Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTOBER 1991 29 raunverulegi guð nýaldartrúarbrag- anna maðurínn sjálfur, því þau leit- ast ekki við að gera Guð dýrðlegan, heldur manninn, og i ljósi þess dett- ur nýaldarsinnum auðvitað ekki í hug að nota gamla, neikvæða orðið „trúarbrögð" um lífsskoðun sína, heldur tala um „fræðslu", „skýring- ar“ og opin og fordómalaus viðhorf (m.a. gagnvart „vitsmunaveru á öðru tilverustigi“). Það er von þeirra og trú að maðurinn eigi að vaxa og þroskast, m.a. með því „lifa aft- ur og aftur“, og líklega að enda sem alupplýst og ódauðleg vera. En samkvæmt kristinni trú er aðeins til ein algerlega alvitur og eilíf „vits- munavera", en það er Guð sjálfur,. sá eini lifandi Guð sem Jesús Krist- ur kallaði „pabba sinn á himnum" og hvatti okkurtil að eiga raunveru- legt kærleikssamband við eins og börn við föður sinn, í gegnum bæn- ina. Eini vegur mannsins til að eign- ast eilíft líf í Guði er fólginn í því að trúa á Jesúm Krist, já beinlínis með því að neyta líkama og blóðs Jesú; þiggja dauða hans og upprisu. Svo sagði Jesús sjálfur og með öðr- um orðum: „ Veríð í mér, þá verð ég í yður, ... án mín getið þér alls ekkert gjört." (Jóh. 15.4,5). Ekki er þetta í mikilli samhljóðan við lærdóm nýaldarfólks. Speki voldugasta hjáguðs nýaldarsinna, „Mikaels, vitsmunaveru á öðru til- verustigi", sem ku vera: „(Vissulega muntu ekki deyja!); Þú lifír aftur og afturí, minnir í engu á sannleika Jesú Krists, en óþyrmilega mikið á lygi höggormsins í aldingarðinum Eden: „Vissulega munuð þið ekki deyja! En Guð veit, að jafnskjótt sem þið etið af (ávöxtum skilnings- trésins), munu augu ykkar upp ljúk- ast, og þið munið verða eins og Guð og vita skyn góðs ogills.“ (1. Mós. 3.4,5). Þótt hér á undan hafi aðeins verið minnst á örfá (en reyndar mjög veigamikil) atriði, þar sem nýaldarsinnar eru ósammála Jesú Krisli, er ljóst að þeir verða annað- hvort að hætta að reyna að spyrða hann saman við speki sína, eða það sem mun betra er; að snúa baki við „nýrri öld“ og líta hærra, til hins sanna og eilífa lífs, sem menn geta bragðað á þegar hér og nú með því að biðja föðurinn á himnum um hinn heilaga anda, sem Jesús lofaði að senda til allra sem bæðu til hans af einlægni og elsku á kærleika Guðs. „Stjóm Nýaldarsamtakanna“ krefst þess að hafa frið fyrir virð- ingarlausum og hrokafullum strangtrúarmönnum til að rækja trú sína og segir annað bera vott um óumburðarlyndi. Því er til að svara að umburðarlyndi er auðvitað með jákvæðari eiginleikum, en þegar við sjáum vini okkar arka í blindni út í kviksyndi og hvetja jafnvel enn betri vini okkar til að fylgja sér þessa dásamlegu leið til Guðsríkis, þá eigum við ekki að umbera það með þegjandi þögninni, heldur öskra varnaðarorð af öllum kröft- um, já, jafnvel frekjulega! Leit nýaldarfólks að þekkingu og „einingu við Guð“ er að sjálfsögðu ekki sprottin af meðvituðum vilja til þjónkunar við „heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum“ (Ef. 6.12), heldur af meðfæddri löngun manna til að skilja líf sitt og af þrá mannssálnanna eftir Guði. En því miður hefur verið logið að því og villt um fyrir því og það verið lokk- að frá hinu sanna ljósi í átt til ver- aldar rökkurs og dáleiðandi villu- ljósa. Nýaldarfólkið segist vilja segja: „Við getum breytt heiminum og bætt með því að breyta sjálfum okkur, ekki með því að breyta öðr- um.“ Jesús segir annað: „Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðn- um, eins getið þér ekki heldur bor- ið ávöxt, nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.“ (Jóh. 15.4,5). Jesús varar við falskristum og lygaöndum („Mikael“ jafnt og öðr- um) sem koma myndu og segir bæði fyrir um þrá manna eftir að þekkja veruleika Guðs á áþreifan- legan hátt, áttavillta spámenn og hinn augljósa máta sem hann sjálf- ur mun birtast á við endurkomu sína. Margir kristnir menn um allan heim trúa að hann sé að tala um okkar tíma: „Þeir tímar munu koma, að þér þráið að sjá einn dag Mannssonarins og munuð eigi sjá. Menn munu segja við yður: Sjá hér, sjá þar. En farið ekki og hlaup- ið eftir því. Eins og elding, sem leiftrar og lýsir frá einu skauti him- ins til annars, svo mun Mannsson- urinn verða á degi sínum.“ (Lúk, 17.22-24). Höfundur er nemi í Háskóla íslands ■ ÓLAFUR G. Einarsson mennt- amálaráðherra opnar sýningu á verkum 40 sunnlenskra listamanna í nienntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, á föstudag, 4. október. Sýningin er liður í M-hátíð á Suðurl- andi 1991, samstarfsverkefni ráðu- neytisins og sveitarfélaga á Suðurl- andi. Á sýningunni er hluti þeirra myndverka sem Sunnlendingar hafa notið á M-hátíð 1991. Sýning- in verður opin alla virka daga á opnunartíma ráðuneytisins kl. 8.45- 17.00 og fram til 4. desember. Vakin er athygli á að laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. október verð- ur sýningin opin frá kl. 13.00- 18.00. ■ ÞJÁLFUNARSTÖD Kópa- vogshælis hefur tekið upp þá ný- breytni að bjóða upp á líkamsrækt og leikfimi fyrir þroskahefta. Þarna er fyrst og fremst verið að hugsa um þá sem ekki eru félagar í neinu íþróttafélagi og ekki njóta íþrótta- kennslu í skólum, en vilja öðlast aukinn styrk og betri líkamsvitund og er þetta t.d. kjörið tækifæri fyr- ir eldra fólk jafnt í heimahúsum sem á sambýlum. Haldin verða 2 fimm vikna námskeið fyrir áramót og leiðbeinendur eru sjúkraþjálfari og íþróttakennari. (Fréttatilkynning) ■ AÐILDARSVEITIR Lands- bjargar - landssambands björg- unarsveita bjóða almenningi til opins húss um næstu helgi. Það verður heitt á könnunni í björgunar- stöðvum aðildarsveita Landsbjarg- ar. Þar gefst fólki kostur á að kynn- ast Landsbjargar-sveitunum í sínu byggðarlagi. Forsvarsmenn sveit- anna verða þar til taks og veita allar upplýsingar um búnað og starfsemi sveitanna. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu og gefandi sjálfboðaliðastarfi geta gef- ið sig fram og skráð sig í nýliða- starf. ■ UNDIRRITAÐUR hefur verið í Reykjavík tvísköttunarsamningur milli íslands og Bretlands. Samn- ingurinn tekur gildi þegar hann hefur verið staðfestur af ríkisstjórn- unum tveimur. Samninginn undir- rituðu Sigurbjörn Þorbjörnsson fyrrverandi ríkisskattstjóri og Patrick Wogan sendiherra Bret- lands á Islandi. Hvatning og frammistöðumat Bjarni Júlíus Þórður Nýtt námskeið fyrir stjórnendur og starfsmannastjóra Á námskeiðinu verður farið ítarlega í gildi frammistöðumats og hvernig nýta á það á jákvaeðan hátt innan fyrirtækisins. Farið veröur í ýmis verkefni, tengd frammistöðumati. Námsefnið er unnið sérstaklega fyrir Stjórnunarfélag Islands af Þórði S. Óskarssyni og auk hans Bjarni Ingvarsson, starfsmannastjóri og Júlíus Egilsson, starfsmannastjóri. Það nýtist þátttakendum sem hanbdbók og leiðarvísir um ýmsar lausnir á vandmeðförnum verkefnum, tengdum starfsmannamálum. Námskeiðið fer fram dagana 8„ 10. og 15. október frá kl. 16.00 til 19.00 alla dagana. Fyrirlesarar verða: Þórður S. Óskarsson, starfsmannastjóri Eimskips, Júlíus Egilsson, starfsmannastjóri IBM á Islandi. Bjarni Ingvarsson, vinnusálfræöingur og Rikisspitala. Swrnunarféiag íslands Ánanaustum 15, s. 621066. Markaðs- og sölunám Hagnýtt nám, sem nýtist frá fyrsta degi Markaðsskóli íslands, sem er í eigu Stjórnunarfélags íslands og Útflutningsráðs, hefurþróað hagnýtt markaðs- og sölunám í samvinnu við færustu markaðsmenn. Þess má geta að íslenski markaðsklúbburinn, ÍMARK, og Félag atvinnusölumanna, FAS, hafa mælt með þessu námi. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, myndböndum og verkefnum. Farið verður í heimsóknir í fyrirtæki og þekktir aðilar úr víðskiptalífinu koma í heimsókn. Námið hefst 10. okt. nk. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16.00 til 19.00 alls 8 vikur. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða: Emil Emilsson, markaðsstjóri, SigurðurÁg. Jensson, markaðsfræðingur, framkvæmdastjóri, Haukur Haraldsson, TMI, leiðbeinandi, sölu- og markaðsráðgjafiog Kristín Björnsdóttir, MS, markaðsfræðingur. MARKADSSKÓII /’ÍSLANDSA THt ICtlANPIC INSTlTUTf Of MARktTINC STlORNUNARFf LAGIf) • ÚTI LUTNINGSRÁÐ Ánanaustum 15, s. 621066. „iHver cmnarri Setril“ er samdóma álit síldarspekúlantanna. Nú er komið að þér að prófa: - í sinnepssósu - í tómatsósu - í karrýsósu. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN ORA HF. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.