Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 18
í( 18 ígg( íi.íiíiot>|o :s flyoAqmnvgiM niqhía’ídíioi/ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991 Nýr forsætisráðherra Zaire Reuter Mobutu Sese Seko, forseti Zaire, (t.v.) býður nýskipaðan forsætisráðherra, Etienne Tshisekedi, velkominn til starfa. Tshisekedi tók við starfi eftir strangar samningaviðræður stuðningsmanna Mobutus og stjórnar- andstæðinga en honum er ætlað að vinna þjóðina út úr kreppu sem komin er upp í Zaire vegna óeirða. Bardagar harðna í Króatíu: Sambandshermn hót- ar hermdarverkum Zagreb. Reuter. HARÐIR bardagar blossuðu upp í Króatíu í gær milli króatískra sveita og hersveita júgóslavneska sambandshersins. Breiddust bar- dagar út um allt lýðveldið og eru þeir hinir hörðustu frá því samkom- ulag náðist um vopnahlé 22. september, en það þykir nú runnið út í sandinn. Yfirmenn hersins sökuðu sveitir króata um að hafa hert umsátur um stöðvar sambandshersins í Krö- atíu. Sögðu þeir þolinmæði hersins á þrotum og hótuðu að leggja mikil- væg mannvirki í lýðveldinu, svo sem skipasmíðastöðvar og orkuver, virtu króatar ekki vopnahléssamkomu- lagið og hættu árásum á stöðvar hersins. Gojko Susak, varnarmálaráð- herra Króatíu, sagði úrslitakosti sambandshersins skjóta skökku við og ásakanir um að króatar hefðu átt upptökin væru út í hött. „Það er sambandsherinn sem heldur uppi árásum, hann hefur gert skrið- dreka- og sprengjuárásir frá 50 stöðvum allt frá Dubrovnik til Vukovcar, og á grundvelli þess set- ur herinn úrslitakosti,“ sagði Susak. Að minnsta kosti 15 manns féllu í átökunum í gær og sögðu embætt- ismenn að á annað þúsund manns hefðu beðið bana af völdum bar- daga frá því Króatía lýsti yfir sjálf- stæði í júní sl. Útvarpið í Króatíu sagði að þorpið Prekopakra skammt frá borginni Pakrac í miðhluta lýð- veldisins hefði verið nánast jafnað við jörðu í stórskotaárás. Þar hefðu 11 menn beðið og fjöldi særst. Sovétríkin: Lýðveldin ná samkomulagi um sameiginlegt efnahagssvæði Alma-Ata. Reuter. Sovétlýðveldin tólf náðu í gær samkomulagi um að koma á sam- eiginlegu efnahagssvæði til þriggja ára og er þetta fyrsta skrefið í átt til þess að samið verði um efnahagsbandalag lýð- veldanna. „Stofnun þessa efnahagssvæðis er forsenda þess að hægt verði að koma landinu úr kreppunni án blóðsúthellinga eða stríðs,“ sagði Nursultan Nazarbajev, forseti Kaz- akhstans, eftir fund fulltrúa lýð- veldanna. Grígoríj Javlínskíj, sem á sæti í nefnd sem fer með stjórn efnahagsmála í Sovétríkjunum, sagði samkomulagið mjög sögulegt. Ekki var greint frá því í gær í hveiju það fælist, en embættismenn sögðu að eitt af mikilvægustu atriðum þess væri að aðeins* lýðveldin gætu hækkað skatta. Samkomulagið er fyrsta tilraun lýðveldanna til að semja um nýtt ríkjasamband eftir hrun kommún- ismans í kjölfar valdaránstilraunar harðlínukommúnista í ágúst. Naz- arbajev sagði að samkomulagið glæddi vonir um að hægt yrði að semja um nýtt samband fullvalda ríkja. Fulltrúar nokkurra lýðvelda létu þó í ljós efasemdir um samkomulag- ið. ígor Tsjkheidze, fulltrúi Georgíu, sagði að hann myndi undirrita sam- komulagið með fyrirvara. Úkraínski þingmaðurinn Vladímír Grínjov sagði að enn væri nokkrum spurn- ingum ósvarað varðandi efnahags- svæðið og kvaðst ekki vera viss um að þing Úkraínu myndi leggja bless- un^yfir samkomulagið. Ivars Godmanis, forsætisráð- herra Lettlands, tók þátt í viðræð- unum, sem fóru fram í Alma-Ata, höfuðborg Kazakhstans. Baltneska fréttastofan Baltfax hafði eftir hon- um að lettneska stjórnin myndi ekki undirrita samkomulagið. Leið- togar hinna Eystrasaltsríkjanna, Litháens og Eistlands, tóku ekki þátt í viðræðunum. Níu af lýðveldunum tólf, sem áttu aðild að samkomulaginu, hafa lýst yfir sjálfstæði, þótt efnahagsleg tengsl þeirra séu náin. Schliiter boðar efnahags- lega endurreisn í Danmörku Kaupmannahöfn. Reuter. POUL Schliiter, forsætisráð- herra Danmerkur, kynnti nýja efnahagsstefnu stjórnarinnar við þingsetningar í gær en takmark stjórnarinnar er að auka hagvöxt og draga verulega úr atvinnu- leysi. „Við erum öll sammála um grundvallaratriðin, en þau eru að skapa aðstæður fyrir aukna fram- leiðslu og ný atvinnutækifæri og þar með vinna á hinu alltof mikla -atvinnuleysi sem þjóðin á við að glíma,“ sagði Schlúter. Ef tillögur Schluter MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Ragnar Aðalsteinsson, hrl., Othar Örn Petersen, hrl., Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl., Viðar Már Matthíasson, hrl., Tryggvi Gunnarsson, hrl., tilkynnir að JÓHANNES SIGURÐSSON hdl., hefur flutt lögmannsstarfsemi sína frá Laugavegi 178 og gerst meðeigandi í málflutningsskrifstofunni frá 1. október 1991 að telja. Er heiti skrifstofunnar frá þeim degi MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Ragnar Aðalsteinsson, hrl., Othar Örn Petersen hrl., Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl., Viðar Már Matthíasson, hrl., Tryggvi Gunnarsson, hrl., Jóhannes Sigurðsson, hdl., Borgartúni 24, Sími 627611 Pósthólf 399, Telefax 627186 121 Reykjavík Telex (051) - 94014175 BORG G stjórnarinnar yrðu samþykktar hefði það í för með sér að atvinnuleys- ingjum fækkaði um 100.000 manns á næstu fimm árum, en um síðustu mánaða- mót voru 301.000 manns á atvinnu- leysisskrá í landinu eða um 10,8% atvinnufærra. Útflutningur iðnað- arvöru jókst um 24% á síðustu fímm árum. en það þykir til marks um lítinn viðgang heimamarkaðarins að á sama tíma jókst heildar iðn- framleiðsla aðeins um 2%. Schlúter boðaði rýmri afskrifta- reglur fyrir hátæknibúnað, vill að lækkaðir verði skattar á nýtt hluta- fé sem fyrirtækí afla og gjöld verði lækkuð sem greiða verður af við- skiptum með hlutabréf. Einnig boð- ar hann stofnun sérstaks sjóðs til að leggja smáfyrirtækjum til fé til áhættusamra rannsóknarverkefna. Jafnframt vill Schlúter flýta opin- berum framkvæmdum á sviði sam- göngumála, svo sem hraðbrauta- gerð, auk þess sem hann vill blása nýju lífi í vöruhöfnina í Kauþ- mannahöfn til að auka umsvif henn- ar en umferð um hana hefur farið minnkandi. Einnig mun hann leita eftir heimild þingsins til að byggja nýtt verslunar- og viðskiptahverfi suður af Kaupmannahöfn. Þá boð- aði Schlúter einkavæðingu ríkisfyr- irtækja og þjónustu. Loks sagði Schlúter það stefnu stjórnarinnar að breyta atvinnu- leysisbótakerfinu á þann veg að atvinnurekendur og launþegar bæru hærri hlut af kostnaði við það. Peningarnir sem það sparaði ríkissjóði yrðu notaðir til að lækka skatta og gjöld. Hann útilokaði að ráðist yrði gegn atvinnuleysi með almannafé þar sem það myndi stofna greiðslustöðu ríkissjóðs í hættu en Danir hafa nýlega náð jákvæðum greiðslujöfnuði. „Við ■ætlum ekki að slaka á aðhaldi okk- ar í ríkisfjármálunum,“ sagði Schlúter. Betur að sér um Dallas en norræna menning’u Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, frétta- ritara Morgunblaðsins. TVEGGJA daga ráðstefna á vegum menningarnefndar Norðurlandaráðs, sem hefur það að markmiði að efla norræna samvinnu, lauk í Gautaborg nýlega. „Við vit- um meira um fjölskylduað- stæður í Dallas en menningu annarra Norðurlandaþjóða. Því verðum við að breyta,“ sagði Gunnar Björck, einn þingmanna Miðflokksins, um tilgang ráðstefnunnar. Meðal þess se_m menningar- nefndin hefur hug á að koma á er samræmt menntakerfí sem myndi auðvelda mönnum að skipta um skóla eða vinnustað innan Norðurlandanna. Þá reynir nefndin að afla þeirri hugmynd pólitísks fylgis að til dæmis verði hægt að sjá norskt, íslenskt, finnskt og danskt sjónvarp í Svíþjóð. Einnig hefur sú hugmynd verið könnuð að fjölga sýningum á norrænum kvikmyndum en það eru fyrst og fremst vandamál varðandi höfundarrétt sem standa því fyrir þrifum. Gunnar Björck segist vera þeirrar skoðunar að þau sam- tök sem fara með höfundarrétt eigi að lækka verðið á vöru sinni en telur samt litla von á að úr þessu rætist fljótlega. „Ef menn ætla til dæmis að semja um réttinn til að fá að sýna barnamynd þurfa þeir ekki að semja við ein samtök heldur tuttugu og þijú,“ segir Björck. Til þess að koma samstarfi á sviði menntunar í viðunandi horf, í samræmi við ákvarðanir Norrænu ráðherranefndarinn- ar, segir hann skorta um 90 milljónir íslenskra króna. Glistrup rekinn úr Framfaraflokknum Kaupmannahöfii. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttariiara Morgunbladsins. MOGENS Glistrup, stofnandi Framfaraflokksins sem við hann hefur verið kenndur, var rekinn úr flokknum á landsfundi um helgina og sviptur lífstíðar sæti í stjórn flokksins. ERLENT Ennfremúr var samþykkt að Glis- trup yrði að yfir- gefa hús fyrir norð- an Kaupmanna- höfn sem flokkur- inn keypti á sínum tíma og ætlaði hon- um að eyða ævi- kvöldinu í. Glistrup Astæðan fynr brottvikningu Glistrups úr Framfara- flokknum var sögð sú, að hann hefði unnið gegn flokknum eftir að hann stofnaði nýjan flokk, Velferðarflokk- inn, en hann myndaði kosningaband- alag með Sameiginlegri stefnu, flokki sósíalistans Prebens Mollers Hansen. Á landsfundi Framfaraflokksins var ákveðið að takmarka flokksaðild við danska ríkisborgara en hann hef- ur til margra ára verið opinn útlend- ingum í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.