Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991 Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara TONLISTARHÁTIÐ ungra norrænna einleikara verður haldin í Tampere í Pinnlandi 9. til 12. október. Fulltrúi íslands verður Auð- ur Hafsteinsdóttir fiðluleikari. Norræna tónlistarháskólaráðið hefur í 10 ár skipulagt biennal, tvíár ungra norrænna einleikara, í sam- vinnu við norrænar sinfóníuhljóm- sveitir og tónlistarháskóla. í tengsl- um við 10 ára afmæli tvíársins í Reykjavík 1988 var haldin ráð- stefna um að koma á framfæri ungum norrænum einleikurum. Ráðstefnan tilnefndi vinnuhóp, sem á lokafundi sínum í Stokkhólmi lagði fram tillögu um að standa að kynningu ungra norrænna einleik- ara í breyttri mynd og með nýrri stjórn, Tónlistarhátíð ungra nor- rænna einleikara. Fyrsta hátíðin verður 9.—12. október nk. í Tampere í Finnlandi og er það Samband norrænna sínfó- níuhljómsveita og Tónlstarháskól- aráðið sem hafa samvinnu um skip- ulag hátíðarinnar, en þeir fyrr- nefndu sjá um framkvæmd hennar. Eftirtaldir einleikarar koma fram á hátíðinni, en þeir vour valdir eftir úrtökukeppni hver í sínu heima- landi: Martin Fröst, klarínett, Svíþjóð, Jon Elsrud Gjesme, fiðla, Noregi, Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Is- landi, Johannes Söe Hansen, fiðla, Danmörku, og Jan Söderblom, fiðla, Finnlandi. Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara verður næst haldin í Stokkhólmi árið 1993. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Systir og börn sr. Sigurðar Einarssonar við minnisvarðann. F.v. Marta Einarsdóttir, Gunnvör Braga, Steinn Hermann og Áslaug Kristín. Skógar: Minnisvarði um sr. Sigurð Einarsson í Holti aflrjúpaður MINNISVARÐI um skáldið sr. Sigurð Einarsson var afhjúpaður á Skóg- um undir Eyjafjöllum laugardaginn 28. september að viðstaddri systur hans, börnum og öðrum ættingum og tengdafólki, ásamt skólafólki skólans, ýmsum Rangæingum og öðrum gestum. Minnisvarðinn er blá- grýtisdrangur sem er mannhæðarhár og ber andlitsmynd sr. Sigurð- ar, sem myndlistamaðurinn Ragnhildur Stefánsdóttir gerði. Á minnis- varðanum er nafn sr. Sigurðar með fæðingar- og dánardegi og upp- hafsljóðlínu skólasöngs Skógaskóla sem sr. Sigurður gaf skólanum við upphaf skólastarfs 1949: „Komið heil, komið heil til Skóga.“ Við upphaf athafnar í garðinum vestan við skólahúsið, þar sem minn- isvarðinn stendur, flutti Friðrik Jörg- ensen frá Steinum ávarp og lýsti aðdraganda þess að minnisvarðinn var reistur. Sagði hann frá kynnum sínum við Kjartan Ragnarsson mynd- listarmann, en þeir hefðu báðir haft mikinn áhuga á því að listaverk eða minnisvarði myndi geyma með áþreifanlegum hætti minningu um skáldið sr. Sigurð Einarsson í Holti. Þeir hefðu leitað til skólanefndar Skógaskóla um að sótt yrði til list- skreytingasjóðs um styrk til að koma þessu verkefni að stað. Skólanefndin hefði fylgt þessu eftir með því að skipa framkvæmdanefnd með skóla- stjóra Sverri Magnússon, Þórð Tóm- asson og hann, en nefndin hefði haft samráð við fulltrúa. ættingja, Stein Hermann Sigurðsson. Kjartani' Ragnarssyni hefði verið falið að gera listaverkið og hefði hann gert drög Vitna leitáð Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að því er ekið var á grænan Mazda-bíl við Kirkjutorg, skammt frá dómkirkjunni, frá miðnætti til klukkan 7 að morgni, aðfaranótt föstudagsins 25. september. Bifreiðin stóð þar á merktu bíla- stæði en var stórskemmd á vinstri hlið þegar eigandinn vitjaði hennar um morguninn. Tjónvaldurinn er ókunnur og skorar lögreglan á hann, svo og vitni að ákeyrslunni, að gefa sig fram. að því, en því miður hefði hann orð- ið að hætta við vegna veikinda og gert tillögu um að einn efnilegasti nemandi hans tæki þetta viðfangs- efni að sér, Ragnhildur Stefánsdótt- ir, myndlistarmaður. Hér væru allir viðstaddir saman komnir til að fag- ana verklokum. Því miður hefði myndlistamaðurinn ekki getað verið viðstaddur, en honum væri kunnugt um að hugsun listamannsins væri að blágrýtisdrangurinn risi upp af móður jörðu, með sama hætti og skáldið, sem var af íslensku bænda- fólki kominn, en reis upp og varðaði menningu þess og tungutak, með svo einstæðum hætti í ræðum sínum, ljóðum og ritverkum. Því næst afhjúpaði yngsta barn sr. Sigurðar, Steinn Hermann, minn- isvarðann og að því loknu bauð skóla- stjóri Skógaskóla, Sverrir Magnús- son öllum viðstöddum til kaffi- drykkju í skólanum. Þar var skóla- söngurinn sunginn og ávörp flutt af skólastjóra, Albert Jóhannssyni, fyrrum kennara skólans, Þórði Tóm- assyni, safnverði, og Jóni R. Hjálm- arssyni, fyrrum skólastjóra Skóga- skóla og fræðslustjóra. Minntust ræðumenn sr. Sigurðar, starfs hans við skólann, Ijóða hans og ræðusnilld- ar. Gunnvör Braga las ljóð eftir föð- ur sinn og Guðbjörg Þórisdóttir kenn- ari við skólann las einnig ljóð eftir skáldið. Að lokum þakkaði sr. Halldór Gunnarsson í Holti fyrir hönd skóla- nefndar öllum sem unnið hefðu að því að minnisvarðinn reis og stundina sem viðstaddir hefðu átt saman. Gunnvör Braga þakkaði síðan fyrir hönd ættingja. Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Bergþór Pálsson í hlutverkum sínum. Morgunbiaðið/Þorkeii Þorkelsson Töfraflauta Mozarts í Islensku óperunni Signý Sæmundsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Alina De., Bergþór Pálsson og Þorgeir J. Andrésson í hlutverkum sínum. Tónlist Ragnar Björnsson í sérlega vandaðri og ágætri efnisskrá sýningarinnar á Töfra- flautu þeirra Mozarts og Schik- aneders er spáð í tilurð óperunnar m.a. af þeim Sigurði Steinþórs- syni, Önnu M. Magnúsdóttur og Þorsteini Gylfasyni, og eru allar þessar ritsmíðar fróðlegar og skemmtilegar, sem vænta mátti. Einni spá um tilurð óperunnar er þó sleppt og er sú ekki ólíklegri en aðrar þegar tekið er mið af þróun óperunnar í Þýzkalandi, frá skólaleikjunum, gegnum Singspi- elið og fram til Mozarts, þar sem ádeilan og háðið á menn og mál- efni var einn aðal þátturinn. Um þetta leyti var Frímúrarareglan mjög umdeild í Vínarborg og því ekki ólíklegra en hvað annað að Schikadeder og Mozart hafi sest niður og persónugert hinar stríð- andi fylkingar María Theresía, sem var mikill andstæðingur frímúrara varð að hinni hatursfullu Nætur- drottningu, Jósef 2. keisari, sem studdi frímúrarana, birtist í Tam- ino, Sarastro æðstiprestur regl- unnar, Pamina, sem Tamino legg- ur svo mikið á sig til að vinna, er austurríska þjóðin og Monostatos sem gervi kirkjunnar eða jesúí- tanna, sem stöðugt deildu á Frí- múrararegluna. Þessa kenningu mætti a.m.k. einnig telja með. Hvort til var einhver banamaður Mozarts, og hvort sagan sú sé sönn, sem gekk í Vínarborg, að umræddur banamaður hafi flúið til Danmerkur, þaðan til íslands og komið í land í Austur-Skafta- fellssýslu, er erfitt að henda reiður á. Allt þetta eru skemmtilegar vangaveltur, en skipta kannski ekki meginmáli, en þó má í gamni benda á að bæði Einstein og Goet- he voru báðir stórhrifnir af texta- innihaldi Töfraflautunnar. Forleik- urinn að óperunni fór því miður ekki vel af stað. Tempó voru óná- kvæm, áherslur máttvana og ómarkvissar og öll spenna einhvern veginn víðs fjarri. Þessir ágallar hjá hljómsveitinni voru gegnum- gangandi, spilið var heldur ekki alltaf hreint og það var ekki Moz- art-hljómsveit sem í gryíjunni var þetta kvöldið. Þetta verður þó að skrifast að mestu á hljómsveitar- stjórann sem ekki virðist hafa átt- að sig á nákvæmni og kröfum Mozarts, og bitnaði þetta ná- kvæmnisleysi á mörgum atriðum óperunnar og þar með á söngvur- unum sjálfum. Stjórn Stapletons var of „mjúk“, ekki nógu mark- viss. Einn var þó sá söngvari sem ekki lét slá sig út af laginu, Berg- þór Pálsson söng með þeim moz- arttíska ritma sem til þarf. Raunar ætlast Mozart til dekkri raddar í Papageno, en Bergþór bætti það upp með þeim leiktilburðum sem klassískir eru í þessum stíl, þetta var sigur Bergþórs. Næturdrottn- ingin var sungin af Yldu nokkurri Kodalli, ungri söngkonu tyrk- neskri; svo ungri að erfitt var að hugsa sér hana sem móður Pam- ínu, en látum það vera, því söng- konan hefur þann raddkarakter sem sjaldgæfur er, dramantískan sópran með koleratúr, og er vand- fundinn og því dýrt seldur í Evr- ópu, og þrátt fyrir ungan aldur söng hún aríurnar sínar af þeirri reisn sem Næturdrottinginnu til- heyrir. Þorgeir Andrésson náði ekki að skila Tamino, til þess þarf meiri reynslu, og e.t.v. meira nám að baki heldur en Þorgeir hefur og er ekki hægt að ásaka hann fyrir þá vöntun, en aðrir hefðu átt að sjá það fyrir, því Tamino er eitt af erfiðari tenórhlutverkum Mozarts. Ólöf Kolbrún komst merkilega vel frá Pamínu og getur hún þakkað það mikilli og langri reynslu á óperusviðinu, en hún er ekki lengur sú sannasta Pamína, sem á að var Jugentlich", en surnt gerði hún margt mjög fallega, eins og t.d. aríuna þegar hún heldur að hún hafí misst Tamino. En stór- sigur vann hún ekki og að skað- lausu hefði mátt fórna þessu hlut- verki til annarrar. Viðar Gunnars- son var raddmikill í hlutverki Sa- rastros en ekki mikið fram yfir það. Smærri hlutverk voru sungin af yngri mönnum sem sannarlega voru, sumir hveijir, forvitnilegir og eiga vonandi framtíð fyrir sér. Ástæða er þó til að minnast á dömurnar þijár og þó sérstaklega á Signýju Sæmundsdóttur sem sannarlega virðist eiga skilið að fá stórt hlutverk. Ekki er mitt að dæma sviðsmynd, sem mér fannst þó mjög passandi óperunni og raunar ævintýri hvað þetta leiksvið gat stækkað við snjalla sviðsmynd Robins Dons. Það tók svolítinn tíma að sætta sig við leikstjórn Christopher Renshaw, en þó orkar alltaf tvímælis um miklar hreyfing- ar á sviðinu, þær geta komið illa niður á söngnum. Búningahönnun var í höndum Unu Collins, þeir voru mjög fallegir. Textaþýðingar voru eftir þijá orðhaga menn, þá Böðvar Guðmundsson, Þorstein Gylfason og Þránd Thoroddsen. Lengri tíma þarf til að geta mikið um þá fjallað, en sums staðar virt- ist mér að nauðsynlegt hefði verið að hljómsveitarstjórinn hefði getað verið með í ráðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.