Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.10.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991 -í Hann er tillitssamur. Hann drepur ekki í sígarettunum á gólfteppinu ... Þessi stenst gæðaprófið, sé ég ... Haugalogi á Patreksfirði Ég bý á Patreksfirði á af- skekktri götu sem kallast Hólar. Raunar ættum við á Hólunum ekki að vera svo afskekkt því það eru ekki nema tæpir 20 metrar í bæinn en að komast þangað getur verið torsótt. Gatan hefur ekki verið lag- færð sennilega í 15 ár og upp úr henni standa stórir hnullungar og svo eru djúpar holur þar á milli, varla fært fyrir fólksbíl nema það sé farið hægt og réttar leiðir valdar á milli steina. Á Patreksfirði eru flest allar götur annað hvort mal- bikaðar eða steyptar. Á veturna er gatan gjörsamlega ófær yfirleitt því hingað er helst ekki mokað fyrr en snjóa leysir. Svo er það annað og enn verra, það eru öskuhaugarnir. Þegar ég var lítill lék ég mér mikið í hlíðinni hér fyrir ofan og átti þá lítinn kofa. Hreppurinn lét rífa kofann og gaf þá skýringu að kofinn væri um- hverfisspjöll. Svo tóku þeir sig til og settu upp svokallaðan brennslu- ofn fyrir sorp bæjarins í aðeins 300-500m fjarlægð frá Hólunum. Og þeir brenna rusl þarna á stóru svæði allt í kringum ofninn svo til allan sólarhringinn alla daga vik- unnar og oftar en ekki liggur mökk- urinn frá sorphaugunum beint yfir okkur og ekki bara reykur heldur hálfbrunnin bréf, klósettpappír og alla vega óþverri. Það hefur verið kvartað yfir öskuhaugunum í mörg ár og pabbi tíndi einu sinni saman hálfbrunnin bréf, reikningsyfirlit úr banka og annað sem hafði fokið inn í kjallarann frá haugunum og fór með þetta á hreppsskrifstofuna og eina svarið sem hann fékk var að bankarnir þyrftu að fá sér pappírs- tætara. Þessir menn sem ráða þessu hljóta að vera algerlega heilalausir eða þá bara svona svakalega illa innrættir. Sérfræðingar hafa fundið út að það er mjög heilsuspiilandi að búa nálægt öskuhaugum og veldur það meðal annars ofnæmi og einhverju fleiru sem ég man ekki hvað var. Árið ’86 fór ég að finna fyrir of- næmi og hef haft það síð'an, það háir mér mjög á sumrin. Og ég hef heyrt að það séu nokkur önnur til- felli hér á Hólunum. Ég vil meina að þetta sé haugunum að kenna Lyfog jöfnuður Hvað skyldu þeir vera margir milljarðarnir sem lyfsalarnir eru búnir að hala inn á kostnað skatt- borganna? Með sjálfvirkum greiðsl- um úr heilbrigðisráðuneytinu hafa þeir hagnast vel svo ekki sé fastar að orði kveðið. Öðru hvoru berast fréttir af fjár- festingum þessara aðila t.d. í gos- verksmiðjum, bjórframleiðslu, tölvu- fyriitækjum, matvælafyrirtækjum og svo framvegis. Þessir peningar eru komnir frá íslenskum almenningi eða þeim ruglukollum sem settu þá nánast inn í garð hjá okkur. Ég ætla bara að vona að hrepps- nefndin hætti að hlæja eins og heil- alausar kengúrur og loki haug- unum. Það er ekkert mál að loka þeim bara strax í dag því þó það finnist ekki ódýr lausn á vandanum þá er þessi staðsetning ólögleg, sið- laus og virkilega viðbjóðsleg. Ég vil ekki kenna núverandi hrepps- nefndarmönnum eingöngu um þetta ástand. Fyrirrennarar þeirra bera líka sök. Ég veit að það er til gott fólk í hreppsnefndinni en hún er alveg handónýt, siðlaus og hauga- matur á meðan enn logar í þessum haugum. H.H. nánast með sama hætti og þeir hefðu greiddir beint með sköttum. Auðvit- að þarf að gera eitthvað róttækt til að stöðva þetta. En íslenskir ráða- menn og stjórnvöld þora ekki í virðu- lega lyfsalana. Þau þora hins vegar í sjúklinga og þá sem einhverra hluta vegna þurfa að neyta lyfja. Ég vona að okkur verði fot'ðað frá frekari jafnaðarmennsku af þessu tagi. A.M.B. HÖGNI HREKKVISI Yíkveiji skrifar Víkveiji las af athygli það sem George Paton, forseti Al- þjóðaráðs fræðslumiðla, hafði að segja um gervihnattarsjónvörp og lítil málsamfélög. Ummæli hans birtust hér í Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. september en Paton dvaldist þá hér vegna árlegs þings ráðsins, sem hann veitir for- sæti. Paton sagði meðal annars: „Hin hraða þróun gervihnattar- sjónvarpsstöðva, eins og Sky og CNN, að undanförnu er gott dæmi um styrk enskunnar sem heims- máls. Smá málsamfélög ættu hins vegar ekki að hræðast þessa þróun vegna þess að hún bætir fræðslu og upplýsingastreymi og færir íbúa heimsins nær hver öðrum. Hin öra þróun gervihnattarsjónvarps er til góðs að mínu mati og þess verður örugglega ekki langt að bíða að komið verði á fót gervihnattarás sem sendir út fræðsluefni." Helsta umræðuefni á ársþingi Alþjóðaráðs fræðslumiðla var ein- mitt vandi lítilla málsamfélaga á öld upplýsingatækni og fjölmiðlun- ar. Er ánægjulegt að sjá af ummæl- um forseta samtakanna, að hann vill ekki, að lagður sé steinn í götu þeirrar byltingar, sem siglir í kjöl- far þess að almenningur getur nýtt sér sjónvarpsefni frá gervihnöttum. Þessi tækni verður ekki þurrkuð á brott og þjóðir verða að læra að lifa með henni og nýta til hins ýtr- asta. xxx Víkveiji er þeirrar skoðunar, að þess verði ekki langt að bíða að litið verði á afskipti opinberra aðila af fjölmiðlun á öldum ljósvak- ans sem hreinan óþai'fa. Verður kafli þessara afskipta í fjölmiðla- sögunni settur við hlið kaflans um fjölmiðlun í alræðisríkjum kommún- ista og sósíalista. Á næsta leiti verð- ur einnig fjallað um flokksblöð og afdrif þeirra. Þarna verður sem sé rætt um ýmis sjónarmið sem nutu töluverðs stuðnings um miðbik þessarar aldar en eru nú á hröðu undanhaldi. Þeir sem andmæla ríkisafskipt- um af útvarpsrekstri í norðurhluta Evrópu eiga enn undir högg að sækja svo sem kunnugt er og má þar bæði benda á Norðurlöndin og Bretland. Gætir jafnvel enn meiri íhaldssemi í þessum löndum en hér, til dæmis að því er varðar auglýs- ingar í ljósvakamiðlum. Sterk staða íslenska Ríkisútvarpsins ræðst ekki síst af því að það nýtur í senn aug- lýsingatekna og afnotagjalds. xxx George Paton ræðir í fyrr- greindu Morgunblaðssamtali um það hvernig unnt er að nýta Ijósvakamiðla til að efia tungumál sem lætur undan síga, en til þess þurfi oft opinberan stuðning. „Stjórnvöld geta til dæmis eflt dag- skrárgerð með beinum fjárframlög- um og fjárfest þannig í menning- unni.“ I þessum orðum felst alls ekki að ríkisvaldið þurfi að sjálft að eiga og reka ljósvakamiðla; þarna er hins vegar vakið máls á því að ríkið fjárfesti í menningu eigin þjóðar og auðveldi þannig Ijós- vakamiðlum að bjóða upp á menn- ingarlegt efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.