Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTOBER 1991 15 Verslunarskóli Islands undir pilsfaldi ríkisins eftir IngólfA. Þorkelsson Tuttugasta september sl. sagði ég í greinarkorni er birtist í Morg- unblaðinu að Verslunarskóli Is- lands væri rekinn af ríkinu. í grein í sama blaði 24. september neitar skólastjóri VÍ þessari staðreynd með eftirtöldum orðum m.a. „Að segja að Verslunarskóiinn sé rekinn af rikinu vegna þess að ríkið kaupi þjónustu hans samrýmist ekki merkingu orða í íslenskri tungu“. Þessu er til að svara að ríkið kaup- ir líka þjónustu MR og MS, þessara tveggja ríkisskóla, sem VI miðar sig við. Þessir þrír skólar eru allir verktakar, eins og aðrir framhalds- skólar, í þeirri merkingu að þeir taka verkið að sér þ.e. stjórnun, kennslu og uppeldi gegn tilskilinni fjárhæð fyrir hvern nemanda. Rekstrarkostnaður (laun og annar rekstur) er einn gildasti þátturinn í starfrækslu stofnana og fyrir- tækja og ríkið borgar þennan kostnað fyrir VÍ og því er umrædd- ur skóli ríkisskóli í raun og veru hvað sem öllum nafngiftum líður. Ríkið borgar brúsann en ræður litlu Hitt er svo annað mál, og einkar athyglisvert, að skólastjóri VI er ekki skipaður af fulltrúa þessa sama ríkis sem leggur fram féð, eins og tíðkast í öðrum framhalds- skólum, heldur er hann ráðinn af stjórn Verslunarráðs íslands að sögn skólastjóra VÍ. Þetta er að vísu rangt hjá honum því sam- kvæmt 37. gr. laga um framhalds- skóla er það skólanefndin sem ræð- ur hann en á því er lítill munur því fulltrúar Verslunarráðsins hafa þar tögl og hagldir enda er hún ein- hver ólýðræðislegasta skólanefnd sem um getur á byggðu bóli. Þar sitja hvorki fulltrúar kennara, nem- enda né sveitarstjórnar eins og í skólanefndum annarra framhalds- skóla. Þótt ríkið borgi brúsann á það bara einn fulltrúa í skólanefnd VÍ og fær því litlu ráðið um stjórn Lögreglustjórinn í Reykjavík:___________ Athugasemd við skrif Pressunnar Lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason, hefur óskað eftir að Morgunblaðið birti eft- irfarandi athugasemd: „Þann 26. september sl. birtist í Pressunni grein eða klausa, þar sem látið er að því liggja að ólög- mæt sjónarmið ráði aðgerðum lög- regluyfirvalda gagnvart vínveit- ingahúsum og er sérstaklega bent á veitingahúsið Berlín í því sam- bandi. Aðdróttanir. þesar beinast að þvi að Berlín hafi ekki verið beitt sömu viðurlögum og önnur veitingahús vegna tengsla eins eig- anda hússins við einn fulltrúa lög- reglustjóra. Aðdróttanir sem þess- ar eru rakalausar og sama er að segja um það sem fram kemur í tilvitnaðri klausu, að lögreglan hafi rýmt veitingahúsið Berlín á dögunum vegna vinveitinga eftir lögboðinn tíma. Slík lögregluað- gerð hefur aldrei átt sér stað í nefndu veitingahúsi. Nefndur full- trúj lögreglustjóra hefur ekki kom- ið nálægt málefnum Berlínar vegna tengsla við einn eiganda veitingahússins, heldur hefur ann- ar fulltrúi lögreglustjóra annast þau mál.“ „Við í MK þurfum ekki að rétta af rekstrar- halla með skólagjöldum nemenda eins og tíðk- ast í VI að sögn Þor- varðar í títtnefndri grein hans.“ og starfsemi skólans ef í odda skerst. Engu að síður er Verslunar- skólinn undir yfirstjórn mennta- málaráðuneytisins eins og aðrir framhaldsskólar sbr. 5. og 37. gr. laga um framhaldsskóla. Eg tel það liggja í augum uppi að yfirstjórn stofnunar hljóti að eiga aðild að rekstri hennar. Vegna ummæla ráðherra um þak á skólagjöld og samræmingu þeirra vakti ég í fyrrnefndu greinarkorni mínu athygli á háum skólagjöldum í VI. Einnig bar ég fram spurningu um notkun þeirra og fékk loðið svar sem ég læt liggja milli hluta í bili en tek fram að ég átti ekki við kennara skólans. Vaxandi aðsóknað MK en minnkandi að VI - Rekst- ur MK hallalaus I svargrein sinni segir Þorvarður Elíasson að veruleg samkeppni hafi verið milli VÍ og MK um nem- endur. Þetta er misskilningur. Svo hefur ekki verið hin síðari ár. Ein- ungis 14 af 195 nemendum úr grunnskólum Kópavogs fóru í VÍ sl. vor samkvæmt skrá frá mennta- málaráðuneytinu er ég hef undir höndum enda var aðsókn að Versl- unarskólanum minni en mörg und- anfarin ár. Sú rýrnun kom fram í því að VÍ veitti öllum umsækjend- um skólavist en sendi ekki, sem ætíð áður, bunka af umsóknum miðlungsnemenda og slakra, eftir að búið var að velja úr þá bestu, til annarra framhaldsskóla í Reykjavík. Til samanburðar segi ég frá því að MK gat ekki tekið við öllum umsækjendum í vor. Þar myndaðist biðlisti. PHIUPS Whirlpool FRYSTIKISTUR Góð tæki. Gott verft • AFG015 138 lítra. h:88 b:60 d:66 cm kr.stgr. 29.830.* • AFG 033 327 lítra. h:88 b:112d:66 cm kr.stgr. 42.655.- • AFG 041 408 lítra. h:88 b:135 d:66 cm kr.stgr. 45.505.- Heimilistæki hf SÆTÚNI8SIMI691515B KRINGLUNNISÍMI6915 20 'j í samuMfUM, Síðast í svargrein sinni fer Þor- varður Elíasson út á hálan ís. Þar slær heldur betur út í fyrir honum er hann skrifar að mér væri nær að bæta rekstur og orðstír MK en að ráðast' á keppinautana. Það var og. Sýnilegt er að maðurinn er sár og reiður, og gætir þess ekki sem skyldi hvað lekur úr pennanum. Orð hans um rekstur og orðstír eru ógrunduð og því að engu hafandi. Stjórn og starfsmenn MK verða dæmd af verkum sínum og ekki óttast ég þann dóm. Og rekstur Ingólfur A. Þorkelsson MK er í góðu lagi. Hann er halla- laus. Hver sem vill gétur fengið það staðfest í fjármáladeild mennt- amálaráðuneytisins. Nú minnist ég þess raunar að við fórum þúsund krónum fram úr áætlun í fyrra. Kannski á skóiastjóri VÍ við þennan þúsundkall er hann talar um bætt- an rekstur! Við í MK þurfum ekki að rétta af rekstrarhalla með skólagjöldum nemenda eins og tíðkast í VÍ að sögn Þorvarðar í títtnefndri grein hans. Verslunarskóli íslands hefur hreiðrað um sig í kerfinu. Hann hefur komið sér vel fyrir undir pils- faldinum. Að lokum þakka ég Þorvarði Elíassyni lærdómsrík skoðana- skipti. Höfundur er skólameistari Menntaskólans íKópavogi. 10STK f POKA !0Stkipoka MELROSES Þegar talað er um te Ö. Johnson & Kaaber hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.