Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTOBER 1991 19 Grætur marsvínið Reuter Ungur piltur frá New York-borg tárast við hræ marsvínskálfs sem var meðal 17 marsvína er drápust er tugir hvala hlupu á land við Þorskhöfða í MasSachusetts í fyrradag. Björgunarmönnum tókst að koma flestum hvalanna á flot aftur. Yíkingaskipin þijú sigla til Delaware DuPont-verksmiðjurnar greiða kostn- að af þessari lykkju á leið skipanna Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. VIÐKOMUSTÖÐUM víkingaskipanna þriggja, sem varpa akkerum í Washington 9. okt. nk. á degi Leifs Eiríkssonar í Bandaríkjunum, hefur nú fjölgað um einn. Á siðasta áfanganum sigla skipin inn eft- ir Delaware-flóanum og eiga nokkurra klukkustunda viðdvöl í New- castle og hátið verður haldin í Wilmington til heiðurs öllum þeim sem að ferð þeirra standa. Major sagður ákveðinn að bíða með kosningar til vors Brighton, Englandi. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að efna ekki til þingkosninga fyrr en næsta vor, að því er haft hefur verið eftir allra nánustu ráðgjöfum hans. Fulltrúar á ársþingi Verkamanna- flokksins er stendur yfir í Brighton á suðurströndinni brugðust hart við fregninni og sökuðu Major um hugleysi. ær sem er á kjörtímabilinu ákveðið að íjúfa þing og boða til nýrra kosn- inga. Það eru DuPont-verksmiðjurnar sem standa að baki þessari lykkju á leið skipanna og greiða allan kostnað hennar vegna og hátíða- halda sem fram fara. Dr. Örn Aðalsteinsson, sem er einn af framkvæmdastjórum hjá DuPont, tjáði fréttaritara Morgun- blaðsins að með þessu vildi fyrir- tækið lýsa stuðningi sínum við til- gang ferðarinnar og einnig sýna helsta stuðningsmanni hugmynd- arinnar, skipakónginum Knut Ut- stein Kloster, vinarvott því líklegt er að verksmiðjurnar framleiði fjölda hluta í hið glæsilega nýja farþegaskip hans, Phoenix World City, sem nú er á stokkunum. Lúðrasveit DuPont-verksmiðj- anna leikur síðasta hálftímann fyrir landtöku skipanna en þau varpa akkerum í Newcastle á hádegi 5. október. Sendiherrar íslands og Noregs flytja ávörp ásamt Knut Kloster. Síðan verða leiknir þjóð- söngvar íslands, Noregs og Banda- ríkjanna. Að þessu loknu svarar leiðangursstjórinn Ragnar Torseth og 24 manna áhöfn hans spurning- um almennings varðandi ferðina yfir hafið til minningar um afrek víkinganna. I grein sem upplýsingadeild Du- Pont-verksmiðjanna sendi til fjöl- miðla er skipunum nákvæmlega lýst og þess getið að unnt hafi ver- ið að gera nákvæmar eftirlíkingar af skipum víkinganna vegna þess að slík skip hefðu verið grafin upp- í Noregi. Sagt er frá búnaði eftirlík- inganna og að þessi víkingaskip nútímans hafi siglt frá Noregi til Ameríku. Aðeins einu sinni er minnst á nafn íslands í þessari grein; sagt að íslenska ríkið hafí tekið þátt í kostnaði við framkvæmd hugmyndarinnar. Ekki er minnst á að skipin hafi haft viðkomu á ís- landi né heldur að Leifur Eiríksson hafi verið íslenskur. Major er sagður vilja veðja _ á að fylgi við íhalds- flokkinn aukist í vetur þegar Bretar komast út úr efna- hagskreppu sem þeir hafa átt við að gh'ma undan- farin misseri. Þeg- ar eru komin fram merki um efnahagsbata og benda allar spár til þess að hann verði meiri síðar á þessu ári og því næsta. Ihalds- og Verkamannflokkurinn hafa hlotið mjög svipaða útkomu Major úr könnunum sem gerðar hafa ver- ið á afstöðu kjósenda til bresku flokkanna síðustu vikur. Þykir það benda til þess að færu kosningar fram í nóvember næstkomandi ætti Verkamannaflokkurinn um þessar mundir betri möguleika á sigri í þingkosningum en nokkru sinni frá .því íhaldsflokkurinn undir forystu Margaret Thatcher, fyrrum forsæt- isráðherra, komst til valda 1979. Þingkosningar verða að fara fram í síðasta lagi 9. júní á næsta ári en þá verða liðin fimm ár frá því Bretar gengu síðast að kjör- borði. Forsætisráðherra getur hven- Utanríkisráðherrar EB: Tillaga um framtíð EB lögð til hliðar Brussel. Daily Telegraph- TILLÖGU Hollendinga um sam- bandsríki Evrópu þar sem gert var ráð fyrir því að æðstu völd í málum Evrópubandalagsins (EB) lægju hjá framkvæmdastjórn EB í Brussel og Evrópuþinginu í Strasbourg var lögð til hliðar á fundi utanríkisráðherra banda- lagsins í gær. Einungis Belgar studdu tillögu Hollendinga sem þykja hafa mistek- ist forystuhlutverk í Evrópubanda- laginu. Roland Dumas, utanríkisráð- herra Frakka, sagði flesta starfs- bræður sína, eða 10 af 12, hafa gagnrýnt tillöguna og hvatt til þess að rykið yrði dustað af tillögum Lúx- embúrgara um mynt- og pólitískt bandalag frá því fyrr á þessu ári. Italir tóku af skarið í gagnrýni á tillögur Hollendinga og sögðu að Bretar myndu aldrei verða til um- ræðu um þær þar eð þær gengju miklu lengra í því að færa alla ákvarðanatöku til framkvæmda- stjórnarinnar og þings bandalagsins en Bretar yrðu nokkru sinni til um- ræðu um. Douglas Hurd, utanríkis- ráðherra Breta, sagðist sáttur við niðurstöðu fundarins og sagði Breta vilja stuðla að árangursríkum leið- togafundi bandalagsins í Maastricht í Hollandi í desember en þar verður að undirrita samkomulag um pólit- íska framtíð bandalagsins og gjald- eyrisbandalag. Jacques Delors, for- , aeti framkvæmdastjórnar EB, sagði eftir fund utanríkisráðherranna að enn væri engin málamiðlun í augsýn um lykilatriði sem leiða þyrfti til lykta fyrir leiðtogafundinn. Tito fluttur í kirkjugarð Zrich. Frá Öiutu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. RÁÐAMENN í Belgrad, höfuð- borg Serbíu, kæra sig ekki uni að Josip Broz Tito, faðir sam- bandsríkisins Júgóslavíu, hvíli áfram í hvítri marmarakistu í veglegu grafhýsi í Belgrad. Mil- odrag Janic, borgarmálaráð- herra Serbíu, segir að grafhýsið, „Hús blómanna", hafi verið reist í leyfisleysi árið 1980 þegar gamli kommúnistaforinginn lést. Nú stendur til að rifa það og flytja leifar Titos í venjulegan kirkjugarð. Jovanka, ekkja Titos, ætlar ekki að taka boði ráðamanna um að taka við líkinu. Hún segir flutninginn hápunkt íjölmiðlaáróðurs serbn- eskra þjóðernissinna gegn manni sínum. Hún kveður þá vilja sverta minningu Titos af því að foreldrar hans voru frá Króatíu og Slóveníu. Jovanka og Tito bjuggu ekki saman síðustu árin sem hann lifði. ÚTI ER ÁLLTÁF ÁÐ SNJÖA A ÞAÐ ER DRAUMUR AÐ VERA MEÐ DÁTA A ÁLLT k HÓTEL ÍSLAND OG STEINAR HF. KYNNA NÝJA STÓRSÝNINGU Á HÓTEL ÍSLANDI: >■ Sigrún Evo Árniannsdóftir ISLENSKIR TONAR í30ÁR1950-1980 Tugir laga frá gullöld íslenskrar dœgurtónlistar fluttur af nokkrum bestu dœgurlagasöngvurum landsins ásamt Dœgurlagacombói Jóns Ólafssonar. Sérstakir gestasöngvarar í október: Þuríöur Sigurðardóttir Ólafur Þórarinsson (Labbi í Mánum) GuÖbergurA uÖunsson Stjórnandi: Björn Emilsson • Handrit: Ómar Valdimarsson • Kóreógrafía: Ástrós Gunnarsdóllir • Hljóðmeistari: ívar Ragnarsson • Ljósameistari: Kristján Magnússon • Sviðsstjóri: Ágúst Ágústsson Kynnir: Útvarpsmaóurinn vinsœli, Sigurður Pétur Harðarson, stjórnandi þáttarins „Landið og miðin FÖSTUDAGSK VÖLD OG LAUGARDAGS KVÖLD Húsið opnað kl. 19.00 Borðhald hefst kl. 20.00 Sýning hefst kl. 22.00 C c- leik urfyrir(íansl &SS£tS5SS!*jy^ Otafurh’ai ElvQrHafsfoBra8aS0n. Hambi Hor LiLl BORÐAPANTANIRISIMA687! 7 7 ■ FLUGLESDIR VERTU SÆT VIÐ MIG A STRAX í DAG A DISKÓ FRISKÓ A GÖNGUM YFIR BRÚNA N) s r- c > 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.