt og ógert. Guðmundur Vilbergsson andað- ist á heimili sínu miðvikudaginn 25. september sl. tæplega 67 ára gam- all. Guðmundur var fæddur á Flat- eyri við Önundarfjörð og ólst þar upp. Foreldrar Guðmundar voru Jóhanna Steinunn Guðmundsdóttir + Útför KATRÍNAR J. GUÐMUNDSDÓTTUR frá Rifi, sem andaðist 25. september, fer fram frá Fossvogskapellu 3. október kl. 15.00. María Guðmundsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ásta Lára Guðmundsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Halldóra Kristleífsdóttir. + Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN BALDVINSSON, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. október kl. 16.00. Anna Árnadóttir, Inga Jakobína Arnardóttir, Stefania Birna Arnardóttir, Sigrún Arnardóttir, Björn Kristján Arnarson, Hildur Hrönn Arnardóttir, tengdasynir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU GUÐRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Þríhyrningi, Hörgárdal. Þórður Steindórsson, Guðmundur Steindórsson, Svanhildur Axelsdóttir, Haukur Steindórsson, Marta Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. og Vilberg Jónsson vélsmiður, en hann rak á Flateyri um árabil vél- smiðju. Guðmundur var elstur fjögurra systkina, næstur honum kom Aðal- steinn, búsettur í Keflavík, þá Vil- berg Valdal, hárskeri á ísafirði, og yngst er systirin Sara, búsett í Keflavík. Ungur að árum heldur Guðmundur til Reykjavíkur, en hafði skamma viðdvöl í Stykkis- hólmi. I Reykjavík stundaði Guðmundur nám í tónlistarskólanum, en tónlist- in var honum í blóð borin. Á heim- ili foreldra hans var tónlistin í önd- vegi og léku þau bæði á hljóðfæri. Guðmundur spiiaði í danshljóm- sveitum hér í Reykjavík og hann var í fyrsta KK-sextettinum sem Kristján Kristjánsson hljóðfæraleik- ari kom á fót á sínum tíma. Og í Reykjavík kynntist Guð- mundur eftirlifandi konu sinni, Gróu Þorgilsdóttur Péturssonar bíl- asmiðs og konu hans, Ingigerðar Eyjólfsdóttur. Guðmundur og Gróa giftu sig 1946 og eignuðust hér fjögur börn, þrjá syni og eina dótt- ur sem dó fárra vikna gömul. Um tíu ára skeið voru þau búsett á Flat- eyri þar sem Guðmundur vann í vélsmiðju föður síns. Á Flateyri eignast þau þijár dætur, Eddu, Kristínu og Ingigerði en fyrir voru bræðurnir Garðar, Vilberg og Jóhann. Guðmundur og Gróa flytja aftur til Reykjavíkur og 1972 flytja þau í Unufeli 31 þar sem þau hafa búið síðan eins og hinar 6 fjölskyldurnar sem fluttu þangað það sama ár. 0g enn er runnin upp kveðju- stund. Guðmundur Vilbergsson er ijórði íbúi þessa húss sem við fylgj- um til grafar á þeim 19 árum sem við höfum búið hér. Og öll dóu þau langt um aldur fram. Ekki er það ætlunin að kveðja Guðmund Vilbergsson með ein- hverjum fagurgala og orðagjálfri, það væri honum ekki að skapi. Guðmundur kom sínum skoðunum fram umbúðalaust og þurfti ekki mörg orð til þess. Sá sem þessar línur ritar hafði af því mikla ánægju að staldra við hjá Guðmundi og spjalla við hann um dægurmálin, en því miður var það of sjaldan. Síðustu vikurnar sem Guðmundur lifði hitti ég hann yfirleitt í hádeg- inu og gaukaði að honum lesefni. Þá skynjaði ég vel hvernig Guð- mundur leit á vegferðina sem fram- undan var. Og hann talaði að vanda tæpitungulaust. Hann nefndi það eitt sinn hvort himnafaðirinn þyrfti ef til vill að láta gera við einhver verkfæri svipuð þeim sem hann hefði handfjallað á Borgarspítalan- um á liðnum árum er hann vann þar og Guðmundur bætti við; ætli hann borgi sæmilega. Og nú þegar við kveðjum Guð- mund Vilbergsson viljum við þakka honum samfylgdina, þakka fyrir þessi 19 ár sem við höfum átt hér saman og aldrei hefur borið skugga á. Við biðjum hinn hæsta himins og jarðar að styðja og styrkja Gróu, synina, dæturnar og barnabörnin ellefu. Verið stöðugir í bæninni og ár- vakrir í henni og þakkið, biðjið einn- ig fyrir oss, að Guð opni oss dyr fyrir orðið, til að boða leyndardóm Krists. Fjölskyldurnar, Unufelli 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.