Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991
39
HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ
Hafnarfiarðarslagur
Islandsmeistarar Vals hefja titilvörnina á Akureyri
íÞ/émR
FOI_K
■ GUÐMUNDUR J. Óskarsson
í Sæbjörgxi, sem er með Framliðinu
hér í Aþenu, fékk ekki farangur
sinn við komuna í fyrradag eins^g
■■■■■■ reyndar fleiri. Hann
ValurB. fór í verslunarferð í
lónatansson gam og gallaði sig
sknfarfrá upp, en þegar hann
kom aftur á hótelið
klyfjaður innkaupapokum sagði
Ríkharður Jónsson: „Nú hækkar
helv... ýsukílóið, þegar við komum
heim.“
■ DIMIDRIS SARAKO VAKS,
fyrirliði Panathinaikos, er marka-
hæstur í grísku 1. deildinni. Hann
hefur gert sex mörk í fimm leikjum.
Hann gerði tvö mörk um helgina í
3:1 sigri gegn Aþenakios. Hann var
einnig markakóngur deildarinnar í
fyrra.
■ LIÐSSTJÓRAR Fram, þ^
Vilhjálmur Hjörleifsson og Arn-
þór Óskarsson, höfðu af því miklar
áhyggjur hve varamannaskýlin eru
langt frá vellinum, en þau eru 35
m frá hliðarlínu. Þeir tóku því létta
æfingu í gær til að verða tilbúnir
ef kallið kemur í dag!
■ JÓN Erling Ragnarsson,
sóknarmaður Fram, leikur ekki
handbolta í vetur eins og hann hef-
ur gert undanfarin ár. Jón Erling
hefur þrisvar orðið íslandsmeistari
með FH í handknattleik. „Það er
kominn tími til að fara að hvíla sig.
Þetta hefur verið samfelld törn í
mörg ár, en nú er það knattspyrn-
an, sem verður númer eitt, tvö og
þrjú.“ +
H MENGUN í Aþenu var yfir
hættumörkum í gær. Heilbrigðis-
ráðherra fór fram á að eldra fólk
héldi sig inna dyra. Bílaumferð var
bönnuð að því frátöldu að leigubílar'
máttu aka um borgina í neyðartil-
fellum. Grátt ský liggur yfir borg-
inni og þar sem ekki hefur hreyft
vind í marga daga er ástandið
ískyggilegt.
■ ÞORVALDUR Örlygsson átti
að fara til Nottingham Forest
strax eftir leik, en því hefur verið
breytt — hann á að mæta á æfingu
á miðvikudaginn í næstu viku. Þor-
valdur fer héðan beint til Englands
á sunnudag, en komist Fram áfram
verður sótt um að hafa hann lengur
í herbúðum Fram.
■ ÞEGAR Framarar mættu á
æfingu í gærkvöldi var slökkt á
flóðljósunum. „Skoriði núna strák-
' ar,“ kallaði Ríkharður Jónsson
til leikmannanna, „því það er ekki
víst að þið fáið tækifæri til þess í
leiknum!"
en heimavöllur Hauka tekur aðeins
800 áhorfendur. „Við mátun stöð-
una þannig, að gefa sem flestum
tækifæri til að taka þátt í leiknum.
Það verður eflaust mikil stemmning
og við bjóðum Hafnfirðinga vel-
komna til leiks,“ sagði Viggó.
Leikurinn leggst vel í mig. FH-
ingar eru gríðarlega öflugir og þeir
verða erfiðir viðureignar með
Kristján Arason fremstan í flokki,“
sagði Viggó, en hann sagði að sínir
menn myndi mæta óhræddir til
leiks. „Við höfum undirbúið okkur
vel. Fórum til dæmis í æfingaferð
til Spánar. Páll Ólafsson og Halldór
Ingólfsson hafa fallið vel inní hóp-
inn. Við erum með sterkara lið en
í fyrra og ætlum okkur stóra hluti
í vetur.“
Viggó sagði að það væri mikil
lyftistöng fyrir handknattleikinn að
leikmenn eins og Sigurður Sveins-
son, Kristján Arason og Alfreð
Gíslason væru komnir heim. „Það
verðui1 hart barist í vetur og mörg
óvænt úrslit eiga eftir að sjást,“
sagði Viggó.
Meistarar Vals á Akureyri
Islandsmeistarar Vals skjótast
norður yfir heiðar þar sem þeir
mæta Alfreð Gíslasyni og lærisvein-
um hans hjá KA á Akureyri. „Það
er verðugt verkefni að mæta meist-
urunum í fyrsta leik. Valsmenn eru
með sterkt lið og þeir verða erfiðir
viðureignar í vetur. Við ætlum okk-
ur að leggja þá. Þetta verður
draumaleikur fyrir áhorfendur,"
sagði Alfreð Gíslason.
Allir leikmenn KA eru klárir í
slaginn og er Erlingur Kristjánsson
kominn á fulla ferð eftir að hafa
lagt knattspyrnuskóna á hilluna um
tíma. Það má reikna með miklum
stemningsleik á Akureyri, eins og
í Hafnarfirði. Þá láta áhorfendur
sig örugglega heldur ekki vanta á
leikina á Selfossi og í Eyjum.
Það war hart barist þegar Hafnarfjarðarliðin áttust við sl. keppnistímabil.
Óskar Ingimundarson
Óskar með
Hauka
ÓSKAR Ingimundarson, þjálf-
ari Víðis í Garði undanfarin
þrjú ár, var ráðinn þjálfari 3.
deildar liðs Hauka í gærkvöldi
og gerði hann tveggja ára
rammasamning við félagið.
Haukar féllu úr 2. deild á nýaf-
stöðnu keppnistímabili, en
Hermann Guðmundsson, formaður
knattspyrnudeildar Hauka, sagði
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
stefnan væri sett á að fara beint
upp aftur. „Við höfum það eitt í
huga að sigra í deildinni næsta
sumar með því markmiði að blanda
okkur í baráttu efstu liða í 2. deild
árið 1993. Þess vegna réðum við
Óskar og næsta skref verður að
styrkja hópinn, en við ætlum að
gera tveggja ára rammasamning
við leikmenn.“
Óskar þjálfaði Leikni í 3. deild
árið 1985, en var næstu þrjú árin
með Leiftur og fór með liðið úr
þriðju deild í þá fyrstu. Þá tók hann
við Víði í 2. deild og kom liðinu
upp. „Það er spennandi verkefni að
taka við Haukaliðinu, því Haukar
eru stórhuga og það er uppgangur
í félaginu," sagði Óskar.
faémR
FOLK
■ Á ÁRSÞINGI Sundsambands
íslands var m.a. samþykkt að beina
því til stjórna ÍSÍ og UMFÍ að gerð
verði úttekt á kostum og göllum
þess að sett verði ein yfirstjórn allra
íþróttamála hér á landi.
■ ÞINGIÐ ákvað að skora á yfir-
stjórn íþróttamála að héijast handa
um byggingu innisundlaugar á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem
uppfylli alþjóðlegar kröfur um
sundkeppni.
■ GUÐFINNUR Ólafsson var
endurkjörinn formaður SSÍ, en aðr-
ir í aðalstjórn eru Jón B. Helga-
son, Svavar Svavarsson, Stella
Gunnarsdóttir og Flemming Jess-
en.
Framarar heitir!
í GÆR var heitasti dagur ársins
í Grikklandi og fór hitastigið f
37 gráður, en flestir vildu
meina að hitinn væri meira en
40 á selsíus. Leikmenn Fram
æfðu tvisvar í gær og voru
þeir ekki öfundsverðir af því
við þessar aðstæður.
Amorgunæfingunni höfðu leik-
menn á orði að það væri til
lítils að hita upp. Þeir voru löður-
sveittir bara við að ganga inná
æfingavöllinn. Pétur
Ormslev, fyrirliði,
var nokkuð bjart-
sýnn, þegar blaða-
maður Morgun-
blaðsins talaði við hann í gær-
Valur
Jónatansson
skrifarfrá
Grikklandi
kvöldi. „Þetta verður mjög erfitt,
sérstaklega miðað við þessar að-
stæður. Við erum staðráðnir í því
að selja okkur dýrt og draumurinn
er að komast í 2. umferð.“
Pétur Ormslev varð að fara hægt
í sakirnar þar sem hann á við smá-
vægileg meiðsl að stríða í hné eftir
landsleikinn við Spánveija. Hann
sagði samt að þau ættu ekki að
aftra sér í leiknum. Ríkharður
Daðason, sem hefur verið meiddur
síðan í leiknum gegn Víkingi í 16.
umferð Islandsmótsins, er allur að
koma til og var með á fullu á æfing-
unum í gær. Hann sagðist vera til-
búinn í slaginn, en reikna má með
að Asgeir verði ekki með hann í
byrjunarliðinu heldur hafi hann til
taks á bekknum.
Pétur Ormslev
sagði Ásgeir Elíasson um leik Fram og Panathinaikos
„ÞETTA verður örugglega er-
fitt fyrir strákana en við ætlum
okkur að sjálfsögðu sigur. Við
verðum að vera þolinmóðir,“
sagði Ásgeir Elíasson þjálfari
Fram eftir að liðið hafði æft á
Ólympíuleikvanginum hér í
Aþenu í gærkvöldi.
Leikurinn verður örugglega erf-
iður því hitinn er gífurlegur og
aðstæður því ekki eins og menn
vildu helst hafa þær,“ sagði Ásgeir
en í gær var hitinn um 35 gráður
og því nokkuð heitt til að leika
knattspyrnu.
„Öll pressan er á leikmönnum
Panathinaikos enda krefjast menn
sigurs þar á bæ. Ég á von á að
þeir byiji af miklum krafti og reyni
Ikvöld
HANDKNATTLEIKUR: Sex leikir
verða leiknir i 1. deild karla. Breiða-
blik - Víkingur, ÍBV - HK, Haukar
- FH og Selfoss - Fram kl. 20, KA
- Valur og Grótta - Stjaman kl.
20.30. 1. deild kvenna: Haukar -
FH kl. 18. Grótta - Stjarnan kl.
18.50. ÍBK - Víkingur kl. 20.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR: Frjálsíþrótta-
mót framhaldsskóla 1991 verður kl.
17.30 á Varmávelli í Mosfellsbæ. 140
keppendur frá ellefu skólum taka
þátt í mótinu.
KNATTSPYRNA: DV og Morgun-
blaðið leika um Bjamleifsbikarinn á
gervigrasinu í Laugardal kl. 17.20.
að keyra upp hraðann enda eru
þeir miklu sneggri en við. Ef okkur
tekst að halda í við þá fyrsta stund-
arfjórðunginn þá gætu þeir orðið
pirraðir og ef við leikum af skyn-
semi þá getur allt gerst.
Það dugar ekkert nema sigur hjá
okkur ef við ætlum í aðra umferð
og við ætlum okkur að sjálfsögðu
sigur. Við verðum bara að vera
þolinmóðir því við fáum örugglega
okkar tækifæri í leiknum og eftir
þeim verðum við að bíða,“ sagði
Ásgeir.
Dagblöð hér í Grikklandi spá því
að Panathinaikos fari með sigur af
hólmi í dag og segja 60% líkur á
sigri heimamanna.
Skyndisóknir KR og Vals
Bikarmeistarar Vals mæta Sion í
Svis í dag og sagði Ingi Björn Ai-
bertsson, þjálfari, að á brattann
yrði að sækja. Valsmenn yrðu að
ná góðum leik til að eiga möguleika
á sigri. „Við verðum að gæta okkar
í vörninni, en treysta á skyndisókn-
ir. Sion er sterkt á heimavelli, en
liðið hefur gert fjögur jafntefli í röð
í deildinni og sækir því stíft til sig-
urs. Það getur hjálpað okkur, en
ég er langt því frá að vera rólegur,
þó allt geti gerst.“
Guðni Kjartansson, þjálfari KR,
tók í sama streng varðandi leik KR
og Tórínó i Evrópukeppni félags-
liða. „Markmiðið er auðvitað alltaf
að sigra, en málið er að halda bolt-
anum og nýta skyndisóknir, ef þær
gefast." Guðni sagði að Átli Eð-
valdsson myndi leika í vörninni, að
minnsta kosti til að byrja með.
Evrópukeppni bikarhafa
Seinni leikir í 1. umferð (feitletruðu liðin áfram):
Werder Bremen (Þýskal.) - Bacau (Rúmeníu)...........5:0 (11:0)
Mónakó (Frakklandi) - Swansea (Wales)...............8:0 (10:1)
Evrópukeppni félagsliða:
Floriana (Möltu) - Xamax (Sviss).....................0:0 (0:2)
Torpedo (Sovétríkjunum) - Chemie (Þýskalandi)........3:0 (4:2)
Steaua Búkarest (Rúmeníu) - Anorthosis (Kýpur).......2:2 (4:3)
Ekeren (Belgíu) - Celtic (Skotlandi).................1:1 (1:3)
Spora (Lúxemborg) - Eintracht Frankfurt (Þýskal.)...0:5 (1:11)
Bayern Miinchen (Þýskal.) - Cork (Írlandi)...........2:0 (3:1)
ueuu. ENGLAND
Crystal Palace - Leeds....................................1:0
Við ætlum okkur sigur
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN
Við ætlum okkur að leggja FH-
inga að velli,“ sagði Viggó Sig-
urðsson, þjálfari Hauka um Hafnar-
fjarðarslaginn, sem verður í kvöld.
Haukar leika heimaleik sinn að
þessu sinni á heimavelli FH í Kapla-
krika, sem tekur 2000 áhorfendur,
KNATTSPYRNA