Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991
13
Sjór o g land
eftir Þorvald
Gylfason
I. Verkin tala
Stefna núverandi ríkisstjórnar í
sjávarútvegsmálum og landbúnað-
armálum er hin sama í grundvall-
aratriðum og stefna fyrrverandi
ríkisstjórnar. Engu, sem máli
skiptir, hefur verið haggað á þeim
vettvangi enn sem komið er. Skoð-
um verksummerkin:
* Við búum ennþá við það, að
tiltölulega fáum einstaklingum er
afhentur ókeypis afnotaréttur yfir
fiskimiðunum umhverfis landið,
sem eiga þó að heita sameign þjóð-
arinnar samkvæmt lögum. Þannig
hafa stjórnmálamenn stuðlað að
mestu eignatilfærslu, sem hefur
átt sér stað í sögu þjóðarinnar frá
öndverðu. Sífellt meiri auður og
meira vald safnast á fáar hendur.
Útgerðarmenn halda áfram að
raka saman fé, sem þeir eiga ekki.
Stjórnvöld sýna þó engin merki
þess enn, að þau ætli sér að bægja
ranglætinu frá.
* Við búum ennþá við það, að
úthlutun aflakvóta og viðskipti
með þá eru feimnismál, fyrst og
fremst af því að flestir þeirra, sem
hagnast á slíkum viðskiptum,
skirrast við að skýra frá því. Hver
segir frá því kinnroðalaust, að
hann geti hagnazt um tugi eða
jafnvel hundruð milljóna króna á
því að selja fiskveiðiréttindi, sem
honum voru afhent ókeypis af al-
mannaeign? Slíkum gjöfum flíka
menn yfirleitt ekki að fyrra bragði.
Leyndin skapar tortryggni, sem
getur dregið úr stuðningi almenn-
ings við fijáls kvótaviðskipti og
komið þannig í veg fyrir nauðsyn-
lega hagræðingu í sjávarútvegi,
ef menn gá ekki að sér. Fjölmiðlar
geta varpað bjartara ljósi á fisk-
veiðistefnu stjórnvalda með því að
birta úthlutunarlista sjávarútvegs-
ráðuneytisins með þeim hætti, að
fólkið í landinu fái að sjá það svart
á hvítu, hvaða einstaklingar (og
ekki bara hvaða skip og útgerðir)
hafa hagnazt mest á úthlutunar-
stefnu stjórnvalda. Mörgum fynd-
ist það fróðleg lesning.
* Við búum ennþá við það, að
matarkostnaði heimilanna er hald-
ið langt fyrir ofan eðlileg mörk
vegna þess, að búvöruframleiðend-
ur þurfa ekki að sæta heilbrigðum
samkeppnisaga til jafns við fram-
leiðendur í öðrum atvinnugreinum.
A meðan Austur-Evrópuþjóðimar
eru sem óðast að innleiða fijálsan
og heilbrigðan markaðsbúskap á
flestum sviðum efnahagslífsins til
samræmis við aðrar þjóðir álfunn-
ar, sitjum við íslendingar fastir á
klafa margs konar samkeppnis-
hafta, sem stjórnvöld gætu þó af-
létt með einu pennastriki, ef þau
kærðu sig um.
* Við búum ennþá við það, ein-
ir Vestur-Evrópuþjóða, að eiga
ekki kost á að kaupa erlendar
matvörur til jafns við innlendar.
Við, sem eigum mjög mikið undir
því, að aðrar þjóðir haldi áfram
að kaupa matvæli af okkur, þver-
tökum fyrir að kaupa matvæli af
þeim á móti — og hættum jafnvel
á að einangrast frá öllum öðrum
Evrópuþjóðum með þessu
háttalagi.
II. Fiskur er landbúnaðarafurð
Við skulum hugieiða síðasta at-
riðið nánar. Það hefur komið fram
i fréttum hér heima og erlendis
hvað eftir annað undanfarna mán-
uði, að íslenzk stjórnvöld heimta
tollfijálsan markaðsaðgang fyrir
íslenzkan fisk í Evrópubandalags-
löndum. Þetta er fróm og sjálfsögð
krafa. Hvers vegna stendur hún í
Evrópubandalagsþjóðunum?
Astæðan er einföld: fiskur er
landbúnaðarafurð í þeirra augum!
EB-þjóðirnar gera ekki verulegan
greinarmun á sjávarútvegi og land-
búnaði. Evrópsk stjómvöld gæta
hagsmuna þarlendra útvegsmanna
ekki síður en bænda. Eitt helzta
viðfangsefni íslenzkra stjórnvalda
í samskiptum við Evrópubandalag-
ið frá upphafí hefur verið að reyna
að fá bandalagið til að líta á unn-
inn fisk sem iðnvarning og ekki
sem búvöru til að koma íslenzkum
fiskútflutningi hjá þeim höftum,
sem em lögð á innflutning land-
búnaðarafurða frá svæðum utan
bandalagsins.
Það segir sig sjálft, að málstað-
ur íslenzkra stjómvalda gagnvart
Evrópubandalaginu er ekki mjög
sterkur, þegar þannig er í pottinn
búið, jafnvel þótt réttmætar óskir
okkar um fijálsan útflutning á fiski
séu ekki ræddar í samhengi við
áframhaldandi bann íslenzkra
stjórnvalda gegn innflutningi land-
búnaðarafurða hingað heim í þeim
viðræðum um evrópskt efnahags-
svæði (EES eða EEA), sem nú er
að ljúka. Hvers vegna skyldu EB-
þjóðirnar kosta kapps um að verða
við kröfum okkar um tollfijálsan
útflutning á matvælum, þegar við
leggjum blátt bann við innflutningi
allra landbúnaðarafurða, sem við
getum framleitt sjálf? Hvers vegna
skyldu til dæmis Frakkar vilja
kaupa tollfijálsan fisk af okkur,
þegar við megum ekki heyra það
nefnt að kaupa ost af þeim?
Tvískinnungur íslenzkra stjórn-
valda á alþjóðavettvangi getur
skaðað hagsmuni þjóðarinnar.
Samningsstaða okkar gagnvart
Evrópubandalaginu væri áreiðan-
lega sterkari og við nytum meiri
virðingar á þeim vettvangi og ann-
ars staðar, ef við kæmum fram
við aðrar þjóðir eins og við viljum,
að þær komi fram við okkur.
III. Neitunarvald
A meðan öll Evrópa er á fleygi-
ferð í átt til aukins viðskiptafrelsis
á flestum sviðum, sitjum við Is-
lendingar fastir í faðmi sérhags-
munasamtaka í sjávarútvegi og
Þorvaldur Gylfason
„Tvískinnungrir ís-
lenzkra stjórnvalda á
alþjóðavettvangi getur
skaðað hagsmuni þjóð-
arinnar. Samnings-
staða okkar gagnvart
Evrópubandalaginu
væri áreiðanlega sterk-
ari og við nytum meiri
virðingar á þeim vett-
vangi og annars staðar,
ef við kæmum fram við
aðrar þjóðir eins og við
viljum, að þær komi
fram við okkur.“
landbúnaði og erindreka þeirra í
stjórnarráðinu og stjórnmálaflokk-
unum. Stjórnvöld hamast við ha-
græðingu og niðurskurð í heil-
brigðismálum og menntamálum,
en þau sýna ennþá engin merki
um það, að þau hyggist hræra hár
á höfði hagsmunahópanna í sjávar-
útvegi og landbúnaði. Hvað hafa
stjórnvöld sér til málsbóta? Þau
bera því við, að þau verði að halda
friðinn og miðla málum. Þetta þýð-
ir það í reynd, að forustnmönnum
sérhagsmunasamtakanna hefur
betur í
Arkitektar New
York-borgar
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Asmundarsal stendur um
þessar mundir yfir merk sýning
á húsagerðarlist í New York, sem
er hingað komin fyrir samvinnu
Arkitektafélags íslands og
Menningarstofnunar Bandaríkj-
anna.
Sýningin er í formi ljósmynda
og teikninga af nýbyggingum í
heimsborginni og bregður upp
sannverðugri mynd af þróun síð-
ari ára sem kennd er við síðmod-
ernisma.
Þess nýstefna markar um
margt afturhvarf til mýkri og
lífrænni forma og meiri notkunar
bogalínunnar svo og ávalra
forma en áður. Fegurðargildið
hefur og meira vægi og harðar,
kaldar og beinar línur nytsemis-
stefnunnar hafa orðið að víkja.
En hér má ekki gleyma því
að beinar línur skýjakljúfanna
hafa lengi verið einkenni New
York-borgar og að sumir skýja-
kljúfarnir eru eitt skýrasta dæmi
um fegurð þráðbeinna samsvar-
andi lína svo sem Seagrams-
bygging Mies van der Rohe.
En auðvitað eru skýjakljúfar,
sem minna einna helst á mis-
stóra skókassa, sem reistir hafa
verið upp á endann og eins og
mynda þéttan frumskóg ein-
hæfra forma, ekki sérlega hlý
og hrífandi sjón fyrir augað og
einna minnst þegar þeir einir sér
eða fáir saman gnæfa yfir og
raska gamalli og hefðbundinni
byggð. Því hafa menn reynt að
finna lausn á þessu þar sem
nauðsyn þykir vegna rýmisskorts
og hagnýtis að þjappa byggð sem
mest, á þann veg að hafa skýja-
kljúfana íjölbreytilegri og líf-
rænni, m.a. með því að íjúfa
hinar beinu og einhæfu línur,
sem kemur einna greinilegast
fram hvað háhýsi Richards Mei-
ers snertir við Madison Square
Garden. Hin tvö risvöxnu háhýsi
hans minna í andstæðum sínum
á karl og konu, mjúk ávöl form
á móti beinum og stífum. Og
mikið hefði það verið gaman til
glöggvunar að fá módel af þess-
um byggingum, en slíka smíði
sá ég í dijúgu magni á árssýn-
ingu Konunglegu ensku akadem-
íunnar í London í sumar og minn-
ist ekki að hafa séð skilvirkari
sýningu á húsagerðarlist um
dagana.
En að sjálfsögðu fást arkitekt-
ar við fleira en skýjakljúfa og
það kemur einnig fram á sýning-
unni, en þó
Háhýsi Richards Meier við Madison Square Garden.
arskrá sem liggur frammi og er
raunar heil bók.
Þessi sýning hlýtur að vera
lærdómsrík fyrir íslenzka arki-
tekta og alla áhugamenn um
húsagerðarlist og vil ég vekja
sérstaka athygli á henni og
minna um leið á að hún stendur
einungis til þriðjudagsins 2,
október.
verið afhent neitunarvald í ýmsum
brýnustu framfaramálum þjóðar-
innar. Þess vegna meðal annars
höldum við áfram að dragast aftur
úr öðrum Evrópuþjóðum á ýmsum
sviðum.
Þess vegna meðal annars eru
stjórnmálaflokkarnir smám saman
að verða viðskila við almenningsá-
litið í landinu, eins og vandleg
könnun Félagsvísindastofnunar
Háskóla íslands á afstöðu þjóðar-
innar til veiðigjalds fyrir nokkru
staðfesti rækilega til dæmis. Og
þess vegna meðal annars er mikill
hluti þjóðarinnar hættur að bera
virðingu fyrir stjórnmálaflokkum
og stjórnmálamönnum.
Góðir stjórnmálamenn miðla
ekki málum endalaust til að halda
frið við sérhagsmunaseggi. Boris
Jeltsín skilur þetta, hvað sem öðru
líður. Hann segir: Hingað og ekki
lengra. Hann heldur ekki samn-
ingafundi með kommúnistaforkólf-
um í Kreml. Hann segir þeim til
syndahna og setur þá til hliðar í
umboði almennings. Prövdu var til
að mynda lokað um daginn — loks-
ins! Ritstjórarnir voru reknir heim.
Það er næstum alveg liðin tíð
þar eystra, að blaðamenn á ríkis-
framfæri sitji sveittir við að sverta
fijálsan markaðsbúskap og heil-
brigða viðskiptahætti daginn út og
inn. En hér? Má ég biðja lesandann
góðfúslega að hugleiða þá einföldu
staðreynd, að Tíminn og Þjóðviljinn
eru einu dagblöðin í höfuðborg-
inni, sem hafa lagt blessun sína
yfir stefnu núverandi ríkisstjórnar
í sjávarútvegs- og landbúnaðar-
málum?
Höfundur er prófessor við
Háskóla íslands.
gera heimilið glæsilegt
Ert þú að leita að vönduðum
innihurðum?
Þó bjóðum við hjó TS
einar vönduðustu fulninga-
hurðirnar ó markaðnum.
Innihurðir í miklu úrvali.
Massívar grenihurðir fró
kr. 17.800,-
Spónlagðar hurðir fró
kr. 14.300,-
TS húsgögn og öuröli,
Smiðjuvegi 6, Kópavogi,
sími 44544.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!