Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAftlÐ MIDVIKUDAGUK 2. QKTQBER -1991
Góð ávöxtun í september
Raunávöxtun íyrir september var sem hér segir:
Kjarabréf. 8,0% Tekjubréf. 8,5%
Markbréf. 9,1% Skyndibréf...6,6%
Qj>
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF.
HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 - K^RINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREÝRI. S. (96) 11100
Hugabu a5
sparnabinum
þegar þú gerir
innkaupin.
Þjónustu-
mibstöb
ríkisverbbréfa
er líka
í Kringlunni
Hringdu eða komdu í Þjónustumiðstöð
ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar um
áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs.
Þjónustumiðstöðin er fyrir fólkið í landinu.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæö, sími 91- 626040 og Kringlunni, sími 91- 689797
9
Að tryggja
' lágmarksfælingu
Afvopnunarfrumkvæði George Bush
Bandaríkjaforseta sætir tíðindum. Að
mati danska dagblaðsins Berlingske Tid-
ende miðar það að því að ýta þeirri kenn-
ingu til hliðar að hægt sé að beita kjarna-
vopnum í stríði. Bandaríkjamenn stefni
að því að halda eftir vopnabúnaði sem
dugi til að tryggja lágmarksfælingu. Und-
arlegt sé að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor-
seti skuli ekki hafa brugðist jákvæðar við
i fyrstu því að þetta sé einmitt hugmynd
sem Sovétmenn hafi varpað fram á
sínum tíma.
Svar Gorbatsj-
ovs olli von-
brigðum
I forystugrein danska
dagblaðsins Berlingske
Tidende 29. september
sl. segir um viðbrögð
Sovétmanna við ræðu
Bush: „Á laugardags-
kvöld gafst Míkhaíl
Gorbatsjov forseta Sov-
étríkjanna tækifæri til að
svara fyrir hönd lands
síns sögulegu frumkvæði
Bandaríkjanna frá því á
föstudag um alheimsnið-
urskurð kjamorku-
vopna. Svar Gorbatsjovs
olli vonbrigðum og gaf
til kynna að mcnn vildu
ekki útiloka möguleik-
ann á að brögð væru í
tafli l\já Bandaríkja-
mönnum. Pólitískt séð
voru þetta röng viðbrögð
við frumkvæðinu sem
Gorbatsjov sjálfur kallaði
„mikinn atburð sem fær-
ir heiminum nýja von“
um framtíð án kjama-
vopna.
Viktor Karpov, aðal-
samningamaður Sovét-
manna, segir i dag i við-
tali við þýska blaðið Bild
am Sonntag að Sovétrík-
in muni koma fram með
tilboð um að heimurimi
verði kjamorkuvopna-
Iaus árið 2000. Það væri
raunhæft því að ekki
væri lengur um að ræða
kalt stríð milli kjamork-
urisaveldamia. í sjón-
varpsávarpi sinu gaf
Gorbatsjov óbeint til
kymia að slíkt tilboð væri
í aðsigi. En tilboðið er i
raun gömul sovésk
lumma sem ekki snertir
kjamann í tilboði Banda-
ríkjamanna. Að okkar
hyggju miðar hið síðar-
nefnda að því að ýta til
hliðar kenningunni um
að hægt sé að nota
kjarnavopn í stríði. í
sögulegu ljósi er það ný
hugsun sem Sovétríkin
hafa hlutlæga hagsmuni
af að bregðast við með
jákvæðum hætti.
Það er undarlegt að
Gorbatsjov notaði ekki
tækifærið til að svara
með gömlu og snjöllu
sovésku tilboði um „lág-
marksfælingu" en þegar
öllu er á botninn hvolft
er það þetta sem Banda-
ríkjamenn leggja nú til.“
Bush og
ChurchiU
Danska dagblaðið
Politiken segir í lciðara
29. september um sama
efni: „Aðfaranótt laugar-
dags flutti Bush forseti
ræðu sem líklega kemst
á spjöld sögunnar likt og
hin fræga .jámtjalds-
ræða“ Winstons Church-
ills i Fulton-háskólanum
eftir að schmi heims-
styijöldinni lauk. Líkt og
Churchill sá fyrir heims-
skipan sem byggði á ógn-
arjafnvægi má líta á
ákvörðun forseta Banda-
ríkjaima um cinstæða og
einhliða kjamorkuaf-
vopnun sem cndapunkt-
iim við þetta skeið.
Tillögumar hafa vakið
hrifningu víða um heini.
Fyrst og fremst er það
vegna þess aö öryggis-
hlutverk kjarnavopna
hefur ætíð fremur verið
pólítískt en hernaðarlegt.
Þetta á fyrst og fremst
við um skammdrægar
eldflaugar og vígvallar-
vopn sem Bandarikin og
Bretland ætla nú að
uppræta. Það tókst aldrei
að gefa trúverðuga hern-
aðarlega skýringu á
notkun þeirra t.d. í Evr-
ópu.“
Gerbreyttar
aðstæður
I forystugrein Svenska
Dagbladetsegir um sama
efni: „Rekja má breytta
afstöðu Bush forseta til
ágústbyltingarinnar i
Sovétríkjunum og ger-
breyttra aðstæðna í
heiminum í kjölfar þess.
Það er ókleift að afla
fylgis við smíði nýrra
langdrægra kjarnavopna
þegar ógnunin frá hinurn
kommúnisku Sovétríkj-
um er bókstaflega horf-
in. Þegar umbyltingin
varð í Austur-Evrópu
hrundi grandvöllurinn
fyrir því að hafa skamm-
dræg kjarnavopn í Evr-
ópu. Áform Frakka um
að halda áfram með Had-
es-áætlunina hefur mætt
mikilli andstöðu í Þýska-
landi, en hún felst í smíði
flaugar sem þrátt fyrir
að hún dragi lengra en
forveri hennar, nær ein-
ungis til bandamanna
Frakka eða nýju lýðræð-
isríkjanna í Áustur-Evr-
ópu.
En þótt hættan á
kjarnavopnaárás frá
kommúniskum Sovétríkj-
um sé ekki lengur fyrir
hcndi gildir ekki hið
sama um sovésku kjama-
vopnin í sjálfum sér.
Óljóst er hvað verður um
þetta mikla vopnabúr
þegar herveldið hrynur
til granna. Á meðan
valdaránið stóð yfir
vaknaði sú spuming hver
réði eiginlega yfir 27.000
kjamahleðslum Sovét-
manna. Nú er rætt um
hættuna sem er fólgin í
því að kjamavopn lendi
í röngum höndum þegar
lýðveldin rífa sig laus út
úr stjómmálalegu og
samfélagslegu öngþveiti
Sovétríkjanna. Verður
kjarnavopnum beitt í
borgarastyijöld, verða
þau seld til einræðis-
herra víðs vegar um
lieim eða munu óútreikn-
anlegir leiðtogar reyna
að beita þvingunum i
krafti kjamorkuvopn-
iuina?
Nú er um að gera að
reyna skjótt að setja
hömlur á kjamorku-
vopnabúr Sovétrilqanna.
Þaö er ekki einungis
vegna breyttra aðstæðna
í Austur-Evrópu sem
skammdrægu vopnin em
fyrst tekin fyrir. Oryggi
þessara vopna sem skipta
þúsundum og liafa gífur-
legan eyðingarmátt er
talið minna en lang-
drægu flauganna. Einnig
i þessu tilliti skilur
kommúnisminn eftir sig
vaiidmeðfarinn arf.“
REOLTJLEOUR SPARNAÐUR
pna '
& aií
Maður verður ekki ríkur
af miklum tekjum...
Langar þig til Frakklands? Ertu að hugsa um að kaupa
þér nýtt sófasett? Ibúð? Bíl? Eða ertu að hugsa til
lengri tíma og vilt safna í sjóð til eftirlaunaáranna?
Sama er hvað af þessu þú hefur í huga. Þú ættir að
byrja að leggja reglulega fyrir núna. Smám saman
getur þú þannig eignast þinn eigin fjársjóð.
Með reglulegum sparnaði getur hver sem er eignast
sparifé, eða eins og gamalt kínverskt máltæki segir:
„Maður verður ekki ríkur af miklum tekjum, heldur
litlum útgjöldum“. Verið velkomin í VÍB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.